Þjóðviljinn - 17.06.1972, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 17.06.1972, Blaðsíða 14
14. SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 17. júni 1972. atvinnurekstri við sjávarsiðu, landbúskap, samgöngum og ann- arri þjónustu, En einnig á vett- vangi atvinnuííís er ekki siður þörf fyrir náttúruverndarstefnu en á hinum friðlýstu reitum, sem eru aðeins ein litil grein á meiðnum. Ég veit, að skoðanir hljóta að verða skiptar um ýmis- legt i þessum efnum, og þar reynir á fordómaleysi þeirra, er stefnuna marka, og upplýst almenningsálit. Við sem að náttúruvernd vinnum hljótum að berjast fyrir sjónarmiðum okkar hispurslaust, reiðubúnir að meta öll rök og sýna sveigjanleika, áður byr þrýtur. Náttúruminjaskrá Þótt vinna beri á næstunni að friðlýsingu, sem almenn sam- staða er um nú þegar og nauðsyn- leg þykir, er forsenda fyrir skyn- samlegri stefnu i þessum efnum, að hið fyrsta verði hafin gerð þeirrar náttúruminjaskrár, sem lögin gera ráð fyrir. Yfirstjórn þess verks þarf að vera i höndum Náttúruverndarráðs, svo og mat á tillögum, er berast, en þess er að vænta, að verulegur stuðn- ingur fáist frá samtökum áhuga- manna um náttúruvernd og frá náttúruverndarnefndum. Mér er kunnugt um viðbúnað áhuga- manna til að vinna að slikri skráningu og ætti hún þannig að geta hafizt þegar á næsta sumri. Gæta þarf að sjálfsögðu sam- ræmingar i vinnubrögðum, þann- ig að upplýsingar verði sambæri- legar og komi að tilætluðum notum. 1 úrvinnslu Náttúru- verndarráðs yrðu tillögur siðan metnar og flokkaðar. Gildi náttúruminjaskrárinnar á að geta orðið margþætt. Hún verður m.a. eins konar vinnu- áætlun um friðlýsingu fyrir Náttúruverndarráð samkvæmt nánari ákvörðun Náttúru- verndarþinga; hún ætti að stuðla verulega að vernd náttúrufyrir- bæra án beinnar friðlýsingar; henni fylgir heimildarsöfnun, sem stöðugt verður fram haldið og allir geta lagt nokkurt lið. Verndun svæða og einstakra t'yrirbæra Náttúruvættin taka til ólif- rænna myndana af ýmsu tagi og næsta nágr. þeirra. Af slikum náttúruvættum höfum við nú þegar friðlýst sarnkvæmt eldri náttúruverndarlögum dropa- steinmyndanir i hellum, hveri og hveramyndanir á Hveravöllum, Grábrókargig i Borgarfirði og hluta Rauðhóla við Reykjavik. Þá er Geysir i Haukadal með næsta umhverfi eins konar náttúruvætti, en um verndun hans fjallar sérstök nefnd, sem skipuð var 1953. — Ekki er vafi á, að fljótlega þarf að auka verulega viö þennan lista, svo margar sérstæðar jarðmyndanir, ár og fossa, sem land okkar hefur að geyma, og flestir hljóta að vera sammál um, að vernda eigi eftir þvi sem unnt er. nér $em annars staðar bjóða vaxandi ferðamannastraumur os sivaxandi verkleg umsvif upp á hættur, sem bregðast verður við. Röskun slikra myndana getur oft orðið af gáleysi, eða fólk og framkvæmdaaðilar hugsa ekki út i þau verðmæti, er i slíkum gersemum felast. Akvæði 23. greinar gefa mögu- leika á tegundavcrnd, jafnt dýra sem plantna ásamt nokkurri frið- un á lifvist þeirra, ef þörf krefur. Þegar hafa verið friölýstar 25 tegundir islenzkra háplantna, og gildir sú friðun fyrir allt landið. Liklegt er, að staðbundin vernd bæði dýra-og plöntutegunda þurfi til að koma allviða á landinu, og slik vernd nær auðvitað ekki til- gangi sinum, nema lifvist eða umhverfi þeirra fái að halda sér. — Stórmál eins og framtið heiða- gæsarinnar i Þjórsárverum félli undir slika tegundavernd. 