Þjóðviljinn - 14.10.1971, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 14.10.1971, Blaðsíða 1
Gils og Björn Jónsson eru forsetar deildanna Stjórnarandstaðan tók boðinu um varaforsetana — en íhaldið féll í fyrsta lýðræðisprófi þingsins ★ í gaer voru kosnir varafor- setar Sameinaðs þings, o? forsctar og varaforsetar dcild- anna. Þá var kosið í kjör- bréfanefnd Sameinaðs ljings-j Jc Gils Guðmundsson var kosinn forseti neðri deildar en Björn Jónsson (SVF) var kosinn for- seti cfri deildar. Stjórnarand- stöðuflokkamir tóku tilboði stjómarflokkanna um að til- nefna menn í stöður 1. vara- forscta í deildunum og í Sam- einuðu þingi. Er ]>að nýmæli sem aldrei hefur áður gerzt á alþingi. Fundir á alþingi hófust í gaer í Sameinuðu þingi. Stjómaðiný- kjörinn forseti Eysteinn Jónsson (F) þdnigfundi. KosninK varaforseta Fyrst var kosinn varaforseti fyrri. Kosning er óhluthundin og hlaut Gunnar Thoroddsen (S) 59 ertkvæði eða ölLl fraTnkoanin at- kvæði. Þá fór fram kosning ann- ars varaCorseta Sam^inaðs þings og var Eðvarð Sigurðsson kjör- inn með 39 atkvæðum, en 21 sat hjá. Eðvarð hefur því hlotið öil atkvæði stjónnarflokkainna og Al- þýðufloklksins og að auki eitt at- kvæði úr þingflokkd Sjálfstæðis- flokiksins. Aðrir þingmenn Sjálf- stæðisfloklksins féllu á lýðræðis- prófinu, emda þótt þeir teldu rétt að taka við forsetasætinu af atkvæðum stjórnarfilokkanna. Þá voru þeir Bjarni Guð- þjörnsson (F) og Lárus’ Jónsson (S) kosnir skrifarar Sameinaðs þings. Kjörbréfanefnd i Þessu inæst var kosið í kjör- brófanefnd. Komu fram þrír listar með jafnmörgum nöfnum og kjósa átti og varð því sjálf- kjörið í nefindina: Af lista stjóm- arfflokkanna Bjöm Fr. Bjönns- son (F), Jóm Skaftason (F), Ragn- ar Arnalds, og Björn Jónssosi (SVF), alf lista Sjálfstæðisfloiklks- ins Matthías Á. Mathiesen og Páimi Jónsson og af lista Al- þýðuflokksins Pétur Pétursson. Fundi lauk í Sameinuðu þingi í gær með því að genigið var frá kosningu- þingmanna til efri deildar, en fuindur verður hald- inn í Sameinuðu þirngi í dag og kosið í fjárveitinganefnd, utan- Framhald á 9 síðu. Gils Guðmundsson að taka við störfum forseta neðri deildar. í efrídeild þingmenn skipi efri deild, en hana skipa 20 þingmenn eða þriðjungiur þingmanna: Fyrir Aiþýðubandalagið: Geir Gunnarsson, Helgi Seljan og Ragnar Arnalds. Fyrir Alþýðuflokkinn: Eggert G. Þorsteinss Jón Ármann Héð- inssoin. Fyrir Framsóknarflokkinn: Ás- geir Bjamason, Bjami Guð- Bjömsson, Einar Ágústsson, Páll Þorsteinsson, Steingrímur Hermannsson. Fyrir Samtök frjálslyndra: Bjöm Jónsson, Magnús Torfi Ólafs- son. Fyrir Sjálfstæðisflokkiun: Auður Auðuns, Geir Hallgrímsson, Magnús Jónsson, Jón Árnason, Oddur Ólalfsson, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, Steinþór Gestsson. Mikil eftirspurn er eftir fólki á vinnumarkaðnum og þurfa sumir forstjóranna að klæðast verkamannafotum eins og Ármann Friðriksson til þess að vinna aðkallandi störf í fiskiðjuverum. Hér er Ármann að taka á móti síld á ditgunum í fisk- iðjuveri inn við Súðavog og oft hefur Ármann tekið til liendinni á farsælum skipstjórnarferli í tugi ára. Þjóðviljinn