Þjóðviljinn - 09.01.1971, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 09.01.1971, Qupperneq 3
EasagaMfegMr 9. Íen&se 1971 — WÓÐVffiJWN — SlÐA 3 Hörð mótmæli ítalskra kommunista gegn réttarhöldunum í Leningrad — Brotið var gegn tveim meginreglum stjórnarskrár Sovétríkjanna í réttarhöldunum gegn gyðingunum í Leníngrad, segir Terracini Sjómenn í Vestmannaeyjum RÓM 8/1 — Dómarnir sem nýlega voru kveðnir upp í Leníngrad yfir fólki af gyðingaættum hafa sætt harðri gagnrýni af hálfu leiðtoga og málgagna ítalskra ko'mm- únista. Einn elzti og virtasti leiðtogi flokksins, Umberto Terracini, sem er formaður þingmanna hans í öldungadeild ítalska þingsins, fór þannig í gærkvöld mjög hörðum orð- um um réttarhöldin og dómana sem hann kvað brjóta í bága við stjórnarskrá Sovétríkjanna. Terracini lýsti einnig and- styggð sinni á þeim þætti sovézks réttarfars að í því er ékki gerður greinarmunur á drýgðum afbrotum og þeim sem aðeins hafa verið hugsuö eða lundirbúin. Te.rracini sem sjálfur er af gyðingaættum lét þessar skoðan- ir í ljós á fundi sem haldinn var í Róm í gær til að fjalla um dómana i Leningrad, en þar voru m. a. tveir sovézkir þegnar af gyðingaættum dæmdir til lífláts fyrir að hafa haft í hyggju að ræna flugvél til að komast úr landi. Hæstiréttur rússneska sovétlýðveldisins breytti síðar þeim dómum í 15 ára fangelsis- vist. Meginreglur brotnar Terracini dvaldist sjáifur sautján ár í fangelsum fasista og þekkir því slíka refsingu af eig- in reynslu. Hann sagði m. a. að í féttarhöldunum i Leningrad hefðu tvær meginreglur stjómar- skrár Sovétríkjanna verið brotn- ar, sú að slík réttafhöld skuli fara fram fyrir opnum dyrum t>g hin að í málaferlum skuli notuð tunga sakbominganna. Skyssa sovézkra valdhafa Hann bætti því við að Sovét- ríkin hefðu orðið einna fyrst til að viðurkenna ísraelsríki þegar það var stofnað eða endurreist, en valdhafar í Sovétríkjunum hefðu gert sig seka um þá skyssu að þau báttaskil í sögunni myndu draga dilk á eftir sér, nefnilega þann að sovézkir þegnar af ætt- um gyðinga myndu æskja bess að flytjast til hins nýja heim- kynnis þjóðar sinnar. Itrekun fyrri gagnrýni Gagnrýni Terracinis kemur ekki á óvart. „PUnitá“, aðalmál- gagn Kommúnistaflokks Italíu, gagnrýndi réttafhöldin í Lenin- grad þegar fyrir áramót og kvað dómana sem kveðnir voru upp að þeim lolcnum ,.óskiljanlega“. I þeirri grein var til'högun rétt- | um er alveg óhætt að halda á- afhaldanna einnig gagnrýnd,' fram að senda efni. bæði að þau fóru fram fyrir luktum dyrum og sakborningar voru dæmdir til að afplána þungar refsingar fyrir glæp sem aldrei var drýgður. „Öleyst vandamál“ Greinarhöfundur kt>mst m. a. svo að orði að „þess væru mörg merki bæði í ■ Sovétrikjunum og öðrum sósíalistískum ríkjum að þar væru óleyst vandamál sem stöfuðu af uppruna eða trúar- brögðum sumra þegna þeirra. Við nefnum þetta til þess að leggja enn einu sinni á það áherzlu að sú fræðikenning sem við höfum að leiðarhnoða í öllu okkar starfi og baráttu krefst algers jafnréttis allra .manna, hver svo sem uppruni þeiri'a er eða trúarbrögð". Dómarnir réttlættir 1 sovézka vikublaðiniu ..Ze R.