Þjóðviljinn - 17.10.1971, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 17.10.1971, Blaðsíða 7
Sunnudagur 17. ofetóibex 1971 — >JÓÐV1L<JINN — SlÐA 'J íslenzk ull iii Það var tvennt, sem Bjairt- ur í Sumarhúsum bar mesta virðingu fyrir: Rímur og sauð- kindin. Etokert var honum verr við en að taka af töðunni til þess að mylgra í kýr, sem honum fannst alger óþarfi að hafa. Þó Bjartur sé aðeins sögupersóna finnst mörgum Islendingum hann vera ljós- lifandi. og því verður ekki neitað, að Bjartur er að mörgu leyti samnefhari íslenztora heiðabænda fyrri alda. En margir eru þeir, sem hafa aðra síkoðun á sauðkindinni og telja hana einin mesta skað- vaid íslenzkrar náttúru fyrr og síðar, — og í hópi þeirra manna er meira að segja höf- undur Bjarts í Sumarhúsum ★ En hvað sem segja má um skemmdamáttúru kindarinnar á gróðri fasr því enginn neit- að, að þetta er í marga staði nytsemdarskepna. Þá er ekki bara um að ræða kjötið, held- ur er ullin eikki síður verð- mæt, og hún er meira að segja komin vel á veg með að verða mjög arðbær út- flutningsvara. Það hefði Bjarti eflaust þótt hjartveiki í kiven- fólkinu hefði það fatrið að ganga í aflskonar litklæðum úr ull á hans tíma. — honum nægðu einföld vaðmálsföt. Þetta er mönnum aillt sam- an meira en kunnugt, en þó er ærin ástæða til að gera að umtalsefiná það sem er að ger- ast i uUariðnaðinum nú. Sá iðnaður er orðinn all fjöl- breytilegur, og nú síðustu ár- in hefur talsverðs gjaldeyris verið aflað með útflutningi á ullarvöru. Ipliiiili lllllll . S V N ' í- isrj ■ V 'r': •• •' ::•'■■• ■ V*$;v • ' ••::.: .•v ••'■: þ\X>V* *’ : .'"í •> h-V • "•••■ ">•*> Fé rekið af fjalli. Á þessu stigi er ullin verðlítil, en þegar hún er orðin að tízkuflík eða gólfteppi á stofu í Reykjavík er verð- gildið orðið að minnsta kosti tvítugfait. En er nóg gert til að efla hann? Mesta þýðingu hefur eflautst útflutningur tíztoufatnaðar úr uH, sem Álafgss hefiur staðið fyrir undanfarin þrjú ár. Þar er verðmæti ullarinnar tvítug- faldað frá því að ullin hetfur verið hreinsuð og þar til henni hefur verið breytt í tízkuvöru. Islenzkar uilarvörur hafa hvarvetna vakið ósíkipta at- hygli þar sem þær hafa verið sýndar erlendis, og virðastvera óþrjótandi möguleikar fyrir hugkvæmt fólk að skapahreina íslenzka tíztou fyrir heims- maitoaðinin Einnig er gólfteppagerð í hröðum vexti. og fimm fyrir- tæki stunda þann iðnað. Ullarverðið til bænda hetfur löngum verig lágt, svo í þeirra auigum hefur hún veriS verð- laus. þó þetta sé dýrmœtt hrá- efni fyrir iðnaðinn Um tíma var ekki hægt að seigja, að bóndi gæti reiknað sér kaup fyrir að smala fénu og rýja það. Samkvæmt upplýsingum frá búnaðarfélaginu hetfur verðið þó þofcazt heldur upp undanfarin tvö ár, og nú fá bændur 38 kr. fyrir kílóið atf 1., 2. og 3. flokks ull og mis- lita en 15.20 kr. fyrir 4., 5. og 6 flokk, en þeir floktoar eru í minnibluta. Reiknað er me@ að frá meðalbúi komi 325 kg. af ull, og fær þá bóndinn kr. 10.411 fyrir ullina, eða að meðaltali -rm 36 kr. á kílóið. ★ En er gert nóg fyrir ullar- iönaðinn í landdnu? >á á ég aðallega við það hvort