Þjóðviljinn - 17.06.1972, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 17.06.1972, Blaðsíða 21
Laugardagur 17. júni 1972. ÞJÓÐVILJINN SIÐA 21. lítíl áhrif á mig. Ég sat þarna og gaf sjálfri mér gætur. Var eitrhvað að gerast eða var ég eins og ég átti að mér? Til að leyna öryggisleysinu fór ég að skera sundur vaxmol- ann með hnífnum. Það var vax alla leiðina, ekkert annað en vax. Og þá stóðum við andspænis óleysanlegu vandamáli. Katrín hafði haft vaxmola undir hönd- um. Klump af ósköp venjulegu vaxi. Þennan klump hafði hún laumazt með til vinkonu ogbeð- ið hana að geyma. Hún hafði verið svo hrædd við að lög- reglan eða einhver annar kæm- ist yfir vaxxnolann, að hún hafði ekki einu sinni þorað að fleygja honum frá sér á leið inni. Rétt eins og einhver færi að leggja á sig erfiði til að komast yfir vax fyrir nokkra aura. Hálfringluð yfir þessum furðu- ega gangi mála, stakk ég lyklin- rm í hengilásinn á dagbókinni. Það lá við að mér fyndist ég vera að verða eins konar Lísa í Undralandi. Skyldi þessi litli, gullni lykill opna gögn sem voru svo þröng að ég kæmist ekki inn í heillandi trjágarðinn fyrir hand- ann og myndi ég neyðast til að éta af vaxklumpnum til að minnka hæfilega mikið til að komast inn? Lásinn opnaðist og við fórum að fletta dagbókinni. Hún var skrifuð að þrem fjórðu hlutum eða því sem næst. Fyrsta inn- færslan var frá 1965 en það kom fram að hún hafði áður haldið aðra dagbók sem var útskrifuð. Síðasta innfærslan var frá fimmtudeginum 5. marz 1971 — tveim dögum áður en hún var myrt. Skriftin var dálítið barna- leg og hallaði til vinstri, en hún var snyrtileg. Við byrjuðum á fyrstu inn- færslunni: Hvað á að þýða að vera aö skammast þetta úti Alþýðu- blaðið si og æ? Fyrst er það kallað Alþýðu-Mogginn, og nú er fariö að kalla það Alþýðu- Visi. Þó svo að eitthvað sé hæft i þessum sögusögnum um Al- þýðublaðið og Visi, þá vil ég rétt aðeins segja þeim sem standa fyrir svona uppnefn- um, að eignarrétturinn að einu blaði skipti ekki máli, meðan innihaldið er óbreytt. Hvort það er Mogginn, Visir eða Al- þýðublaðið skiptir sko ekki máli, meðan þau linast ekki i baráttunni gegn vinstri stefnu, vinstri stjórn og kommúnist- um. 5. marz: Snjór. Hann getur gert mann vitlausan. Hef ekki hitt B síðan í desember. Hringdi á þriðjudag. Hann virtist —• af- undinn. En ég þrái þig elskan! Hver gat B verið? Fyrst datt mér í hug Björnfors í húsi gömlu systranna, en maður kallar ekki ástina sína ættarnafni. Joran fengi tilfelli ef ég hvíslaði ást- úðlega í eyra honum: — Elsku hjartans Bundin minn! En lögfræðingurinn Gram hét Birgir að skírnarnafni. Ef til vill var það hann, hugsaði ég ánægð. Hafði mér ekki ftindizt eitthvað undarlegt við Gramhjónin. Auð- vitað var það Birgir Gram, sem var örugglega myndarlegasti karl- maðurinn í öllu hverfinu, sem hafði átt vingott við Katrínu, og síðan kyrkt hana þegar hann var orðinn Ieiður á henni. Þarna stóð að hann hefði verið afundinn tveim dögum áður. En hún virt- ist elska hann enn og sóttist eft- ir honum unz þolinmæði hans þraut og hann losaði sig við