Þjóðviljinn - 29.12.1972, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 29.12.1972, Qupperneq 8
8 SÍDA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 29. desember 1972 Föstudagur 29. desember 1972 ÞJÓÐVILJINN — SÍDA 9 Norska tímaritið Kontrast, sem gefið er út af PAX-forlaginu,helg- aði iþróttunum mikið rúm á sið- um sinum i sumar. Þar voru þær settar undir mæliker marxiskrar gagnrýni og sýnt fram á hvert pólitiskt hlutverk þær hefðu i borgaralegu þjóðfélagi. Einnig var þar rakin saga iþróttasam- taka verkalýðsins, sem voru mjög öflug i Noregi á 3. og 4. ára- tugnum. Er nú meiningin að gera þessum skrifum blaðsins nokkur skil hér á eftir. f Noregi hefur oft staðið mikill styrr um þátttöku iþróttafólks i alþjóðlegum mótum. Arið 1936, þegar iþróttahreyfingin var klof- in i tvær fylkingar — aðra borg- aralega og hina sósialiska — tók hið borgaralega samband þátt i ólympiuskrautsýningu Hitlers, en iþróttahreyfing verkalýðsins sendi keppnisflokk til Barcelona, þar sem til stóð að halda ölym- piuleika alþýðunnar. Úr þeim leikum varð þó ekki, þar sem borgarastyrjöld brauzt út um svipað leyti og leikarnir áttu að hefjast. Iþróttasamband borg- arastéttarinnar hefur tekið þátt i fjölmörgum mótum, sem haldin hafa verið i löndum eins og Grikklandi, Suður-Afriku o.fl., þrátt fyrir hávær mótmæli heima fyrir og i viðkomandi löndum. Það hefur einnig neitað að keppa við Austur-Evrópurikin. En samt halda leiötogar og málgögn borg- arastéttarinnar áfram að dásama hlutleysi iþróttanna. En höf- undar ritsins segja að þetta sé ekki það eina, sem sýni fram á tengsl iþróttanna við stjórn- og þjóðfélagsmál. Eðli og inntak iþróttanna eins og þær eru reknar i borgaralegu þjóðfélagi sé sam- tvinnað samfélagsgerðinni — rikjandi framleiðsluafstæöur skilyrði allan rekstur þeirra. Alla strauma, sem rikja innan efna- hagslifsins — sókn hringamynd- unar, miðstjórnunar, hagræðing- ar — er einnig að finna á iþrótta- sviðinu. Þeir taka sem dæmi, að alþjóðlegir auðhringar leggja undir sig æ meir af sportvöru- markaðnum og að vissar greinar iþróttanna eru að einoka allan iþróttaáhuga. Það er engin tilvilj- un,að ákafasta fjárfestingin á sér einmitt stað i þessum greinum. F'járfesting er gifurleg i iþrótt- um, og auðmagnið streymir til þeirra. Þetta hefur i för með sér tæknivæðingu — á mörgum svið- um skiptir útbúnaðurinn meira máli en keppandinn, — sérhæf- ingu — áhugamenn eru ekki til neinna stórræða liklegir lengur, — mikla skipulagningu — dæmi: leikkerfi i flokkaiþróttum. Þessi þróun á sér hliðstæðu i atvinnulif- inu. Hún er merki um tiihneig- ingu til að gera manninn að æ fullkomnari vél. Og þeir minna á umsagnir fréttaritara, sem stað- færðar gætu hljóðað svo: „Þegar FH-vélin fer i gang, fær ekkert lið staðizt.” Þeir segja, að iþróttirn- ar hafi glatað hlutverki sinu sem tómstundagaman og flótti frá kúgun og aga vinnustaðarins. Máli sinu til sönnunar nefna þeir, að i frumbernsku knattspyrnunn- ar i Englandi á timum iðnbylting- arinnar hafi engar reglur verið til i leiknum — þetta var leikur al- þýðunnar. Þá litu valdhafarnir sparkið hornauga og ofsóttu