Þjóðviljinn - 20.12.1972, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 20.12.1972, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 20. desember 1972 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Umræða um fóstur- eyðingar í Frakklandi Þótt nærri láti að jafnmargar konur eyði fóstri i Frakklandi á ári og eigi börn, hefur hingað til varla verið um þetta mál talað öðru visi en i hvislingum þar i landi: það er viðkvæmara en hjónaskilnaöir á ítaliu. Nú i vetur hefur þögnin þó skyndilega verið rofin svo um munar, og flestir fjölmiðlar keppast við að taka af- stöðu með og á móti hinum úreltu Einar Már Jónsson skrifar frá París lögum um fóstureyðingar. En til þess að koma þessu til leiðar, þurfti mjög áberandi réttarhöld. Fóstureyðingar eru bannaðar i Frakklandi nema i örfáum tilvik- um (þegar lif móðurinnar er sannanlega i bráðri hættu), og liggja þung viðurlög við að fram- kvæma (og láta framkvæma) þær ólöglega. En þótt ekki séu nema tæp 30 ár siðan kona var tekin af lifi fyrir að stunda slika iðju, er lögunum sjaldan beitt stranglega nú orðið: tiltölulega fáir eru dæmdir og refsingar venjulega vægar nema helzt þegar læknar eiga i hlut. Hins vegar bitna lögin einna mest á fátæku fólki, þótt vitað sé að fóstureyðingar tiðkast sizt minna meðal efnastéttanna. Slik mál vekja sjaldan mikla at- hygli. Fyrir nokkru komst þó eitt slikt mál á forsiður blaða. Kornung stúlka hafði orðið ófrisk af nauðg- un og látið eyða fóstrinu með að- stoð fátækrar og einstæðrar móð- ur sinnar og vinkvenna hennar. Málið komst upp á þann hátt að barnsfaðirinn var tekinn fastur fyrir ýmis konar afbrot og reyndi að koma sér i mjúkinn hjá lög- reglunni með þvi að ljóstra upp um ,,glæp” stúlkunnar. 'Ovenju dugmikill rannsóknardómari varð þess svo valdandi að málið kom fyrir rétt, þótt yfirvöldin hefðu vafalaust kosið það heldur, að við þvi hefði ekki verið hreyft. Slikir atburðir eru ekki einsdæmi i Frakklandi, en hitt var óvenju- legra að móðirin leitaöi til sam- taka á vegum frönsku ,,rauð- sokkuhreyfingarinnar” og bað um aðstoð. Forystukonur sam- takanna ákváðu að' gera þetta að prófmáli og leiddu siðan fram i vitnastúkuna ýmsa mjög þekkta menn, m.a. Nóbelsverðlaunahaf- ann Jacques Monod, frægan og strangkaþólskan lækni, prófessor Milliez, leikkonuna Dephine Seyrig og Simone de Beauvoir. Þessar óliku persónur leituðust við að gera grein fyrir fóstur- eyðingavandamálinu i Frakk- landi á breiðum grundvelli og sýna fram á galla gildandi laga. ■ Réttarhöldunum lauk með þvi að hinar ákærðu voru ýmist sýknað- ar eða fengu mjög væga og skil- orðsbundna dóma. Dómurinn féllst á rök verjandan?, en þorði þó ekki að sniðganga lögin að fullu. Vegna kaþólskrar trúar og áhrifa hennar jafnvel meðal manna, sem eru löngu búnir að segja skilið við hana, er fóstur- eyðingarvandamálið i Frakk- landi gerólikt öllum sambærileg- um vandamálum, sem lslendingar kannast við eða geta i fljótu bragði gert sér grein fyrir. lslendingar gera skarpan greinarmun á getnaðarvörnum, sem taldar eru fyllilega leyfilegar og hafa verið það lengi, og fóstur- eyðingum, sem eru yfirleitt for- dæmdar nema e.t.v. i algerum neyðartilvikum. Fordæmingin kemur ekki að mikilli sök (þótt kannski mætti endurskoða nú- gildandi löggjöf um það efni), þvi að getnaðarvarnir eru útbreiddar og lausaleiksbörn eru auk þess litin mjög mildum augum. Kaþólsk kirkja fordæmir hins vegar ekki aðeins fóstureyðingar heldur og lika getnaðarvarnir og litur á þetta hvort tveggja sem nokkurn veginn sama fyrirbærið. Þetta er réttlætt með guðfræði- legum rökum, þegar það er rétt- lætt, oft er þessu tvennu ruglað saman á hinn furðulegasta hátt. Þrátt fyrir aðskilnað rikis og kirkju litu frönsk yfirvöld lengi eins á málið:getnaðarvarnir voru bannaðar með lögum til 1967, Þótt þau lög væru að visu sniðgengin með ýmsu yfirskyni og getnaðar- varnir seldar i lyfjabúðum, hafði