Þjóðviljinn - 20.10.1971, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.10.1971, Blaðsíða 3
KESisaikSfiSagfflf-m oMSSbeí 1S3& —► ÞaÓÐVILJIWN — Sl»A 3 AF ERLENDUM VETTVANGI Tungumálavandi í Afríku: Suðupottur lundbátsms Mörg afrísk tunigumál eru mj ög sérstæð og ólik indó- evrópskum miálaitfi. Þar má finna einkennilegustu Mjóð, sem ekki þekkjast utan þeirr- álfu: soglhljóð, blístur, smelli og margt fledra. Flest eru beygingaiaus, en bað þýðir ekki að þau séu fátæikleg að tjáningarmeðulum. Ættbálkar sem lifa af kvikfjárrækt eiga sér meira en 100 orð yfir lit og form nauta. Mál bað sem haussa neiinist og er talað um norðanverða Nígeríu, er sagt einstalklega ríkt og frábœrlega nákvæmt. Til dæmis á haussa sér 300 möguleika til að túlka hugtatóð „stór“. En mesti vandi álfunnar er ekki orðaforðinn heldur bað, hve tungumálin eru firnalega mörg. Hvergi í heimi er að firrna aðra eins tungumálabab- ýlon. Ibúar álfunnar eru 260 kasa“ sem þýðir bókstaflega „suðupottur landibátsins" Þjóðræknir Afrítoumenn leggja mikla áherzlu á þýðángu tungumáia sinna. Michael Dei-Anaeg frá Ghana kemist svo að orði, að sá sem noti hinar innfluttu erlendu tungur geti átt það á hættu að afrískt sérkenni skolist burt 1 annarlegum mélheimi. En samt er það svo, að Dei-Anang skriifiar sjólfur á tungu ný- lenduherrannia, eins og flestir samtímarithöfundar afrískir. Þegar fyrir stofinun hinna mörgu sjálfistæðu ríkja um og eftir 1960 höfiðu margar sjálf- stæðishreyffingar oig samafrísk- ar ráðstefnur rætt um mögu- leika á að taka upp sín eigin mál sem opiniberar tungur, og ýmsar nefndir eru að athuga slfka möguleika enn í dag. í' afrískum skóla: Tungumálababýlon sunnau Sahara. 'miljónir og þeir talai hvorki meira né minna en 1400 tung- ur og málýzkiur. Því er í fTestom' hitina 30 ríkja, sem stofnuð hafa verið sunnan Sa- hára, notazt við mál þau í saimskiiptum þjóða sem ný- lendutíminn fluítti með sér: ensku og frönsku- Án þessara nýlendumála væri mjög erfitt að stjóma þessum rfkjum. En tfýrir skemmstu gerði Nyerere, forseti Tanzaníu eitt af afríkumálunum kisua- heli að opinb. méli í ríki sínu. Nyerere gat gert þetta vegna þess að meira en helmdngur af tólf miljónum íbúa landsins (sem sknptist í hundrað ætt- flokka) gefiur notað kisuaheii auk sinna eigin mála. Kisua- helli er reyndar allútbreitt tungumál um alla Austur-Aifr- íku. Mál þetta hefur tekdð upp mörg orð úr erlendum málum. Frá þvi að landið var þýzk nýlenda er orðið „schuíle" (skóli). Úr ensfcu koma orð eins og ,,tikiti“ (farmiði), Og nýríkur maður heitir „wa- benzi“ — maður sem ekur í Mercedes Benz. Mörg önnur ummerki ný- lendutímanna er að finna í afrískum málum. Haussamenn kalla fræðslusitjóra sína „bat- uren makaranta" — en „bat- ure“ þýðir Bvrópumaður — allir fræðslumáilastjórar voru hvítir áður fyrr. Frímerlci heitir „kan sarki“ sem þýðir konungshöfuð, því að fyrstu frímerkin í Nígeríu sýndu mynd af Georg konungi fimmta. Haussamenn hafa skírt eimreið „tukunyar jirgin Forsætkráðherra Nígeríu hefur t.d. toraifiizt þess að afrístot mál verði tekið upp sem milliþjóða- mál í því sfióra laindi ekki sið- ar en 1976. En í reynd börðust þeir Nkrumaih í Ghana, Sekou Touré £ Guineu og Lumumba í Kongo gegn nýlenduheirrun- um á enstou eða frönsku. Því aðeins með þeim hætti gátu þeir nóð til sem flestra sam- borgara sinna, og sýnt að þeir væru ekki aðeins að berjast fýrir rétti sdms þjóðflokks held- ur allra landsmanna. Og þegar pólitístot sjálfstæði var fengið reyndist þ&ð mjög viðkvæmt mál, hvaða tunigiu bæri að taka upp. Fréttaritari Guardian í Lusaka hefur sagt, a-ð ef Bemba (útbreiddasta mál Zamibíu) verður gert að