Þjóðviljinn - 20.10.1971, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 20.10.1971, Blaðsíða 2
I VOLKSWAGEN ALLTAF FJÖLGAR 2 SlÐA — Í'JÓÐ'VXUINN —. MlðválkiuKÍaigar 20. oteWbesr 1971. Sjónvarpsleikrit eftir Jón Dan: UPPÁ FJALL AÐKYSSAST Síðastliðið mánudagskvöld var frumsýnt sjónvarpsleiterit eftir Jón Dan, Upp á fjall að kyssast. Það er ekki síður hér en í Danaveldi, að íslenzk sjónvarpsleikrit teljast tii þeirra tíðinda í menningarlífinu, sem umræðuverð þyikja. Ekki veit ég íhivort Jón Dan heiflur lagt fyrir sig leikrita- gerð áður, en ég minnist þess ekki að hafa heyrt eða séð leikrit eftir hann fyrr en nú. Segi ég þvi ltkt og bókmennta- gagnrýnendur dagblaðanna: Þetta er höfundur, sem ástæða er til að fylgjast með i fram- tíðinni, og vonandi lætur hann hér ekki staðar numið. Ledkritið fjallaði urn ungu stúlkuna Kaju sem er bæteluð; örvæntingu hennar yfir bæld- un sinni og þrá hennar eftir að lifa eðlilegu lífi. Þetta varð ekfci stórbrotið efni í meðflörum höfluindar, og ég held, að hötf- undur hefði getað unnið mun betur úr því. Tæknileg uipp- bygging leikritsins var nokkuð góð. Höfundur byggir á hinu algilda bragði leikritsins og skóldsögunnar að halda á- kveðnu atriði leyndu bæði fyrir áhorfendum og ýmsum persónum leikritsins, og tekst að halda uppi spennu í verk- inu með því, allt frá því að Kaja og Gilli, bróðir henmar, eru skilin eftir í bílnum, þar til hún staulast út í lokin. Ahorfandinn veit frá byrjun, að Kaja er öðruvsi en aðrir unglingar á hennar aldri, það má ekki skilja hana eftir eina í bílnum meðan foreldrar hennar fara að veiða, bróðir hennar verður að vera hjá henni og hún er aldrei skilin efltir ein heima, en áhorfand- inn veit ekki hvers vegna. Höf- undurinn gefur það að vísu alveg greinilega í skyn í sýn Kaju, þar sem hún og Skúli hlaupa saman upp á fjail að kyssast. Síðari hluti þess at- riðis, þegar kraikkarnir fanga Kaju í „búrið“, var mjög góð- ur og eimnig hliðstæða þess, síðar í leifcnum þegar krakk- Framhald á 9. sdðu. ... WAVÍA%VtV«Vl|JW*V< Tízkuorð Það er algengt á íslandi að nýyrði af ýmsu taigi komast í tízku og verða þá yfirleitt of- notkun að bráð. Þannig er til að mynda um orðið „hönn- un“, núorðið er .allt hannað hverju nafni sem nefnist. Annað orð af þessu tagi til- töluiega nýtt í tungimni er „endurhæfing‘‘. Einnig þetta orð heflur nú orðið fómar- lamb tízkumnar og ofnotkun- arinnar. Það kom i ljós á al- þingi í fyrradag. Hann stendur einn Benedikt Gröndal varafor- maður Alþýðuflokksins, tók þá til máls við umræður um stefnuyfirlýsinigu ríkisstjómar- innar Benti Benedikt á að Alþýðuflokkurimn hefði nú í 15 ár verið aðili að ríkis- stjóm, en nú stæði hann einn og þessvegna þyrfti hiann endurhæfingu í anda jafnað- arstefnunnar. Eins og kunm- uigt er þýðir „endurhæfing" oftast þjáifun og hjólp við sjúka eða lamaða sem ein- hverra hluta vegna hafa misst styrk sinn og getu til þess að standa á eigin fótum. End- urhæfing gefcur þaninig bœði verið andleg og líkamleg og vtssulega hefur verið rekin hér á landi merk starfsemi á þessu siviði. En er það ékki misnotkun á orðinu „endur- hæfing“ að tala um að einn stjómmiálaflokkur þurfi end- urhæfingu? Nei. líklQga er það ekki misnotkum. Alþýðu- flokkurinn hefuir nú verið studdur af Sjálfstæðisfloklkn- um á annan áratug. Alþýðu- flokkurinn hefur því ekki staðið í fætuma hjálparlaust í 15 ár, hann er því orðinn ósjálfstæður og kann ekfci að bera fyrir sig fætuma á vett- vangi stjórnmálanna. Þess vegna þarf hann nú endurhæf- ingu, þjálfun í anda jafnaðar- stefnunnar, sagði varaformað- urinn. Benedikt Gröndal er að sönnu þekfctur sem afreks- maður í afkáralegri notkun orða, en sennilega heflur hon- um aldrei tekizt betur en í þetta