Þjóðviljinn - 28.10.1970, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 28.10.1970, Blaðsíða 10
JQ SlÐA — ÞJÖÐVTLJINN — Miðvifoudagur 28. oiktóber 1970. Harper Lee: Að granda söngfugli 2 Móðir okkar dó þegar ég var frveggja ára, svO'aö á vissan hátt saknaði ég hennar aldrei. Hún var af Grahamættinni frá Mont- gomery og Atticus hitti hana þegar hann sat löggjafarþingið í fyrsta sinn. Þá var hann orðinn miðaldra, og hún var fimmtán árum yngri en hann. Jemmi var ávöxtur fyrsta hjónabandsársins, fjóruim árum síðar kom ég í heiminn og tveim árum eftir það dó móðir mín úr skyndilegu hjartaslagi. Fólk sagði að þetta væri í ættinni. En. eins og ég segi, þá saknaði ég hennar ekiki, en ég held að Jemmi hafi gert það. Hann mundi vel etftir henni og stundum þegar við vorunj sem ákafast að leika okkur, tók hann uppá þvi að stypja þungan og fara bakvið vagnaskýlið án þess að sinna mér meira. Smám sam- an hafði mér orðið ljóst, að þegar sá gálinn var á honum, var skynsamlegast að skipta sér ekki af honum. Þegar ég var orðin sex ára og Jemmi næstum tíu, voru surnar- takmörk Okkar (ekki lengra frá húsinu en svo að við gætum heyrt þegar Galpumía kallaði), hús frú Henry Lfayett Dubose, tveim húsum fyrir norðan okk- ur, og Radleyhúsið, þrem húsum fyrir sunnan okkur. Við höfðum enga löngun til að fara útfyrir þessi takmörk. í húsi Radleys bjo dularfúllur kraftur, og ekki þurfti annað en að láta Tiggja að því, til þess að við héldum okfcur á mottunni dögum saman. Frú Dubose var sannkallaður djötfull. Það var þetta sumar sem Dill kom fram á sjónarsviðið. HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó -.augav. 188 IO. hæð (lyfta) Simi 24-6-16. Perma Hárgreiðslfu- og snyrtistofa Gar'ðastræti 21 SÍMI 33-9-68. Snemma einn morguninn vor- um við farin að leika okkur í húsagarðinum, og þá heyrðum við Jemmi eitthvað innanúr næsta garði, úr kálgarðinum hennar ungtfrú Rakelar Haverford. Við gengum að vírgirðingunni tU að athuga hvort það væri hvolpur — tíkin hennar ungfrú Rakelar var hvolpafull — en í staðinn sáum við, að þar fyrir innan sat snáði og einblíndi á okkur. Þar sem hann sat virtist hann litlu stærri en kálplönturnar. Og nú störðum við á hann, þar til hann sagði loks: — Hæ. — Hæ, sagði Jemmi vingjam- lega. — Ég heiti Charles Baker Harris, sagði hann: — Og ég kann að lesa. — Nú, hvað um það? sagði ég. — Ég hélt bara að ykkur þætti gaiman að vita það. Ef það er eitthvað sem þið þurfið að láta lesa fyrir ykkur, þá get ég gert það... — Hvað erbu eiginlega gam- all? spurði Jemmi. — Fjögra og hálfs? — Ég er bráðum sjö. — Þá skaltu ekkert vera að monta þig, sagði Jemmi og benti á mig með þumálfingrinum. — Hún Skjáta þarna hefur kunnað að lesa tfrá því að hún fæddist og hún er ekki einu sinni farin að ganga í skóla enniþá. En þú ert annars dálítið lítill etftir aldri. — Ég er lítill, en ég er gam- all, sagði hann. Jemmi strauk hárið frá augun- um til að sjá betur þetta fyrir- bæri. Svo sagði hann: — Af hverju kemurðu ekki inn til okkar, Oharles Baker Harris? Hamingjan hjálpi mér, en það nafn. — Það er ekki verra en þitt eigið nafn. Rakel frænka mín segir sjálf, að þú heitir Jeremy Atticus Finch. Jemmi yggldi sig: — Ég er nógu stór til að bera það nafn, sagði hann. — Nafnið á þér er lengra en þú sjálfur, mifcLu lengra! — Annað fólk kaíl'lar