Þjóðviljinn - 20.12.1972, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 20.12.1972, Blaðsíða 16
16. SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 20. desember 1972 SKHJN EFTIR ... Teiknimyndasaga frá Kína 79. Hsiang-lien neitar að ganga að þessum skilmálum og gripur til sið- asta ráðs sem hún hefur til taks. Hún hleypur út fyrir og lemur i stóra tunnu fyrir framan hús lögmannsins. Það er gert til merkis um að maður krefjist réttar sins. Pao fursti fursti setur réttinn aftur. Hsiang-lien færir grátandi fram ákæru um að keisaraynjan gamla hafi tekið börn sin. Keisaraynjan neitar óskamfeilin og segist aldrei hafa séð börnin. Tilboð óskast i smiði 70 fermetra mið- stöðvarketils með tilheyrandi kynditækj- um og öðrum útbúnaði. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri gegn 1.000.00 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð föstudaginn 19. janúar 1973 kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 268'44 V arnarmáladeild utanríkisráðuneytisins sem undanfarið hefur verið til húsa að Lauga- vegi 13 er nú flutt þaðan. Framvegis verða skrifstofur varnarmála- deildar og varnarmálanefndar að Hverfisgötu 113, við Hlemmtorg. Reykjavík, 15. desember 1972. Varnarmáladeild utanríkisráðuneytisins. IJTIJ ÚLUGGINN Jörn Birkeholm: HJÁLP Það er fíll undir rúminu mínu Atburður, sem gerist mörgum dögum siðar i stórum skógi langt i burtu frá Greppibæ Það sló fallegum bjarma á kvöld- himininn. Stafalogn var og trén breiddu greinarnar út yfir skógar- svörðinn, sem var þakinn yndisleg- um blómum. Takið nú vel eftir Þessar tvær myndir eru eins, en ef þú skoðar þær nú vel geturðu fundið 6 atriði sem eru mismunandi. Lausnin birtist á morgun. Uppi í trjánum róluðu aparnir sér á löngum rófunum eða léku eltinga- leik við litskrúðuga páfagauka. Páfagaukarnir voru reyndar mátu- lega hrifnir af því: Þeir ráku upp garg og svifu um, til að finna ein- hvern stað, þar sem þeir gætu talað saman í friði og ró. Niðri i blómabreiðunni stóð fíll. Það lá vel á honum, því hann var að enda við að borða tuttugu og fjóra banana í kvöldverð, og nú stóð hann þarna og söng. Seint um daginn höfðu tveir dular- fullir menn komið hjólandi inní skóginn, en það hafði fíllinn ekki hugmynd um. Hann vissi heldur ekki, að það stóðu tvö reiðhjól upp við tré, ekki ýkja langt í burtu. Og það sem verra var: Öðru hvoru var stóru blaði á runna ýtt til hliðar og fjögur lymskuleg augu gægðust út til að fylgjast með fílnum. En fíilinn varð þess ekki var. Afhjúpaður minnisvarði af sr. Bjarna Eftir að kveikt hafði verið á Oslóarjólatrénu við Austurvöll á sunnudaginn var afhjúpaður minnisvarði við Dómkirkjuna um þann merka kierk séra Bjarna Jónsson. Myndin hér með er af skyldmennum séra Bjarna við minnisvarðann, en ekkja hans er fyrir miðjum stöplinum, sem styttan i af séra Bjarna stendur á. Brands A-1 sösa með fiski með kjöti með hverju sem er.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.