Þjóðviljinn - 06.10.1971, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 06.10.1971, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 6. oktclber 1971 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA g Margvíslegt efni i nýrri Æsku Septemberhefti bamabláðsins Æskuinnar er koimið út, fullt af hinu margvíslegasta efni að venju. Meðail annars má nefna fróðlega þœtti um Marco Polo, Nikulaus Kópemi'kus, Edison, dverga, Rauða krossinn og ým- islegt fleira. Hörpudiskurinn, sem vildi ekki spila á óbó, heitir saga eftir Ingibjörgu Jónsdóttur og Jóna Karen Jónsdóttir ritar ferðapunkta úr vestrinu um verðlaunaferð til New York. , Meðal fastra þátta má nefna:. fslenzk skip, Poppheim- urinn, Handavinna, Flug og' í þættinum Hvað viltu verða? er fjallað um taeknifraeðing. Smurt brauð Snittur Srauðbær VH) OÐINSTORG Sími 20-4-90 AÐÆFA UPP VINSTRI VÖÐVANN í MeskítopsfaS kristinn V. Jóhamnsson, kenn- ari við Gagnfræðaskólann í Nes- kaupstað hefur verið settur 'slvolastjóri Iðnskóla Ausiurlands í Neskaupstað. Starfið var auglýst laust til úmsóknar í sumar og bárust þá fjórar umsóknir. á Neskaiipstað Barði NK hefur aflað um 2.200 torin síðan skipið hóf veiðar um miðjan febr. Barði er nú í slipp til botnhreinsunar og málunar og er stærsta skip sem tekið hefur verið í slipp í Neskaupstað. Barði fer væntanlega til veiða um miðja vikuna. VIPPU - BÍtSKÚRSHURÐIN Lagerstærðir miðað við múrop: Hæð: 210 sm x breidd: 240 sm 210 - x - 270sm Aðrar staerðir. smiðaðar eftir beiðni. GLUGGAS MIÐJAN Síöumúla 12 - Sími 38220 Ég heilsa þér glaðlega Jón- as! Svavar hefur eftir þér úr símtali að það sé mjög margt að gerast á Allsherjarþinginu, og þess vegna hafi það dregizt fyrir þér að slkrifa mér. Auk þess sé allt annað að vera þar íslenzkur fulltrúi en var fyrir þremur árum. Það gerist líka ýmislegt hérna heima, þótt ekki sé það bein- línis mjög margt. Þess vegna skrifa óg þér núna. Og þaðeru líka viðbrigði að vera íslenzk- ur heima hjá sér, fró þvi sem það var fyrir tvedmur til þrem- ur árum. Að ég ekki segi frá þvi sem var í fyrra, því þá vorum við famir að hlakka til að fella íhaldið og það varmjög skemmtilegt. Þórbergur biður að heilsaþér. Honum lízt vel á vinstri stjóm- ina, segir að henni sé ákaflega mikill styrkur í góðum hug fólksins, sem ma>gni ráðherr- ana til dáða, öfugt við þann hug sem fólkið bar til viðreisn- arstjórnarininar, sem var þess háttar að hann dró úr ráð'herr- unum allla dáð, að ekki sé meira saigt. Svo bætti hann við ein- kunn handa íhaldsráðherrunum sem ekki má senda í almenn- um pósti nema í plastumbúð- um. Ég held að þetta sé rétt hjá Þórbergi, að ríkisstjórni-n njóti miklu hressilegri stuðnings al- mennings en nokkur önnur stjóm, sem mynduð hefur ver- ið á þessu landi frá því fyrir stríð. Það spyrst út að sam- komulagið innan stjómarinnar sé ágætt. Þetta snjallræði ykk- ■ ar stjómarþdngmanna að nota hvert verðskuldað tækifæri til að hrósa ráðherrum hinna stjómarflokkanna . c<pinberlega, hefur gefdð svo góða raun, að jafnvel þeir sem >sízt vildu eru farnir að spá vinstristjórninni langlífi í landinu. Svo er