Þjóðviljinn - 20.12.1972, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.12.1972, Blaðsíða 1
Bandaríska stórblaðið New York Times í gœr: Beztu friðarvoninni nú drekkt í sprengjuflóði Beztu voninni sem menn hafa haft um frið í Víetnam allar götur síðan 1954 hafa Bandarikjamenn nú drekkt i sprengjuflóði yfir Haiphong og útjaðra Hanoi/ ritaði bandaríska stórblaðið New York Times i gær. Ekki er ástæða til að ætla, að sprengjuárásirnar, sem Banda- rikjamenn hafa nú hafið á ný norðan 20. breiddarbaugsins, muni flýta fyrir þeirri „réttlátu” lausn sem Kissinger kveður vera markmið Nixons, segir blaðið i ritstjórnargrein. Blaðið bendir á, að fyrir aðeins tveim mánuðum — en áður en Bandarikjamenn gengu tíl forsetakosninga — hafi Kissinger verið mjög opinskár um bjartsýni sina á friðar- samninga. Nú leggi hann allt kapp á að skella skuldinni á Norður-Vietnama. New York Times segir að eflaust sé það Thieu sem mest græði á strandi samningavið- ræðnanna, enda hafi hann lagt sig fram um að bregða fæti fyrir hugsanlega friðargerð. En það hafi verið Bandarikjamenn sem hafi borið kröfur Thieus fram i Paris og þarmeð opnað leiðina fyrir gagnkröfum frá gagnaðilan- um. Nú er það orðin krafa Nixons aö Norður-Vietnamar fallist á það, að yfirvöldin i Saigon skuli hafa öll ráö i Suður-Vietnam. Þetta er með öllu óraunhæft skilyrði, segir New York Times. Hér eru Nixon og bandamenn hans að reyna að ná þeirri lausn við samningaborðið, sem þeim hefur verið um megn að vinna á vigvellinum. Samanburður á desember 1970, 1971 og 1972 Mun færri erlendir togarar nú en áður Áfengi og tóbak hœkkaum 25-30% Nú hefur áfengi og tóbak hækkað frá og með deginum i dag. Verður um að ræða 25% hækkun tóbaks og 20% hækkun áfengis. — Þetta kemur fram I frcttatilkynningu frá fjár- málaráðuneytinu i gær, en þar er tekið fram að þessi ráðstöf- un sc gcrð i tckjuöflunarskyni i tcngslum við cfnahagsráð- stafanir rikisstjórnarinnar. Þegar geröur er saman- burður á fjölda útlendra togara hér við land i desember undanfarin þrjú ár er fjöldi brezkra og vestur-þýzkra togara til muna minni að veiðum núna í desember. Þegar Landhelgisgæzlan taldi útlenda togara 15. desember voru 39 brezkir togarar að ólöglegum veiðum innan nýju landhelginnar. Aðallega voru þeir i hnapp úti af Norðausturlandi, utan tveir út af Norðurlandi vestra og tveir út af Vestfjörðum. t gær voru þessir togarar komnir norðaustur fyrir land. Þá voru 5 vestur-þýzkir togarar að ólöglegum veiðum úti af Suð- austurlandi og Reykjanesi. t fyrra taldi Landhelgisgæzlan erlenda togara að veiðum hér við land 17. desember og voru þá 58 brezkir togarar að veiðum dreifðir út af Vestfjörðum og Norðurlandi. Þá voru 26 vestur- þýzkir togarar að veiðum út af Suðurlandi A sama árstima fór fram talning á vegum Landhelgis- gæzlunnar veturinn 1970. Voru þá 57 brezkir togarar að veiðum 18. desember, en 34 vetur-þýzkir togarar, aðallega út af Suövestur- landi. Samkvæmt þessum talningum eru bæði brezkir og vestur-þýzkir togarar til muna færri núna aö veiðum i desember til saman- burðar sama tima árið 