hana í eitt skipti fyrir öll. En eitt varð til að kollvarpa þessari girnilegu kenningu. Hún hafði ekki hitt B. sinn síðan í desember. Það var býsna ótrú- legt ef B. átti heima hinum meg- in við grindverkið. Satt að segja var óhugsandi að B. ætti heima í grennd við Katrínu. Þá hefðu þau ekki komizt hjá því að hitt- ast að minnsta kosti einhvern tíma á þrem til fjórum mánuð- um. Þess vegna hlaut B. að vera utanaðkomandi. Hefði hann myrt hana var ekki nóg með að hann hefði komizt yfir ósnortna mjöll- ina, heldur hafði hann einnig komizr óséður framhjá vökulum nágrönnunum. Hann hlaut að vera ofar mannlegum skilningi, hugsaði ég. Vera í líkingu við glottandi Cheshireköttinn í Lísu í Undralandi, sem gat birzt og horfið alveg að vild. Við lásum dagbókina ná- kvæmlega. Það tók sinn tíma, en okkur fannst við fá allgóðar upp- Iýsingar um Katrínu. Hér koma nokkrar glefsur: „5. des. 1965. Ný dagbók. Hamingjan má vita hverju ég á eftir að trúa þér fyrir, kæra nýja dagbók. Ég er búin að reikna. út að ég verð orðin um það bil 42ja eða 43ja ára þegar ég er búin að skrifa þig fulla. Hvernig skyldi mér líða þá? Ég vona að ég verði rík og eigi heima í stóru húsi. óðalssetri úti á landi. Eða helzt í nánd við Stokkhólm. 23. jan. (1966). Sunnudags- morgunn. Mikill snjór. Katrín litla er reglulega sæl í dag. Ég var í veizlu í gær. Margir kava- lérar. M. a. pólskur tónlistarmað- ur sem heitir Waldemar. Vel þekktur í sjónvarpinu virtist mér. Og loðinn um lófana. Ég heyrði að hann var að tala við annan náunga um hlutabréfin sín. PLM og Turitz. Sjónvarps- stjarna með peninga í handrað- anum, kannski væri það eitthvað fyrir Katrínu? Ég athuga málið. Hann virtist ekki áhugalaus. 8. maí (1966). Þá er maður trúlofaður. Platínuhringur með demöntum. Virðist betra en í hitt skiptið. Miklu betra. Þá var mað- ur ungur og grænn og hafði ekk- ert upp úr krafsinu. Ef ég væri eins ung og ég var þá og hefði vitað það sem ég veit nú. Um karlmenn og lífið. Þá hefði ég ekki látið mér Waldemar nægja. En þetta er ekki svo afleitt. Mið- að við aðstæður. Ég er búin að segja honum sitthvað um sjálfa mig. Að ég hafi verið gift. Ég sagði að fyrri maðurinn minn hefði drukkið og barið mig, ann- ars hefði Waldemar sjálfsagt farið að hnýsast í hvers vegna við skildum. En ég minntist ekk- ert á krakkann né heldur það að ég var rekin úr skóla. Hann þyk- ist hafa háar hugsjónir. Engum verður illt af því sem hann veit ekki um. 21. júlí (1966). Waldemar er búinn að kaupa handa okkur hús. Rikard Nordraaks vegur 3 í Blackeberg. Það mætti segja mér að hann hafi borgað of mik- ið fyrir það. Hann lætur blekkja sig. En honum líkar ekki að ég sé að skipta mér af fjármálun- um. Ég læt það eiga sig í bili. Við erum ekki gift ennþá. Ná- grannarnir eru millistéttarfólk og þar yfir. Læknir og verkfræðing- ur og sendiráðsrit'ari. Hvað svo sem það nú er! Fasteignasalinn sagði að þetta væri fínt hverfi og það væri visst stöðutákn að búa þar. Þá sagði ég honum að Waldemar væri mjög þekktur tónlistarmaður í sjónvarpinu, og það væri fremur heiður fyrir hverfið að