iðk- endur þess. En þegar knattspyrn- an fékk fastar leikreglur, var skipulögð i lið, fékk dómara, og leikmenn fengu hver sitt ákveðna hlutverk á vellinum, féil allt i ljúfa löö og fólk var hvatt til að stunda þetta. Nú var þetta ekki lengur flótti frá helsi og stifri skipulagningu vinnunnar. Hug- myndafræöi og skipulag iþrótt- anna i auðvaldsþjóðfélagi mótast vilanlega af umhverfinu. Undir- staðan er samkeppnin. Sá sterk- asti, duglegasti og sá sem getur fjárfest mest vinnur yfirleitt. Al- vara þessarar samkeppni er mun meiri en leikgleðin, sem rikja ætti i iþróttunum. Samkeppnin verður æ harðari, þegar kemur út i at- vinnumennsku (jafnt dulbúna sem opinskáa). Þessi samkeppni, þar sem allir eru sagðir hafa jafna möguleika, er notuð til að breiða yfir þá samkeppni, sem rikir i auðvaldsþjóðfélagi, þar sem tækifærin eru vægast sagt dálitiö misjöfn. En eru nú allir jafnir innan iþróttanna? Nei, þvi fer fjarri. Allir þekkja kynþáttastefnu Suð- ur-Afriku og Ródesiu, og hún kemur skýrt fram i iþróttunum Er íþróttaskipulag nútímans ætlað for- réttindastéttunum? eins og dæmið frá siðustu Ólym- piuleikum sýnir. Þá hindra efna- hagsaðstæður stóra þjóðfélags- hópa i ástundun margra iþrótta- greina. Svo er það nú ekki beint freistandi fyrir erf iðisvinnu- menn, sem þurfa kannski einnig að eyða löngum tima i ferðir tii og frá vinnu.að hlaupa út á völl i fót- bolta að loknum vinnudegi. Þetta sýnir, að áróður iþróttafrömuða og annarra um jafna möguleika allra til iþróttaiðkana er mesta froðusnakk. En eitt er það atriði, sem af- hjúpar hvað gleggst það kúgunar- hlutverk, sem iþróttunum er ætl- að i borgaralegu þjóðfélagi, og það er hin stifa aðgreining kynj- anna, sem rikjandi er á iþrótta- sviðinu. A fjölmörgum sviðum þjóðfélagsins er unnið að aukinni samvinnu kynjanna. En innan iþróttanna er barizt með kjafti og klóm gegn öllum tilhneigingum til sliks og á fáumsviðum þjóðfélags- ins er hræðslan við kynhvötina eins mikil. tþróttir eru likams- rækt og kynlifið er eðlilegur þátt- ur mannlegrar tilveru, svo sjálf- sagt væri, að karlmenn og kven- menn iðkuðu iþróttir saman — ræktuðu likama sina i óþvinguðu samspili. En þegar hafðar eru i huga hinar margfrægu kyngrein- ingar á alþjóðamótum og háir múrveggirnir milli kvenna- og karlabústaða á ólympiuleikun- um, mætti halda að iþróttaleið- togar væru samsafn gamalla viktorianskra kellinga og ihalds- samra skólastjóra, sem ekki geta hugsað sér, að likaminn saurgist af sinni eðlilegu starfsemi. En svarið er ekki svo einfalt. Heil- brigt kynlif getur nefnilega haft frelsandi áhrif; og hlutverk sam- keppnisiþróttanna er að kúga og bæla en ekki að frelsa. Sam vinna kynjanna á iþróttasviðinu gæti sumsé endurvakið leikgleð- ina og stefnt alvöru samkeppn- innar i hættu. Og þá væri búið að grafa undan aðlögunarmætti iþróttanna. Eitt dæmið enn, sem gengur i sömu átt, er hin siaukna áherzla, sem lögð er á stjörnuiþróttir. Þetta gerist á kostnað iþróttaiðk- ana fjöldans, t.d. vegna þess, að stjörnuiþróttirnar gleypa helftina af öllum fjárveitingum til iþrótta. Þaðerubyggð stórkostleg iþrótta- mannvirki, sem stjörnurnar