Þjóðviljinn - 05.10.1971, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 05.10.1971, Blaðsíða 1
 Borgarnesi, Akranesi, Suð- urnesjum og Árnessýslu. í dag verður haldinn fundur me<S fulltrúum AI- þýðusambandsins og at- vinnurekenda um samn- ingamáiin. Þetta er þriðji fundur aðila eftir að kröf- ur voru lagðar fram. I gær var haldinn for- mannaráðstefna Málm- og skipasmiðasambandsins að Skólavörðustíg 18. Á ráð- stefnunni var fjallað um væntanlega kjarasamninga og viðhorf í þeim málum, Síðast var slík ráðstcfna haldin í júní sl. og þá var m.a. fjallað um undirbún- ing kjarasamninganna, sem nú nálgast sennilega loka- stig. Um 20 fclög eiga aðild að sambandinu og voru í gær viðstaddir allmargir fulltrúar utan af landi — t.d. frá Akureyri, Húsavík, Þriðjudagur 5. október 1971 — 36. árgangur — 225. tölublað. LANDSBANKINN KEYPTI PÉTUR THORSTEINSSON Gaf 14 miljónir fyrir skipið, sem er komið í slipp hér syðra Bílddælingar misstu sitt eina stóra fiskiskip sl. fimmtudag, þegar Pétur Thorsteinsson BA 12 var seldur á nauðungaruppboði þar vestra fyrir 14 milj. króna. Þáð var Landsbankinn, sem keypti skipið og er það komið í slipp hér syðra. Pétur Thorsteinsson var þing- lýst eign útgerðarfélaigs Amfirð- ings h.f. á Bíldad&l og er stál- skip 250 brúttólestir að stæ>rð smíðaö í A-Þýzkalandi 1959. Uppboðinu sl. fSmmtudag stjóm- aði sýslumaðurinn á Patreksfirði og sagði haain að einungis eitt (ilboð hefði komið í skipið frá Landsbanka Isiands uppá 14 milj. króna. Suðurfjarðarhreppur er hluta- fjáreigandi í Amfirðingi h.f. og sagði Pétur Bjamasoin, oddviti hreppsins, í viðtali við Þjóðvilj- ann í gær, að hreppui-inn myndi ekiki hafa tapað neinu sem næmi á þessu uppboði á Pétri Thor- steinssyni, Hinsvegar sagði hann að þetta væri eina stóra skipið, sem gert væri út frá Bíldudal og væri bagalegt að missa það. Aft- ur á mlóti væri líklegt að annað skip yrði keypt til Bíldudais í stað Péturs Thorsteinsscnar og væri þar um nýtt útgerðarfélag að ræða e£ af yrði. Þá sagði Pét- ur Bjamason að 10 rækjubátar væru Tiú gerðir út frá Bíldudal og færi vinnsia aflans fram í Ífrystihúsiinu, sem væri eign Am- firðings h.f. Sem stœði væri hús- ið leigt út og óvíst hvað um það yrði í framtíðinni. — S.dór Pétur Thorsteinsson var búinn að liggja Iengi í hiifninni í Bíldu- dal og sér hér á skut hans' Bæjarstjórnarkosningarnar á ísafirði: SAMTÖKIN SlúUR VEGARAR ■ ALÞ ÝÐU- BANDALACIÐ Á UPPLfíÐ VESTRA í bæjarstjórnarkosmngunum á ísafirði 1966 hlaut Alþýðubandalag- ið 160 atkvæði, en í alþingiskosn- ingunum árið eftir hlauí Alþýðu- bandalagið 611 atkvæði í öllu kjör- dæminu. í kosningunum til alþing- is I. vor fékk Alþýðubandalagið hins vegar aðeins 277 atkvæði á öllum Vestfjörðum — en fær nú á ísafirði 147 atkvæði. Þannig er ljóst að Alþýðubandalagsmenn á Vest- fjörðum eru greinilega að ná sér aftur á strik eftir það áfall sem al- þingiskosningarnar 13. júní sl. urðu þeim. Sigurvegarar bæjarstórnarkosn- inganna á ísafirði, sem fram fóru í fyrradag voru Samtök frjáls- lyndra, sem fengu 343 atkvæði; urðu næststærsti flokkurinn á ísa- firði með tvo bæjarfulltrúa og hátt í þann þriðja. Úrslit kosninganna á ísafirói á sunnudaginn urðu sem hér segir: A-Iisti 260 — i mann kjörinn (höfðu 337 atkvæði 1966 og 2 menn) B-listi 141 — 1 mann kjörinn (höfðu 276 atkvæði og 2 menn) D-listi 572* Ohöfðu menn) — 4 menn kjörna 526 atkvæði og 4 F-listi 343 atkvæði og 2 menn kjörna. G-listi 147 atkvæði og 1 mann kjörinn (hafði 154 atkvæði og 1 mann). Samtök frjálslyndra vinna þá tvo menn sem Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur tapa Frjáls- lyndir fá nú 23,4% atkvæða en höfðu á öllum Vestfjörðum í vor 24,9% atkvæöa. 1490 kiisu á ísafirði eða um 35 aí hundraði. 