Þjóðviljinn - 07.07.1972, Page 8

Þjóðviljinn - 07.07.1972, Page 8
8. SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Köstudagur 7. júli 1972 hana og ætlaði aldrei að fást til að sleppa henni. Þá uppgötvaði ég að hún var ekki ein, heldur i fylgd með konu og manni. Manninn þekkti ég af lýsingu Marianne; það var Waldemar. Þá gaf ég Waldemar utanundir, svoað hann rauk um koll. Fólk kom æðandi og lögregluþjónar þrifu i mig. Flóknar útskýringar upphófust og loks létu verðir laganna tilleiðast að sleppa tökunum á mér. Marianne kynnti mig fyrir Waldemar, sem sýndist ekki sér- lega hrifinn og neri á sér kjálk- ann, og siðan kynnti hún mig fyrir konunni sem reyndist vera Ada Damski, vinkona Waldimars. Ada Damski virtist hafa gaman af öllu saman. — Farðu nú ekki i fýlu, Waldimar, sagði hún. — Þú fékkst það sem þú áttir skilið. Hver bað þig að hringja heim til herra Bundins og staðhæfa að konan hans væri dáin, áður en þú hafðir öruggar sannanir fyrir þvi? — Þetta hefur verið hræðilegt fyrir þig, Jöran, sagði Marianne. — En við reyndum allt sem við gátum til að ná i þig. Þú skilur þaö, að meðan Valdimar var aö hringja i þig i fljótræði sinu og gefa þér þessar ömurlegu lýs- ingar á siöustu andartökum min- um, þá fann lögreglan mig frammi i eldhúsi. Þar sat ég reglulegt augnayndi i einum saman brjóstahaldara og buxum, rigbundin og kefluð. Ég hafði heyrtalltsem Waldemar sagði og mér var bókstaflega illt. Að þurfa að sitja þarna aðgerðalaus og geta ekkert aðhafzt meðan hann var að hra'ða úr þér liftóruna. — Kvikindið yðar, hvæsli ég að Valdemar. — Konan yðar og ég höfum ákveðið aö þúast, sagði hann, — og þvi finnst mér viðeigandi að við sleppum titlunum lika. Waldemar heiti ég sem sé.... Allt i einu varð mér Ijóst hve hlægilegt þetta allt saman var og við rákum öll upp skellihlátur. Við það rauk allt hatur burt eins og dögg fyrirsólu og við ákváðum að setjast á Hilluna og ræða liðna atburði y f ir ölkollu. — Sjáðu til, sagði Marianne á leiðinni upp tröppurnar, — Ég fór aldrei út á vinnupallana. Það sem gerðist i raun og veru var.... — Eg veit það, greip ég fram i. — fcg áttaöi mig á þvi i lestinni á leiðinni, en ég þorði varla að trúa þvi að ég hefði rétt fvrir mér. Þritugasti og niundi kafii. Það var gullslitur á merki varðmannsins og undir kúptum lampa var auglýsingaskilti, við afgreiðsluborðið hafði feimnis- legt blóm breitt úr krónublöðum .........................1IB" JEAN BOLINDER: Og að þér látnum... Immmmm—mmmmmmm* úr plasti. Maður með brúnan hatt, ekki ólikur gamla eftirlætinu minu I’eter I.orre, drakk gos und- ir eimreið Johns Ericssons, ,,No- velty" frá 1H29. Glamur i diskum yfirgnæfði allan nið i lestum en eilifðarsöngur bilanna um hraða, stiiðutákn og ofursnúin lifsvið- horf, þrengdi sér inn um þykka veggina. Marianne fletti skýrslu sinni og fann loksins það sem hún leitaði að: — Þannig skrifaði Katrin, sagði hún. „Hann er kominn á slóð mina. Hann var reglulega tortrygginn. Við hefðum átt að láta hann eiga sig. Ég sagði B. að hann væri tortrygginn”. f fyrstu hélt ég að lögregla hefði verið komin á slóð hennar, en það er ekki trúlegt. Sennilegra er að þarna séum að ræða einn af þeim sem Katrin narraði lyklana út úr. Trúlega er það einmitt sjúkling- urinn sem átti fyrirmyndina að lyklinum sem notaður var við hið örlagarika innbrot, sem hafði þær afleiðingar að hjartveika konan beið bana. Samkvæmt dagbókinni komst Katrin