Þjóðviljinn - 20.12.1972, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 20.12.1972, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miftvikudagur 20. desember 1972 ÞjóðfrelsisfyIking Suður-Víetnams 12 ára í dag, 20 desember, eru tólf ár liðin síðan stofnuð var Þjóðf relsishreyfing Suður-Víetnams. Hún er óumdeilanlega undir mjög róttækri forystu. En því verður heldur ekki á móti mælt, að hún sameinar mismunandi pólitísk öfl, sem eiga það sameiginlegt, að vilja að Víetnamir ráði málum sínum sjálfir, án þess að bandarísk íhlutun haldi við völd forréttinda- stéttum þeim sem Saigon- stjórnin er fulltrúi fyrir. Talsmenn bandariskra yfir- valda og meðreiðarmenn þeirra hafa oftlega reynt að halda þvi fram, að Vietnamstriðið væri milli tveggja rikja — innrás að norðan i Lýðveldið Suður- I>etta kort sýnir hve miklumanntjóni og eyði- leggingu Handarikin hefðu orðið fyrir ef þar hcfði veriö rekinn hernaður sem sá er þau hafa leitt yfir Suður-Vietnam. Falliö hefðu jafnmargir og búa i landbúnaðarrikjum miðvestursins. Særzt hefðu jafnmargir og búa i Michigan, Wisconsin og Indiana. Gróöri hefði verið eytt i öllum austurrikjum landsins. Jafnmargir menn og búa i Alska liafa verið skotnir án dóms og laga. Og tala þeirra sem misst hafa heimili sfn svarar tii fbúatölu allra þeirra rikja Bandarikjanna sem þá eru eftir — að fráteknum Kentucky, Tennesse og Hawai. m JÓLATRESDÚKAR - BORÐDÚKAR - RENNINGAR OG SERVÉTTUR # FRÁ AUSTURRÍKI. GLÆSILEGT ÚRVAL GOTT VERÐ. lf| VERZL. LAUGAVEGI 42 - sími 26435. Ef Banda- ríkinværu Víetnam Vietnam. Og þar með hafa þeir neitað umtalsverðri þýðingu bjóðfrelsishreyfingarinnar. Stað- hæfingar þessar hafa margoft verið hraktar. En það mætti öll- um ljóst vera, sem hafa þó ekki nema aðeins kynnt sér skæru- hernað i Evrópu á dögum nazisks hernáms, að enginn skæruher getur náð árangri gegn öflugustu vigvélum nema að baki honum standi mjög viðtæk hreyfing sem nýtur raunverulegs stuðnings mikils þorra manna og aflar sér þessa stuðnings ekki aðeins i hernaðaraðgerðum, heldur og með eigin félagsmálastarfi, fræðslu, löggæzlu o.s.frv. M.ö.o., leggur rækt við alla samfélags- þætti að svo miklu leyti sem styrjaldaraðstæður leyfa. Einmitt þetta starf hefur Þjóð- frelsishreyfingin leyst af höndum með miklum ágætum, þrátt fyrir erfiðari aðstæður en menn geta gert sér i hugarlund. Hér er átt við sjálft umfang hinna bandarisku hernaðarað- gérða. 1 Information var á dögunum gerður samanburður, sem rétt er að vekja athygli á, ef menn vilja gera sér grein fyrir þvi hve gifur- leg tortimingin hefur verið i Vietnam. En þar héldu Banda- rikjamenn áfram að varpa niður fjórum smálestum af sprengjum á minútu hverri — einnig á meðan þeir Kissinger og Le Duc Tho sátu að samningaviðræðum i Paris. Hvað þá nú, þegar aftur á með ótakmörkuðu sprengjukasti að þvinga Vietnama til þess friðar, sem Nixon telur „sanngjarnan”. Samanburðurinn er gerður á milli Suður-Vietnams og Banda- rikjanna, tölurnar eru þær, sem gefnar hafa verið upp opinber- lega. Bandarikjamenn eru 11,3- svar sinnum fleiri en Suður- Vietnamir, og Bandarikin eru 55 sinnum stærri en S-Vietnam. Alls hafa 570 þúsund Suður- Vietnamir fallið i striðinu (þar af 350 þúsund óbreyttir borgarar). Það svarar til þess, að 6,4 miljónir Bandarikjamanna hefðu látið lifið. Alls hafa 1,326 miijónir særzt — en það jafngildir þvi að 15 miljónir Bandarikjamanna hefðu orðið fyrir margvislegum örkumlum. 4000 óbreyttir borgarar hafa verið teknir af lifi án dóms og laga, — eða sem svarar 452 þúsund Bandarikjamönnum,álika margir og búa i Alaska. Og átta miljónir Suður- Vietnama hafa misst heimili sin — það þýðir að 90,4 miljónir Bandarikjamanna væru á verð- gangi. Það skal lögð áherzla á að allar tölur eru eftir opinberum heimildum Saigonstjórnarinnar — sem hefur I ýmsum greinum heldur ástæðu til að draga úr en hitt. Liffræðingar i Sanford hafa til- kynnt, að á 20 þúsund ferkiló- metra lands, eða um 12% af suður-vietnömsku landi, hafi verið sprautað eiturefnum. Þetta jafngildir 1,1 miljón ferkilómetra i Bandarikjunum. Og enn er ótalin sú eyðing sem einkum bandariski flugherinn ber ábyrgð á i Laos, Norður-Vietnam og Kambodju. Og enn berst og vinnur sigra bjóðfrelsishreyfing sú sem i dag á afmæli, berst i staðfestingu þess, að i striði eru til sterkari vopn en þau sem tæknin finnur upp.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.