það líka dálítil vísbending að ég sé ekki betur en ýmsir þeirrasem dindluðu hvað ákafast til hægri síðustu tólf árin, séu þegar farnir að sýna tilburði til þess að þjálfa uipp vöðvana vinstra- megin í rófunni. Ég skrifa þér kannski annað bréf um þá póli- tísku viðsjá, sem felst í opin- beium dindlum. Jörundur fimmdaiga biður líka að heilsa þér. Hann hefur aldrei dinddað íyrir neinum, og má eiginlega segja um hann nákvæmlega það sama og Mogginn sagði um Einar Ger- hardsen í síðasta Reykjavíkur- bréfi. Jörundur er „grannur vexti en þeim mun þéttari á velli“, einkanlega um heligar. Þegar ég hitti hann á laugar- daginn var hann eiginlega orð- inn mjög þéttur á velli, og bað mig að skila því til þín að hann væri á förum til Ham- borgar til þess að leysa niður um vesturþýzka sambandsþiing- manninn Herr Bilumenfeld, sem væri bulla og nazistablók. Hann sagðist hafa verið með þér á togara og þú gætir ábyggilega borið um það að sér væri trú- andi til að hleypa blóðinu fram í rasskinnarnar á Þjóðverjan- um. Nú kann það að hafa farið framhjá þér, í annríkinu hjá Sameinuðu þjóðunum, hvað þessi Herr Blummenfeld hefur unnið til fjandskapar við Is- lendinga, en hann hafði fram- sögu fyrir stjómmálanefndinni á fundi þingmannasambands NATÓ í Ottawa í fyrri viku, og sa,gði þá að frjálsar og frið- elskandi þjóðir hlytu að líta á það sem skort á gestrisni af hálfu Islendinga ef þeir stugg- uðu ameriska hernum burtu frá Islandi. Morgunblaðið gleypti náttúrlega dónaskapinn úr Þjóðverjanum með húð ög hári þótt Jörundi fimmdaga finnist hann ekki geðslegur og að hann eiigi rasskellingu skilið fyrir. Sjálfum finnst mér líka stundum, þegar óg les ummæli þýzkra stjórnmálamanna um hvaðeina sem lýtur að her- mennsku, að þeir hafi hætt ctf snemrna að skammast sín. Stefán Jónsson skrifar: Bréf til Jónasar Árnasonar Ekki man ég hvort ég hef sagt þer frá kenningu enska stjörnufræðinigsins Fred Hoyles um' tímas'kýnvilluria í heimssög- uinni. Fred Hoyle segir að það eina, sem sé sannað eðlisfræðilega um náttúru tímans, Sé það að hann líði ekki áfram eins og jafh straumur frá framtíð inn í nútíð og þaðan aftur í fortíð. Ýmislegt bendi til þess að all- ar þessar þrjár tíðir séu ávallt nokkumveiginn jafn nærtækar og alls ekki í óhaigganlegri röð. Þessi kenning Hoyles opnar nýja og æsilega möguleika á notkun eðlisfræðilegra aðferða við heimspekilega söguskoðun, vegna þess að hún kollvarpar gjörsamlega gömlu kenningunni um orsök og afleiðingu. Aðvísu verðum við að giæta skynsam- legs hófs í útfærslunni á Ho- yle. Til dæmis er okkur í Græn- landsvinafólaginu því miður ekki stætt á því að halda því fram að Grænlendingar hinir fornu kunni. samkvæmt þess- ari kéniningu, að hafa verið af- komendur Henrys Hálfdánar- sonar og Jóns Dúasonar. Þar kemur líffræðin inn í spilið. Ekki treysti ég mér til þess að útskýra fyrir þér eðlisfræðiria á bak við þetta allt saman í þessu bréfi, og verð víst að senda þér bófcina. En vegna þess að ég minntist á hefndar- huig Jörundar vinar þíris, og af því að 'hefridin sem slík fellur undir gömlu kenninguna um orsakatengsilin, sem