yfir lykilinn i janúar'l970. Einn af sjúklingun- um, sem ég talaði við i simann Bergbom minnir mig hann héti, lá einmitt á sjúkrahúsinu i janúar 1970. Hann sagði frá sjúklingi sem kunni ekki að meta fleðulæti Katrinar, sem h'afði sagt að hún færi ekki eftir settum reglum og áliti að eitthvað gruggugt byggi undir þessum áhuga hennar. - Það liggur beint við að ætla að það hafi einmitt verið þessi tortryggni maður, sem lykillinn var Iokkaður frá. Þegar hann fór af sjúkrahúsinu, gleymdi hann sennilega öllu saman, en þegar innbrotið var framið og kona hon- um nákomin, ef til vill eiginkona hans lézt lagði hann saman tvo og tvo. Og fór að gefa Katrinu gætur. — Athugasemdin um að þessi maður væri á hælunum á Katrinu, varsem sé dagsett hinn 1. desem- ber og mér datt fyrst i hug að tveir af nágrönnum hennar höfðu flutzt i nágrennið i desember 1970, sem sé Gram og Petrén. En þeir koma samt ekki til greina samkvæmt dagbókinni. Katrin hafði ekkert skrifað i dagbókina i heilan mánuð vegna ótta. ()g samkvæmt þvisem vinkonan Eva Garder skrifaði i bréfi sinu, var það i byrjun nóvembermánaðar sem Katrin kom æðandi i skelf- ingu sinni og bað hana að geyma fyrirsig dagbókina. Það hefði þvi átt að vera um þær mundir sem hinn ókunni kom i nágrennið, og þvi koma Gram og Petrén ekki til greina. Agnes Stefansson sagði frá þvi að fyrri eigandinn að húsi Grams hefði dáið i nóvemberlok og Petrén hefði flutt inn þrem dögum á eftir Gram. — Maðurinn sem Katrin hafði lokkað lykilinn út úr, hafði nú eftirlit með henni. Hinn 4. desember kom hann lika auga á félaga hennar Bengt Tibréus, en sá gat stungið af inn i örtröð stórborgarinnar. En maðurinn þekkti nú Bengt i sjón. — Taugaspennan sem Katrin var i, hafði áhrif á skaplyndi hennar og hún varð önug og óþol- andi i sambúð. Komizt hafði upp um afbrot hennar, tekjurnar voru fyrir bý og maður haldinn helndarþorsta njósnaði stöðugt um hana. Þetta hefði haft óhag- stæðáhrif á hvern sem var.Valde- mar sagði mér frá þvi, hvernig hún hefði reynt að kvelja hann og pina. Hún gekk svo langt að gera sér upp veikindi til að angra hann. Þóttist vera að dauða kom- in og naut þess að hann gat ekki leynt skelfingu sinni. — Laugardagskvöldið 6. marz sat Katrin i herbergi sinu og horfði á sjónvarp. Þar var sýnt leikrit eftir Moliére og einmitt þetta kvöld kallaði hún hann „sannkallaðan Argan' . Það hef- ur þvi trúlega verið „Imyndunar- veikin”, sem hún var að horfa á. Og hvað gerist i leikritinu annað en það, að Argan þykist vera dauður til að reyna eiginkonu sina. Katrin fékk hugmynd þegar hún varað horfa á leikritið. Hugmynd sem átti eftir að kosta hana lifið og valda miklum heilabrotum. 1 sambandi við lokað herbergi. Hreykinn af ályktunarhæfileik- um minum lýsti ég niöurstöðum minum fyrir Marianne og hún varð að viðurkenna að ég hefði rambað á það rétta. En það var ekki Waldemar sem hringdi, þeg- ar ég var að fara út úr húsinu, það var Marianne sjálf. — Ég rauk i simann um leið og ég var losnuð úr böndunum, sagði hún. En þú svaraðir ekki. Þá hringdi ég i hana frú Biilow grannkonu okkar. Hún sagði, að maðurinn sinn hefði hitt þig rétt i sömu svifum og þú hefðir verið að aka burt i bilnum. Þá hélt ég að þú hefðir farið til ömmu og krakkanna i Varberg og ég hringdi og aðvaraði þau. Svo að þau yrðu ekki dauðskelkuð lika. Loks hringdu þau fyrir fjörutiu minútum og skýrðu frá þvi að þú hefðir lagt bilnum fyrir utan