það litla þýðingu, þvi að lög- gjafarvaldið hafði slegið enn einn varnagla: það var stranglega bannað að auglýsa þær, eða yfir- leitt fræða menn um þær á neinn hátt. Þessu banni var framfylgt og það dugði að mestu. Afleiðing þessarar stefnu hefur þvi orðið sú, að getnaðarvarnir hafa aldrei náð að ryðja sér til rúms i Frakklandi efsvomá segja. Þær tiðkast einungis meðal menntaðri hluta þjóðarinnar, en aðrir lita þær hornauga og telja þær ýmist gagnslausar eða stór- hættulegar eða hvort tveggja (ný- leg skoðanakönnun sýnir að meira en helmingur manna telur „pilluna” vita gagnslausa). Nú er stúlka, sem eignast lausaleiks- barn, dæmd til þjóðfélagslegs dauða i Frakklandi eins og viða annars staðar i hinum siðmennt- aða heimi: flestir yfirgefa hana og fjölskylda hennar þó fyrst, og henni eru flestar bjargir bann- aðar. Við þessar aðstæður er ekki um margar lausnir að ræða, og ekki að furða þótt flestir gripi þá sem augljósust er: fóstureybing. lslendingum kann að virðast það furðulegt, að menn, sem telja getnaðarvarnir hættulegar og ósiðlegar, séu ekki hræddir við fóstureyðingar. En mótsögnin er aðeins á yfirborðinu. Nauðsyn brýtur lög — kaþólska kirkjan hefurlöngumveriðumburðarlynd, þegar um það er að ræða að bjarga sér út úr vanda en megin- reglurnar ekki véfengdar — og þegar að kreppir, kjósa menn gjarnan það bölið sem minna er. Það er búið að brýna það svo lengi fyrir mönnum að getnaðar- varnir og fóstureyðing sé i raun- inni eitt og hið sama, að það er viðtekin hugmynd. Og frá þvi sjónarmiði séð, er ekki hægt að deila um það að fóstureyðing er skárri lausn af tveimur illum: það þarf nefnilega sjaldnar til hennar að gripa, þótt á hana sé treyst eingöngu. Auk þess er hún einnig betri frá „siðferðilegu sjónarmiði”, þvi að getnaðar- varnir eru óneitanlega sönnun þess, að afbrotið mikla hafi verið framið af yfiplögðu ráði, og það hefur aldrei verið talið til máls- bóta. Af þessum ástæðum verður fóstureyðing þrautalending Frakka, sem þeir hika ekki við að beita i neyðartilfellum, jafnvel menn, sem eru að öðru leyti hinir siðavöndustu og algerlega and- snúnir takmörkunum barneigna, a.m.k. þegar aðrir eiga i hlut. En af þessu leiða svo vitanlega ýmis mjög alvarleg þjóðfélagsvanda- mál og þjóðfélagsóréttlæti. Þótt konur úr öllum stéttum láti eyða fóstri, bitnar þessi aðgerð mjög misjafntá þeim eftir þvi úr hvaóa stétt þær eru. Efnaðar yfir- stéttarkonur láta eyða fóstri við beztu aðstæður á rándýrum „leynisjúkrahúsum” eða þá lög- lega erlendis (einkum i Eng- landi). Þær stofna sér þvi aldrei i neina hættu, hvorki likamlega né andlega. Samvizkubit kvenna, sem láta eyða fóstri, virðist nefni- lega vera þjóðfélagsfyrirbæri, þótt íslendingar hafi aðra skoðun á þvi: það fer yfirleitt litið fyrir þvi i þjóðfélagi þar sem fóstur- eyðing er plagsiður, ef aðstæður eru góðar að öðru leyti. Fátækar konur verða hins vegar að leita til alls konar skottulækna eða ómenntaðra kvenna, sem vinna þetta verk (og eru kallaðar „englagerðarkonur" á alþýðu- máli). Þarna er aðgerðin framin við hinar verstu aðstæður, dánar- tala er sennilega mjög há (um hana eru vitanlega ekki til nema ágizkanir), og alla vega er konan særð á sál og likama á eftir. Stundum verður hún jafnvel að svara til saka fyrir rétti. Bezta leiðin til að vinna bót á þessu óíremdarástandi er að margra dómi sú, að útbreiöa sem mest þekkingu á getnaðarvörn- um. En þar er við mjög ramman reip að draga, þvi að valdamenn Framhald á bls. 19 Hvað vantar í HÁTÍÐAMATINN? Viljum sérstaklega benda yður á hið fjölbreytta og girnilega úrval af landbúnaðarvörum, svo sem úrvals hangikjöt, svina- steikur, hamborgarahrygg, grisakótilettur, London lamb, holdanautakjöt, alikálfakjöt, dilkakjöt, rjúpur, kjúklinga, ali- endur, gæsir, kalkúna, og allt annað, sem setur hinn rétta svip á hátiðarborðið. ('uupimhu;

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.