Þjóðviljinn - 20.12.1972, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 20.12.1972, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN ; Miðvikudagur 20. desember 1972 Verzlunin GELLIR selur v-þýzkar úrvalsvörur frá ITT SCHAUP-LORENZ. Kynnist tæknilega fullkominni framleiðslu. Ferðaviðtæki, segul- bönd, STEREO-hljómtæki og sjónvörp. Það borgar sig að kaupa það vandaða. Veitum heiðruðum viðskiptavmum okkar full- komna varahluta- og viðgerðaþjónustu._ Verzlunin GELLIR í Garðastræti 11 sími 20080 1 co BÓTAGREIÐSLUR Tryggingastofnunar ríkisins í Reykjavík Bótagreiðslum lýkur á þessu ári föstudag- inn 22. des. kl. 3 e.h., og hefjast ekki aftur fyrr en á venjulegum greiðslutima bóta i janúar 1973. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS PIERPONT-URIN handa þeim sem gera kröfur um endingu, nákvæmni og fallegt útlit. Kven- og karl- manns úr af mörgum gerðum og verð- um. ÚR OG SKARTGRIPIR JÓN OG ÓSKAR Laugaveg 70/ sími 24910. Jólainnkaupin í Belfast Jólainnkaup eru ekki alls staðar jafn sjálfsagður hlutur og menn eiga að venjast. Þessi mynd er tekin I vöruhúsi I Belfast á Norður-trlandi; sérstakur öryggisvörður leitar á hæstvirtum viðskiptavinum áður en þeir ganga inn. Um Norðursj ávarsíld og aðrar söluferðir Það kostar sitt þegar fiskiskip selja afla sinn erlendis Áriö 1971 seldu íslenzk fiskiskip um 66 þúsund tonn affiski erlendis fyrir rúman einn miljarð króna# segir í Verzlunarskýrslum. Af heildarútflutningi 1971, sem nam aö verðmæti 13,2 miljörðum króna, voru 1.033 miljónir króna „eiginn afli fiskiskipa seldur er- lendis af þeim”, eins og segir i Verzlunarskýrslum Hagstofu. Var afli þessi um 66 þúsund tonn að þyngd. Stærstu liðirnir af þessum ,,út- flutningi” af Islandsmiðum og úr Norðursjó voru þessir: Sild ný eða isvarin til Danmerkur fyrir 573 milj. kr. Sama til Vestur- Þýzkalands fyrir 32 milj. kr. Ann- ar fiskur nýr eða isvarinn til Bretlands fyrir 240 milj. kr. og sama til Vestur-Þýzkalands fyrir 145 milj. kr. Söluverð erlendis er mun hærra en nemur þessum tölum. Frá brúttó-söluandvirði eru dregnar háar upphæðir sem fara í tolla og löndunarkostnað o.þ.h. Að þessu leyti er einna hag- stæðast að selja i Danmörku, þvi þar þarf aðeins að greiða 6% sölu- kostnað og engin gjöld önnur. 1 Bretlandi þarf að greiða lönd- unarkosnað, 80 aura á kg. 8,4% toll, 3% sölukostnað og hafnar- gjöld o.fl. upp á 2,1%. 1 Vestur- Þýzkalandi er löndunarkostnaður 83 aurar á kg., tollur 15%, sölu- kostnaður 2% og hafnargjöld o.fl. 5%. Auðvelt er að reikna það út, að þessir frádráttarliðir hafa verið um 27 miljónir króna á sildinni i Danmörku, svo að brúttó-sölu- andvirði hennar hefur verið um 600miljónir króna. Erfiðara er að finna þetta út með isfiskinn til Bretlands, en ætli frádrátturinn þar sé ekki milli 30 og 40 milj. kr. Þá hefðu sölurnar þar átt að nema 270—280 miljónum króna. Þá er rétt að minnast þess, að fiskiskip sem selja eigin afla er- lendis, nota stóran hluta af and- virðinu til kaupa á rekstrarvör- um, vistum o.fl., svo og til greiðslu á skipshafnarpeningum, en það höfum við ekki reiknað hér inn i frádráttinn. Skortir þvi mikið á að gjaldeyri, svarandi til 1.033ja miljóna króna, hafi verið skilað til islenzku bankanna vegna Norðursjávarfiskirisins og söluferðanna héðan að heiman. Missti ríkiö 717 milj. vegna álsamnings? Auk þess varð verzlunarjöfnuöurinn óhagstæður vegna álbræðslunnar um 727 miljónir króna 1971 Álbræðslan I Straumsvík hafði heldur óhagstæð áhrif á millirikjaverzlun íslendinga á sl. ári og á tolltekjur, samkvæmt Verzlunarskýrslum 1971. Innflutningur til hennar var yfir 700 miljónum króna meiri en útflutningur frá henni og rikissjóður hafði engar tolltekjur af þeirri verzlun. Stærstu liðir i innflutningi til ál- bræðslunnar voru 1971 súrál frá Suður-Amerikurikinu Súrinam fyrir 659 miljónir króna og anóður eða rafskaut frá Hollandi fyrir 266 miljónir króna. Allur rekstrarvöruinnflutning- urinn til Straumsvikur að með- töldum vélum nam 1.185 miljón- um króna. Verzlunarskýrslur Hagstofu eru þannig úr garði gerðar að inn- flutningi ISALS til bygginga- framkvæmda er sleppt i öllum al- mennum töflum um innflutning. Hins vegar er þessi innflutningur eigi að siður talinn saman og birt- ur i sér yfirliti. Þessi sérstaki inn- flutningur ISALs til byggingar ál- bræðslunnar nam 431 miljón króna á sl. ári. Hins vegar eru svonefndar „verktakavörur” sem ISAL flytur inn vegna fram- kvæmda sinna ekki teknar á inn- flutningsskýrslur, en þar er um að ræða áhöld og verkfæri til mannvirkjagerðar. Alls er þvi flutt inn til álbræðsl- unnar i fyrra fyrir 1.614 miljónir króna. Útflutningurinn var hins vegar aðeins tæp. 17 þúsund tonn af áli fyrir 887 1/2 miljón króna. Albræðslan hlýtur þvi að hafa liaft óhagstæð áhrif á verzlunar- jöfnuðinn sem nemur 727 miljón- um króna á árinu 1971. Samkvæmt álsamningnum sem viðreisnarstjórnin gerði á sinum tima við auðhringinn Alusuisse, þarf álbræðslan ekki að greiða nein aðflutningsgjöld né söluskatt af byggingarvörum til álbræðsl- unnar né afrekstrarvörum. Á grundvelli Verzlunarskýrslna 1971 má áætla, hvað rikissjóður hefði átt að hafa miklar tekjur af þessu það ár — en hafði engar. Meðalprósenta 1971 fyrir allan innflutning var 23,9%. Hins vegar er á það að lita að yfir 30% inn- flutningsins var með litinn sem engan toll (eða 0-3%). Að öðru leyti eru stærstu tollprósenturnar 25% og 35%. Sé nú reiknað með þvi að inn- flutningurinn til ISALs hefði að meðaltali átt að bera 30% toll, hefðu tekjur rikisins af þeim aö- flutningsgjöldum átt að nema 484 miljónum króna. Söluskattur af vörum til eigin nota eða neyzlu innflytjenda skal leggjast á tollverð vöru að viö- Framhald á bls. 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.