24. grein laganna varðar frið- lö»d,en friðlýsing undir þvi heiti getur verið mjög margvisleg. Þar kemur til greina ströng friöun i þágu visindarannsókna, eins og gilt hefur i Surtsey, eða til vernd- unar sérstæðu og viðkvæmu lif- riki, eins og friöun Eldeyjar er gott dæmi um, þar sem súlan er i brennipunkti. Onnur friðlönd munum viðekki enn hafa eignazt, en þau gætu einnig náð yfir við- lend svæði til verndunar lifrikis þeirra og landslagi með fyrir- byggjandi ákvæðum, eins og t.d. heiur verið rætt um varðandi Mý- vatnssveit, og þannig friðun gæti vel hæft vissum afréttarlöndum og óbyggðum. Afmörkun lriðlanda gagnvart iiðrum friðlýstum einingum virð- isl þannig lúta að verndun lif- heilda og sérstæðs umhverfis með sveigjanlegum reglum i sam- ræmi við kringumstæður á hverj- um stað. Ekki er neitt skilyrði aö lriðlönd séu i rikiseign, og þannig geta þau náð til byggðra bóla i einkaeisn. eða eieu sveitarfélaga, þar sem atvinnurekstur, sem ekki stangaðist á við markmið Iriðlýsingarinnar, yrði leyföur. llér sem viðar á reynslan eftir að skera úr um gildi og möguleika þessarar lagaheimildar, en ég er ekki i vala um, að ákvæði hennar geta komið að mjög góðu haldi við breytilegar aðstæður. Auk þess sem þegar helur verið minnzt á, detta mér i hug sem friðlönd ýmis svæði, sem standa undir rikulegu lifi, eins og t.d. votlendi, en mjög er nú gengið á það, hugsunarlitið að þvi er virðist og án hagrænna markmiða i sumum tilfellum. Þannig mætti einnig vernda fuglalif á lónum, inníjörðum eða á vötnum, þótt nytjar svo sem fiskveiðar og fiskrækt væru þar heimilar. ()g gagnvart ýmsum hlutum óbyggða gæti friðlands- Ííét?;i - Krá ilólmalungu, nokkru fyrir neðan efri brúna yfir Jökulsá á Fjöllum að vestanveröu. — Ljósm. M. Jóh. löggjöfin átt betur við en þjóð- garðslög, m.a. með tilliti til beitarafnota. Tveir þjóögaröar, en ófullkomnir Um þjóðgarða er fjallað i 25. grein, en þar er um að ræða frið- lýsingu landsvæöa i rikiseign með heildarvarðveizlu á náttúrufari þeirra fyrir augum, i senn i menningarlegum og félagslegum tilgangi. — Þjóðgarðar eiga sér, eins og ég gat um i upphafi, 100 ára sögu að baki, og engin friðlýst eining hefur áunnið sér viðlika hylli viða um lönd. Kemur þar margt til og það ekki sizt, að reynt hefur verið að leggja til þjóðgarða náttúrufarslega kjör- gripi, og margt gert til að kynna þá og greiða þar götu ferða- manna. Yfirleitt er um allstór landsvæði að ræða, þótt mjög geti það verið breytilegt. Af fjórum þjóðgörðum, er Norðmenn höfðu stofnað 1970, var t.d. hinn minnsti aðeins 9 ferkilómetra aö flatar- máli.en sá stærsti um 1000 ferkilómetra. Við eigum nú sem kunnugt er tvo þjóðgarða, Þingvelli og Skaftafell. Hvorugur þeirra upp- lyllir þó enn strangt tekið þau skilyrði, sem á alþjóðavisu eru gerð fil slikra svæða, bæði varð- andi almenna friðun og aðstöðu fyrir ferðafólk. Stofnun þjóðgarða og önnur friðlýsing er til litils og getur beinlinis orðið til tjóns viðkom- andi svæði, ef ekki er tryggt, að settum reglum sé framfylgt og sköpuð aðstaða fyrir ferðamenn, er i senn geri þeim heimsókn á svæðið ánægjulega og komi i veg fyrir spjöll á náttúr af þeirra völdum. Það er því augljóst, að sam- hliða ákvöröun um stofnun þjóð- garðs þarf aðskipuleggja landið i ljósi itarlegrar úttektar og rann- sókna. Markmið sliks skipulags ætti