Þjóðviljinn - 09.12.1970, Qupperneq 6
J
0 SlÐA — I>JÓÐVILiJXNN — Miðvikudagur 9. desemlber 1970.
Ólafur Gunnarsson:
Brot af fréttum eins dags-
ins í nóvembermánuði
Sænsk blöð birta dag hvem
margskonar fréttir, auk fjölda
greina um allskonar mál, bæði
innlend og erlend. Þegar mér
flaugí hugaðgefa svolítið sýnis-
horn af fréttaflutningi eins blaðs,
bara einn dag vikunnar, kom
i ij'ós, að efnið var ailtof viða-
mikið til þess að nokkurt ís-
lenzkt blað réði við það, magns-
ins vegna, Það sem hér fer á
eftir er að mestu tekið af út-
síðum eins stórblaðs. Upphafið
er þó hugleiðingar um veðrið,
sem ekki eru teknar úr neinu
sérstöku blaði
Veturinn er að þessu sinni
mun seinna á ferðinni en í
fyrra Hinn 1. nóv. snjóaði að
vísu allmikið og eins næstu
daga. Óhug sló á marga við
þessa snögglegu vetrarkiomu og
minntust menn þá sl. vetrar,
þegar snjórinn kom 24. nóv. og
lá fram í apríl. Sem betur fór
reyndust áhyggjur manna af
vetrarkomunni ástæóulausar að
þessu sinni. Veðurkortið sýndi
sl. föstudag (26. nóv.) að snjó-
laus var alla leið upp í Dali og
hlýviðrið hefur valdið flóðum
sunnarlega í landinu síðustu vik-
umar. Snjóskaflamir, sem orðn-
ír voru aldjúpir fyrstu daga
mánaðarins, eru nú horfnir og
hver góðviðrisdagur sem líður
gefur ákveðinfyrirheitum styttri
vetur en í fyrra.
Sænskur vetur getur a.m.k.
á stundum verið tillflnnanlegri
en sá íslenzki sökum þess, að
staðviðri er oft svo mikið að
manni finnst frost og kuldi vera
að verða endalaust, jafnvel þótt
það sé ekiki nema 3-4 mánuðir.
Á' Islandi er stöðugt frost svo
----------------------------------<S>
Eítirleit
eftir
Þorvarðnr Ilehinson.
Eftirleit
*
Þorvarð Helgason
Athyglisverð skáldsaga
eftir ungan íslenzkan
rithöfund
í Sfhnf-ítliUA fti’ljirt \
[ // ~ jtioL : 1 yjl
ÍtiSKIU :í« v%v*i4v*vv;v/.-.vaí;-:-.v.v.-. At\ns\ ’Í i
ÖSI5ILA
I5A1U
312
Þetta er hugnæm og spennandi
skáldsaga, sem fjallar um
móð’urást og sannar mannlegar
tilfinningar.
Kjörin bók handa eiginkonunni
eða unnustunni.
langan tíma nánast óhugsandi,
þótt veturinn geti orðið lengri.
Þíöviðri með roki og rigningu
breyta jafnan frostinu í hiý-
viðri af og til á vetrinum.
í dag er fyrsti sunnudagur i
aðventu og tendrast nú fyrstu
aðventuljósin um gervallt land-
ið. Aðventuljós em tendmð i
kertastjökum þannig að eitt ljós
er kveikt í stjakanum fyrsta
sunnudag í aðventu, tvö ljós
annan sunnudaginn, þrjú ljós
þann þriðja og fjögur ljós þann
fjórða. Bkki leikur neinn vafi
á því, að þessi aukni ljósaffjöldi
stendur í hlutfalli við síaukið
myrkur sikammdegisins og er
þannig vöm mannsins gegn
myrkrinu.