ein- ar fá notið.i stað þess að byggja fleiri og minni, sem fjöldinn getur haft bagn af. Stjörnudýrkunin er varin með þvi, að hún örvi æsku- lýðinn til þátttöku. betta getur verið rétt. En það er önnur hlið á þessu máli engu litilvægari og hún er sú, að stjörnudýrkunin leiðir af sér óvirkt áhorfendahug- arfar — áherzlan á einstaklinginn hefur i för með sér að fjöldinn er gerður óvirkur. f þessu sambandi er hlutverk fjölmiðlanna mikilvægt. Þeir ala miskunnarlaust á stjörnudýrkun- inni. Ef hugaðer að ástandinu hér á tslandi i þessum efnum, kemur þetta glögglega i ljós. A hverjum degi eru margar siður allra blaða helgaðar iþróttunum — jafnvel gefnir út blaðaukar þegar mikið liggur við — og himinhrópandi meirihluti rýmisins er undirlagð- ur stjörnuiþróttunum. Eitt dæmi um þetta er, að þegar einhver skólinn vigir leikfimishús hefst mikið ramakvein á iþróttasiðun- um, og öllum hugsanlegum yfir- völdum er úthúðað fyrir, að gólf- flöturinn sé ekki nógu stór til að stjörnurnar geti athafnað sig á honum. Svo eru það öll viðtölin við stjörnurnar, brúðkaupsmynd- irnar af þeim, útnefningar „bezta iþróttamanns ársins” o.s.frv. Ekki má skiljast svo við iþrótt- irnar að ekki sé getið fyrirbrigðis þess, er Ólympia nefnist, en ein greinin i Kontrast fjallar ein- göngu um þá stóru rós, sem allar rikisstjórnir keppast um að fá i hnappagatið. Coubertin hét hann, sem endur- lifgaði ólympiuleikana — fransk- ur barón og skáld. Hann var trú- aður og hafði eftirfarandi viöhorf til iþróttanna: „Fyrir mér eru iþróttir trúarbrögð með sina kirkju, kenningar og siðvenjur . . . og i rikum mæli blandnar trúar legri tilfinningu.” Hjarta Cou- bertins þessa er nú varðveitt i Ólympiu i Grikklandi. Aðaldeiluefni hverra Ólympiu leika er reglan um áhugamennsk- una. Um það hefur téður Coubert- in þetta að segja: „Mér stóð per- sónulega á sama. Núna (1935) þori ég að viðurkenna það: ég hef aldrei haft neinn sérstakan áhuga á þessu máli.’” En Avery Brund- age hefur aðrar skoðanir, og það er lika ofur skiljanlegt. Hann er nefnilega miljóneri sem og flest ir meðíimir ólympiunefndarinn- ar, og fyrir slika menn er vitan- lega auðvelt að lita á iþróttirnar sem fristundagaman —• þær eru það hjá þeim. En ef fátækur verkamaður, eins og austurriski skiðakappinn Karl Schranz var einu sinni, ætlar að ná á toppinn, þýðir ekkert að taka iþróttirnar sem fristundadútl. Hann verður nauðugur viljugur að ganga á mála hjá einhverjum sportvöru- auðhringnum, m.ö.o. gerast at- vinnumaður. Og það er athyglis- vert, að þegar þessi dulda at- vinnumennka er komin i spilið, hætta menn að skiptast eftir þjóð- ernum eða hugsjónum og taka af- stöðu eftir þvi hjá hvaða auð- hringum þeir eru ráönir. Þannig lentu þau i andstöðu á Sapp- oro—leikunum Karl Schranz (auglýsir Kneissl skiðavörur) ög landa hans Anne-Marie Pröll (Atomic). Siðustu árin hafa mikl- ar pólitiskar deilur risið við hverja Ólympiuleika. Kynþátta- málin hafa verið þar efst á blaði. Og á siöustu tveim leikum hafa bandariskir negrar mótmælt af sjálfu altari Coubertins — verð- launapöllunum. Rikisstjórnir keppast um að fá að halda