Þjóðviljinn - 14.10.1971, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 14.10.1971, Blaðsíða 6
g SÍÐA — ÞgröÐVILJKSnsr — Fimmtudagur 14. október 1971. Máfarnir láta undan síga Allt sífíur nú á ógæfuhlið fyrir máfum þeim, er byggja Salthólmann á Eyrarsundi. Frá örófi alda hafa máfam- ir unað þar glaðir við sitt, óáreittir af mannskepnunni. En efir að maðurinn fór að keppa við fuglana um svig- rúm loftsins og hefja sig til flugs lokaður inni í vængjuðum málmtrogum þá hafa hagsmunir hans og fiðr- aðra bama náttúrunnar rek- izt harkalega á, og sem jafnan þegar svo stendur á, reynir hann að koma keppi- nautum sinum fyrir kattar. nef. I>annig hefur nú kastazt í kekki milli frumbyggja Salt- hólmajns og dönsku flugmála- stjómarinnar, en hún telur máfama stórhættulega fyrir áætlunarflug með farþegaþot- um. Fuglamir eiga það nefnilega til að álpast inn í þrýstiloftshreyfla flugvélanna, og skemma þá. Þetta mis- likar flugmönnum og starfs- félögum þeirra á jörðu niðri ákaflega, og þeir hafa tekið upp óbilgjarna barátfcu gegn máfunum og beitt í henni ýmsum vopnum. Meðal ajnnars hafa þeir gert fjölmörg „máfahjónabönd barnlaus“ með' því að sprauta blöndu af formalíni og olíu á hreið- ur. Fuglarnir sitja svo grun- lausir á eggjum sínum langt fram yfir venjulegan úfcung- unartíma, og erfiðið kemur fyrir ekki, unginn er dauður í egginu. Á þennan hátt hef- ur máfastofninn minnkað um sem svarar 40-50 þúsund ár- lega. Þrátt fyrir þessar aðgerðir þybbuðust margir rnáfar við og héldu áfram að svífa um loftin blá, rétt fyrir fraiman nefið á farþegaþotunum. Þá var gripið til þess ráðs, að taka neyðaróp og aðvöruinar- köll máfa upp á segluband, og endurvarpa þeim yfir Saltihólmann með aðstioð gjallarhorna oig hótalarabíla. Máfarnir þustu á vettvang, til að kynna sér hvað um væri að vera. Þá hófu flug- vallarmenn skotlhrið og er fuglarnir sáu félaga sína bíða bana, lögðu þeir sem skjótast á ftótta. Á þennan hátt er talið að takast megi að hrekja máfana á brott frá Salthólmanum. Allt bendir til þess að máfarnir á Salthólmanum sjái sig tilneydda til að flytja búferlum, enda er komið í hið mesta óefni fyrir þeim. Ólyfjan er dælt yfir hreiður þeirra og margir þeirra falla fyrir kúlnahríð flugvallarmanna. Barízt gegn nýjum flugvelli í Japan Lögregla beitti stórum dráttarvélum og skurðgröfum til að brjóta niður virki sem stúdentar og bændur höfðu hlaðið um flugvallarstæði í Narita á Japan. Þar hefur verið í smíðum nýr flug- völlur fyrir Tokio, en bændur hafa margir verið tregir til að víkja fyrir þvi mannvirki og hafa notið liðsinnis róttækra stúdenta. Þrír menn létu lífið og allmargir særðust þegar lögregla og sérþjálfað „óeirðalið“ vann á virkinu. Nýtt rítgerðasafn Halldórs Laxness Út er komið hjá Helgafelli nýtt ritgerðasafn eftir Halldór Laxness og nefnist það Yfir- skyggðir staðir. Bókin geymir 22 ritgerðir stærri og smærri og kennir þar margra girasa eins og í fyrri ritgerðasöfnum skáldsins. Hall- dór skrif ar eftir samferða- menn sdna látna, hann sýnir enn mdkinn áhuga sinn á mið- aldafræðum með nokkrum greinargerðum, þá eru