mig Dill, sagði Dill og smeygði sér undir grindverkið. — Það er miklu betra að klifra yfir það, sagði ég. — Hvað- an kemurðu eiginlega? Dill var frá Meridian í Missi- sippi og var á sumri hjá frænku sinnd, henni un.gfrú Rak- el, og ætlunin var að hann yrði það á hverju sumri fraim- vegis. Fjölskyldan var úr May- comb-sýslu, móðir hans vann hjá ljósmyndara í Meridian, hafði sent mynd af honum í samkeppni um barnaljósmyndir og hafði fengið fimm dollara verðlaun. Hún gaf Diil pening- ana og hann fór í bíó fyrir þá tuttugu sinnum í röð. — Við sjáum aldrei bíómyndir héma, nema stölcu sinnum Jesú- myndir í þinghúsinu, sagði Jemmi. — Hefurðu nokkum tíma séð góða bíómynd? Það kom á daginn, að Dill hafði séð Dracula, og við það jókst áhugi og virðing Jemma að miklum mun. — Segðu okkur frá hénni, sagði hann. Dill var skringilegt fyrirbæri. Hann var klæddur stuttum, blá- um strigabuxum, sem voru hnepptar uppá skyrtuna, hárið á honum var snjóhvítt og var eins og dúnn á litla kollinum hans. Hann var ári eldri en ég, en ég gnæfði samt yfir hann. Meðan hann sagði okkur þetta gamla ævintýri, þá voru augun í hon- um ýmist ljós eða dökk; hlátur hans var snöggur, áhyggjuiaus Dg sæll, og hann hafði þann kæk að toga dálítinn sleikjulokk fram á ennið. Þegar Dill hafði breytt Dra- cula í duft og ösku og Jemmi sagði að kvikmyndin virtist skemmtilegri en bókin, spurði ég Dill hvað pabbi hans gerði eig- inlega. — Þú hefur ekkert sagt okkur um hann, sagði ég. — Nei, af því að ég á engan. — Er hann þá dáinn? — Nei. — En fyrst hann er ekki dáinn, þá hlýturðu að eiga pabba, ha? Dill roðnaði og Jemmi sagði mér að þegja — en það var öruggt merki þess að hann var búinn að vega og meta Dili með hagstæðum árangri. Efttr þetta liðu sumarmánuðimir rólega og ánægjulega. Við lagfærðum hol- una okkar, sem við höfðum út- búið milli tveggja risavaxinna mórberjatrjáa úti í garðinum og lékum af miklum móði fjöld- ann allan af leikritum sem við höfðum klippt og skorið eftir okkar þörfum. Þá var ágætt að hafa Dili: hann lék hlutverkin sem mér voru annars ætluð: apann í Tarzan, herra Damon í Tom Swift og þess háttar. Smátt og smátt kynntumst við Dill sem vasaútgáfu af galdramanninum Mer in, sem var með kollinn fullan af undarlegum heilabrot- um og hugdettum. En þegar við vorum komin fram undir ágústlok, var efnis- valið orðið dálítið slitið vegna eilífra endurtekninga, og það var ; um það leyti sem Dill kom ] því inn hjá okkur, að við ætt- | um að svæla Boo Radley útúr : fylgsni hans. Dill var gagntekinn af Rad- ley-húsinu. Þrátt fyrir aðvaranir dró það hann að sér eins og tunglið vatn, en þó efcki nær en að ljósastaurnum á horninu, þar sem hann gat horft á hús- hliðið úr hæfilegri fjarlægð. Þar stóð hann svo með digran lukt- arstaurinn í fangiruu og góndi og gaf hugmyndafluginu lausan tauminn. Radley-húsið s+^ð þar sem veg- urinn beygði snöggléga, svo að maður þurfti að rölta góðan spöl suðreftir áður en veröndin sást. Húsið var légreist og haffði einu sinni verið hvítt; veröndin var breið og dimm og á bafchliðinni voru grænir hleirar, sem löngu voru upplitaðir og minntu nú einna mest á gráu flísarnar í garðstígnum. Fúnu tréspænirnir sem þöktu þakið, stóðu fram af þakskegginu á veröndinni og stórar, gamlar eikur vörnuðu sólinni að sfcína. Sorglegar leyfar af