Áður fyrr var aðeins um lif-
andi aðventuljós að ræða, en
nú hafa ralfimagnsljós bætzt við,
án þess þó að útrýma kerta-
Ijósunum. I desembermánuði
hefur hver einasta skólasitofa í
Svíþjóð sín kertaljós og sama
máli mun gegna um flest heim-
ili.
f .þessari viku fara skattgreið-
ednur að fá tilkynningar utm, að
þeir hafi greitt meira í fyrir-
fram skatta en þeim þar að
greiða. Xæssi upphæð nemur
samanlagt eittihvað liðlega
tveimur miljörðum sænskra
króna. Allmargir fá einnig til-
kynningu um að þeir halfi greitt
of lítið, en þeir eru færri.
Að þessu sinni ætlar Gunnar
Strang, fjármálaráðherra, að
reyna að lokka fólk til að saakja
ekki endurgreidda skattinn
strax, en láta hann standa á
vöxtum hjá því opinbera í eitt
ár. Þeir sem þetta gera fá þá
hæstu hugsanlegu bankavexti,
auk uppbótar ef peningarnir fá
að standa á vöxtum heilt ár.
Auk þess efnir fjármálaráðherr-
ann til happdrættis, sem állir,
sem eiga inni hjá skattinum,
taka þátt í. Hæsti vinningúrinn
í júní i vor verður V/, úr miljón
sænskra króna og í desember
1971 % miljón. Ekki hefur ver-
ið minnzt á hversu margir fái
sennilega engan vinning.Gunnar
Stranig vonast til að a.m.k. 600
miljónir (fái að standa á vöxtum
hjá því opinbera á þennan hátt.
Happdrætti fjánmálaráðherr-
ansheflur hlotið nafnið „Stranga-
spelet“ og er það einn liður í
viðleitni hans til að fá þjóðina
til að spara. Vafalaust sinna
þessu margir vegna þess eins,
að það er fjármálaráðherrann,
sem beitir sér fyir því, en hann
nýtur mesta trausts allra
sænskra ráðherra meðal, ail-
mennings. Sagt er að allir
stjómmálaflokkar myndu vilja
hafa hann sem fjármállaráð-
herra, hvaða flokkar sem færu
með völd.
Samningar um laun næsta árs
standa nú fyrir dyrum og er
búizt við allmifclum átökum í
þvi sambandi.
Sænska ríkisstjómim hefur þá
reglu að blanda sér ekki í
kjarasamninga atvinnurekenda
og launþega. Gunnar Strang
sagði í sjónvarpsviðtali í vik-
unni sem leið, að ríkisstjárir
flleiri landa hefðu sagt, að þær
ætluðu að gera hið saima en
ekki al'lar staðið við það. Hins
vegar taldi Strang, að sænska
ríkisstjómin myndi nú sem fyrr
halda fast við þessa reglu.
Forseti Alþýðusambandsins
sænska, Arne Geijer, sagði frá
því áföstudaginn, að í nóvember-
lok væru 40.000 manns atvinnu-
lausir eða 1% prósent allra sem
væru á vinnumarkaðinum. Þar
af væri hclmingurinn kominn
yfir 55 ára aldur. Geijer sagðist
óttast að í febrúar yrði tala at-
vlnnulausra komin upp í 70.-
75.000, þar eð samdnáittur í at-
Frá Stokkhólmi.
vinnúlífinu væri fyrirsjáanleg-
ur.
Þrátt fyrir þessa tölu at-
vinnuleysingja vantar fledri
menn í vinnu víðsvegar um
landið en henni nemur. Mikill
f jöldi útlendinga vinnur nú í
Svfþjóð og sagði Geijer, að sum
stór fyrirtæki hefðu 60 prósent
startfsfólksins úr hópi útlend-
inga. Sumsstaðar hefja böm er-
lendra verkamanna, sem eru
fædd í Svíþjóð, nám í sænsk-
• um skólum án þess að kunna
saansku.
Það er einfcum stóriðnaðurínn
og veitingahúsin sem þurfa á
erlenda vinnuaflinu að halda,
en þessar atvinnugreinar myndu
sumar hverjar vera í rústum, ef
aðstoð útlendinganna hefði ekki
komið til.