úbesjom“ sem fjallar um utan- ríkismál var því haldið fram í dag að enginn fótur væri fyrir gróusögum sem haldið væri á loft á vesturlöndum af hálfu Óskastundin er ekki í blaðinu í dag. Hún birtist næsta laugar- dsg og síðan reglulega á laugar- dögum svo að yngstu lesendun- „zíonista“ að gyðingar nytu ekki fullkomins jafnréttis á við önn- ur þjóðabrot í Sovétríkjunum. Slíkar staðhæfingar væru upp- spuni frá rótum. Lítill vafi er talinn á að gagnrýni kommún- istaffokka á vesturlöndum, en franskir kommúnistar hafa t. d. tekið mjög í sama streng og ítalskir um réttarhöldin í Len- ingrad, sé helzta ástæðan fyrir tilraun vikublaðsins til að rétt- læta réttarhöldin og dómana. en sovézk blöð hafa fram að bessu verið mjög fáorð um allt þetta mál. LONDON 8/1 — Áfrýjunardóm- stóll í LondPn staðfesti i dag þann úrskurð Maudlings innan- ríkisráðheira að Rudi Dutschke, einn helzti leiðtogi vinstrisinn- aðra stúdenta í Vestur-Þýzka- landi, skyldi gerður landrækur. Framihald af 1. síðu. til skipta beint til s.iómanna. AJlt hitt fá útgerðarmenn í sinn hlut, ef frádregnir eru aukahlut- ir til yfirmanna. á síldveiðum voru 37% tekin af heildarafla síldveiðibáta og lækkaði sú prósenta niður í 31% í fyrra og renna 11% til útgerðar- manna og 20% til stofnfjár- sjóðs. Meginkrafa þings Sjómanna- sambandsins síðastliðið haust var einmitt leiðrétting á þessufn óréttmætu lögum. Hvað varð af þessari kröfu? spyrja sjómenn- imir í Hafnarfirði. Vestmanna- eyjum og Hornafirði nú. Ástæða er til þess að vekja athygli á þeirri staðreynd, að Leikfélagið Framhald af 12. síðu. ekki að sakir þess hve mikilog látlaus aðsókn var að öðrum leikritum, en LR getur ekki geymt nema takmarkað af leik- tjöldum. Nú hefur það mál verið leyst með því að geyma leik- tjöldin að Hunangsilmd í bifreið þeirri sem flytur þau til ná- grannabyggðanna. Hunangsilmur hefur verið sýndur 17 sinnum, þar af fjórum sinnum í Hafnar- firði, Jörundur 68 sinnum og Kristnihafidið 45 sinnum. bátakjarasamningamjx hafa að- eins verið samþykktir af sjó- mannafélögum í Keflavík, Sand- gerði, Grdndavík og Akranesi Þessir samningar hafa ekki ver- ið samþykktir ennþá í sjómanna- félögum í Reykjavík og á Akur- eyri. Og hivað um sjómannafé- lögin eða deildimar á Snæfells- nesi? Þær bíða átekta og hafa' ekki ennþá samþykkt bátakjara- samningana. Á sunnudag verður fundur í Sjómannafélagi Reykjavíkur um. bátakj arasamningana. ,Verðstöðvunin' Framhald af 1. síðu. Auk þessa ákvaö verðtegsnefnd að hækka hámarksverð á ýms- um öðrum tegundum fisks, en þó var þessi ákvörðun frábrugð- in því sem verið hefur við fyrri hækkanir að því leyti að fisk- södum er ekki heimilt að haekka ýmsar aðrar fisktegundir að eig- in geðþótta. Var safnþykkt í verðfiagsnefnd að !áta svofellt á- kvæði fyigja listanum um nýtt hámarksverð: „Verð á öðrum fisktegundum en að framan grein- ir svo og verð á hökkuðum fiski. fiskfarsi o.s.frv. er óheimilt að hækka frá því sem það var 1. nóvember s.l. nema sérstakt leyfi verðlaigsstjóra komj til“. Pólskt stjórnarmálgagn játar mistök af fullrí hreinskilni VARSJÁ 8/1 — Eitt helzta málgagn pólsiku stjórnarinnar, vikuritið „Polityka11, viðurkennir í dag undanbragðalaust að uppþotin og verkföllin sem urðu í ýmsum borgum Pól- lands í síðasta mánuði hafi leitt í ljós að í landinu hafi ríkt pólitískt vandræðaástand. Fréttamaður júgóslavnesku fréttastofunnar Tanjúg hefur þetta effitir hinu áhrifamikla tdmariti: — Enda þótt svo megi virðast sem fuilldjúpt sé tekið í árinni komumst við ekld hjá þvi að mæla þessi orð: Þeir aibburð- ir sem gerðust dagana í desem- ber eru sönnun þess að tengslin milli þegnanna og stjómvald- anna, milli verklýðsins og fiokksins hafa versnað svo að til vandræða horfir. Þegar svo var komið mótmælti verulegur hluti verkalýðsins sumum mik- ilvægum nýjum þáttum stefn- unnar í efnahagsmálum, „Víti til varnaðar“ Tímaritið