framkvæmdi í gær könnun á vinnumark- aðnum og fjallar grein á baksíðu um niðurstöður hennar. (Ljósmynd Þjóðv. G.M.). \ Roksala í málverkum Danski málarinn Clausen, sem opnaði málverkasýningu í Nor- ræna húsinu á þriðjudagskvöld, seldi strax sjö myndir af 39, sem á sýningunni eru. Sýningin verður opin enn. um hríð. Þingmenn Á fumdi í Sameiruuðu þingi j' gær var kosið um það hvaða þingmenm skyldu fara í efiri deild. Var ákveðið að þeissir Fannst látin Lík Ingibjargar Einarsdóttur, sem hvarf frá Kleppsspítala á fannst í gær rekið Gelgjutanga. Ingibjörg var 56 ára að aldri. Heilbrigðisráðherra hvetur lækna til að fara út á land um stundarsakir Veltur á sameigin- legu átaki læknanna ■ Læknaskorturinn í dreif- býlinu er nú ordinn mjög tilfinnalegur. Sem stendur vantar héraðslækna í nokkur læknishéruð, og mikið vant- ar á, að læknaþörf dreifbýl- isins sé fullnægt. ■ Til þess, að reyna að ráða bót á þessu, sendi heilbrigð- ismálaráðherra, Magnús Kjart- ansson, bréf til starfandi lækna í Reykjavík, en þar hvetur hann þá til að gefa þessu vandamáli meiri gaum en gert hefur verið, og bend- ir jafnframt á leið, sem hugsanlega væri hægt að fara, til að leysa þennan vanda, en þar á velti sam- eiginlegu átaki læknastéttar- innar. Fer bréf heilbrigðisráðherra hér á eftir. — Enda þótt hlutfallslegur fjöldi lækna hérlendis fari vaxandi ár frá ári er reynsl- an sú að sífellt reynist erf- iðara að fá lækna til starfa í strjálbýli. Þetta hefur reynzt meira vandamál á þessu hausti en oftast endranær og nú, hinn 1. október, hefur ekki tek- izt að fá lækna til starfa í ’fimm læknis'hérijð, sem jafn- an hafa verið setin. Auk þess eru nokkur héruð lækn- islaus og hafa verið það lengi, en gengt að nokkru leyti frá nágrannahéruðum. Mér virðist augljóst, að þessi vandi verður ekki ieystur með lögúm eða þvingunar- ráðstöfunum og leysist ekki nema til komi sameiginlegt átak læknastéttarinnar sem heildar. Því er það, að ég rita þetta bréf, að ég vil eindregið mæl- ast til þess að læknar at- hugi gaumgæfilega, hver fyr- ir sig, hvað þeir geti gert. Ef hver starfandi læknir í Reykjavík býðst til að gegna starfi utan Reykjavíkur einn mánuð á ári, eða tvo ménuði anmað hvert ár, nægir það til að leysa vanda þeirra héraða er hér um ræðir. Heilbrigðisráðuneytið mun á næstu dögum hafa síma- samband við lækna, til þéss Nýja sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum er glæsileg bygging, og ætti vart að verða læknaskortur þar í framtíðinni. að fá vitneskju um viðbrögð við þessari málaleitan. — ★ Blaði'ð sneri sér ti'l tveggja lækna, Kristjáns Hannessonar sem starfar í Reykjavík og Ragnars Ás- geirssonar, héraðslæknis á ísafirði. EKKI FRÁLEITT. Kristján sagðist frkki vera búinn að velta þessu neitt fyrir sér, en fannst þetta samt sem áður ekki vera frá- leit uppástunga, þar sem um neyðarráðstöfun væri að ræða og hálfgert neyðarástand ríkir. — Svo kemur náttúrulega fleira til athugunar, sagði Kristján. Til dæmis hversu gamlir þessir læknar eigi að vera og hvernig heilsa þeirra er og hvað treysta þeir sér til. Sjálfsagt er fleira sem kemur þarna til athugunar. Kollegar