Þjóðviljinn - 10.10.1971, Síða 9

Þjóðviljinn - 10.10.1971, Síða 9
Sunmudagur 10. ofctóber 1971 — ÞJÖÐVILJINN — SlÐA 0 húsnœðismál lxelgax* -ívilti Ef lækka á byggingarkostnaðinn þarf meðal annars að koma til Samræming shipulags- og framkvæmdamála — Er byggingakostn að ur á einingu hærri hér en í ná- lægum löndum? — Það er ekki hægt að segja neitt um það, því við- miðunina vantar Hér er allt annar lífsmælikvarði en í nokkrum nálaegum löndum. Þá er og byggingarmáti okkar all- ur annar en flestra ormarra. Það yrði feiknarlega mikið verk, að finna sambærilega viðmiðun og ,auk þes-s m.iög kostnaðarsamt. Þannig er ekki hægt að segja að byggingar- kostnaður sé hér óeðlilega hár, því viðmiðunin er engin. Þó eigum við eina viðmiðun sjálfir. En það er að miða byggingarkostnaðinn í dag við þiað, sem hann var fjrrir 30— 40 árum. Þa voru árslaun manns með meðaltekjiur embæltismamnia 3/600 krón/ur og 80 fermetra íbúð kostaði þá 18 þúsund krónur. Nú er sami maður með 3-—400 þús- • und- króna -árslaun. Fyrir sama . árslaunafjöJda getur bann nú fengið nýtízku íbúð, 30% stærri með ölium búnaði Þetta er nú eina raunhæfia viðmiðunin sem við höfum. Þessi viðmiðun sýnir okkur að raunverulegur bygginga- kostnaður hefur lækkað, því nú eru kornnir til fleiri liðir en þá voru. t.d. gatnagerðar- gjöld og söluskattur. — Hafa komið fram ein- hverjar tillögur um hvernig lækka . megi byggingakostnað- inn? — Það hafa að sjálfsögðu Hus í byggingu heimlar írygg*ing*u > ■ Allir húsbyggjendur leggja í talsverða áhættu. Margir taka há lán og leggja eignir slnar a3 veði. Þeim er því afar mikilvægt a5 óhöpp eða slys raski ekki fjárhagsafkomu þeirra. •Brunatrygging fyrir hús í smíðum er mjög ódýr, tryggingartaki greiðir 1,5 af hverju þúsundi. Ábyrgðartrygging gegn óhöppum eða slysum á starfsliði er nauðsynleg hvorjum húsbyggj- anda, því annars kann svo að fara að skaða- bótaskylda baki honum verulegt tjón. ALMENNAR TRYGGINGARg PÓSTHÚSSTRÆTI 9 SÍMI 17700 y/ Skúli Norðdahl arkitekt hefur mikið unnið að rannsóknum á byggingarkos'tnaði og skrifað um þá rannsókn sérstakan bækling, sem fáanlegur er hjá Rannsóknarstofu byggingariðnaðarins. Auk þess er að finna grein eftir Skúla um þessi mál í Handbók húsbyggjenda. komið fram ýmsar tillögur þar um. Ber þar hæst tillögur um byggingu stórra eininga. Það er aðeins trú, að þannig bygg- ingamái sé ódýrari, en engin vissa er fyrir því. Það er meira að segja svo, að frekar virðist það sem fram hefur komið í því máli, benda til þess gagnstæða. Sannleikurinn er sá, að ekki er hlaupið að því, að finna út raunverulegan byggingarkostn- að og þar af leiðandi að gera tillögur til lækkunar Hvemig á t.d. að finna út og reikna eiginvinnu húsbyggjenda? í framhaldi af því mætti svo spyrja hvað sá vinnulauna- sparnaður húsbyggjenda korni margíaldur fram, vegna auk- ins viðhaldskostnaðar, sem stafar af því að ekki eru fengnir iðnaðarmenn til að vinna verk, sem þeir eru sér- staklega menntaðir til að vinna. Þannig spinnast ótal þættir inn í dæmið og gerir nánast ómögulegt að rckna það út, nema með óheyrilegum kostn- aði. Það er sem sé ekki annað en fullyrðing, að bygginga- kostnaður sé of hár hér hjá okkur, en alls ekld vísindaleg niðurstaða. Hitt er svo annað, að fram hafa kornið ákveðnar tillögur um það hvemig lækka megi byggingakostnaðinn. Þar var reiknað með 15% lækkun launa, sem þýðir 15% aukin afköst. Þá vár og reiknað með 15% efnisspamaði, sem svo kemur fram í auknum við- haldskostnaði, Þ'annig var hægt að fá út 30% lækkun kostnaðarins. Þessar tillögur þykj,a mér mjög óraunhæfar og nánast Sáránlegar. — Eru þá ekki til, að þínu mati, neinar ákveðnar ráðstaf- amir, sem gætu ledtt til lækk- unar byggingarkostnaðar? — Það er enginn vafi á þvi að hægt