Þjóðviljinn - 17.06.1972, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 17.06.1972, Blaðsíða 19
Laugardagur 17. júni 1972. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19. Alvarlega horfir nú hjá Víkingi Heldur horfir nú oröiö illa hjá Víkings-liðinu í 1. deild eftir 0:4 tapiö fyrir Val i fyrrakvöld. Liðið hefur leikiö 4 leiki og hefur enn ekki skoraö mark og er í neösta sæti meö aðeins 1 stig. I leiknum við Val var liðið ótrúlega slakt, sérstaklega vörnin, sem opnaðist hvað eftir annað eins og flóðgátt. Þá vantar allt bit í framlinuna eins og hún lék að þessu sinni. Vals-liðið lék einn sinn bezta leik á sumrinu með Hermann Gunnarsson í broddi fylkingar, sem sjaldan eöa aldrei hefur verið betri en nú. Leiki liðið svona áfram, verður það i toppbaráttunni þegar líða tek- ur á sumarið. Það voru ekki liðnar nema 11 minútur af leiknum. þegar bolt- inn lá fyrst i Vikings-markinu. Hermann Gunnarsson átti mestan heiðurinn af þvi. Hann lék á varnarmann Vikings, gaf siðan fyrir markið til Alexanders Jóhannessonar, er skaut að marki.Diðrik varði, en hélt ekki boltanum, sem hrökk til Inga Björns, og hann renndi boltanum i netið 1:(). Á 17. minútu átti Eirikur Þor- steinsson eitt bezta marktækifæri Vikings i leiknum, en skaut fram- hjá. Stuttu siðar varð Diðrik að yfirgefa Vikingsmarkið eftir að hafa meiðzt við að verja firnafast skot frá Hermanni Gunnarssyni. Á 20. minútu skoraði svo Her- mann Gunnarsson 2. mark Vals og sitt fyrsta i þessu móti. Ingi Björn sendi boltann til Her- manns, þar sem hann stóð óvald- aður inni i vitateig. Hermann tók boltann niðuplagði hann fyrir sig og skoraði alls óverjandi fyrir ný- liðann i Vikingsmarkinu. Þannig var svo staðan i leik- hléi. Fyrsta marktækifærið i sið- ari hálfleik átti Hermann á 17. minútu, er hann komst i dauöa- færi, en var of seinn að skjóta og boltinn var hirtur af honum. llann bætti það svo upp á 19. minútu er hann komst einn inn- l'yrir Vikingsvörnina og skaut, en skot hans var varið, en Hermann fékk boltann aftur og þá skoraði hann 3ja markið. Á 75. minútu átti Guðgeir Leifsson mjög gott skot á mark, sem Sigurður Dagsson varði af snilld. Á 85. minútu átti Alexand- er Jóhannesson skot i þverslá Vikingsmarksins. Þar fór gott tækifæri forgörðum. Svo var það á siðustu minútu leiksins, að Hermann átti mjög fast skot að marki, sem mark- vörðurinn varði en hélt ekki, og boltinn hrökk til Inga Björns, og hann skoraði 4. mark Vals. Sigur Vals var sanngjarn, en of stór miðað við gang leiksins. Vikingar áttu skilið að skora eitt eða tvö mörk. Hermann Gunnars- son bar af i Vals-liðinu, og liðið getur þakkað honum fyrst og fremst þennan stórsigur. Sigurð- ur Jónsson átti einnig afar góðan leik. Raunar var enginn veikur hlekkur i liðinu, og lék það sinn bezta leik i sumar að þessu sinni. Vikingar verða heldur betur að taka sig á, ef fallið á ekki að blasa við þeim. Sennilega á Vikingur beztu tengiliði sem nokkurt lið hefur á að skipa, þá Gunnar Gunnarsson og Guðgeir Leifsson, en framlinan