að vera að tryggja samræmi milli félagslegra sjónarmiða vegna ferðamóttöku og öruggrar verndunar náttúruverðmæta. — Hér getum við mikið lært af dýr- keyptri reynslu annarra þjóða, þar sem ferðamannastraumurinn og ófullkomin aðstaða til móttöku hans ógnar náttúru og dregur úr gildi heimsókna i þjóðgarðana. Hér er ekki staður til að ræða þessi mál nánar eða i smáat- riðum, en vist er, að við verðum að gefa þeim náinn gaum fram- vegis. Ferðamannanauð er hér ' enn að visu minni en viða er- lendis, en fer ört vaxandi. Þess ber að gæta, að náttúra lands okkar er um margt viðkvæmari Enginn drykkur er eins og Coca-Cola Coca-Cola hefir hið ferska, lifandi bragð, sem fullnægir smekk hins nýja tíma - Það er drykkurinn FRAMLEITT AF VEftKSMIOJUNNI VIFILFELL HF. I UMÖQOI CQCA-COLA - EXRDRT CORPORATION en annars staðar, bæði gróður, jarðvegur og landslag, og það þvi meir sem hærra dregur frá sjó. Áhugi á stofnun nýrra þjóð- garða er vaxandi og undirbún- ingur hafinn að stofnun þeirra. Margra góðra kosta er þar völ i byggð og óbyggð, en ég fer ekki út i það hér að staðfæra eigin hug- myndir. Þar höfum við, sem hér sitjum, vafalaust margt i huga. Ég geri ekki ráð fyrir að ágrein- ingursé um, að fjölgun þjóðgarða sé mjög æskileg, en stofnun þeirra fylgir óhjákvæmilega all- verulegur kostnaður, ef vel á að henni að standa. I það má hins vegar ekki horfa, slikt yrði okkur nútiðarmönnum aldrei fyrirgefið, af niðjum okkar. Þá eru ótaldir fólkvangarnir eða útivistarsvæðin og önnur fyrirgreiðsla við útivist almenn- ings, sem gert er ráð fyrir i 26. og 27. grein laganna. Þar er um fé- lagslegt málefni að ræða, frekar en um verndun sérstæðrar nátt- úru, þótt slikt kunni að fléttast inn i oft á tiðum og geti stundum farið saman. Ekki sizt þurfa mengunarvarnir að vera tryggar á slikum stöðum, ef ekki á illa að fara. Þýðing útivistarsvæða i nágrenni þéttbýlis er ótviræð, og hlýtur slik ráðstöfun lands að verða ofarlega á baugi viða á næstunni. Ekki getur þar þó orðið um einsleit svæði að ræða frá einum stað til annars, og þvi afar mikilsvert að skilgreina fyrir- fram þau not, sem menn ætla að hafa af svæðinu. Ljóst er t.d. að ekki fer vel saman land til göngu- ferða og náttúruskoðunar og land með aðstöðu fyrir hestamenn, svo að eitthvað sé nefnt, en áhugi á hestamennsku fer ört vaxandi og þarf þar i senn aðstöðu og aðhald. — Þá er og ljóst, að ekki er rétt að fórna undir samkomuhald eða ámóta fjöldaafþreyingu við- kvæmum, fögrum stöðum, sem viða eru i næsta nágrenni þétt- býlis, oft með rikulegu fuglalifi og fögrum náttúrumyndunum. Má segja að slikum fögrum stöðum hæfi betur annað heiti en fólk- vangur^ en þeir kunna m.a. að reynast gagnlegir sem fræðslustaðir fyrir umhverfis- vernd, sem væntanlega verður fljótlega fastur liður i skólastarfi. Ákvæði 27. greinar um göngu- leiðir, strandsvæði til sjóbaða, tjaldstæði og aðra fyrirgreiðslu við útivist althennings eru hin þörfustu nýmæli i lögunum, sem ekki má dragast að hafizt verði handa um að framkvæma. Sjálf- sagt er að brýna náttúruverndar- nefndirnar til dáða i þessum efnum i samvinnu við áhuga- menn i héruðum, og ætti þannig að mega þoka áleiðis ýmsu þessu varðandi á ekki mjög löngum tima. Alveg sérstaklega er brýnt að koma upp viðunandi tjald- stæðum með hreinlætisaðstöðu i hverri byggð,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.