Þjóðviljinn - 17.06.1972, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 17.06.1972, Blaðsíða 11
Laugardagur 17. júní 1972. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11. Þetta er tekið úr ritdómi um bók, sem höfundi þykir mjög lé- leg. Hverjir eru þessir ..læröu ’? Varla öll þessi skólagengna þjóð. Mér dettur helzt i hug,' að átt sé við langskólamenn. Sannleik- urinn er sá, að á íslandi er erfitt að greina menn i menntaða menn og ómenntaða eftir skýrslum og skirteinum. Spurningakeppni hefur leitt ýmislegt i ljós. Hvernig var það, þegar Kennaraskólinn tapaði fyrir Sjómannaskólanum? Nemendur Sjómannaskólans gera ekki kröfu til þess að kallast menntamenn, og þvi siður kröfu til að kenna islenzk fræði. En það voru einmitt islenzk ljóð og þjóð- leg fræði, sem urðu kennnaraefn- unum að falli. Eigum við svo að fullyrða, að þeir ,,lærðu” menn, sem ekki kannast við orðaskipti Ólafs Tryggvasonar og Einars þambarskeflfis, séu máttarstoðir islenzkrar bókmenntahefðar, en litt skólagengnirerfiðismenn séu fulltrúar þeirra, sem lesa ,,þvaður og blaður” eingöngu? Sérréttindi og vaxandi kröfur um, að laun manna eigi, fyrst og fremst, að miðast við námstima, geta farið að stiga langskóla- mönnum til höfuðs. Það, sem menn i raun og veru kunna og geta, fer engum að verða til framdráttar. Edison væri ekki talinn hlutgengur á neinu verk- stæði, ef hann lifði og ætti heima i Iteykjavik núna. Ekkert iðn- skólapróf! Bjarni i Hólmi fengi ekki að tengja isskáp, ef hann væri á lifi núna. Hann sem raf- lýsti mest alla Skaftafellssýslu á sinum tima. Þegar dagblað ræður til sin „lærðan” mann til að dæma hækur, þykist það eflaust hafa gert hreint fyrir sinum dyrum. En einhlitt er það ekki. Hitdómar flestireru grunnfærir palladómar og virðast einkum ætlaðir til þess að hafa ofan af fyrir lesandanum með léttu skopi, en ekki til að fræða hann. Undantekningar voru þó ritdómar Bjarna frá Hof- teigi. Þá las ég alltaf vandlega — tii þess að fræðast. En sá maður þurfti ekki sifellt að skemmta með léttu hjali, þvi að vitsmunir voru hans sterkasta hlið. Margur hefur samið doktorsrit- gerð um ómerkiiegra efni en það, hvaða áhrif ritdómar hafi haft á skáldokkar. Hverjir gerðu gys að Einari Benediktssyni og sögðu, að hann misþyrmdi móðurmálinu? Hverjir dæmdu Guðmund Frið- jónsson óalandi og óferjandi sem skáld? Það hafa þó vonandi ekki verið ..lærðir”? Og hvernig var þaö. þegar allt i einu fréttist, að Steingrimur væri ekki skáld? Á unglingsaldri heyrði ég skóla- genginn mann fullyrða þetta. Koskin sveitakona tók undir það tal og sagði, að auðvitað væri Steingrimur ekki á við ,,bless- aðan Jónas" en gott skáld væri hann. Svo liðu nokkrir áratugir. Þá kemur sú frétt, að Steingrim- ur sé eitthvert mesta skáld þjóð- arinnar, ef ekki allra fremstur. „Lærðir” höfðu nú endurmetið ---leikir skemmta sér við þetta, meðan það er nýtt, lærðir kalla það þvaður og blaður- Oddný Guðmundsdóttir skrifar: r>r> LÆRÐIR OG LEIKIR” Steingrim og vildu bæta honum gengisfellinguna riflega. Enn fer almenningur („leikir") sér hægt. Enn er einhver gömul kona vis til að segja, að gott skáld sé Stein- grimur, en auðvitað ekki eins og Jónas. Að öllu saman lögðu, virðast „lærðir” kreddubundnari og fljótari