Þjóðviljinn - 17.06.1972, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 17.06.1972, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN |Laugardagur 17. jum 1972 llrngjur i (iriinsfjaili á Vatnajökli. — Ljósm. M. Jóh. Úr þjóógaröinum i Skaftal'clli í öræfum : Svartifuss. — Ljósm. M. Jóh. SVARIÐ VIÐ UMHVERFISVERND ER Heildarsýn °g skipulegt viðnám Kaflar úr framsöguræðu Hjörleifs Guttormssonar liffræðings á náttúruverndarþingi nú i vor um efnið: Friðlýsing náttúruminja og stofnun úti- vistarsvæða. Á þjóðhátlðardegi þykir Þjóðviljanum rétt að flytja efni um sam- búð þjóðarinnar við landið. Slik mál eru nú hvarvetna mjög ofar- Iega á baugi, enda er mönnum að skiljast, að þau verðmæti eru dýr- ust, sem náttúran sjálf leggur upp i hendur vor- ar. í réttarfarslegum skilningi á þjóðin að ráða yfir landinu, en landið og náttúra þess eiga sin lögmál, sem þjóðin verður að hlita. Enginn hefur betri for- sendur til að tileinka sér rétta sambúðarhætti við landið en sú þjóð, sem hefur byggt það i 1100 ár. ísland er viðkvæmt land og þolir ekki harka- lega árekstra við þjóð- félagskerfi, sem mótast af tillitsleysi og yfir- gangi mánns gagnvart manni. Það verður þvi að vera eitt af verkefn- um alþýðunnar að tryggja sem árekstra- minnst samspil manns og náttúru i landinu. Málgagn vinnandi stétta, eins og Þjóðvilj- inn, telur skyldu sina að stuðla að þvi. í vor gerðist sá^ merkisatburður í sögu hinna skipulögðu um- hverfismála á íslandi, að haldið var fyrsta náttúruverndarþing. — Það var kallað saman eftir náttúruverndarlög- um, sem sett voru i april 1971. Á þinginu voru ræddir ýmsir þættir um- hverfismála með tilvis- an til einstakra greina náttúruverndarlaga.— Einn af framsögumönn- um um slik afmörkuð efni var HJÖRLEIFUR GUTTOIIMSSON lif- fræðingur, og hefur Þjóðviljinn fengið leyfi til að birta kafla úr máli hans. Hjörleifur var •• Laugardagur 17. júní 1972. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13. Hjörleifur Guttormsson dró saman aðalatriðin i máli sinu um friðlýsingarákvæði náttúru- verndarlaga og um framkvæmd laganna i heild á eftirfarandi hátt: * Náttúruverndarráði og öðrum aðilum, sem vinna eiga að framgangi þessara laga, verði tryggt nauðsynlegt fjár- magn á annan hátt og öruggari en nú er. Tryggð verði bætt stjórnun og verndun þeirra svæða, er þegar hafa verið frið- lýst, m.a. með bættri aðstöðu fyrir ferðamenn, aukinni fræðslu og leiðbeiningum. * Lögð verði áherzla á vinnu vegna náttúruminjaskrár fyrir landið allt, og þau svæði, teg- undir lifvera og jarðmyndanir sem eru i yfirvofandi hættu, frið- lýst hið fyrsta. Undirbúin verði stofnun útivistarsvæða fyrir almenning viða um land á skipulegan hátt og komið upp góðum tjaldstæð- um fyrir ferðafólk i hverju byggðarlagi. Framfylgt verði betur en nú er ýmsum ákvæðum laga, er varða náttúruvernd og löggjöf þar að lútandi samræmd. * llið fyrsta verði skorið úr um eignarrétt i óbyggðuin og þess freistað með lagasetningu, að tryggja sem viðtækasta al- þjóðareign yfir slikum svæðum, svo og stöðuvötnum og fallvötn- um. I2tel| ■ i ikjörinn i náttúruvernd- Jarráð á þinginu, en að undanförnu hefur hann Jsetið umhverfisráð- stefnu Sameinuðu Þjóð- lanna i Stokkhólmi. Efni þessu fylgja nokkrar myndir úr hinu merka landslags- og náttúru- myndasafni MAGNÚS- AR JÓHANNSSONAR útvarpsvirkja. öldin, sem liðin er frá stofnun Yellowstone - þjóðgarðsins i Bandarikjunum, rúmar sögu nær ^ allrar skipulegrar náttúruvernd- ; arviðleitni, og þróunin