fer ekki dult með þá skoðun sína að Verkamanna- flókkurinn pólski eigi sökina á hinum hörmulegu atburðum. — Harmleikur sá sem átti sér stað í hafnarborgum Póllands yerður að vera víti til varnaðar. Hann er einkenni á að ekki er al.lt með felldu í skipulagi sam- félagsins, segir „Polityka“. Stanislaw Majewski varafor- sætisráðherra og formaður áætl- unarráðs pólska ríkisins lét í gær í ljós þá skoðun að Pólverjar yrðu að ganga djarflegar en áð- ur til verks í því skyni að flýta fyrir efnahagsþróuninni í land- inu. Nýjar brautir Hann flutti ræðu á fundi þar sem komnir voru saman um 800 pólskir hagfræðingar og sagði m. a. að hinir nýju valdhafar í Póllandi yrðu að leysa marghátt- uð vandamiál, efnahags- og fé- lagsleg. Þeir verða að fara nýjar leiðir i tækniþróuninni og koma á fót nýjum iðngreinum á þeim sviðum þar sem Pólverjar geta staðizt öðrum snúninig. — Þetta verður vandaverk. Byltingin í vísindum og tækni krefst atorku og þors til að leggja inn á nýjar brautir sem kunna að reynast áhættusamar, sagði Majewsld. Spor í rétta átt Pólverjar fylgjast með umræð- unum á hagfræðingaþinginu af miklum ábuga. Maiewski taldi ’að hinir nýju valdhafar hefðu HVERS VEGNA EIN BIBLÍA, EINN KRISTUR — EN MARGSKIPT KRISTNI? Sigurður Bjarnason flytur erindi um þetta efnj í Aðventkirkjunni, Reykj'arvík. siunnudaiginn 10. janúar kl. 5. Jón Hj. Jónsson synguir eimsöng. — Alliir velkomnir. farið rétt af stað með því að binda kröfuna um meiri afköst við ráðstafanir til að bæta lífs- j skilyrði alþýðu manna. Hann gagnrýndi að áður fyrr hefðu j ráðamenn haft tilhneigingu til ! þess að auka framleiðsluna hennar einnar vegna og hefði óskin um bætt, lífskjör almenn- | ings kafnað í sannkölluðu flóði ; af skýrslum og tölum. Enda þótt hann teldi að nauð- ; synlegt væri að bæta mönnum aukin afköst með sérstakri þókn- un, kvað hann að slík skipan mála kæmi ekki að gagni nema því aðeins að á boðstólum væri allur sá varningur sem almenn- ingur vildi eignast. FriÖrik teflir í Beverwijk Friðrik Ólafsson stórmeistari verður meðal þátttakenda í Beverwijk skákmótinu í Hollandi er hefst n.k. þriðjudag, en hann hefur nokkrum sinnum áður tek- ið þátt í þessu móti með mjög góðum árangri. Keppendur í .aðalflokki mótsins eru 16 að tölu. Auk Fi'iðriks II stórmeistarar, þar af fjórir, sem þád táka í næsta kandidatamóti og 5 sem þátt tóku í nýafstöðnu millisvæðamóti og af þeim voru fjórir mjög nærri því að komast í kandidatamótið. Sýnir þetta glöggt styrkleika keppenda. Stór- meistararnir eru annars þessir: Petrosjan, Koi'tsnoj og Smyslof frá Sovétríkjunum, Gligoric og Ivkov frá Júgóslavíu, Hort frá Tókkóslóvakíu, Hiibner frá V- Þýzkalandi, Uhlmainn flrá Aust- ur-ÞýzkaO„ Meeking frá Brasilíu. Najdorf frá Argentínu, Donner Hollandi og svo Friðrik. Um nöfn hinna keppendanna er Þjóðvilj- anum ekki kunnugt en beir munu flestir eða allir vera Hol- lendingar. Handritin heim Þátttajka yðar gerði Árnagarð að veruleika 70% byggingarkostnaðar Árnagarðs, eða 42 milljónir króna, var greiddur með ágóða af Happdrætti Háskóla íslands. Þannig hafa þeir, sem eiga miða í Happdrætti Háskólans stuðlað að var- anlegri geymslu fyrir dýrmætustu eign þjóðarinnar. Kaupið miða í Happdrætti Háskóla íslands og takið þátt í uppbyggingu íslenzkrar menntunar. Vinningar eru hvergi stærri. Þriðjungur þjóðarinnar á nú kost á að hljóta vinning — því er Happ- drætti Háskólans glæsi- legasta happdrætti landsins. Verð miðanna er óbreytt. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.