til að hlaupa eftir goluþyt en „leikir”. Hvernig var þaö, þegar Jónas unni Sigurði Breið- fjörð ekki sannmælis? Var það ekki almenningi að þakka, að þaö bezta af kveðskap Sigurðar hélt áfram að lifa á vörum þjóðar- innar, hvað sem hver sagði? „Leikir" virðast hafa fundið það fullvel, að ljóðin voru mjög mis- góð, og þeir kunnu að velja og hafna. Auðvitað dettur engum i hug, að skólagengnir menn hafi, að öðru jöfnu, minna vit á bók- menntum en utanskólamenn. En til að skilja skáldlist þarf meðfætt mannvit. Hending ein ræður þvi oft hverjir ganga langskólaveg- inn og hverjir ekki. Skólaganga er engin trygging fyrir þvi, að menn geti gerzt fræðarar i bók- menntum. Mörg dæmi sanna, að þeir hafa reynzt seinheppnir. Eigum við, að óreyndu, að full- yrða, að eingöngu „leikir" lesi „rósrauðu” ástardraumasög- INDVERSK UNDRAVERÖLI) Vorum að taka upp mjög glæsilegt úrval af Bali-styttum og Batik-efnum. Einnig ind- vcrskt og Thai-silki — röndótt, köflótt, mynstrað, einlitt, Batik-mynstrað og sanserað. ATH. Við eruin flutt að Laugavegi 133 (við Hlemmtorg). Úrval tækifærisgjafa fáið þér í JASMIN tmmm urnar? Fjölmargt fólk, vel gefið og smekkvist, gripur til þess að gleyma limanum yfir litilfjörlegu lesefni. Ég komst eitt sinn i kall- færi við einn þeirra gáfumanna, sem setti svip á samtið sina um skeið. Hann var að lesa svokall- aðan eldhúsreyfara. Hann vissi vist ofan i mig, þó að ég þegði, og sagði: „Svona bækur eru það eina, sem hægt er að lesa, þegar maður biður eftir bil eða skipi.” Þegar litið er á hve margt fólk iðkar andlausar skemmtanir og horfir á yitlausar kvikmyndir er ekki undarlegt, þó að það lesi oft lélegar bækur. Það er hæpið að fullyrða, að vinsældir sumra undirmálsreyfara stafi af þvi að fólk almennt finni ekki vel, að Kiljan er snjallari en Slaughter. En hver veit, nema menn séu oft einmitt i þessu hugarastandi, sem fylgir þvi aö biða eftir bil? Hér verð ég að skjóta inn i sögu um frægð Kiljans: Ég kom á bæ norður i Strandasýslu haustið, sem Kiljan fékk verðlaunin góðu. (Nðbelsverðlaunin, á ég við, en ekki Silfurmerina.) Þar var uppi á vegg stór og fönguleg mynd af skáldinu, klippt úr blaði. Ég sagði við heimasætuna, unglings- stúlku: „Þú heiðrar Kiljan mik- ið.” ,,Já,” sagði hún. „i fyrra lét ég hundinn heita I hausinn á honum En i ár fékk hann Nóbelsverð- launin, og þá setti ég strax stærstu myndina af honum i ramma.” Þetta er ekki nema hálfsögð saga. Heimasætan var ekki að tala frá eigin brjósti. Hún var vel heima i bókum Kiljans, og fall- legan eftirl.hvolp heiðraði hún igamni með nafni skáldsins. Hitt var annað, að blöðin birtu ekki að jafnaði mjög stórar myndir af Kiljan, áður en Sviar létu til sin taka. Þeim er að visu vorkunn, þess- um „læröu” sem ráðnir eru upp á það að hafa vit á öllu, sem ritað er i landinu^og segja þjóðinni, hvort það sé vel eða illa gert. Hafa þeir ekki ýmsu öðru að sinna að auki? Hafa mennirnir tima til að hafa vit á öllum bókum, sem út koma? í alvöru talað verða vist margar bækur útundan. Og ættu höfundar þeirra sizt að kvarta. Einn þessara fræðara nefndi Jóhannes úr Köt!um „seiglings- rimara” og kvað það sýna niður lægingu ljóðasmekks á sinum tima, að hann var virtur nær sem þjóðskáld. (Eitthvað svipað