grindverki stóðu riðandi fram- an við forgarðinn, þar sem Johnsongras og „kanínu-tóbak“ döfnuðu vel. Inni í sjálfu húsinu átti heima illgjarn draugur. Fólk fullyrti, að hann væri til í raun og veru, en við Jem höfðum nú aldrei séð hann. Fólk hélt því líka fram að hann kæmi út á næturnar, þegar tunglið væri gengið undir og gægðist innum gluggana i öðrum húsum. Þegar azaleurnar kól og þær visnuðu, þá var það vegna þess að hann hafði andað á þær. öll leynd afbrot og smá- syndir í Maycomb, voru af hans völdum. Um tíma vou allir bæj- arbúar sfcelfdir vegna óhugnan- legra næturverka: alifuiglar og heittelskuð dýr bæjarbúa fund- ust drepin og limlest; reyndar var sökudólgurinn hann Addi vitlausi, sem seinna drefckti sér í Barkertjörninni, en fólkið gaut áfram augunum að Radley-hús- inu og var efcki á því að láta af sínum gamla grun. Enginn svertingi vildi ganga framhjá húsinu að næturþeli heldur gekk alltaf eftir gangstéttinni hinum megin og blístraði hástöfum á meðan. Skólinn í Maycomb lá upp að bakhliðinni á Radley- lóðinni, ávextimir af stóra val- hnetutrénu féllu niður í sfcóla- garðinn, en ekkert barnanna snerti hneturnar: Radley-hnet- urnar voru baneitraðar og dauð- inn var vís þeim, sem átu þær. Ef bolti lenti inni í Radley- garðinn, var hann glataður fyrir fullt og allt, engum datt i hug að reyna að nálgast hann. Ógæfan sem grúfði yfir þessu húsi átti upptök sín mörgum árum áður en við Jemmi fædd- umst. Radleyfótkið, sem hafði verið velkomið hvar sem var í bænuim, forðaðist samneyti við aðra, og slíkt er efcki fyrirgefið í Maycomb. Það kom ekki í kirkju, en þangað komu annars allir góðborgarar í Maycomb sér Kaupum hreinar léreftstuskur PRENTSMIÐJA ÞJÓÐVILJANS Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjaudi BRETTI — HURÐIR — VÉLALOK og GEYMSLULOK á Volkswagen í allfiestum litum. — Skiptum á einum degi með dagstfyriirvara fyrir ákveðið verð. — REYNIÐ VIÐSKIPTIN. Bílasprautun Garðars Sigmundssonar. Skipholti 25. — Sími 19099 og 20988. UNCUNCAR ÓSKASf til sendiferða hálfan eða allan dagi: Þurfa að hafa hjól. DlOOVIllk GLUGGATJALDASTANGIR FORNVERZLUN °g GARDÍNUBRAUTIR Laugavegi 133 — Sími 20745. WILUS JEEP Til sölu er Willis jeppi árgerð 1962, með Egils húsi. Góður bíll. Hagstætt verð ef samið er strax. Upplýsingar í síma 25283 eftir kl. 19,00. FYRIR SKÓLAFÓLKIÐ: Buxur, skyrtur. peysur, úlpur. nærföt. sokkar og margt fleira. — Fjölbreytt og fallegt úrval. PÓSTSENDUM. * — Laugavegi 71 — sími 20141. SÓLÓ-elt/avélar Framleiði SÓLÓ-eldavélar af mörgum siærðum og gerðum. — Einkum hagkvæmar fyrir sveita- bæi, sumarbústaði og báta. VARAHLUTAÞJÓNUSTA. Viljum sérstaklega benda á nýja gerð einhólfa eldavéla fyrir smærri báta og litla sumarbústaði ELDAVÉLAVERKSTÆÐl JÓHANNS FR. KRISTJÁNSSONAR h.f. Kleppsvegi 62 - Sími 33069 Hver býður betur? Það er hjá okkur sem þið getið fengið AXMINSTER teppi með aðeins 10% útborgun. AXMINSTER — annað ekkL \ B II ANNAÐ EKKI Grensásvegi 8 — sími 30676. Laugavegi 45 B — sími 26280. BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32. MOTORSTILLINGAR HJÖLASTIILINGAB LJÚSASTILLÍNGAR Látio stilla i tíma. Flfót og örugg þjónusta. 13-10 0 Látíð ekkl skemmdar kartöflnr koma yður í vont skap. Xoíið COLMAIVS-kartÖffeiluft Auglýsingasíminn er 17 500 ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.