sinn. Kommúnistar Jóhann Hafstein heflur löng- um verið lítt að sér um mannasiði, en það sem verra er er þó það að hann kann ekki að skoða sögu flokfcs síns í heillegu samhengi. Við- brögð Jóhanns Hafsteins við aðsteðjandd vandamálum verða því mjög á dreif og tilviljanakennd. Stefna hans tætingsleg, afstaðan út í hött, ummæli yfirleitt markieysa. Þessi formaður Sjálfstæðis- flokksi ns flutti ræðu á alþingi í fýrradaig og taldi það þá nú- verandi rikisstjóm mest til foráttu að í henni væru kommúnistar, Alþýðubanda- lags-menn. Taldi hann að stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar- innar væri nánast eins og smíðuð af Alþýðubandalags- mönnum einurn án nokkurrar aðdldar hinna stjómarflokk- anna. Nú er það auðvitað svo að Alþýðubandalagið lagðd á- herzlu á ákveðin mál í stjóm- arsanwinnunini, hinir stjóm- arflokkamir á önnur. Ef Al- þýðubandalagið hefði eitt mátt ráða stefnuyfirlýsingu rikisstjómarinnar hefði hún litið öðru vísi út. En það er annað mál. Þetta mál er teteið á dag- sfcrá hér vegna þess að um- mæli Jóhanns Hafstein um aðild kommúnista að ríkis- stjómdnni' era til marks um bamaskap hans og heimdellu. Hann mætti fremur minnast afstöðu fyrirrennara sinna, til dæmis samstarfs þeirra Ein- ars Olgeirssonar og ÓlafS Thors í nýsköpunarstjóminni. Þá var kliflað á þvi dag eftir dag í Vísi að „kommúnistar" réðu öllu í nýsköpunarstjóm- inni. Allar ráðstafanir ríkis- stjómarinnar vom taldar lokaráð kommúnista gegn þjóðfélaginu á Islandi og til- raun þeirra til þess að inn- lima landið í Sovétríkin- Raunar þarf Jóhann Haf- stein ekki að fara svo langt aftur í tímann til þess að finna aðra afstöðu Sjálflstæð- isflokksins: Eftir kosningam- ar í sumar hóf Morgunblaðið strax óaflátanleg níðskrif um Allþýðubamdalagið og aðra nú- verandi stjórnarfflokka. Þegar Jóhann Hafstein komúrstuttu leyfi tók fyrir þessi skrif í Morgunblaðinu. Astæðan var sú að Jóhann Hafstein bann- aði ritstjóram Morgunblaðsdns skrif af þessu tagi. Orsök til þessarar afstöðu Jóhanns var hins vegar sú að hann hefði sjálfur gjaman viljað mynda ríkisstjóm mieð Alþýöubamida- Isginu. En svo varð ekki, og þá hagar hainn sér eins og óþekkur krákki og fer með fúkyröum gegn Alþýðubanda- lagimu f ræðu á alþingi. FjaJar. VOLKSVAGEN 1972 GERÐIR: 1300 - 1302 - 13025 HELZTU ENDURBÆTUR: Ný gerS öryggis-stýrishjóls — 4ra spæla — bólstrað i miðju. Afturrúða hækkuð upp um 4 cm — eða 11 %, sem eykur útsýnið og öryggið. Ennfremur er afturrúða upphituð. Ennþá aukið ör- yggi- Klætt lok yfir farangursgeymslu að aftan, og nýtist jafnframt sem hilla. Þetta eykur geymslurými og- veitir betri hljóðein- angrun. Þurrkurofi og rúðusprauta staðsett hægra megin á stýris-ás — svo að þér þurfið ekki að sleppa hendi af stýri. Endurbætur útstreymisristar á ferskloftskerfi með innbyggðum spjöldum, sem fyrirbyggja allan drag- súg i bílnum. Ristarnar eru nú felldar inn i bólstrun- ina. Dyralæsingar hafa verið og styrktar, endurbættar og veita meira öryggi. Handgrip að utan hafa verið endurbætt og gerð auð- veldari i notkun. Kæliloftristum í vélarloki hefur verið fjölgað, svo að kæliloftsstreymi um vél eykst um helming og rafkerfið sérstaklega varið fyrir raka og vatni. Endurbætur hafa verið gerðar á vél til bættrar brennslu á eldsneyti og vélargangl, meðan vélin er köld, með nýrri kveikju, endurbættu forhitunarkerfi og stjórnbúnaði þess. Skólaulpur — Skólabuxur — Skóla- skyrtur — og margt fleira fyrir skóla- æskuna. — Póstsendum. O.L. Laugavegi 71 — Sími 20141 Smurt brauð Snittur Brauðbær VIÐ OÐINSTORG Siml 20-4-90 Komið, skoðið og kynnizt Volkswagen Veljið - Reynsluakið - Eignizt Volkswagen HEKLAhf. Laugavegi 170—172 — Sími 21240

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.