Fred Hoyle' hefur nú eyðilagt, þá ætla ég að segja þér sögu úr dýrarík- inu til dæmis um 'þau áhrif, sem kelining Hoyles kann að hafa á þennan þátt sögulegrar skoðunar: Pétur Pétursson kom framtil okkar í kaffistofu þula niðri á útvarpi um dagimn, og' af því að hann var nýbúinn að kynna íslands Hrafnistumenn eftir Karl Ó. Runólfssom, þá varð honum litið út á sjóinn, og sá hvar svartbakur var að illskast við skarf eina fimmtíu faðma utan við Kolbeinshaus. Hann kallaði á okkur og við sáum líka hvernig veiðibjailan reif út úr skarfimum heilan smá- kola og gleypti hann. Báðir þessir fuglar hafa ó- afturkræft leyfi til að stunda Eiskveiðar á öllu landgrunninu, ;n arðránið, sem var framið hér fyrir auguinum á okkur braut ekki aðeins i bága við stefnu vinstristjómarinnar, sem ungir Alþýðubandalagsmenn segja að sé ekki nema svcna í meðallagi sósíalísk, heldur braut það í bága við allt nátt- úrlegt réttlæti og hlaut því að kalla á náttúrlega hefnd. Samkvæmt Hoyle-kenning- unni er sennilegt að óg hafi séð þessa hefnd koma fram fimm árum áður með eftirfar- andi hætti: Ég kom þar að um miðjan maí á Skúlagötunni sém starfs- menn Sænska frystihússins sátu í kaffitímiamum á garðinumþar sem miðbæjarsfcólpnæsið kemur fram í krikamum við hafnar- garðinn, og hrópuðu húrra í sólskininu. Til skýringar bentu þeir mér á svartbak, sem lá steindauður með þanda vængi á lognskyggðum sjónum eina fimmtíu metra undan Kolbeins- haus Hann hafði gripið rottu á sundi við ósa skólprörsins, sporðrennt henni umsvifalaust, einsog Mogginn ummælum Herr Blummenfelds. — Rott- hafði himsvegar gert sin- an ar prívat ráðstafanir með fyrr- greindum afleiðingum og það var hún sem menn hrópuðu húrra fyrir. Nú rnátt þú ekki halda aðég hafi sjálfur sporðrennt héma nýrri dellu með því að trúa þvi að veiðibjöllu, sem gleypti rottu í tið viðreisnarstjámar- innar hafi verið refsað af ai- heimsréttvísinni fyrir kolarán, sem allt annar svartbakur framdi á sksirfi löngu seinna á fyrsta stjómarmisseri vinstri- stjómarinnar. Þó er það nú svo, að ég er ekki alveg grunlaus, og ég er því andvíg- ur að hið opimibera greiði ferða- kostnað fyrir Jörund fimmdaga, og þau hjónin bæði, út til Ham- borgar, til þess að hýða Herr Blumenfeld fyrir dónaskapinn, beinlínis vegna þess að það er hugsanlegt að heflndin hafi komið fram þegar fyrir röskum aldarfjórðungi þegar sméþjóðir Evrópu auðsýndu þýzku her- námsliðunum þá fcurteisi, sem þeim sjálfum þótti hæfileg. Ef sú spuming skyldi nú vakna hjá þér, fyrir hvaðMogg- anum hafi verið að hefnast þegar hann gleypti það sem kom út úr Blumenfteld, þá held ég að það hafi ekki verið neitt eitt öðru fremur. Enda varð honum ekkd meint af. Það er orðin svo við í honum gömin. Með kærri kveðju, 4. október 1971. Þinn STJ Farandsýning er nú komin heim Fyrir rúmu ári setti Félag ís- lenzkra myndlistarmann^ sam- an málverka- og skúLptúrsýn- ingu að tilhlutan og í boði Nor- ræna hússins. Var sýnimg þessi fyrst sýnd í Noregi víða, en endaði síðan á þessu ári í Stokk- hólmi. Blaðaummæli þau sem borizt hafa hingað, voru yfirieitt vin- samleg og jákivaeð um