er heldur slök. Ef ég mætti ráða uppstillingu þessa liðs, myndi ég setja Hafliða Pétursson inn á miðjuna, en Axel Axelsson út á kantinn; siðan myndi ég setja Jóhannes Bárðar- son i stöðu Páls Björgvinssonar, en Pál i stöðu Jóhannesar. Ég hef þá trú að þannig skipað myndi liöið koma betur út. Varnaríeik- urinn var afar slakur i þessum leik einkum fyrir það hve illa leikmenn valda andstæðinga sina. Nær hver einasti framlinumaður Vals fékk að leika að vild sinni litt Jóhannes Báröarson kom i Vikingsframlinuna i síöari hálfleik, og hér er hann I einvigi við einn bezta mann Vals-Iiðsins, Sigurð Jónsson. lngi Björn Alberlsson skorar fyrsta mark Vals i ieiknum. Diðrik markvörður liggur eftir misheppn- aða tilraun til varnar. eða ekkert truflaður af varnar- mönnum Vikings. Ef þvi atriði verður kippt i lag, þá hygg ég aö liðið komi mun betur út. Dómari var Sveinn Kristjáns- son og dæmdi skinandi vel. — S.dór. /*V staðan Kftir sigur Vals yfir Viking 4:0, er staðan i 1. deild þessi: Fram lBK i A Valur KR Br.bl. ÍBV Vik. 3-2-1-0-4:1-5 3-2-1 -<)-(>: 2-5 3- 2-0-1-(1:3-4 4- 1-2-1-8:5-4 4-2-0-2-H: (»-4 4-1-1-2-5:10-3 3- 1-0-2-4:5-2 4- 0-1-3-0:7-1 Markahæstu menn; Atli licðinsson KR 3 Kyieifur ITafsteinsson lA 3 Stcinar Jóhannsson iBK 3 Alexander Jóhanncsson Val 3 ingi Björn Albertsson Val 3 llinrik Þórhallsson UBK 2 Óskar Valtýsson ÍBV 2 Matthias llallgrimsson ÍA 2 llermann Gunnarsson Val 2 — 11*1' Þrjú ný Islandsmet í sundi Hin unga islenzka sund- kona Lísa Pétursdóttir (Rögnvaldssonar) sem heima á vestur i Banda- rikjunum setti nýlega 3 ný islandsmet í sundi á móti þar vestra. Hún synti 100 m. skriðsund á 1:04,8 min og sló þar með 8 ára gam- alt met Hrafnhildar Guð- mundsdóttur um tæpa sekúndu. Þá synti hún 200 m. skriðsund á 2:21,6 min., en eldra metið átti Vilborg Júlíusdóttir 2:25,3 min., og loks setti hún nýtt met í 400 m. skrið- sundi, synti á 4:56,4 min. Eldra metið átti Vilborg einnig 4:57,0 sek. Von er á Lísu hingað heim í sumar, og mun hún þá taka þátt i jslandsmót- inu og jafnvel verður hún komin heim fyrir lands- keppnina við íra um næstu mánaðamót. — S.dór. Islandsmótið í útihandknattleik Hefst í Hafnarfirði á mánudaginn kemur islandsmótið i útihand- knattleik hefst á mánudag- inn kemur, og fer það fram i Hafnarfirði. Verður leikið á hverjy kvöldi frá 19. til 29. júni að báðum dögunum meðtöldum. Alls munu 9 lið taka þátt í mótinu, og er þeim skipt i tvo riðla 1 A-riðli leika: 1R — Ármann -4- FH — Haukar og Fram, en i B- riðli leika: Valur — Vikingur —• KR og Grótta. Leikkvöld: 19. júni. 23. júni Kl. 20.00 Haukar — Fram kl. 20.00 1R — Ármann KR — Grótta KR-Valur Hlé 24. og 25. júni 20. júni Kl. 20.00 Vik. — Grótta 2(1. júni Kl. 20.00 Ármann — Haukar FH — Haukar 27. júni. FH — Fram 21. júni Kl. 20.00 1R —Haukar Armann —Fram Kl. 20.00 1R — Fram 28. júni KR — Vikingur Kl. 20.00 Valur—- Vikingur 1R —FH 22. júni Kl. 20.00 Valur — Grótta 29. júni Ármann — FH. Kl. 20.30 Úrslitaleikur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.