rífcis- máli, þá mun að líkindum gerð uppreisn í þrem héruð- um landsins. Og svipaða sögu er að segja víða amnarsstaðar. En von Afríkumanma er samt sú að „eins og Evrópu- menn höfnuðu alþjóðlegum tungumálum (latínu, /rönsku) svo inunum við Afríkumenn einnig gera“ eins og segir i East African Jouirnal í Kenía. Tungumiálaástandið í Afríku er reymidar áð mörgu leyti svipað og í Evrópu fyrir nokkrum hundiruðum ára. Enn er allt í örri breytingu, hvert ritmálsker&ð leysir anmað af hólmi, enn fer fram miifcil sambræðsla mála með stór- felldum lántökum orða. Og enn glegna nýlendumálin „því hlutvertoi sem latína gegndi í Evrópu á miðöldum" eins og AfWtoufræðönigurinn Peter Sulzer kemst að orði. (endursagt). VETRARÁÆTLUN FÍ Um þessar rrmndir ganga vetraráætlanir Flugfélags íslands í gildi. Innanlandlsóiæítl- un gekk í gildi um mánaðamdtin septem- ber/október og milli- landaáætlun hefst 1. nóvember. í aðalatrið- um eru vetraráætlanir félagsins með svipuðu sniði og síðasta vetur. MILLILANDAFLUG Til Kaupmanahiafniar verður flogið á mánudögum, miðviku- dögum. föstudögum. 1-augiar- dögum og sunnudögum. Brott- för frú íslandi er á mánudög- um. miðvikudögum og föstu- dö'gutn kl. 8.45, á laiugardöigum kl. 10.00 og á sunnudögum tol. 9.00. Til Osló verðiur flogið á sunnudögum kl. 9.00 og frá Osló til íslands á laugardög- um kl. 17.00. Bretlandsílugi verður hagað þannig í vetur, að beint flug verður frá Islamdi til London á þriðjudögum, brottför kl. 9.3(V og til Glia&gow á mánu- dögum, miðvikudögum og fiöstudögum, brottför M. 8:45. Ennfremur flýgur brezfca flug- félagið BEA til Lundúna á sunnudögum, brottför kl. 15:05. Til Færeyja verða ferðir alla sunnudaga. Brottför frá Bvík- urflugvelli kl. 10.00 á hádegi. Allar ílugferðir Flugfélaigs Islainds milli landa verða flognar með Boeing 727 þot- um, nema ferðir til Færeyja, sem fllogn'ar eru með Fokker Friendsihip skrúfuþotum. INNANL ANDSFLUG f aðalatriðum verður ferðum ftlugvéla Fluigfélaigsins innan- lands hagað siem hér segir: Til Akureyrar eru morguniSerðir alla daga kl 9.00. Kvöldferðir fcl. 18:45 og síðdegisfei'ðir þriðjudaiga og föstudaga kl. 15:00. í sambandi við Afcur- eyrarflug eru daglegar ferðir sérleyfisbifreiða frá Afcureyri til Dalvífcur og Ólafisfjiarðar. Tii Vestmanniaeyja verður flogið frá Reykjavík allia diaga kl. 9.30 og einnig eru síðdeg- isferðir á þriðjud., fimmitud. og laugardögum Til ísafjarðar eru ferðir alla virka daga. Þri’ðjudaga. miðvikudaga, fimmtudaga og laugardaga er brottför frá Reykjaviík kl. 12:00 á hádegi en mánudaga og föstuóaga kl. 13.00. I sambandi við áætlun- arflug Fluigfélagsins milli ísa- fjarðar og Reykjaviitour eru bílfer.ðir ákveðna daga til og frá Þingeyri, Flateyri. Suður- eyri og Bolungairvík. Til Egilsstaða er flogið alla virka daga kl. 15.00. í tengsl- um við áætlun'arflug milli Eg- ilsstaða og Reykjavífcur eru bílferðir ákveðna daga til og frá Seyðisfir'Si, Reyðarfirði Eskifirði. Norðfirði, Fáskrúðs- firði, Stöðvarfirði og Breið- dalsvík. Flug milli Akureyrar og Eg- ilsstaða fram og aftur er þriðjudaga og föstudiaiga. Brott- för frá Akureyri kl. 16.25 og brottför frá Egilsstöðum kl. 17.40. Einnig er fflogið milili þessara staða á miðvikudögum á tímabilinu frá 6. október til 5. janúar og frá 22. xniarz til 27. apríl Til Sauðárkróks er flogið mánudaga, miðvikudaga og fö-studaga. Kl. 16.00 á mánu- dögum og föstudögum, kl. 16.30 á miðvikuidögum í tengslum við áætlun'arflug Flugfélagsins milli Sauðárkróks óg Reykja- vítour eru bílferðir til og frá Hofsósi og Siglufirði. Til Homafjarðar er flogi'ð á þriðj'udögum, fimmtudögum, lauigardöigrum og sunnudögum. Brottför til