Eins og stendiur vinna 55
prósent allra giftra kvenna utan
heimilis og er gert ráð fyrir,
60 að sú prósentutala hækkifljót- <$>■
legaí60 prósent eðameira. Sá ó-
þægilegi böggull fylgir þó þessu
skammrifi að mikill hörgull er á
dagheimilum handa bömum
mæðra, sem vilja yinna utan
heimilis. Eins og stendur er
rúm á barnaheimilum fyrir
133.000 böm. Árið 1975 vona
yfirvöldin að rúm verði fyrir
200.000- 225.000 böm, en það
er þó aðeins helmingur þeirra
barna, sem þurifia á þeim að
halda.
Eins og sakir standa telja
sveitarfélögin sig vanta 22.000
manns til félagslegra starfa, og
sjúlcrahúsin og heilsugæzlan
telja sig vanta 48.000 manns.
Þetta er samanlagt 70.000
martns, sem vantar fram á 1975
eða 10.000 meira en állur vinnu-
kraftur landsins sem gera má
ráð fyrir að bætist við á þess-
um tíma. Tölumar eru fengnar
hjá aðalframkvæmdástjóra fé-
lags- og heilbrigðismála, Bror
Rexed.
Mifclar umræður hafa verið
að undanfömu um aga í skólum
Og hafa þær ekki aðeins fyllt
sænsk blöð og aðra fjölmiðla
heldur einnig fjölmiðla annatra
Norðurlanda, sennílega að þeim
íslenzku undansMlc’am. Um-
ræðumar hófust á því, að 2000
kennarar í Málmey mótmæltu
of litlum aga í skólunum og
þar með var skriðan komin af
stað. Lfkamlegar árásir nem-
enda á kennara og atfskipti lög-
regiu af nemendum, sem ætla
að knýja í gegn vilja sinn með
vattdi, er alltatf gott fjölmiðl-
unarefni og em þá margir „spá-
menn“ kallaðir en fáir útvaldir
til þess að láta álit sitt í Ijós
í slíkum málum.
Kennararnir telja að nýja
námsskráin og allskonar reglu-
gerðir séu samdar af mönnum,
sem ekki þekM sfcólastarfið
.eins og það er í raun og veru,
en blaðri út í bléinn um jafn-
rétti án þess að gera sér grein
fyrir hvað í því (Mst eða ætti
að felast.
Kennaramir í Málmey telja
að fléiri sérbekM og deildir'
vanti í skólana, ef kennsla eigi
að geta verið gengið eðlilega.
Ryrir um það bil 4-5 árum
var mikið um eiturlyf talað og
sfcrifað í Svíþjóð, og mátti þá
otft sjó sjónvarpsmyndir af ung-
lingum sem sprautuðu í sig
eiturlyfjum. Nú er minna um
þessi mál talað en áður, en ef
það er gert einkennast tfrétt-
imar af frásögnum um ungling
sem lent hefur algerlega í
. hundunum eða dáið aíf völdum
eiturlyfja. Hið fréttnæma gildi
eiturlyfjanna er sem sagt horfið
að mestu, en þrúgahdi alvara
foreldra og annarra aðstand-
enda heíur teMð við. Nýlega
gengu hinir óhamingjusömu
foreldrar, sem misst höfðu
bamið sitt af voldum eiturlyfja,
á tfund forsætisráðherrans og
óskuðu enn frekari alvariLegra
aðgera í málinu. Menn eru
löngu hættir bamalegri talningu
þeirra, sem kunna að hafa
neytt eiturilyifja í skólum. Menn
hafa lært af dýrkeyptri reynslu,
að þeim mun minna sem um
þessi mál er talað og skrifað
þeim skérra er það.
Elsku Margot
eftir
Vladimir Nabokov
Spennandi og skemmtileg skáldsaga urn mið-
aldra mann, sem verður ástfanginn af ungri
og fallegri stúlku. Hann er reiðubúinn að
fórna miklu fyrir ásf sína, en örlögin krefjast
meiri fórna en hann hafði átt von á. —
Snilldarlega skrifuð saga eftir heimsfrœgan
höfund. — Þekktasta verk hans er sennilega
skáldsagan „Lolita", sem kvikmynduð var
fyrir nokkrum árum.
i
i