minir, þeir sem ég hef rætt málið við, segja lít- ið segjast ekki hafa athug- að málið enn, enda er þetta svo ný til komið. En mér finnst engin frágangssök af ráðherra að fara framáþetta, undir þessum kringumstæð- um. Ég er sjálfur fyrrverandi héraðslækinir og veit nokkuð hvemig ástandið er. MÁNUÐUR OF STUTT. Ragnar Ásgeirsson, héraðs- læknir á Isafirði, sagði, að þad væri sennilega of stutt- ur tími að fara bara í mán- uð í senn. Ef læknar skiptu það ört að um samfellda læknisþjónustu yrði að ræða kæmi þessi ráðstöfun að verulegu gagni. Þetta yrði þó aldrei nema bráðabirgða- lausn. Ástandið á Vestfjarðakjálk- anum í læknamálum er nokk- uð sæmilegt eins og er. Þrír læknar eru starfandi á Isa- firði, einn þeirra gegnirSúg- andafirði jafnframt því að vera aðstoðarlæknir á sjúkra- húsinu hér. Þá eru starfandi héraðslæknar í Bolungarvík, á Flate.yri, Þingeyri og eiim á Patreksfirði. Aftur á móti vantar héraðslækni á Bíldu- dal. Þetta er ekki svó frá- leitt eins og er. en það getur versnað, þvi óvíst er hvað héraðslæknirinn á Flateyri verður lengi. Svo er alltaf verið að skipta um lækna hér. Enginn læknir er nú í Súðavík og gegni ég þar lækmastörfum euk þess . að vera héraðslæknir hér. ¥ Ennþá hafa læknar ekki látið neitt til sín heyra í ráðuneytinu, að því er ráðu- neytisstjóri sagði. Ekki hefur heldur enn verið hringt neitt til lækna vegna tilmælá þessara, enda stuttur tími síðan bréfið var sent út, I gærkvöld aetlaði Læknafélag Reykjavíkur að fjalla um málið á fundi. — úþ Brezka íhaldið vill dauða- refsingu — og aðild að EBE stefnu ríkisstjórnarinnar hváð I brezka þingsins tekur afstöðu snertir aðild að Efnahagsbanda- til þess máls þann tutugasta og lagi Evrópu, en neðri deild ' áttunda þessa mánaðar. Fyrrverandi utanríkisráðherra USA DeanAcheson látinn Þing brezka Ihaildsflokksins samþykkti í gær með yfirgnæf- andi meirihluta að taka upp dauðarefsingu, hvað snerti morð á lögreglumönnum og fanga- vörðum, Þetta er í blóra við aðvaranir leiðtoga og ihnanrík- isráðherra flokksins, Reginiald Miaudling. Umræður um miálið voru mjög tilfinningublandnar, og auðséð ailt frá byrjun hvert stefndi, að meirihluti þing- manna vildi herða refsingu fyr- ir alvarleg afbrot. Fulltrúar f- haldsfiokk'sins sögðu það valda sér' þungum áhyggjum, hve glæpir færðust í vöxt á Bret- landseyjum, Og fóru þess á leit að hin konunglega rvefnd. sem um þessi miál fjailaði, tæki aftur til starfa. Þá var og samþykkt á flokksþinginu fuU samstaða við Dean Acheson, fyrrum utan- ríkisráðherrg Bandarikjanna, dó í fyrrakvölcl að heimili sínu í Maryland. sjötíu og átta ára að aldri. Aclieson var utanríkisráð- herra í stjórn Harry Trumans frá 1949 til 1953 og var einn af aðalhvatamönnum að stofn- un NATO. Hann var þekktur fyrir óbilgjarna * afstöðu sína gagnvart Sovétríkjunum á tim- um kalda stríðsins á sjötta ára- tug aldarinnar, Og var einn af helstu hvatamönnum þess að Bandaríkin legðu út í Kóreu- styrjöldina. Stefna haris í utan- ríkismálum var mjög umdeild í öldungadeildinni, og liann var á stundum næsta óvinsæll meðal Framii. á 9. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.