þessu var orðalagið.) Annar fór fremur niðrandi orðum um örn Arnar- son, sakaði hann um að berja saman rim, án þess að vera skáld. Fór þó viðurkenningarorð- um um kvæðið Þá var ég ungur. Annað var ekki hægt, þvi að Kiljan hafði einmitt ritað undur- fagrar hugleiðingar um það kvæði. Og nú var Kiljan búinn að fá Nðbelsverðlaunin. Ætli „leikir" kippist við, og endurmeti sin eftirlætisskáld, þó að svona standi i bælið þeirra „la'rðu” um stundarsakir? Engin hætta. Þeir sögðu i upphafi og segja enn, að Orn Arnarson sé einn af meisturum ferhendunnar og Stjörnufákur og Sóleyjarkvæði Jóhannesar séu gimsteinar i ljóðagerð siðustu áratuga. Við ættum nú ekki annað eftir en spyrja Moggann, hvað við eigum að elska og virða. „Sýndu heimskum hnyttna stiiku", var einu sinni sagt. Synd væri að segja, að „lærðir" scu hógva'rir og af hjarta litil- látir. Þannig er að orði komizt i ritdómi: „ — — Almenningur kann yfirleitt ekki að meta fagrar listir — . l>ær eru ol'tast ofan við matsvið hans eða skynbragð--- . Um listir eru aðeins örfáar, næmar sálir dómbærar — — .” Lengi kvað við þann tón hjá rit- dónnirum að ekki ætti-að nefna fát.^ólán og spillingu. Nú er eins og þeir megi ekki vita af vel- megun og reglusömu fólki. Þessi uppskrift tekur þeirri fyrri ekki l'rarn. Það er hægt að semja snilldarverk um embættismann alveg eins og atvinnuleysingja, ef snillingur heldur á pennanum. Unga stúlkan i sögunni þarf ekki nauðsynlega að ,,fá sér glas á böllum” til þess að vera gjald- geng söguhetja. Svo langt gengur kreddufestan, að hvaða bögubósi, sem er, fær lof, ef hann aðeins fylgir þeirri uppskrift, að velja sér óhrjálegt efni til meðferðar. Ég kenni i brjósti um rithöfunda, sem vinna af áuðsveipni eftir þessari uppskrifl. Samkvæmt henni verður lika að minnsta kosti einn kafli sögunnar að fjalla um allsbert fólk. Nektarkaflinn kemur oft eins og fjárinn úr sauðarleggnum, innskot, sem ekki kemur neinu öðru við i sög- unni. En i auglýsingum og rit- dómum er höfundurinn lofaður fyrir frábæra dirfsku. Það þarf þó fjarska litið hugrekki til að fylgja tizku. Kaunar langar mig til að hrósa svolitið dagdraumasögunum gömlu. Ég heyri ungt fólk oft skopast af gömlu kvikmynd- unum, sem enda á kossi. Það þykir ekki raunsæi. Aftur á móti þykir ekkert við það að athuga, að biðillinn kyrki fegurðardisina i lokin. Þá er myndinni hrósað fyrir, að hún sé laus við „væmni og velluskap”. Við skulum þó vona, að gamla myndin sé sann- ari lýsing á dagdraumum æsk- unnar en glæpamyndin. Eins er með skáldsögurnar. Ungar stúlkur ganga flissandi fram hjá bókum, sem heita Astin sigrar eða Ung og saklaus. En fegins hendi er tekin bók, sem nefnist Kvennamorðinginn. Dag- draumurinn um það, að ástin sigri, virðist þó talsvert við- kunnanlegri en ofbeldisverk og manndráp. En þeir eru sjálfsagt á öðru máli, sem með skrifum sinum reyna að breyta öfgafullri tilfinningasemi i öfgafullt tilfinn- . ingaleysi. Ekki veit eg til þess, að neinn hafi á prenti, lastað amerisku metbókina um glæpahjúin Bonnie og Clyde. Bófar þess'ir, eru á ameriska visu, umvafðir rómantik, en slik rómantik er friðuð á íslandi. Efn- ið i þeim sögum, sem steigur- látir karlmenn gáfu nafnið „vinnukonureyfari” til þess að skopast aö kauplágum