Þjóðviljinn - 17.06.1972, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 17.06.1972, Blaðsíða 24
MÚÐVIUINN Laugardagur 17. júní 1972. Almennar upplýsingar um Kvöldvarzla lyfjabúða. imi^oKiA„,.=.ív —„„„;------vikuna 17. juni—23. júni er i læknaþjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Læknafélags Reykjavfkur, simi 18888. Lyfjabúðinni Iðunni, Garðs- apóteki og Hafnarf jarðar Apóteki. Næturvarzla er i Stór- holti 1. Slysavarðstofa Borgarspitalans er opin all- an sólarhringinn. Simi 81212. Kvöld-, nætur- og helgidaga- vakt á heilsuvernarstöðinni. Simi 21230. Tannlæknavakt i Heilsu- verndarstöðinni er opin alla helgidaga frá kl. 5— 6. Umhverfisráðstefnan í Stokkhólmi Ályktun um umhverfisvernd samþykkt með lófataki STOKKHÓLMUR 15.—16.6. — Umhverfisráðstcfnan i Slokkhólmi samþykkti á fimmtu- dag, að komið skyldi upp stofnun sem hefði það hlulverk að sam- hæfa baráttu gegn mengun i heiminum. Kinnig var ákveðið að setja á stofn sérstakan sjóð, sem byggja skuli á frjálsum framlög- um, og mun hann veita fé til Hafnaryerkamenn svínbeygðu brezku stjórnina LONDON 16/6. — A fimmtudagskvöldi og föstudags- morgni lá vinna niðri i öllum stærstu hafnarborgum Bretlands, svo scm l.onddii, Liverpool og Manchester, og er talið að 35 þús- und af 44 þúsund hafnarverka- mönnum landsins hafi tekið þátt i þvi. Til verkfallsins var boðað I stuðningsskyni við þrjá trúnaðar- menn hjá verkalýðsfélagi hafnar- verkamanna, sem áttu handtöku yfir höfði sér, þar eð þeir höfðu neitað að fara að úrskurði vinnu- máladómstóls um að le-yfa öðrum en hafnarverkamönnum af- greiðslustörf hjá fyrirtæki sem sýslar með stóra flutningskassa (containers). Að lokum greip brezka rikisstjórnin i taumana til að afstýra öngþveiti, og lét hún áfrýjunardómstól úrskurða að sannanir gegn mönnunum rétt- lættu ekki fangelsun þeirra. SPIUY VÖIUJII stofnunarinnar. Höfuðstóll sjóðs- ins mun væntanlega verða um 100 miij. dollara, og hafa Bandarikjamenn ákveðið að lcggja fram 40 milj., Japanir 10 milj. og fleiri lönd hafa lofað fjár- framlógum ss. Sviþjóð og Bret- land. A ráðstefnunni var samþykkt tillaga um að banna skuli hval- veiðar i 10 ár og einnig að halda skuli aðra umhverfisráðstefnu i náinni framtið. Seinni tillagan var borin fram af 8 löndum þar á meðal Norðurlöndunum 5. Aðeins Bretland var andvigt tillögunni. t dag náðist að lokum samstaða um sameiginlega umhverfis- verndaryfirlýsingu, en þó er enn ágreiningurum tvö atriði hennar, Flugmenn leggja niður vinnu á mánudag NEW YORK 16/6 — Alþjóða- samband atvinnuflugmanna til- kynnti i dag að flugmenn innan vébanda þess mundu leggja niður vinnu um allan heim á mánudag til að knýja á um strangari að- gerðir gegn flugvélaránum. Þegar hafa flugmenn i 21 landi lýst þvi yfir, að þeir muni fylgja tilmælum sambandsins »-gleggja niður vinnu i einn sólarhring. Formælandi Alþjóðasambands flutningaverkamanna i London kveður sina menn sem vinna i flugvélum og á flugvöllum taka þátt i verkfalli þessu. Argentínska forstjóranum sleppt og má búast við að öðru þeirra verði skotið til allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Siðustu fréttir frá ráðstefnunni herma, að yfirlýsingin hafi verið samþykkt samhljóða með lófa- taki, laust fyrir kl. 18.00. Ulirike Mcinhof. Meinhof tekin föst HANNOVER 16/6. — Ulrike Meinhof sem talin er foringi hins svokallaða Baader-Meinhof-hóps var handtekin i ibúð i Hannover á fimmtudagskvöld. Meinhof sem er 37 ára gömul og fyrrverandi blaðamaður var handtekin eftir að lögreglan hafði fengið upplýs- ingar um dvalarstað hennar. Með henni var einnig tekinn fastur 23ja ára gamall maður Gerhard Múller að nafni. Vestur-þýzka lögreglan telur sig nú hafa upprætt að mestu Baader-Meinhof-hópinn, en á sið- ustu 6 vikum hefur hún tekið fasta 4 aðra úr hópnum, þar á meðal Andreas Baader, sem ásamt Meinhof var talinn stjórna hópn- um. Gromyko til Moskvu PARtS 15/6 — Utanrikisráð- herra Sovétrikjanna Andrei Gromyko flaug til Moskvu á þriðjudagskvöld eftir þriggja daga viðræður við franska ráða- menn. t sameiginlegri yfirlýsingu sem send var út eftir brottför Gromykos sagði m.a. að Sovét- rikin og Frakkland væntu mikils af fyrirhugaðri öryggisráðstefnu Evrópurikja og nauðsyn bæri til að halda ráðstefnuna hið fyrsta. BUENOS AIRES 16/6 — Argentinski forstjóri Fiat-verk- smiðjanna i Buenos Aires, Enrique Boggero, var látinn laus i dag eftir að hafa verið haldið föngnum i 24 tima. Ræningjarnir, sem töldu Bogg- ero ábyrgan fyrir handarmissi eins verkamannsins við Fiat- verksmiðjurnar, slepptu Boggero með þvi skilyrði að hann kæmi á framfæri yfirlýsingu frá þeim þar sem segir m.a.: „Ein verka- mannshönd er meira virði en 100 forstjórar eins og Boggero og meira virði en 10 framkvæmda- stjórar eins og Oberdán Sallustro". Lögreglan i Buenos Aires telur, að ekkert samband sé á milli þeirra sem rændu Boggero og hópsins sem rændi Sallustro og tók hann af lifi i april s.l. Dauðaslys Það slys vildi til á togaranum Mána er hann var á veiðum und- an suðurströndinni, að ungur skipverji Aðalsteinn Björn Hannesson, Reykjavik, féll fyrir borð og drikknaði. Aðalsteinn var fæddur árið 194B. l£t1IUck*4l Úrvalsvörurnar frá Marks & Spencer FÁST HJÁ OKKUR Fatnaöur á alla fjölskylduna. Vörurnar, sem eru þekktar og rómaöar um víóa veröld. Framleiddar undir strangasta gæöaeftirliti. DOMUS Laugavegí 91.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.