Þjóðviljinn - 17.06.1972, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 17.06.1972, Blaðsíða 18
18. SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 17. júni 1972. Laus staða Staða fulltrúa við embætti bæjarfógetans á ísafirði og sýslumannsins i ísafjarðar- sýslu er laus til umsóknar. Laun skv. 25. launaflokki hins almenna launakerfis starfsmanna rikisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf sendist undirrituðum fyrir 1. júli 1972 Bæjarfógetinn á isafirði og sýslumaðurinn i ísafjarðarsýslu. TILBOÐ óskast i eftirtaldar vélar er verða til sýnis á lóð Vélasjóðs, Kársnesbraut 68, Kópa- vogi mánudaginn 19. júni og þriðjudaginn 20. júni kl. 1-5. Priestman Wolf (eldri gerð) árg. 1947 Skurðhreinsivél Traktor Ford Major Poclain skurðgrafa TC 45 ” 1966 Hy-Mac skurðgrafa 580 ” 1966 Beltadráttarvél BTD 20 ” 1963 Priestman skurðgrafa cub VI ” 1964 Priestman skurðgrafa cub V ” 1959 Jarðýta IHTD9 Diskaherfi Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri miðvikudaginn 21. júni kl. 10.00. Réttur áskilinn að hafna öllum tilboðum sem ekki teljast viðunandi. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 Verkstjóri óskast að vöruafgreiðslu vorri i Reykjavik til að- stoðar yfirverkstjóra. Umsóknir ásamt áhugaverðum upplýsingum sendist fyrir lok þessa mánaðar. SKIPAÚTGERÐ RÍKISINS Sýningin „Norrænar barnabækurl972” verður opnuð almenningi sunnudaginn 18. júni n.k. kl. 16. Sýningin verður opin dag- lega kl. 14-19. Aðgangur ókeypis. Verið velkomin. Rithöfundasamband íslands Norræna Húsið. NORRÆNA HÚSIÐ Framkvœmdastjóri NATO á blaðamannafundi: RÆTT UM ÍSLAND, TÉKKÓSLÓVAKÍU ÓG VALDAJAFNVÆGIÐ Eins og frá hefur verið skýrt hér i blaðinu, kom Jósep Luns, fram- kvæmdastjóri Nató hingað til lands i fyrra- dag, en hér mun hann eiga um þriggja sólar- hringa viðdvöl. Fram- kvæmdastjórinn sat fund ineð fréttamönnum i gær að Ilótel Sögu, og bar þar ýmislegt á góma, svo sem öryggis- mál Evrópu og gagn- kvæma afstöðu ísland' og Nató. A fundinum lét Luns sér tiðrætt um hernaðarstyrk Sovétrikjanna og aukinn flotastyrk þeirra, bæði á Norður Atlanzhafi og á austan- verðu Miðjarðarhafi. Máli sinu til stuðnings nefndi hann ýmsar töl- ur um fjölda herskipa og flota- aukningu, og til að gera dæmið einfaldara, bar hann flotastyrk Sovétmanna saman við sjóher Þjóðverja i upphafi beggja heimsstyrjalda, og hallaðist þar mjög á þá siðarnefndu. Hvað öryggismál Evrópu snerti, sagði Luns siðasta ár hafa verið árangursrikt i þá átt að draga úr spennu milli hernaðar- bandalaganna tveggja i Evrópu, og hefðu viðræður Sovétmanna og Bandarikjamanna, sem og stefna Brandts, kanslara V-Þýzkalands, verið drjúgt spor i rétta átt. Þó kvað hann gildar ástæður til að vera vel á verði gagnvart herjum Varsjárbandalagsins, og þvi væri mikilvægt að halda i horfi hvað jafnvægi i vigbúnaði varðar. Og að þvi er hann sagði, flýtur Nató ekki sofandi aö feigðarósi i þeim efnum, þvi að áður en