Þjóðviljinn - 07.07.1972, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 07.07.1972, Blaðsíða 9
Föstudagur 7. júli 1972 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 8 Fram vann 3:1 Ekki tókst Breiðabliks- liðinu að stöðva sigurgöngu Fram í gærkveld , heldur vann Fram leikinn 3:1. í heild var leikurinn heldur slakur, mest um þóf og aftur þóf. Fram var vel að sigrinum komið, leikurþess var heilsteyptari og áttu Framarar bæði fleiri marktækifæri og hættu- legri en ,, Blikarnir" sem þó áttu sín marktækifæri. Það var strax á 14. mínútu að fyrsta markið kom. Dæmd var horn- spyrna frá hægri og enn Enn eift jafnteflið varð í Keflavík í gær er heima- menn og Valur mæffust í 1. deildarkeppninni. Úrslitin urðu 3:3 og höfðu Vals- menn yfir þar til á siðustu minútu leiksins, að Kefl- víkingum fókst að jafna. 1 leikhléi hafði Valur yfir 2:1. einu sinni kom Marteinn Geirsson aðvífandi, skallaði að marki og skoraði glæsilega. Þannig var staðan i leik- hléi en á 55. mínútu bætti Kristinn Jörundsson öðru marki við og var það einnig Enn hefur því Keflvik- ingum ekki tekizt að vinna leik heima í þessari 1. deildarkeppni. Þetta er þriðja jafnteflið þar syðra. Fyrst gegn Víkingum 0:0, þá gegn IBV 3:3 og loks nú gegn Val 3:3. IBK er því enn í 2. sæti i deildinni með 6 stig. skorað með skalla en dáU vafasamt, þar sem Ölafi markverði Breiðabliks var hrint gróflega er hann reyndi að handsama boltann. Það liðu svo ekki nema 7 minútur þar til boltinn lá í neti Fram-marksins og skoraði það Flinrik Þórhallsson eftir að Bjarni Bjarnason, bakvörður, hafði framkvæmt auka- spyrnu. Svo á 70.mínútu skoraði Erlendur Magnússon 3ja mark Fram með gull- fallegu skoti utarlega úr vítateignum. Þannig lauk leiknum og enn hefur Fram forystuna, hefur hlotið 9 stig eftir 5 leiki. Það er greinilegt að Fram stefnir nú af meiri festu en nokkru sinni fyrr á liðnum árum að íslands- meistaratitlinum. Það má mikið vera ef liðinu tekst ekki að hreppa titilinn í ár eftirþessa frábæru byrjun í mótinu.—S.dór. IBK — Valur 3:3 Annir á afmœlisári Aldrei jafn mikið um að vera hjá UMSK og nú á 50 ára afmælisárinu Eitt stærsta og þrótt- mesta ungmennasamband landsins, UMSK^er 50 ára á þessu ári. Sjaldan eða aldrei hefur annað eins verið um að vera hjá sam- bandinu og á þessu ári. UMSK er samtök urigmenna- og iþróttafélaga norðan Hafnar- fjaröar að Hvalfjarðarbotni, að undanskilinni Reykjavik. f UMSK eru nú 9 félög með um 2000 félaga alls: Umf. Afturelding, Mosfellssveit, stofnaö 1909. Umf. Bessastaðahrepps, Bessa- staðahr. stofnað 1929. Umf. Breiðabilk, Kópavogi, stofnað 1950. Umf. Drengur, Kjósarhreppi, stofnað 1915. Iþróttafélagið Gerpla, Kópavogi, stofnað 1971. tþróttafélagið Grótta, Seltjarnar- neshr., stofnað 1967. Umf. Kjalarnesinga, Kjalarnesi, stofnað 1938. Handknattl.-fél Kópavogs, Kópa- vogi, stofnað 1970. Umf. Stjarnan, Garðahreppi, stofnað 1960. Starfsemi innan sambandsins hefur vaxið hröðum skrefum undanfarin ár og hefur það kallað á fastan starfskraft til að annast málefni þess. Hefur nú i fyrsta skipti verið ráðinn starfsmaður árið um kring. Einnig hefur sam- bandið komið sér upp skrifstofu að Klapparstig 16, Reykjavik. t tilefni af 50 ára afmælinu hef- ur verið reynt að fitja upp á ýms- um nýjungum i starfinu. Meðal annars hefur UMSK nú hafið út- gáfu fréttablaðs til kynningar og upplýsinga um starf sambandsins og þá ekki sizt þeirra félaga sem mynda UMSK. Lögð hefur verið áherzla á að halda afmælismót i flestum greinum iþrótta, sem lögð er stund á. Ljóst er, að sifellt fjölgar greinum sem stundaöar eru innan sambandsins, og má þar meðal annars nefna, að i vor var fyrsta badmintonmót UMSK haldiö, og i ráði er að efna til borðtennismóts i haust. Einnig er iðkun fimleika i örum vexti. UMSK i sameiningu við Aftur- eldingu i Mosfellssveit hefur nú i fyrsta skipti hafið rekstur lþróttamiðstöðvar að Varmá i Mosfellssveit. Starfsemi stöðvar- innar er tvennskonar: Annars vegar æfingabúðir, þar sem stöð- in er leigð iþróttahópum i skemmri eða lengri tima. Hins- vegar eru ungmennabúðir, þar Fyrst Evrópume nú heimsmet Monika Zehrt frá A-Þýzka- landi lætur ekki staðar numið i metunum þessa dagana. Fyrir nokkrum dögum setti hún nýtt Evrópumet i 400 m hlaupi, og tveim sögum siðar jafnaði hún það. Timinn var 51,1 sek. A frjálsiþróttamóti i Paris i fyrradag jafnaði hún svo heims- metið, hljóp á 51,0 sek. Sú er átti metið fyrir var Macilyn Neufville frá Jamaica. sem tveir iþróttakennarar taka 25—30 börn til dvalar og kenna þeim iþróttir og ýmsar um- gengnisvenjur. Hafa nú þegar verið haldin fjögur námskeið i sumar fyrir 8 til 14 ára, en tvö námskeið eru eftir, og verða þau 14.—19. júli og 24.-29. júli fyrir 8—11 ára. Hugmyndin að rekstri iþrótta- miðstöðvar kviknaði vegna skorts á æfingaaðstöðu aðildarfélag- anna og til að fullnægja félags- þörf unglinga i þéttbýlinu. Hafa ráðamenn Mosfellshrepps sýnt þessu máli mikinn skilning og gert hugmyndina framkvæman- lega með þvi að leigja heimavist Gagnfræðaskólans að Varmá til rekstursins. 1 tilefni af afmælinu er fyrir- huguð afmælishátið 19,—20. ágúst að Varmá i Mosfellssveit. Mun það verða tveggja daga hátið mótuð af skemmti- og iþróttadag- skrá. Fyrirhugað er að gefa út vand- að afmælisrit með sögu sam- bandsins. Einnig verður reynt að vanda til næsta sambandsþings, sem verður 50. ársþing sam- bandsins. Nýtt heimsmet í landskeppni milli Frakklands og A-Þýzka- landssetti a-þýzka sveit- in nýtt heimsmet i 4x400 m hlaupi kvenna, hljóp á 3:28,8 mín sem er hálfri sekúndu betra en eldra metið, sem þessi sama sveit átti. Á myndinni hértil hliðarsést a-þýzka sveitin á EM í fyrra, en það var þessi sama sveit er setti metið núna. Wá : *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.