nóg- samlega sé stuðlað aö því að bændum sé gert kleift að friamleiða fyrsta floikiks hráetfni í þessar dýrmiætu vörur. Formúla fyrir sauðalitunum Undanfarin 14-15 ár hafaver- ið gerðar á um 30 bæjum, víðs- vegar um landið rannsóknir á mismunandi litum á sauðfé. Við þéssar rannsóknir hafa fundizt reglur fyrir ^>ví, hvernig allir ís- lenzku sauðalitirnir erfast, bæði á flekkóttu og einlitu fé, þannig að nú er hægt að framleiða hvaða sauðalit sem er eftir formúlu. Þessi aðferð var hvergi í heimin- um þekkt néma hér. Þannig hófst samtal okkar við dr. Stefán Áðalsteinsson, ráðu- naut, og deildarstjóra Rannsókn-' astofnunar landbúnaðarins, en fyrsta spurningin, sem við lögð- um fyrir hann er einmitt á þann veg. hvað hafi verið gert í sam- bandi við rannsóknir á sauðfé og kynbætur í þágu ullariðnaðarins. n Fé í tízkulitum — Það eru nokkuð margir basndur komnir upp á lagið með að framleiða fé með þeim litum sem eru mest eftirsóttir á hverj- um tíma. Mórauða féð er fyrst og fremst ræktað til ullarfram- leiðslunnar, og það svarta ,.ð nokkru leyti. En gráa féð ermest ræktað til þess að fá gærur. Svo hef ég verið með tilraunir á sér- stöku afbrigði af flekkóttu fé þannig litu, að það hefur stærri eða minni svarta eða mórauða flekki með hvítu' á milli, og á hvíta hlutanum eru svartar eða mórauðar doppur, sem koma skýrt fram, þegar gæran er klippt. Þetta er fyrst og fremst fyrir gæra- framleiðsluna. — Hvað með hvíta féð, hefur eitthvað verið gert fyrir það? — Það hafa verið gerðar til- raunir á fjórum stöðum á landinu til þess að fá fram hreint hvítt fé. Aðal gallinn á hvíta fénu hefíir verið sá, að í ullinni hefur verið meira og minna af dökkum háf- Dr. Stefán Aðalstcinsson med 25 ára ullarteppi, sem orðið hefur að þola allskonar volk og slæma meðferð, en lítið farið að láta á sijá. Rætt við dr. Stefán Aðalsteinsson urh tilraunir til að bæta hráefni til ullariðnaðarins um, eða rauðgulum illhærum. Kynbætur hvíta fjárins hafa gefið mjög jákvasð svör, það hefur komið fram áhugi hjá bændum að fá hrúta af þessum stofni til kynbóta, og það er farið að meta gærur af sláturlömbum eftir því hvað þær eru gular eða hvítar. Ekki góð í vaðmál — bezt í band — Hver eru gæði ullar af ís- lenzku fé í samanburði við er- lenda ull? — Það kemur skýrt fram, að ull á íslenzku fé er að allverulegu leyti frábrugðin ull á flestu út- Iendu fé. íslenzka ullin er erfið til nofkunar í karlmannaföt, togið er gróft og ullin nýtist illa í snúðhart band. Vefnaðurinn verð- ur alltof snarpur. Aftur á móti nýtast sérkenni ullarinnar vel í snúðlinum þrasði í flíkum sem eiga að vera lausar í sér, aðallega prjónuðum. Þetta stafar að minu álití af því að hárin á íslenzku ullinni eru mismunandi að lengd og lögun og mjög fjaðurmögnuð. Þráðurinn heldur miklu lofti í sér og tekur sína fyrri lögun þó flíkin verði fyrir hnjaski. Þess vegna er t. d. erfitt að halda broti í karl- mannabuxum úr íslenzku ullar- efni. — Að mínu áliti á að beina ullariðnaðinum inn á þær braurir að framleiða prjónaðar flíkur eða Framihald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.