langt um liður hefst hernaðarbandalagið handa um umfangsmestu flotaæf- ingar sem það hefur staðið að frá upphafi. Framkvæmdastjórinn lýsti þvi, hvernig hundruð her- skipa myndu lóna meðfram ströndum Evrópu og senda vaskt lið á land til innrásaræfinga og annarra striðsleikja. Luns taldi tsland þýöingarmik- inn hlekk i Nató, sakir landfræði- legrar legu, og lagði áherzlu á sameiginlega hagsmuni íslend- inga og hernaðarbandalagsins á þessum viðsjárverðu timum. Blaðamaður Þjóðviljans innti framkvæmdastjórann eftir þvi, hvort brottför Nató-setuliðsins frá tslandi myndi stofna valda- jafnvægi og friði i Evrópu i voða, og ef svo væri, hvort sama máli hefði ekki gegnt um Tékkóslóva- kiu, ef þjóð þess lands hefði fengið að taka sjálfstæða afstöðu til hernaðarbandalaganna. Ekki gekk framkvæmdastjór- anum ýkja greiðlega að leysa úr þessu. Hann sagði, að brottför setuliðsins af tslandi mynd veikja hernaðarstöðu Nató, og að sama máli hefði gilt fyrir Varsjár- bandalagið, ef að Tékkar hefðu fengið að ráða stefnu sinni i inn- an- og utanrikismálum. I siðara tilvikinu hefði friðnum þó naum- ast verið stofnað i hættu, þar eð Nató væri friðelskandi stofnun, sem fengist litt við árásaráform. Talið barst að Grikklandi, Tyrklandi og Portúgal, og Þjóð- viljinn spúrði Luns þess, hvort hann teldi stjórnarfari þessara rikja svo háttað, að þau gætu tal- izt heppilegir bandamenn að varnarbandalagi lýðræðisrikja. — ,,Við sem erum lýðræðissinn- ar, erum vitaskuld ekki ásáttir við stjórnarhætti i þessum lönd- um”, sagði Luns. ,,En Nató fylgir Jósep Luns. ekki Brésnév-kenningunni svo- nefndu, það er, að bandalagið hefur ekki afskipti af innanrikis- málum aðildarrikja, og neyðir ekki sem slikt neinni stefnu upp á stjórnir þeirra”. Aðspurður kvað hann Nató sem slikt, ekki veita Portúgölum hernaðaraðstoð, enda væru mörg riki bandalags- ins andvig nýlenduhernaði þeirra i Afriku. Hins vegar styrktu ein- stök riki bandalagsins Portúgali, en þau mál heyrðu engan veginn undir Nató. Jósep Luns kvaðst hafa átt hreinskilnislegar viðræður við ráðamenn hér á landi. A laugar- dagsmorgun heldur hann áleiðis til Briissel, þar sem aðalstöðvar hernaðarbandalagsins eru. REGLUSÖM SYSTKINI utan af landi óska eftir 2ja—3ja herbergja ibúð. Upplýsingar i sima 42495. Ferðastyrkur til rithöfundar í fjárlögum fyrir árið 1972 er 85 þús. kr. fjárveiting handa rithöfundi til dvalar á Norðurlöndum. Umsóknir um styrk þennan óskast send- ar stjórn Rithöfundasjóðs íslands, Garðastræti 41, fyrir 13. júli 1972. Umsókn fylgi greinargerð um, hvernig umsækj- andi hyggst verja styrknum. Reykjavfk, 13. júni 1972. Rithöfundasjóður íslands. Keflavikurvöllur Islandsmótið I. deild Sunnudag kl. 3 leika 3» ÍBK - ÍBV Forsala frá kl. 1. Allir á völlinn. ÍBK Laugardalsvöllur íslandsmótið I. deild Mánudagskvöld kl. 20.00 leika FRAM— ÍA , Vafalaust einn skemmtilegasti leikur mótsins. FRAM

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.