konum, var mjög á eina lun’d: Glæsilegur ungur greifi kynnist fátækri, fríðri og dyggðugri stúlku og leggur á hana ofurást. Stéttarmunurinn skapar sumt af erfiðleikum sögunnar. En auk þess er á næstu grösum rik og stórættuð kvensnift, sem ætlar miskunnarlaust að læsa klónum i greifann. Gerist nú það tvennt i senn, að fátæki kvenkosturinn dregur sig i hlé, af stolti, og komið er á kreik rógburði, sem stfar elskendunum sundur um stundar sakir. En tryggð greifans og fyrirlitning á stéttafordómum sigrar. Hann hreppir sina prúðu alþýðustúlku, en kvenflagðið rika fær makleg málagjöld og enginn greifi litur við henni — eins lengi og lesandinn hefur spurnir af. Nútimareyfarinn (eða Andrés- fnan eins og slikar bækur eru stundum kallaðar eftir afkasta- miklum þýðanda) er af öðrum toga spunninn. 1 stað greifans, sem ekki mátti vamm sitt vita i kvennamálum, er kominn harla vifinn heimsmaður. Hann er, eftir atvikum, kaupsýslumaður, flug- hetja eða la'knir. Ég beit á jaxlinn og las eina Andrésfnu frá upphafi til enda. Söguþráðurinn er i fám orðum þessi: Flugrikur læknir hittir, af tilviljun, fallega stúlku og býður henni að aka með sér. Stúlkunni sýnist maðurinn drengilegur og á sér einskis ills von. Þau fara i berjamó, en þá tekur glæsi- mennið að sýna helzt til mikla ágengni. Stúlkunni tekst þó að verjast ofbeldi. Aka þau svo af stað. En glæsimennið er i miklu uppnámi, ekur bilnum út af veginum og hálldrepur stúlkuna. Tekur nú við sjúkrahússaga, þar sem stúlkan berst gegn ör- kumlum með hjálp góðra manna. En hamingjudraumurinn er ekki hinn sami og i gömlu greifasög- unni. Það er ósköp skiljanlegt, að stúlkan þrái af öllu hjarta þann albragðsmann, sem greifinn hennar er. Erfiðara er að skilja stúlkuna, sem Andrésfnan segir frá. Hún fær brennandi ást á þessum pilsadólg og ökufanti, sem hal'ði næstum drepið hana. ()g eins og vera ber i reyfara, fyrr og siðar, vaknar hún til lifsins og hreppir sinn draumaprins. Það er reginmunur á siöfræði Vinnukonureyfarans og And- résínunnar. Bæði bregða upp draumsjón handa lesandanum að tilbiðja. Sá fyrrnefndi lætur ekki bregðast að auglýsa heiðarleika og manndáðir sem það eftir- sóknarverðasta. Hin siðari, aftur á móti, bregður upp mynd af ofbeldismönnum og refja- hundum og lætur i veðri vaka, að hamingjan sé trygg i návist þeirra. Þaö var meira af ótrúlegum at- burðum i vinnukonureyfaranum en i Andrésinunni, Þar gátu elsk- endurnir hæglega orðið skiptapa i sömu vikunni við sömu eyðiey, ef ekki var mögulegt að hittast öðruvisi. En heimspeki sögunnar var raunsæ i aðalatriðum: Ástin og hamingjan eru þar nátengdar manngildi. Andrésinan krefst einskis af neinum, nema peninga og „kyn- þokka”. Sú heimspeki er framlag reyfaraþýðenda til menningar- innar nú á dögum. Þeir „lærðu” menn, sem ráðnir eru upp á það að hafa vit á öllu, sem ritað er, gætu gert eitthvað þarfara en að skeyta skapi sinu á svokölluðum „kerlingabókum”. (Nafngiftin mun komin frá rit- höfundi.) En einhvern veginn verður herrastéttin að ná sér niðri á kvenvörgum þeim, sem heimta sömu laun fyrir sömu vinnu. Þær skulu þó að minnsta kosti ekki halda, að þær hafi gáfur á við forréttindastéttina. Nóg er nú samt. O.G.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.