fá hann en öfugt. Hann féllst á það og sagði að hverfinu væri sómi að því að fá okkur. En veslings Waldemar fór hjá sér. 6. nóvember. (1966). Kæra dagbók. Þá er Katrín nýgift frú í eigin húsi. Við giftum okkur f gær á allra heilagra messu. í Óskarskirkjunni. Ég hafði hugs- að mér kaþólska kirkju, en það var ekki hægt vegna þess að ég hafði verið gift áður. Sem mót- mælandi! Þetta eru nú fífl í Iagi. Ég sá þó til þess að blaða- menn voru viðstaddir. Walde- mar er ekki neitt núll og það spillir ekki að fólk fái að vita hverjum Katrín er gift. Nú er það ekki neinn venjulegur smá- kalli. Slíka skyssu gerir maður bara einu sinni á ævinni. Ef mað- ur er þá ekki auli. Svo borðuðum við kvöldverð heima hjá okkur. Við fengum ... (löng Iýsing á brúðkaupsmatnum og veizlunni yfirleitt). 6. febr. (1967). B. er reglu- lega aðlaðandi náungi! Svoleiðis mann hefði maður átt að næla sér í. Svei mér þá. Við hefðum dansað saman á skemmtistað í Nizza og horfzt í augu. Og ég hefði starað inn í dýrlegu, dökku augun hans. Hann er suðrænn í útliti... er ekki ósvipaður Ar- mando, lida Sikileyingnum, mín- um... si, si signora! Ég stjana heilmikið við hann ... Þú skilur það, kæra dagbók. Þú ert farin að þekkja hana Kat- rínu litlu. Hann er svo sætur hann B. minn. Ef hann væri nú ... já, mér er alvara. Og mér finnst hann eiginlega vera það. Hann virðist hafa áhuga en eins og stendur á hann ekki margra kosta völ. Við getum ekki dansað saman á næstunni. En það kemur. Elsku lirli B.! Ég hugsa til þín þegar ég fer að sofa í kvöldí. 8. febrúar (1967). Víst hefur B. áhuga. Hann segist aldrei hafa hitt neina mér líka. Elsku lidi B.! Bara þér færi að batna í fæt- inum. Þvílík augu! Sjö einmana kvöld... si, si signor! Með silki- augu. Si, si, þetta lagast allt saman. Og tíminn líður. (í þessum skrifum og þeim næstu hafði nafnið upphaflega verið skrifað, en það hafði ver- ið vandlega skafið burt með hníf. Á nokkrum stöðum hafði upp- hafs B-ið verið látið halda sér og því lá í augum uppi að nafn mannsins byrjaði í raun og veru á B. Það virtist ekki vera langt nafn, fjórir til sex bókstafir með B-inu.) 12. marz. (1967). Fórum á Hamborgar Börs í gærkvöld, við B. Mikið er hann dásamlegur herra. Hann kom með tillögu. Mér hafði skilizt sitt af hverju, en nú voru spilin lögð á borðið. Katrín fengi talsverða peninga í aðra hönd. Og við gætum haft það stórkosdegt saman. Áliyggju- laust lúxuslíf. En engan má gruna neitt. Við megum ekki Iáta hanka okkur á neinu. Helzt má enginn vita að við þelckj- umst. B. myndi ekki líka að ég skrifaði um hann í þig, kæra dagbók. En ég er búin að má burt nafnið hans. Og svo les þig enginn nema ég. 4. maí (1967). í dag gerði ég það í fyrsta skipti. Þú getur reitt þig á að ég var taugaóstyrk. En það gekk vel. Kerlingin varð ekki Höfum ávallt fyrirliggjandi allar stærðir skraut- hringja á hjólbarða, bæði alhvíta og hvíta með svartri rönd. Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er. GÚMMÍVINNUSTOFAN H.F. Skipholti 35 — Reykjavík — Sími 30688

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.