brautarstöðina án þess aö hirða um að finna löglegt bilastæði. Þú átt sektir i vændum. — Sektir! æpti ég og gerði starfsmanninn við kassann dauð- skelkaðan. — Þarna fæ ég falskar fréttir um aö ... — Elsku bezti Jöran, stilltu þig, sárbændi Marianne. — Þú ert i uppnámi og ekki með sjálfum þér, en reyndu nú að vera róleg- ur. Ég skal tala við lögregluna i Lundi. Þeir skilja þetta áreiðan- lega og strika út allar sektir. Svona nú, við skulum setjast við borðið þarna. Það er reyndar sama borðið og ég sat við þegar við Waldemar hittumst. — Þegar við fengum að vita að billinn stæði þar, gizkuðum við á að þú hefðir tekið lestina til Stokkhólms, hélt Marianne. — Þvi miður var of seint að koma boðum til i lestinni, en við fórum hingað til að taka á móti þér. — Það er furðulegt að morð- inginn skyldi geta yfirbugað þig, FÖSTUDAGUR 7. júli 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45 Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Geir Christensen byrj- ar að lesa söguna „Gul litla” eftir Jón Kr. isfeld Tilkynningar kl. 9.30. Létt lögmilli atriða. Spjallað við bændur kl. 10.05 Tónleikar kl. 10.25: Clifford Curzon leikur Sónötu i h-moll fyrir pianó eftir Liszt. (Kréttir kl. 11.00). Hindar strengja- kvartettinn leikur Kvartett i g-moll op. 27 eftir Grieg / Paul Tortelier og Filhar- móniusveitin leika Konsert fyrir selló nr. 1 i a-moll op. 33 eftir Saint-Saéns: Her- bert Menges stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Eftir hádegið, Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.30 Siðdegissagan: „Eyrar- vatns-Anna” eftir Sigurð Helgason. Ingólfur Kristjánsson les (13). 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Lesin dagskrá næstu viku. 15.30 Miðdegistónleikar: Sönglög. Elisabeth Schwarzkopf syngur lög eft- ir Grieg, Sibelius, Richard Strauss og Hugo Wolf; Ger- ald Moore leikur á pianó. Ale*ander Kipnis syngur rússnesk þjóðlög. 16.15 Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.30 Ferðabókarlestur: „Frekjan" eftir Gisla Jónsson. Sagt frá sjóferð til tslands sumarið 1940 (3). 18.00 Fréttir á ensku. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir Tilkynningar. 19.30 Fréttaspegill. 19.45 Við bókaskápinn. Margrét Björnsdóttir, húsfreyja á Neistastöðum talar. 20.00 Norræn tónlist.Sinfóniu- hljómsveit finnska útvarps- ins leikur Sinfóniu nr. 3 i C- dúr op. 52 eftir Sibelius: Okko Damu stjórnar. 20.30 Mál til meðfcrðar. Árni Gunnarsson fréttamaður sér um þáttinn. 21.00 Kammertónlist. Szymon Goldberg, Paul Hindemith og Emanuel Feuermann leika strengjatrió nr. 2 eftir Hindemith. 2 1.25 Ú t v a r p s s a g a n : „Ilamingjudagar” eftir Björn Blöndal. Höfundur les (6). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: „Sumarást” eftir Francoise Sagan. Þór- unn Sigurðardóttir leikkona les (7). 22.35 Danslög i 300 ár. Jón Gröndal kynnir. 23.05 A tólfta timanum. Létt lög úr ýmsum áttum. 23.55 Fréttir i stuttu máli. GATA Bóndinn er á austurfjöllum, konan er við sjávarströndu, sonurinn milli fjóss og bæjar, dóttirin er i hverju húsi. (svar birtist F næsta glugga). * Drepur hét vinnumaður bónda, og átti hann eitt hrossið. Hér er mynd eftir Ara Gisla, og hai skrifað stafina og G. Hann er og þetta er mynd og blómum. Litli glugginn þakkar Ara Gisla fyrir myndina. I eftir Ara IV nn hefur \ sína A R I ) ) fimm óra, / id af tjaldi LITLI GLUGGINN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.