leikana, þvi ekki getur betri yfirbreiðslu yfir mótsagnir i þjóðfélaginu (dæmi: Mexikó-leikarnir 1968) né betri auglýsingu á eigin ágæti (dæmi: Hitlers-leikarnir i Berlin 1936). En samt standa Ólympiu- reglurnar óhaggaðar og i þeim segir m.a.: „..alþjóðleg virðing og góðvild.” „..vinátta og friður milli þjóða..,” „Leikarnir eru samkeppni einstaklinga en ekki þjóöa.” Allt ber þetta að sama brunni: Ólympiuleikarnir eru stærsta sönnun þess, að hin gamla yfirbreiðsla Rómaveldis — brauð og leikar — er enn i notkun og endist vel. Hér hefur verið stiklað á stóru og efninu gerð alltof fátækleg skil. 1 ritinu er langtum fleiri hlutum gerð skil svo sem fyrirtækja- keppnum, iþróttaleiðtogum o.fl. Ef menn vilja kynna sér efnið nánar er þeim bent á að nálgast þetta hefti, sem er nr. 4, 1972. (Þ.H. tók saman.) SAMANTEKT UM ÍÞRÓTTIR UPP ÚR GREINUM í TÍMARITINU KONTRAST Hvirfilvindur breytinga í kjölfar Whitlams Nýr forsœtisráðherra Ástraliu lœtur hendur standa fram úr ermum Fyrsti forsætisráðherra Verkamannaf lokksins i Ástraliu i 23 ár, Edward Gough Whitlam, sem er 56 ára gamall, reyndist fram- kvæmdasamari strax í upphafi starfsferils sins sem forsætisráðherra fyrir um hálfum mánuði en nokkur fyrirrennara hans. Hann hófst þegar handa um efndir á loforðum flokksins um úrbætur i ýmsum málum, allt frá herþjónustuskyldu til getn- aðarvarna, þannig að sum- ir þeirra landa hans, sem höfðu háifvegis geispað sig genum kosningarnar, sitja nú eftir gapandi af undrun. Fyrst byrjaði hann á þvi að sverja sjálfur ásamt varafor- manninum, Lance Barnard, em- bættiseið mörgum dögum fyrr en venja hefur verið við stjórnar- skipti i Astraliu og, þar sem hann gat ekki tilgreint fullskipaða stjórn fyrr en eftir flokksráð- stefnu i jólavikunni, tók hann siálfur að sér.til bráðabirgða. 13 ráðherraembætti (þám. utan- rikisráðherrasætið, sem hann hyggst halda áfram ásamt for- sætisráðherrastörfunum) og setti Barnard yfir hin 14, sem eftir voru. Og þessi litla tveggja manna stjórn byrjaði þegar að hafa endaskipti á stefnu Astraliu i allfelstum málum, bæði innan- lands og á utanrikissviðinu. Jafnvel áður en hann sór em- bættiseiðinn var Whitlam búinn að kalla heim sendiherrann frá Taipei á Formósu og fela sendi- herranum i Frakklandi aö hefja viðræður við kinverska sendi- ráðsmenn i Paris um stjórnar- samskipti. Siðan var fastafulltrúa Astraliu hjá Sameinuðu þjóöun- um falið að styðja tillögur, sem miðuðu að hlutlausu svæði á Ind- landshafi og ennfremur var honum fyrirskipað að breyta fyrri afstöðu landsins til Rhodesiu og styðja héðan i frá ályktanir þriðja heimsins gegn hvitum yfirboður- um Rhodesiu. Upplýsingaskrif- stofu Rhodesiu i Sidney var skip- að að loka. Yfirvöldum Suður- Afriku var tilkynnt, að ekki yrði tekið á móti iþróttaliðum þaöan, sem valið væri i eftir kynþáttum, ekki einu sinni á leiðinni til ann- arra landa. A blaðamannafundi sagðist Whitlam keppa að sjálf- stæðari afstöðu Astraliu i al- þjóðamálum, samdrætti i her- búnaði og ákveöinni afstöðu gegn kynþáttamisrétti. Herþjónustuskráning var stöðvuð og sjö ungum mönnum, sem setið hafa i fangelsi fyrir að neita