Alþýðublaðið - 28.09.1921, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.09.1921, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐOBLAÐÍÐ Undsbanka, að hugsa að eins um það, að skrapa saman sem mesta psninga, en hitt hefir verið auka atriði bvaða gagn það yrði öðrum. Svo er nánasarhátturinn mikili, að ekki skirrist hann við, til þess að losna við að greiða nokkuð af vöxtunum í ríkissjóð, að neita bænum um þetta lán, þó hann viti að fjöldi fólks svejtur hálfu hungri og útlitið hið versta. — Þeir svelta ekki bankastjórarnir, því launin er bankinn greiddi þeim árið 1920 voru yfir áttatíu þúsund Jkrónur, og nú græðir bankinn með aðstoð rikisstjórnarinnar, á fyrri vanskilum sfnutn og getuleysi. Nú yfirfærir bankinn skuldir, ttem hann hefir innhéimt hér, og greiðir þær með verði sem nú er í peningum. Hann hefir innheimt mikið af enskum skuldum og látið menn greiða þær f enskri mynt, hvert sterlingspund með 24 kr , en nú greiðir hann féð til eig endanna með 21 kr. fyrir hvert sterlingspund, og sænskar krónur greiðir hann nú með rúmum 120 aurum, en menn hata orðið að greiða honum 140 aura fyrir þær. Norska krónu hefir hann tekið danska krónu eða meira fyrir, en greiðir nú áð eins rúma 70 aura fyrir hana til eigendanna erlendis ®. s. frv. A þessu græðir bankinn stórfé, beinlínis af því, að honum var svo illa stjórnað, að hann varð sá mylnusteinn á hálsi tslendinga, að þeir munu seint slfta hann af sér. Þó neitar bankastjóri, Eggert Claesen, að lána bænum til fyrir- tækis, sem vissulega er mjög trygt, ein 75 þús. kr., svo bætt verði Utið eitt úr þeirri sáru neyð sem herjar á verkalýð bæjarins. íslandsbanki, sem að miklu leyti á sök á því, hveraig komið er atvinnuveginum, sem Reykjavfk lifir á, neitar að bæta lftiilega fyrir yfirsjónir sínar, þrátt fyrir það, þó hann mundi engu tapa við það. Bæjarstjórnin er kosin til þess, að ráða úr vandamálum heildar- innar. Hér er á ferðum stærsta vandamálið: Atvinmleysið, og neyðin, sem af þvf stafar. Henni ber skylda til að ráða fram úr þvf -og það í snatri. Ekkert hikl Enga Jiálfvelgjul Framkvæmdir eru cauðsynlegar samstundis. R. Álþýðnflokksfandar verður haldinn í Bárubúð miðvikud. 28. september 1921 kl. 7V2 sfðd. Umræðuefni: Atvinnuleysið f bænum. — Bankastjórum beggja bankanna og bæjarstjórninni boðið á fundinn. /staníií í jngoslavin. 14 þúsund 'kommúnistar fang- elsaðir og fjö'di drepinn án dóms og laga. Serbneskur maður að nafni Adalbert Racs segir í norsks „Social Demokraten* frá þvf ógur lega ástandi, sem rfkir nú í hinu nýja rfki Jugoslavfu á Balkan skaga. Jugoslavfa var með Versala- friðnum stofnuð úr Serbíu og ýmsum löndum Austurríkis og Ungverjalandr. Er hún fimm sinn um stærri en Serbía var og með margfalda fbúatölu. Jugoslavía hefir ekki áðeins erft lönd og fólk heldur einnig stjórnarfyrirkomuiag og stjórnarstefnu frá hinu Habs burgeska konungsriki. Þingræðið, sem gengið hefir í erfðir meðal serbnesku smábændanna og svíaa- hirðanna er gersamlega horfið, en f stað þess komið kúgunar- veldi hervalds og aðais. Skatta- kerfi, tollar og gengismismunur sýgur gengdarlaust hin nýunnu rfki og gerir þau að serbneskum nýlendum. Þeir þjóðfiokkarnir, sem cru f minni hluta, eru ekki aðeins rændir þjóðcrnisrétti sín- um, heldur eru þeir rændír öllum mögulegleikum til sjálfstjórnar og menningarþroska. En ekki er þar öllu lokið. t tvö ár eftir að strfðinu lauk var verkalýðurinn miskunarlaust lagð- ur f einelti af þingi og stjórn og rétti hans til fundahalda og prent- frelsis var traðkað f hvívetna. Loksins árið 1920 fóru fram kosh- ingar til þingsins — þjóðirnar sem f minnihluta voru, voru þó allar útilokaðar og' kjörþvingun beitt. Þrátt fyrir þetta sýndu kosningarúrslitin stöðugt, að kom- munistum óx stórlega fylgi, ekki aðeins f borgunum, heldur líka meðal hinna ánauðugu bænda, og við sfðustu kósningar fengu K e n s 1 a. Enu geta börn og ung- iingar fengið kenslu hjá Ólafi Benediktssyni og Fétri Jakobssyni Óðinsgötu 5. — Heima kl. 7—§ sfðdegiu. — Sími 122. þeir 800.000 atkvæði, komu að 59 þingmönnum og utðu þar með þriðji stærsti fiokkur á þingi Ju- góslavíu. En afleiðingin af þessum mikla kosningasigri sýndi sig brátt f óhemju ák'ófum verklýðsofsóknum. Þingræið var að engu haft, þegar sýnilegt var að jafnaðarmönnum óx svo fiskur um hrygg, að þeir gátu haft áhrif á störf þingsins. Auðvald og hervald voru ekki að súta það, að brjóta öli lög og rétt og kollvarpa stjórnarskránnf 20. september 1920 bannaði inn- anríkisráðgjafinn alla blaðaútgáfu kommunista — samtals 16 dag- blöð, viku- og mánaðarrit. Með stjórnarboði voru allar bækut flokksins gerðar vpptækar og alt útbreiðlustarf verklýðsfélaganna eyðilagt með valdi. Jafnframt voru pindisgar hafðar f frammi við þá, sem handteknir voru. Ofsóknirnar jukust um allan helmning, þegar krónprinsiuum óg icuanríkisráðherranum var sýnt banatiiræði. Kæruskjölin éru enn þá ekki tilbúin og verða það ekki fyr en eítir 2—3 mánuði, en af prófum sera haldin háfa verið hefir það sannast, að íyrra tilræðið var ieikið af keyptum þjónum þeirra politískra flokka, sem vilja kommunistana íeiga, og sá sem stóð fyrir sfðára tiiræðinu heldur þvf blákalt fram, að hann hafi aldreí verið kommunisti, heldur hafi hann af einkaástæð- um gert tilræðið, og formaðut flokksins hefír lýst þvf yfir, að slfk ofbeldisverk séu langt frá stefnu og tilgangi flokksins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.