er að lækka bygg- ingarkostnaðinn með ýmsum aðgerðum. Þyrfti þá að koma til meiri stjómun á bygging- armálum og samræming skipu- lags og framkvæmdamála. Byggingaframkvæmdir þurfa ,að vera samfelldar, en til þess þarf að aðlaga skipulagið að framkvæmdunum. Með slikri samræmingu þyrfti eikki sifellt að vera að flytja til vinnuafl, heldur væri unnt að fjár- magna upp nægjanlega stórt byggingasvæði í senn. Þetta sparar tvímælalaust miklar fjárfúlgur. Hitt er svo annað að ég tel að ekki sé til nein patent lausn á þessu máli. Það er sífellt verið að kenna einhverjum sérstökum aðilum um bve á- standið sé illt. án þess að það sé sannað að það sé illt. Menn þyrftu að hætta að bera fram slíkar fullyrðingar og koma sér niður á jörðina Þá mætti vafalaust leita á þeim grund- velli að einhverju því, sem til lækkunar mætti verða. — úþ. HINN HELGI RÉTTUR Það er dásamlegur réttur eignarrétturinn. Eí þú er svo heppinn að eiga afa, ömmu, pabba eða mömmu, sem ýmist i sveita síns andlitis eða á einíhvern annan hátt, hafa komizt yfir landskika og síðan arfleitt þig að hcnum, getur hann orðið þér bærileg tekjulind um lengri eða sikemmri íma. Svo ekki sé nú talaö um þá lukkunnar erfingja. sem eignazt hafa með einum eða öðrum hætti lóðir í höfuð- borginni. Þannig er nefnilega farið vemdun þessa helga réttar, að ávöxtur af annarra iðju, sem þér fellur í skaut, er ekki talinn hæfur til skött- unar svo neinu nemi. Af slík- um arfi er að vísu greiddur eignaskattur, sem til þessia dags hefur ekkj verið umtals- verður hér á landi, vegna þess, að matsverð eigna á sér stoð einihvers staðar í grárri fomeskju. Erfingi landsspildu, sem samkvæmt fomaldarmati stæði i 200 þús. króna verð- gildi borgar 2000 kr í eigrua- skatt árlega. Raunverulegt verðgildi eignarinnar má reikna með að sé að minnsta kosti hundraðfalt þetta mats- verð, ef landið er staðsett á bezta hu'gsanlegum stað. Ef nú erfinginn er virki- lega klókur selur hann landsspilduna í smáum , skömmtum. Ef hann selur þannig lóðarhluta á toverju ári, sem næmi einni miljón að verömœti, dyggði homum arfurinn í 20 ár. Sölutekj- umar — 1 miljón — eru skiattfrjálsar. Erfinginn getur því lagt niður vinnu, ef vill, og . ástundað hugðarefni sín af alúð án fjárhagsáhyggja, því x miljón eru jú bærileg- ar ársekjur, þegar ekkert er borgað af þeim til sameigin- legra þarfa landsmanna. Slíkt og þvílíkt heitir eignatilfærsla. Svona viturlega hafa for- verar okkar í landinu vemd- að þennan heilaga rétt. Leitiö nýrra aðferða og lækkió byggingarkostnaóinn SKIPULAGNING 0G ÁÆTLANAGERÐ VIÐ ÍBÚÐABYGGINGAR TIKIB NIIUK SAMAN HÚSN/CDISMÁLASTOFNUN DK. KiARTAN JÓNANNSSON RlKISINS VIIKMÆDINOUK KÍTKJAVlK Í97I Aukin vélanotkun og tækninýjungar hafa gert nýjar aðferðir í byggingariðnaði nauð- synlegar. Skipuieggja þarf verkið frá grunni tll að nýta tæki, mannafla og fjármagn sem bezt. Markmiðið er lækkun byggingarkostnaðar og stytting byggingartímans. Leiðinní að þessu marki er lýst í ritinu SKIPULAGN- ING OG ÁÆTLANAGERÐ VIÐ ÍBÚÐABYGG- INGAR eftir Kjartan Jóhannsson verkfræð- ing. í ritinu er rætt um fullkomnari bygging- araðferðir og skýrt á Ijósan hátt hvernig gera má áætlanir um framkvæmdir við íbúðabygg- ingar. 2. útgáfa er komin. VerS kr. 100. Söluumboð: ® Bókaútgáfa Menningarsjóðs p Skálholtsstíg 7 — Reykjavík Pósthólf 1398 I HÚSNÆÐISMALASTOFNUN ríkisins Húsbygg j endur! Þér, sem eruð að byggja, skuluð vanda val yðar á gólfteppum. — Leitið ekki langt yfir skammt. — Innlend teppaframleiðsla býður marga góða kosti. Við getum boðið yður úrvalsvöru unna af íslenzkum höndum: — Frá Ála- fossi h.f. — Frá Vefaranum h.f. — Frá Últíma h.f. — Frá Ábreiðum h.f. TEPPAHÚSIÐ hf., ÁRMÚLA 3 — SÍMI 83510

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.