í bók- inni ræður fluttar við hátíð- leg tækifæri, athugasiemdir um eigin leikverk og framlög til þeirra deilumála sem mest rúm skipa 1 blööum: hundaihald náttúruvemd og mengun og Bemhöftstorfuna, sem reynd'ar er sýnd á fonsdðu bókarinnar. Allmikill hluti bókarinnar er á ensku eða dönskiu, þar á meðal mikil ritgerð um Svavor Guðnason, sem fylgdi sýnisbók um xnálarann. f bókarkynningu segir svo um ritgerðasöfn Halldórs Lax- nesis: ,,Þau eru fyrst og fiemst hinn órækasti vitnisiburður um það, hivdlíkur vö'kumiaður Hall- dór Laxnesis hefur verið í ís- lenzkum menningarmálum hve eyra hans er þunnt, viðbrögð hans snögg og ósérhlífni hans mikil, þar sem hann tekur á“. Kisa leitar kettlingum sínum hjálpar Það var uam miðjan morgun, dag einn fyrir löngu að kona ein var að skammta í búrmu sínu. Þetta var á sveitabæ i Húnavatnssýslu. Konan átti kött, sem var nefndur Skotta, og gegndi kisa nafni sínu eins og hundur. Þennan morgun kemur Skotta í búr- dymar, mjábnar sárt og ber sig aum- lega. Flýgur konunni strax í hug. að kisa muni vera svöng, og býður henni mat. En Skotta lítur ekki við matnum, gertgur fast að konunni, klórar í föt hennar og hleypur síðan út. Konunni þykir athæfi Skottu grunsa'mlegt, fer á eftir henni og eltir hana alla leið að brunnhúsinu. Þar staðnæmist kisa og mjálmar ennþá sárara en fyrr. Kon- an opnar þá brunnhúsið, en kisa ætlar umsvifalaust að steypa sér í brunn- inn. Þó tekst konunni að aftra því. en jafnframt heyrjr hún að kettlingur mjálmar niðri í brunninum. Um þessar mundir lá Skotta á tveim kettlmgum, sem famir voru að vafra um, og hafði annar þeirra fallið í brunninn. Nú þurfli skjótra ráða við til þess að bjarga kettlingnum, en ekki auðhlaupið að því, þar sem brunrmr- inn var fast að 30 álnir á dýpt. En konan var jafnan skjót til að ráða fram úr vandræðu'm. Hún náði Skottu og lokaði hana innj í bæ. Tekur hún síðan trégirta fötu, vefur um hana svartan og afar jþyklkan ullarflóka, bindur í fötutréð samanhnýttum reip- töglum og lætur fötuna með ullar- flókanum síga niður í brunninn. en kippti henni þó fljótlega upp aftur. Þessi þjörgunartjlraun dugði. Kettling- urinn. sem ef til vill hefur haldið Baðkerið sem Einu sinni var maður sem var ný- búinn að kaupa sér blátt baðker. En þegar hann ætlaði í bað í fyrsta sinn var baðið horfið. Þetta þótti mann- inum skrítið. Og þegar hann leit út um gluggann, var baðkerið á barða hlaup- um úti á götu. Maðurinn sá baðkenð ullarflókann vera mömmu sína, stekk- ur í hann og hangir með klónum í honum upp úr brunninum. En mikill var fögnuður Skottu þegar hún heimti aftur kettl’inginn og duld- ist engutn móðurumhyggja hennar. Næsta dag lét hún hinum kettlingnum í té aðeíns nauðsynlegustu hjúkrun, en öll umhyggja hennar og ástúð var bundin við kettlingixm sem í brunn- inn datt. fór að hlaupa aldrei aftur, en kannski hefur einhver séð blátt baðker á hlaupum? ★ Þessi litla saga er eftir Bergijótu, sem er 9 ára og þakkar Óskastundin benni fyrir hana. Þessi skemmtilega mynd af baðkerinu er líka eftir hana. 2 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.