að gegna herþjónustu, sleppt úr haldi. Þeim tólf þúsund- um sem nú gegna herþjónustu var gefinn kostur á, annaðhvort að hætta eða ljúka 18 mánaða timabilinu með aukaþóknunum; sjálfboðaliðum i herinnvar boðin þúsund punda endurskráningar- þóknun. Aströlsku hermönnunum 140, sem enn voru eftir i Vietnam af þeim 8000, sem voru þar 1968, var skipað að koma heim fyrir jólin. Aðalaðgerðir Whitlams innan- lands voru loforð um stórauknar Frá Canberra fjárveitingar til fræðslumála. samgangna og heilbrigðismála. Hann lét staðfesta að nýju, að dregið yrði stórlega úr erlendri fjárfestingu og bannaði að selja eða leigja land, sem frumbyggjar Astraliu gerakröfu tileignarréttar yfir. Af smærri málum innan- lands má nefna að hann afnam m.a. aukaskatt á vin og sem skyndiárás á fyrri stjórn aflétti hann banni.á sýningu kvikmynd- arinnar „Portnoy’s Compiaints.” Whitlam felldi niður 27,5% sölu- skatt á getnaðarvarnapillum og ákvað að þær skyldu fáanlegar gegnum almenningsheilbrigðis- þjónustuna á lágmarksverði. Og hann þrýsti i gegn samþykkt á grundvallarreglu um jöfn laun karla og kvenna. Að visu hefur Whitlam ekki enn viðurkennt op- inberlega tvö sjónarmið, sem eiginkona hans, Margret, hefur látið i ljós: að leyfa eigi fóst- ureyðingarað lögum og að ekkert sé athugavert við að barnlaus pör lifi saman án þess að vera gift. Samt leizt einni af þekktari kven- frelsisbaráttukonum heims, Ger- maine Greer, sem hefur verið heima i Astraliu i frii, nógu vel á aðgerðirnar til að lýsa yfir i blaðaviðtali, að vel gæti verið, að hún settist aftur að heima i Astra- liu nú, fyrst komin væri Verka- mannaflokksstjórn. Ein margra aðgerða Whitlams i þvi augnamiði að losa um hefð- bundin tengsl Bretlands og Astra- liu var að leggja af þann sið að Ástraliumenn væru slegnir til riddara eða fengju aðra hirðtitla og tignarmerki hins svokallaða Heiðurslista drottningarinnar. (1 rauninni hafa listarnir verið út- búnir af þeim, sem við völd hafa verið hverju sinni, og titlum og öðrum venjulega úthlutað trygg- um vinum og stuðningsmönnum). Whitlam, sem þegar hefur lýst yf- ir, að hann muni láta ástralskan þjóðsöng koma i stað „God Save the Queen,” tilkynnti ennfremur, að hætt yrði opinberum konung- legum heimsóknum til Astraliu. Og i siðustu viku spáði nýskipað- ur sendiherra hans i Bretlandi, fyrrverandi stjórnmálamaðurinn John Armstrong, að ef til vill yrði Ástralia lýðveldi. Vera má, að einhverjir Ástra- liubúar hafi enn ekki náð andan- um til að mótmæla þessum hvirf- ilvindi breytinga. En yfirleitt virðist þjóðin þó fylgja stefnu Goughs Whitlams og ekki verður einu sinni vart verulegrar and- stöðu i málgögnum stjórnarand- stöðunnar. I ihaldsblaðinu „Age” i Melbourne, segir einn þekktari pistlahöfundur landsins, Geoffrey Hutton, að i straumi ákvarðan- anna frá Canberra hafi ásýnd Ástraliu tekið meiri stakkaskipt- um en nokkru sinni eftir strið. At- kvæðastraumurinn, sem kom Whitlam til valda, skrifar hann, hafi hrist Astraliumenn uppúr mosagróinni afstöðu fyrri kyn- slóðar og breytt þeim úr kjöltu- rökkum i veiðihunda.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.