Þjóðviljinn - 17.06.1972, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 17.06.1972, Blaðsíða 17
Laugardagur 17. júni 1972. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 17. Dúxarnir úr Menntaskólanum við Hamrahlið. GuArún Guð- mundsdóttir, stærðfræðideild og Sigurður Jónsson máladeild. 750 stúdentar Stúdentar úr Menntaskólanum við llamrahlið ganga úr salnum að loknum skólaslitum. Menntaskólinn á Laugarvatni útskrifar i ár 24 stúdenta, en i fyrra útskrifuðust þar 31 stúdent, og er hann eini skólinn, sem nú útskrifar færri stúdenta en árið áður. Verzlunarskólinn útskrifaði á fimmtudag 57 stúdenta á móti 35 i fyrra. Kennaraskólinn útskrifaði sina stúdenta i gær, og verða þeir væntanlega um 90 á móti 70 i fyrra. Frá Menntaskólanum á Akur- eyri útskrifuðust i gær 122 stú- dentar, en i fyrra voru stúdent- arnir 113. útskrifaðir á þessu vori Á þessu vori útskrifast um 750 stúdentar og er það 25% aukning frá í fyrra. Flesfir stúdenfarnir koma frá Menntaskólanum í Reykjavík, eða 301. Á miðvikudag var Menntaskólanum á Laugarvatni slitið, og á fimmtudag fóru fram skólaslit í Menntaskólanum við Hamrahlíð, Menntaskólanum í Reykjavik og Verzlunarskólanum. Skólaslit fóru fram í gær í Menntaskólanum á Akureyri. Guðni Guðmundsson rektor Menntaskólans i Reykjavik afhendir ný- stúdentum prófskirteini. Menntaskólinn viö Hamrahlið Skólaslit fóru fram i Mennta- skólanum við Hamrahlið kl. 11.00 á fimmtudag. Guðmundur Arn- laugsson rektor bauð stúdenta, aðstandendur þeirra og gesti vel- komna og minntist i upphafi ræðu sinnar þeirra Guðmundar Kjart- anssonar, jarðfræðings, og Sig- urjóns Féturssonar fyrrverandi nemanda skólans, en Sigurjón fórst i bilslysi um siðustu Hvita- sunnuhelgi. 725 nemendur voru i Mennt- askólanum i Hamrahlið i vetur, og er það 100 fleiri en húsið er byggt fyrir. Stofnuð var öldunga- deild við skólann i vetur, og sagði Guðmundur, að þátttaka i þeim flokki hel'ði farið langt fram úr vonum. Um 257 manns hefðu látið skrá sig en 100 þreytt próf. Fá hefur nefnd kennara unnið að endurskipulagningu námsins og ráðið verið að skipta skólaárinu framvegis i tvær annir en fram að þessu hafa annirnar verið þrjár. Stúdentar eru nú útskrifaðir frá skólanum i 3ja sinn og eru 146 að tölu, sem skiptist þannig á deildir: máladeild 16, félags- fræðideild 30, náttúrufræöideild 59 og eðlisfræðideild 41. 2 nemendur hlutu ágætiseinkunn, Sigurður Jónsson máladeild og Guðrún Guðmundsdóttir stærð- fræðideild.l. einkunn (7.25— 9.00) hlutu 55, 2. einkunn (6.00 — 7.25) hlaut 71 og 3. einkunn (5.00 — 6.00) hlutu 18. Menntaskólinn i Reykjavik Menntaskólanum i Reykja- vik var slitið i Háskólabiói kl. 14.00 á fimmtudag. Guðni Guð- mundsson rektor skólans sagði m.a. i ræðu sinni, að skólinn hefði átt i miklum húsnæðisvand- ræðum á árinu. leigt hefði verið húsnæði úti i bæ, og tvisett i allar kennslustofur. Hrunaeftirlitið bannaði kennslu i stofum á efstu hæð skólahússins og gíipið hefði verið til þess ráðs að breyta hús- varðaribúð i kennslustofur. Nem- endur. i skólanum voru 1080 i vetur, i 44 bekkjardeildum, og hafa aldrei verið fleiri i skól- anum. Taldi Guðni, að Mennta- skólinn i Reykjavik væri stærsti 4 ára menntaskólinn i heiminum. Stúdentar, sem útskrifast úr skól- anum, eru að þessu sinni 301, 111 úr máladeild, 104 úr náttúru- fræðideild og 86 úr eðlisfræði- deild. Dúx á stúdentsprófi varð Hafliði Gislason. Þar kom sá síöasti á lága veróinu! i-Thffe TEKKNESKA ííiöL BIFREIÐAUMBOÐIÐ m [l Á ÍSLANDI H.F. AUÐBREKKU 44-66 SlMI 42600 KÓPAV0GI SÖLUUMBOÐ A AKUREVRI: SKODAVERKSTÆÐIÐ KALDBAKSG. 11 B SlMI 12520

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.