Þjóðviljinn - 17.06.1972, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 17.06.1972, Blaðsíða 9
Laugardagur 17. júní 1972. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9. Myndagáta úr lslands- sögunni Margir munu kannast við fyrir- bæri sem Bandarikjamenn nefna Droodles. Hér er um að ræða mjög einfaldar teikningar, sem hvert skólabarn getur teiknað. Skemmtunin er fólgin i þvi, að viðstaddir eiga að geta sér til um það, hvað er á myndinni, og geta það venjulega ekki, vegna þess, að svariö er - svo vægt sé til orða tekið - óvenjulegt, ef ekki út i hött. Dæmi um slika gátu getur verið mynd nr. 1. Við skulum ekki þreyta les- endur á hátiðisdegi með þvi að láta þá geta lengi. Svarið liggur reyndar næstum þvi i augum uppi: Þetta er hugrakkur ána- inaðkur að skriða yfir rakvélar- blað. Margir halda þvi fram, að „drúdlur" séu ættaðar frá svonefndum armenskum gátum, en Armenar eru seigir menn eins og margir vita og skemmtilégir. Gátur þeirra eru ekki aðeins sett- ar fram i teikningum. Þær gera til dæmis hljómað á þessa leið: —iivað er það sem er grænt, hangir uppi i tré og tistir? —Svar: Sild. —Sild? Af hverju hangir hún uppi i tré? —Af þvi að ég á sildina og ræð hvað ég geri við hana. —Af hverju er hún græn? —Af þvi að ég málaði hana græna til skrauts. —En af hverju tistir hún? —Það er til þess, væni minn, að þú getir ekki ráðið gátuna. Og svo framvegis. I tilefni dagsins höfum við Á stangli teiknað nokkrar gátur úr tslandssögunni, þvi að við erum þjóðhollir menn svo sem oft hefur sézt. bá snúum við okkur fyrst að sendimönnum Noregskonunga. Hvað er þetta? z Þetta er; góðir bræður, hvorki meira né minna en stóratáin á bórarni Nefjóifssyni, ereitthvað var að bardúsa fyrir ólaf konung digra. ef við munum rétt. Svona tær voru reyndar kallaðar ofvita- tær i minu ungdæmi, en það er önnur saga. Snúum okkur þá að Njálu, og gætum þess að koma hvergi við auman blett á Helga á Hrafnkels- stöðum. Hvað er þetta? Það fór eins og okkur grunaði - þið gátuð það ekki. Þetta er leppur sá úr hári Hallgerðar langbrókar, sem hún neitaði að ljá bónda sinum Gunnari á Hliðarenda, með þeim afleiðing- um, sem allir þekkja. Teikningin er reyndar ekki nógu listræn, og biðjum við afsökunar; við erum byrjendur. Þetta heíur verið nokkuö erfitt, og þvi komum við næst með tvær léttar gátur. Hér er ein sem tengir þjóðarsöguna og bók- menntirnar með átakanlegum hætti: Þið áttuð kollgátuna: Þetta er sna-riö sem Jón llreggviðsson stal á Akranesi með hinum gæfusam- legustu afleiðingum fyrir þjóð- menninguna. ()g aftur leitum við á náðir Njálu: 6‘ Þetta er að visu létt gáta, en það er dálitið svindl i henni. Þetta er nefnilcga Markarfljót, renn- andi milli höfuðisa, séð frá sjónarhorni hrafnsins - áöur en Skarphéðinn stiikk yfir þessa sprænu. í næstu mynd erum við farnir aö nálgast aftur hina myrku tima þjóðarsögunnar. Hvað er þetta? 6 Þetta eru að visu ekki tár þau sem Kagnheiður biskupsdóttir felldi fyrir sina eiðtöku. Þetta er semsagt allt annar eiður og allt önnur tár. Þau felldi Arni lög- maður Oddsson, er hann skrifaði undir eiðstafinn i Kópavogi árið l(i(i2. Þetta eru, eins og sjá má, höfug tár. En að lokum vindum við okkur að samvirkri framvindu þjóð- reisnar á okkar öld. llvað skyldi þetta vera? Alveg rétt sem þið sögðuð: Þetta er rigningin á Þingvöllum 17. júni 1944. Þá urðu Islendingar blautari útvortis en nokkru sinni fyrr i sögu lanisins. En eins og máltækið segir góðir landar - Enginn er verri þótt hann vökni. Skaði. Norðurlandakort Orteliusar endurprentað Nýlega hefur Iceland Review látið gera eftirprentun af hinu merka korti Septentrionalium regionum descriptio eftir Abraham Ortelius. Kortið, sem gert var 1570 og cr af Norðurlöndum, er einkum merki- legt fyrir íslendinga sökum þess, aö íslöndin á kortinu eru tvö. Haraldur Sigurðsson bókavörður, sá er ritaði kortasögu íslands, hefur skrifað með kortinu upplýsingar, er fylgja sérprentaöar. Kortið.mun fást i flestum bókaverzlunum. Hugmynda- samkeppni Ákveðið hefur verið, aö skipu- lagsstjórn rikisins efni, i sam- ráði við Þingvallanefnd og Arkitektafélag Islands til hug- myndasamkeppni um skipulag þjóðgarðsins á Þingvöllum og svæðið umhverfis Þingvalla- vatn. T.il samkeppninnar er efnt vegna brýnnar nauðsynjar á að móta hið fyrsta framtiðarstefnu um hlutverk Þingvalla og Þing- vallasvæðisins i lifi islenzku þjóðarinnar við vaxandi umferð og þéttbýli. Rétt til þátttöku i samkeppn- inni hafa allir islenzkir rikis- borgarar og útlendingar bú- settir á tslandi. Veitt verða þrenn verðlaun og verður lágmarksupphæð 1. verðlauna 300 þúsund kr., en heildarverðlaun verða 600 þúsund kr. Auk þess er dóm- nefnd heimilt að kaupa tillögur eða einstakar hugmyndir fyrir allt að 100 þúsund kr. Dómnefndina skipa: Eysteinn Jónsson, alþingismaður, sem er formaður nefndarinnar, Gunn- laugur Halldórsson, arkitekt, Haukur Viktorsson, arkitekt, Hörður Bjarnason, húsameist- ari rikisins, Sigurður Þórar- insson, jarðfræðingur# Valdimar Kristinsson, viðskiptafræðingur og Þór Magnússon, þjóðminja- vörður. Samkeppnisgögn verða af- hent af trúnaðarmanni dóm- nefndar Ólafi Jenssyni hjá Byggingaþjónustu A.t. Kaupstefnan i Thorshavn Hin árlega kaupstefna i Fær- eyjum, fer fram i Þórshöfn i september. Útflutningsmiðstöð iðnaðarins mun skipuleggja is- lenzka þátttöku og Feröaskrif- stofan Órval hyggst efna til hóp- ferðar. Þá ætla nokkrir isl. fataframleiðendur að efna til tizkusýningar á nýjungum, sem fram koma i haust. Útflutningur tslands til Fær- eyja hefur farið vaxandi á undanförnum árum og nam á árinu 1971 kr. 104,5 millj. Helztu útflutningsafurðir eru fryst kindakjöt, fiskiumbúðir, veiðar- færi, fatnaður og ýmsar aðrar iðnaðarvörur. Auk þess landa islenzkir bátar þar nokkuð af nýjum isvörðum fiski. Mikil grózka rikir nú i efna- hagslifi þeirra Færeyinga. Heildarverðmæti innflutnings i Færeyjum 1971 nam um 3240 milljónum islenzkra króna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.