25 seðlar voru auðir en 2 ógildir. Thieu vann „stórsigur" SAIGON 4/10 — Úrslitin í ,,forsetakosningunum“ í Suður- Vietnam í gær urðu þau að Nguyen Van Thieu, fráfarandi forseti sem var einn í kjöri, (ékk yfirgnæfandi meirihlufa eir.s og búizt var við. 87,7 af hundraði kjósenda greiddu at- kvæði, og f’ékk Thieu 91,51 af hundraði greiddra atkvæða. Áður en kosningamar fóru fram misnotaði Thieu aðstöðu sína sem forseti landsins til að boia öllum helztu mótframbjóð- ■ndum sínum burt, en aðrir drógu sig til baka í mótmæla- skyni því að þeir töldu að Framhald á 9. síðu. DAS-húsiÖ kom á miða 42934 í gær var dregið í happ- drætti DAS. Stærsti vinn- inguriwn var einbýlishús að Brúarflöt 5 i Garðahreppi. Húsið kom á miða númer 42934 og reyndist eigandi hans vera Helgi Angantýs- son Staðarbakka 10 Rvíik. (Birt án ábyrgðar) Formaður sendinefndar Einingarsamtaka Afríku: STÖNDUM MEÐ YKKUR! „Við stönclum fyllilega við ykkar hlið í lanclhelgismálinu.“ — Þaunig komst forseti Eining- arsamtaka Afríku að orði á blaðamannafundi sem hann efndi til í fyrradag og er þessi yfirlýsing ein sú þýðingarmesta sem gefin hefur verið af hálfu forustumanns ríkjábandalags í Iandhelgismálinu. Innan Gining- arsamtakanna *ru 41 ríki For- seti samtakanna, en hann er for- seti Máretaníu, Moktar Ould Daddah, gerði fréttamönnum grein fyrlr tilgangi sendinefnd- arinnar með komunni liingað til lands, en alls voru . þeir 18 í förinni til íslands. Ould Daddah, forseti Máritan- iu, hafði orð fyrir sendinefnd- inni á blaðamannafundinum. Hann kvaðst hafa átt viðræður við forseta íslands og fulltrúa ríkisstjórnarinnar á íslandi. Sendinefndin væri aðallega hingað komin til þess að gera fyrir því hvernig Portúgal, með stuðningi NATO-ríkja, héldi miljónatugum Afríkumanna und- r járnhæl nýlendukúgunarinn- »r. Forsetinn sagði, að Einingar- samtök Afriku hefðu nú um þessar mundir starfandi nefnd Framhald á 9. síðu. Myndin er tekin á blaðamannafundi þeim sem sendinefnd Eining arsamtaka Afríku — OAU — hélt í átthagasal Hótel Sögu á sunnudag. Á myndinni eru talið frá vinstri: Hamdi ould Nouknass, utanríkisráðherra Máretaníu, dr. Njoroge Mungai, utanríkisráð- herra Kenýa, Moktar ould Daddah, foseti Máretaníu, þá varafram kvæmdastjóri OAU, Dillo Telli, framkvæmdastjóri OAU síðan Charles Cissokh, utanrikisráðherra Malí og leugst til hægTi Jean Keutcha utanríkisráðherra Kamerún Bæj-arfulltrúar á ísafirði eru pm hér segir: Alþýðubandalagið: Aage Steins- son, rafveitustjóri. Alþýðuflokkur. Sigurður J. Jó- hannspon. bankastarfsmaður. Hann var áður 2. bæjarfull- trfn Alþý'ðuflokksins Framsókn: Theódór Nord«(uist. bankagjaldkeri. Hann hefur ekki áður átt sæti í bæjar- stjóm. Sjálfstæðisflokkur: Högnj í»órð- ar.'On, varabankastj., Kristj- án Jónsson skipstjóri, Garðar Einarsson. verzlunarmaður og Ásgeir Ásgeirseon. lyfsali. — Þetta eru allt ísfirðingar — fimmt.i maður á listanum var Hnífsdælingur. Samtök frjálslyndra: Sverre Hestnes prentari og Jón Bald- vin Hannibalsson. skólameist- ari. Eftir kosningamar er stóra spurningin: Verður vinstra sam- starf eða gengur einhver úr vinstri fylkingunni til samstarfs við 'Sjálfst.æðisflokkinn. Alþýðu- bandalagið hélt þegar fund i gærkvöld til að móta stefnu- skrá sína, en fyrsti fundur í bæjarstjóm er annað kvöld Það var Framsókn sem á sínum tíma klauf vinstra samstarfið, og fékk nú rækilega áminningu í þess- um kosningum, og talið er að tap Alþýðuflokksins í þessum kosningum me.gi að nokkru rekía til sameiningartilraunanna fyrir bessar kosningar. Þiöðviljinn mun skýra ít.arlega frá bví sem gerist á næstunni á í^sfiVði, SV. — SJ. Þakkir Forsætisráðherra barst í gær svohljóðandi símskeyti frá for- seta Mauritaníu: „Við brottför frá R<*ykjavík er mér sérstök ánægja að færa yð- ur og hinni hugrökku og gest- risnu íslenzku þjóð einlægar þakkdr fyrir hinar hlýju mót- tökur, sem sendinefnd mín fékk á íslandi. Dg vil nota tækifærið til þess að taka enm á ný fram, hversu mikils ég met hinar jákvæftu niðurstöður af viðræðum okkar, sem miða að auknum vinsanv legum samskipt-um miUi íslands og . rikja Afi-íku. í þágu gagn- kvæmra hagsmuna þjóða okka.r og fyrir aukma réttlætl og friði í heiminum. Moktar ould Daddah. forseti Mauritaniu og formað- ur Einingai'samtaka Afríku“.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.