Þjóðviljinn - 20.12.1972, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 20.12.1972, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 20. desember 1972 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA Í5. Rúmlega 100% aukn ing fjárframlaga- ríkissjóðs til hafnar- framkvæmda á Suðurnesjum Undanfarin ár hefur mörgum Suðurnesjamanninum þótt sem Suður- nesin væri afskipt þegar rikisféuu var útdeilt. Var þetta vissulega rétt, sérstaklega þó i tið þeirrar stjórnar, sem byggð var upp af fimm þing- mönnum af átta úr Reykjaneskjördæmi. Nú hefur orðið hér breyting á. Einn af þingmönnum Alþýðubanda- lagsins, Geir Gunnarsson, er nú formaður fjárveitinganefndar alþingis, og gaf hann blaðinu eftirfarandi upplýsingar um áætlaðar fjárveitingu til skólabygginga á Suðurnesjum svo og til hafnarfram- kvæmda á þvi svæði árið 1973. Til viðmiðunar eru settar tölur frá árunum 1971 og 1972.* Skólar á Suðurnesjum: (Allar tölurnar i þús. kr.) 1971 1972 1973 Vatnsleysustrandarhr. 181 182 300 Njarðvikurhrcppur 2018 2018 5218 Keflavlk 2892 5120 4626 Gerðahreppur 0 0 350 Sandgerði 300 300 2900 Grindavík 1040 1363 671 Alls: 6.431 8.983 14.065 lðnskólinn i Keflavík 200 3.000 8.000 Samtals: 6.631 11.983 22.065 Hafnir á Suðurnesjum: Vatnsleysustr.hr. 1000 1500 0 Gerðahreppur 3450 1000 900 Sandgerði 0 0 7.500 Hafnir 150 0 1500 Grindavík 5395 10000 16900 Samtals: 9.995 12.500 26.800 Auk þeirra fjarveitinga sem um getur til skólanna má geta þess að fjárveitinganefnd veitti leyfi til að undirbúningur og bygging eftirtal- inna mannvirkja mættu hefjast: Leyfi til iþróttahúsbyggingar i Sandgerði. Leyfi til byggingar barnaskóla i Njarðvikum. Leyfi til barnaskólabyggingar á Vatnsleysuströnd. Leyfi til sundlaugarbyggingar á Vatnsleysuströnd. Auk þeirra fjárveitinga sem f járveitinganefnd ákveður til hafnarfram- kvæmda eru gamlar samþykktir fyrir fjárveitingum til Landshafnar Keflavik-Njarðvik. Og nú geta Suðurnesjamenn velt þvi fyrir sér af hverju þessar auknu fjárveitingar á Suðurnesjum stafa, og þvi jafnframt hvort það sé virki- lega sama hverja fulltrúa þeir velja sér til starfa fyrir sig i þingsölum. —úþ Thor V ilh j álmsson heimsótti Iþöku Eins og kunnugt er, var Thor Vilhjálmssyni rithöfundi nýlega boðið 4ii—tmrgarinnar Norman i Ok 1 ahoma-riki til þess að taka þátt i úthlutun bókmenntaverð- launa (Books Abroad / Neustadt International Prize for Liter- ature) sem veitt eru á vegum rikisháskólans þar. Hafði Thor hlotnazt sá heiður að vera kosinn i tólf manna alþjóðlega dómnefnd sem veita skyldi þessi veglegu verðlaun, og má segja að kosning hans i dómnefndina feli i sér eigi litla viðurkenningu Thor til handa. Svo ánægjulega atvikaðist að sá sem Thor útnefndi, kólum- biski rithöfundurinn Gabriel •Garcia Márques, hlaut verð- launin, og eykur það enn á sæmd Thors af ferðinni. Aður en Thor hélt af stað heim- leiðis frá New York, var honum boðið til Cornell-háskólans i Iþöku (Ithaca) til þess að lesa upp úr verkum sinum og halda fyrir- lestur um islenzkar bókmenntir. Að þvi heimboði stóðu Fiske- safnið (hið islenzka safn háskóla- bókasafnsins) og Enskudeild og Samanburðarbókmenntadeild háskólans. Siðdegis 29. f.m. las Thor upp söguna „þau” úr Andliti í spegli Mrupajisienskri þýðingu Kenneth G. Chapmaús (Vigfúsar Kaup- manns, eins og hann kallaðist er hann lagði stund á islenzkunám við Háskóla tslands fyrir all- mörgum árum). Eftir upplestur- inn ræddi Thor nokkuö við áheyr- endur sina um sumar nýrri bækur sinar og breytta aðstöðu sina til ritmennsku á siðari árum. Einnig las hann upp kvæði frumsamið á ensku. Um kvöldið hélt Thor fróðlegt erindi sem hann nefndi „Hugleið- ingar um að vera islenzkur rithöf- undur i fortið og nútið”. Var erindið flutt af mikilli mælsku og féll i góðan jarðveg meðal áheyr- enda. Spunnust af þvi nokkrar umræður eftir á, og þótti góður fengur i heimsókn Thors til Iþöku. Að fundinum loknum komu nokkrir áhugasömustu áheyrend- urnir saman með Thor og áttu meö honum ánægjulega sam- verustund Styrkir til háskólanáms í Frakklandi Frönsk stjórnvöld bjóða fram nokkra styrki handa tslend- inguin til háskólanáms i Frakklandi námsárið 1973-’74. Umsóknum um stykri þessa skal komið til menntamála- ráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 20. janúar n.k„ ásamt staðfestum afritum prófskirteina og meðmæl- um. Umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu og erlendis hjá sendiráðum tslands. Menntamálaráðuneytið, 19. desember 1972. .V.VV.V.^VVVV.W/.V.V.V.V.V.W.V. SKUGGA BAIDUR er kominn í bókabúðir Sprenghlægiiegur annáll ársins I myndum og máli. Mátulega ill- kvittinn á meinlausan hátt. Þetta er bókin, sem stær öll met, — slær alla út af laginu. Þegar lesendur SKIJGGA- BALDURS loksins ná andanum af hlátri, eftir lestur bókarinnar, geyma þeir hana vandlega við hlið eldri SKUGGABALDURS og mynda með safni stnu ógleymanlegt safn baldinna „þjóðlífsmynda" dregnum upp af, spéfuglunum Halldori Péturs- syni, teiknara, og Erni Snorra- syni, rithöfundi. Betra gæti það varla verið, eða hvað? 52 bls. kt 377,00. ® ÍSAFOLD mmm Þessar 5 bækur eru í bókaflokki yngstu lesendanna. Bækurnar eru með mörgum fallegum myndum og kosta kr. 44.50 eintakið ÚTGEFANDI. dregið eftir 4 daga. Gerið skil. Tekið á móti skilum að Grettisgötu 3 og á afgreiðslu Þjóðviljans. Opið til kl. 6.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.