Homafijiarðar frá Reyfcj'avik er kl. 11.45, nema á sunnudögum. þá er flogið til . Homafijarðar fcL 14.15. í sam- bandi við áætlunarflug félags- ins til Homafjarðar eru áætl- unarbilferðir ákveðna daga til 'og frá Djúpavogi Til Fagurhólsmýrar er flog- ið á bríðjudögurp, brottför.frá Reykjavík kl. 11.45. Til Húsiavíkur verða fkng- fer’ðir mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. brottför frá Rví-k kl. 9.00. Til Raufiarhafiniar og Þórs-^> hafnar er flogið á sunnudög- um í framihaldi af Akureyrar- ®uigi. Brottför frá Reyfcjavíik kl. 9,00. Brottför frá Akureyri til Rauf'arbafniar og Þórshafn- ar er kl. 10,20. Til Patreksfjaröar er flogið mánudaga miðvifcudaga og föstudaga. — Brottfarartími mánudaga og föstudaga er fcl. 11.45 og á miðvikudögum kl. 13.30 í tengslum við fluig milli Patreksfjarðar og Reykjavíkur eru bílferðir til og frá Tálkna- firði og Bíldudal. Til Þingeyrar verður flogið á miðvikudögum á tímabilinu 3. nóvember til 26. apríl. Brott- för frá Reykjavík kl. 13.30. Til Norðfjarðar verða teknar upp ferðir eins og síðastliðinn vetur Þangað verður flogið á fimmtudöguim og siunnudögum á tímabilinu frá 4. nóvem'ber til 27. apríl. f hinni litprentuðu vetrará- ætlun Flugfélags fslands, sem út toom í dag eru meðal annars uppdýisángar um afisl'átta/rflar- gjöld, sem í gildi eru á innan lan dsfluglei ð Um Flugfélags ís- lands. Þar eru upplýsingar um unglingaafslátt, sem gildir aldrinum 12-18 ára, náms- miannaafsLátt, sem veittur er námsfiólfci á skólatímabili, af slátt fyrir aldrað fólk 67 ára og eldra, og um hópafslætti sem veittir eru hópum 10-15 manns og fleiri. Ennfremiur um fj ölskjdd'Ufai-g j öld, sem verið hafia í gildi í allmörg ár og notið hafia mikilla vinsælda. Þá er þar að fimina upplýsingar um skrifstofiur Flugfélagis ís- lands og um umboðsmenn þess víðsvegar um land og gjald- skná ■ -V I vetraraætluninni eru einn ig upplýsingar um Kanaríeyj'a- ferðimar, sem hefjast 16. des, n.k. Ensk útgáfia áætlunarinn' ar toernur út eftir nokkra daga 287 miljónir í vínanda á þrem mánuðum Á tímab'ilmiu frá 1. júlí til 30. september var druikikið áfengi fyr- ir tæpar 287 miljónir króna. bar af var selt í Reykjavík fyrir 211 miljónir. Söluaukning er 25% miðað við sama tíma í fyrra, en þess ber að geta að á sl. ári var áfengi hækkað all- m’ikið í verði. SKlPAUIfiCRÐ RIKISINS Ms. ESJA fér austur um land til Afcur- eyrar 25. þ.m. Vörumóttafca þriðjudaig, miðvifcud.. fimmtu- dag og föstudag tii Homafjar- ar, Djúpavogs, Breiðdalsvikur, Stöðvarfjarðar, Fásfcrúðsfij arð- ar, Reyðarfjarðar, Esfldfjarðar, Norðfjarðar, Seyðisfjarðar, Borgarfjarðar. Vopnafjarðiar, Þórshafnar, Raufiarhafnar, Húsavífcur, Siglufjarðar og Aifcureyrar. Ms. HEKLA fer vestur um liand í hringferð 29. þ.m. Vörumóttatoa daglega til 27/10 til Patreksfjarðar, Tálknafjarðar, Bíldudials, Þing- eyrar, Fl'ateyrar, Súgaadafj®rð- ar, Bólungarvikiur, ísiafjarðar, Norðurfj ar'ðar, Siglufjiarðar og Akureyrar. ^Vogue EFNI •V ' SMAVÖRUR TÍZKUHNAPPAR Sigurður Baldursson — hæstaréttarlögmaður — LAUGAVEGI 18. 4. hæð Simar 21520 og 21620 DRIFA VIÐAR: Dagar við vatnið Tuttuguogtvær stuttar sögur: úr sveitinni. úr Reykjavík fyrir og eftór stríð, frá New York og Kaupmannahöfn og frá óskilgreindum stöðum; um börn, um alþýðufólk um erlenda tignarmenn og íslenzka höfðingja 1 útlöndum, og þó fyrst og síð- ast um persónuleik höfundarins, sem birtist í því sérkennilega andrúVnislofti, sem leikur um alla bókina. 146 bls. Verð ib. kr. f00,00 + söluskattur. HEIMSKRINGL j£S NÝKOMIÐ MIKIÐ ÚRVAL ENSKRA VASABROTSBÓKA Bókabúð Máls og menningar Laugavegi 18.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.