1971 og Dregið verður eftir 4 daga í HÞ 1972 — sjá tilkvnninau á baksiðunni .. V %/ "O 1970. t heild voru 50 útlendir togarar að veiðum innan 50 milna markanna um miðjan desember. t fyrra voru 86 skip og i hitteð- fyrra 96 skip. Brezku logárarnir áttu sam- kvæmt áætlun brezkra togara- eigenda að flytja sig af miðunum Gylfi Þ. Gíslason á alþingi: „Ég hef það fyrir satt . . .” Það kom skýrt fram i umræð- um á alþingi i gær að talsmenn stjórnarandstöðunnar höfðu það helzt við gengislækkunina að at- huga, að hún vær of litil og að ekki væri komið nægilega til móts við atvinnurekendur, þar sem ætlun- in væri, að launafólk nyti áfram óskertra visitölubóta og kaup- hækkunin um 6% kæmi til fram- kvæmda 1. marz. Annars var ekki hvað sizt áber- andi, hvað þeir Jóhann Hafstein og Gylfi Þ. Gislason höfðu orðið fyrir alvarlegum vonbrigðum með að stjóranarsamstarfið skyldi ekki slitna. Gylfi sagði m.a. : Ég dreg injög i cfa að stjórnin komist yfir aðra kreppu, sem hún hlýtur að lenda i cftir 6-9 mánuði. Það hef cg fyrir satt, að svo inikill sannfæringar- kraftur hafi staðið á bak við til- liigu Hannihals Valdimarssonar uin 16% gengislækkun, að ef lienni hefði verið algerlega hafn- að hefði rikisstjórnin sprungið. Þctta er svo mikill sannleikur, að jafnvel Framsókn og Alþýðu- bandalagið voru farin að trúa þvi, cnda þekkja þau Ilannihal Vald- imarsson, þó að ég þekki hann máske ennþá betur. Jóhann Hafstein sagði að það væri alveg rétt, sem Lúðvik Jósepsson sagði i þinginu i fyrra- dag, að grundvallarmunur vær á þessari gengislækkun og þeim, sem áður voru gerðar , en munur- inn væri fólginn i þvi, að nú væri ekki gengið hreint til verks og at- vinnuvegunum tryggt nægilegt öryggi. Framhald á bls. 19 við Vestfirði og Norðvesturland austur fyrir land i fyrrinótt. Astæðan til þess að Bretar flytja sig af þessum veiðisvæðum er sú, að Bretar óttast óveður sem Framhald á bls. 19 Stungin með hníf Árásarmaðurinn enn ófundinn í gærmorgun gerðist sá óhunganlegi atburður hcr i Reykjavik að ung stúlka var stungin ineð hnlf I siðuna og gekk stungan inn i nýrað. Far- ið var þegar með stúlkuna til uppskurðar og lcið henni eftir atvikum vel siödegis i gær. Þessi atburður gerðist kl. 7.45 þegar stúlkan, Ingibjörg ólafsdóttir 17 ára.var á leið heiman að frá sér.Ferjubakka 6,til vinnu. Er hún var á gang- braut milli húsa á leið niður á Arnarbakka réðst maður að henni oe stakk. bnn» manninn með handtösku sinni og hvarf hann þá inn i húsa- sund. Stúlkan, sem i fyrstu hélt að maðurinn hefði slegið i siðuna, varð þess siðan vör að úr áverkanum blæddi og fór hún þá heim, hné þar niður, en gat sagt móður sinni hvað gerðist og að árásarmaðurinn hefði verið dökkhærður og klæddur dökkum frakka. Er Þjóðviljinn hafði sam- band við Njörð Snæhólm á átt- unda timanum i gærkvöld var ekki búið að finna manninn, en stúlkan gat litla grein gert fyrir manninum, t.d. allri hans. Ekki er einu sinni vitað hvort maðurinn ætlaði sér að ræna stúlkuna, eða hvort árásin var sprottin af öðrum ástæðum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.