sýning- una í heild. Hefur samantekt þeirra bdrzt í fjölmiðlum hér. Fregnir um viðtökur hafa því miður ekki komið ennþá frá nokkrum síðustu sýningarstöð- unum í Sviþjóð. Sýningin bar heitið ,,4 nálevende generation- er fra islándsk billedkonst“. Fer hér á eftir listi yfirþátt- takendur í þeirri röð, sem höfð er £ sýningarskránmi: Finnur Jónsson, Kristján Daviðsson, Jchamnes Jóhannes- son, Hjörleifur Sigurðsson, Bene- dikt Gunnarsson, Steinþór Sig- urðsson, Vilhjálmur Bergsson, Gunnlaugur St. Gíslason, Amai' Herbertsson, Jón Reykdal, Sig- urjón Ólafsson, Ragnar Kjart- ansson, Þorbjörg Páilsdóttir, Guðmundur Benediktsson, Jlám Gunnar Árnason, Magnús Tóm- asson, Kristján Guðmundsson. Þessir seldu verk á sýming- unni: Jóhannes Jóhannesson. Kaup- andi: Sundsvall museum, Ragnar Kjartansson. Kaup- andi var Göteborgs Allmánna Skolstyrelse. Vilhjálmur Bergsson. Kaup- andi: Göteborgs Konstmuseum. Gunnl. St. Gíslason. Kaup- andi: einkaaöili (Allar myndimar voru keypt- ar í Svíþjóð). Úrval bókmenntagreina eftir Bjama frá Hofteigi komið Út er komið hjá Heimskringlu safn bókmenntagreina eftir Bjarna Benediktsson frá Hof- teigi og geymir bókin um átta- tíu greinar og ritgerðir um ís- lenzkar og erlendar bókmennt- ir. Einar Bragi bjó til prent- unar. Bjami frá Hofteigi lézt árið 1968, aðeiins 46 ára að aldri. Hann var fjölhæfur rithöfiund- ur, en þekktastur er hann af skrifum sínum um bókmenntir — hátt á annan áratug var hann helzti bókmenntagagn- rýnandi Þjóðviljans. Um fram- lag Bjama til bókménntaum- ræðu segir Einar Bragi m. a. í formála: „Þegar Bjami Bene- diktsson gerðdst ritdómari við Þjóðviljann fyrir rösklega tutt- ugu árum tók brátt að hrikta í máttarviðum hins óupplýsta einveldiis í islenzkri bókmennta- gagnrýni . . . Starf Bjama Beinediktssonar og eftirkomenda hans hefur borið þann ávöxt sýnilegastan, að hver sem birt- ir opiniberlega kunningjaskjall, pólitískan reisupassa eöa refsi- lestra undir yfirskini bók- menntagagnrýni, eins og hér var lenzka fram um miðbik aldar, verður nú að athlægi". Árið 1953 kom út grednasafn eftir Bjama sem nefinist Sú kemur tíð og fylgja nokfcrar þeirra Bókmienntagreinum niú, en annars er ekki farið aftur fyrir 1952 í efnisvali. Bókin Bjarni Benedlktsson frá Hofteigi skiptist í flokka eftir efni — í einn eru saman dreginar grein- ar um eldri bókmenntir, í ann- an um samtímabókmenntir og standa þá saman greinar um hvem höfúnd, þá eru og grein- ar um erlemda höfunda og flokkur sem nefnist „Hlutur listanna’’. Bókinni fylgir skrá yfir allar bókmenntagreitnar eftir Bjama frá Hofteigi sem ekki eru í bókinni. Bókmenntagreinar eru 390 bls. FÉLAG ÍSLEIZKIÍAIILKÍMLISIAILMAWA útvegar yður hljóðfaraleikara °g hljómsveitir við hverskonar tœkifœrvi Vinsamlcqasl hringið í ^0^55 inilli kl. 14-17 Gerið góð kaup Herrajakkar kr. 2700,00. Terylenebuxur herra kr 900.00. Bláar manchetskyrtur kr. 450-00 Sokkar tneð þykkum sólum, tílvaldir f\Tir sára og sjúka fætur og einnig fvrir íþróttafólk. Sendum gegrn póstkröfu. UTLI-SKÓGUR Snorrabraut 22. — Sími 25644. i í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.