hefur verið afar lærdómsrik þennan tima. Hin klassiska náttúruvernd, sem við hér erum komnir til að ræða um öðru fremur, beindist lengi vel aðallega að einstökum náttúrufyrirbærum, verndun ein- stakra plöntu- og dýrategunda eða jarðfræðifyrirbæra. Slikt er enn á dagskrá, en viðhorfin hafa breytzt með viðari skilningi á náttúrulegu samhengi. Gifurlega aukin þekking hefur fært mann- inn niður úr skýjunum, úr draumaheimi um takmarkalausa möguleika á þessari jörð i krafti drottnunar yfir lifandi og dauðri náttúru. Geimferðaskeiðið fellur saman við upphaf á nýjum skiln- ingi á stöðu okkar og takmörkun um. Viða er nú letrað menc tekel á veggi og ekki að ófyrirsynju, en sá vottur af heildarsýn og skipu- legu viðnámi, sem nú er hafið sem svar við umhverfisvand- anum viða um heim, gefur okkur "* f nokkra von um, að við fáum siglt fram hjá þvi blindskeri, sem örk • jy , okkar hefur stefnt á nú um all- >'N»1 lar)gt skeið. Allt starf að náttúru- - * •»*• verndarmálum þarf að miða að þvi að koma i veg fyrir að við sw steytum á þessu skeri, gætum samræmis i aðgerðum okkar, freistum þess að sjá skóginn fyrir trjám, á sama tima og við vinn- um skipulega að einstökum að- gerðum. Friölýsing i menningar- og íelagslegum tilgangi % * Hugtökin friðun og friðlýsing * hafa notið misjafnrar hylli i hugum fólks hérlendis og annars staðar og oft verið misskilin. Við höfum haft tilhneigingu til að lita á landiðsem óskiptan vettvang til hömlulausra afnota fyrir hvern sem væri. Trúin og talið um ómældar viöáttur og óþrotlegt landrými fyrir fámenna þjóð i stóru landi hefur mótað al- menningsálitið nú um hrið. Þau fáu svæði, sem friðlýsthafa verið, hafa af ýmsum verið litin horn- auga. A nú að fara að banna okkur að ferðast og athafna okkur óhindr- að i landinu? Nokkur sök kann að liggja hjá þeim, sem fyrir friðlýs- ingu hafa staðið. Markmiðin hafa ekki verið kynnt sem skyldi fyrir almenningi, markmið, sem geta verið talsvert breytileg frá einu tilfelli til annars. Friðlýsing staðar eða svæðis felur i sér ákvörðun um tiltekin not af landi i menningarlegum og félagslegum tilgangi, not sem eiga að vera i þágu okkar sjálfra og þjóna samfélagslegum mark- miðum, nú, og fyrir framtiðina. Sumum kann að virðast verndun lifvera til að forða þeim frá út- rýmingu, eða verndun svæða fyrir raski mannsins, þjóna náttúrunni sjálfri en ekki mann- inum. Slik sjónarmið ættu þó að vera á undanhaldi i ljósi vaxandi vistlræðilegrar eða ökólógiskrar þekkingar, sem sýnir okkur æ betur nauðsyn varkárni i sam- skiptum við móður náttúru. Fjöl- mörg önnur rök, félagsleg og fræðileg, gera þá kröfu til okkar, að við tökum frá sýnishorn óbrot- innar náttúru, þar sem maðurinn er aðeins gestur, og i þvi eigum viö að ganga eins langt og fært þykir. Nú þegar byrjað er að horfa til landsins alls og i undir- búningi eru fyrstu drögin eða hugmyndirnar að landnýtingar- áætlun, er einmitt rétti timinn til að setja fram sjónarmið um náttúruvernd og hefja skipulegt starf og rannsóknir til að finna og meta þær náttúrumyndanir, þau svæði og lifheildir, sem mestu varðar að fái að þróast án veru- legra inngripa mannsins; einnig til að tryggja vaxandi þjóð i þétt- býli og gestum okkar erlendum láð og lög til útilifs af marghátt- uðu tagi með aðstöðu og aðgerð- um, er dragi úr eða komi i veg fyrir að af hljótist landspjöll. Hér þurfum við samræmda stefnu, er einnig tekur mið af öðrum þörfum þjóðarinnar,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.