Þjóðviljinn - 21.01.1973, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.01.1973, Blaðsíða 1
MOWIUINN Suniiudagur 21. janúar 1973—38. árg. 17. tbl. KRO ÞAÐ BORGAR SIG AÐ VERZLA í KRON í DAG Breiðholt hf. að hefja byggingu 92 íbúða við Kríuhóla Breiðholt h/f er nú að ljúka við að steypa upp húsið að Æsufelli 4, sem er 8 hæða ibúðarblokk, en lokið cr bygg- ingu Æsufells 2 og 6, sem eru samskonar blokkir. Næsta verkefni Breiðholts h/f er bygging tveggja ibúðarblokka við Kriuhóla 2 og 4 sem verður fremst á Breiðholtsbrúninni uppaf Elliðaánum. t fyrradag var hafizt handa við að grafa grunninn fyrir þessar blokkir. Guðmundur Einarsson framkvæmdastjóri Breiðholts h/f sagði i stuttu viðtali við Þjóðviljann i gær að þarna yrði um tvær 7 hæða blokkir að ræða með 47 ibúðum hvor. — Við erum ekki alveg til- búnir með sölu á þessum ibúð- um, sagði Guðmundur, vegna þess að við höfum hingað til orðið að selja okkar ibúðir á föstu verði, en höfum sótt um að fá að hafa ibúðirnar visi- tölutryggðar á byggingar- timabilinu. Það eru lög sem banna að þetta sé visitölu- tryggt, og við höfum sótt um heimild til Seðlabankans um trygginguna. Við teljum okkur ekki getað áætlað verðbólguna fram i timann og þvi er ekki hægt að selja á föstu verði. Þá sagði Guðmundur að Breiðholt h/f hefði sótt um framkvæmdalán til húsnæðis- málastofnunarinnar fyrir þessar blokkir eins og fyrir blokkirnar við Æsufell og hefði Breiðholt h/f góða von um að fá samskonar fyrirgreiðslu. Mikil eftirspurn er eftir þessum ibúðum við Kriuhóla, jafnvel þótt þær séu enn bara á pappirnum. Sagöi Guð- mundur að sennilega hefði Breiðholt h/f getað verið búið að selja þær ef ekki væri beðið eftir svari með visitölutrygg- inguna. — S.dór. Norðmemi segja meiningu sína OSLÓ — A föstudagskvöld efndi fulltrúaráð verkalýðsfé- laganna i Osló til niótmæla- göngu gegn Vietnamstriðinu. 5—10 þúsund manns gengu undir blysum á stóran útifund, þar sem m.a. formaður norska alþýðusambandsins, Thor Aspcngrcn, hélt ávarp, og krafðist þess að loftárásum skyldi þegar hætt i Víetnam og friðarsamningur undirritaður. „Víetnam er orðið tákn um þjáningu og þolgæði, en einnig um það að fjarlægöir hafa ekkert að segja þegar sam- stöðukenndin vaknar hjá fólki”, sagði Aspengrcn. í vikulegri útvarpsdagskrá fyrir ungafólkiö i dag, sunnu- dag, er einvörungu rætt um Vietnamstríðið. Þar koma fram fulltrúar norskra Víet- namnefnda og æskulýðssam- taka i Noregi, auk annars efn- is. Hér er verið að ýta uppúr grunninum að Kriuhólum 2—4, þar scm Breiöholt h/f er að hefja byggingu 92ja ibúða i tveim 7 hæða blokkum. Sverrir Kristjánsson.sagn- fræðingur skrifar i Þjóðviljann i dag grein, sem heitir „Göinul rninning”. Sverrir rifjar upp minningar frá árinu 1946, þegar hann var frambjóðandi Sósialistaflokksins i Gullbringu- Jig Kjósarsýslu. Grein Sverris er á siðum 10,11 og 12. A 3ju s-iðu Þjóðviljans i dag birtum viö ræðu, sem Svava Jakobsdóttir alþingismaður flutti nýlega — „Hersetan grefur undan trú á eigin sjálf- stæði”. Við birtum i dag leiöbeiningar frá rfkisskatt- stjóra um skattaframtöl ásamt yfirlitstöflu, sem Þjóð- viljinn hefur látið gera, um hvernig reikna megi út væntanlega skatta hvers og eins. Þetta efni er á 13. 14.og 15. siöu. Suður-Y íetnam Lairc/ ráðleggur vopnahlé en það sé ekki sama og friður SAIGOJ>/ír’ARlS 20/1 — 1 dag var háð iin mesta orrustan á landi 1 marga mánuði á milli sveita þjóðfreisishersins og herliðs Saigon-stjórnarinnar hermir I fréttum UPI. Bardagasvæðið er rúmlega 60 kílómetra Irá höfuð- borg Suður-Vietnams, og er þar gúmekra i eigu franska auð- hringsins Michelin. Ekki er þess getiö hvort Bandarikjamenn liafa sent B-52 sprenguþotur sinar á vettvang. Sagt er i Paris að bandariski sendifulltrúinn Jack Kubbitsch hafi rætt ástandið i Vietnam við utanrikisráðherra Frakka, Maurice Schumann, en ráðherr- ann átti á föstudaginn fund með æðsta sendimanni Norður-Viet- nama i Paris, Vo Vang Sung. Það er haft eftir embættismönnum i franska utanrikisráðuneytinu að þeir telji að friðarsamning muni verða unnt að undirrita i Paris á þriðjudag. Bandariski hershöfðinginn Haig mun nú hafa lokið timafrek- Washington 20/1 — Hátíðahöldin við endurnýjaða embættistöku Nixons Bandarikjaforscta i dag standa i skugga Vietnamstriðsins og allra þeirra hörmunga scm stefna hans hefur valdið þjóð þessa fjarlæga Asiulands. Margir þingmenn, ekki aöeins úr and- stöðuflokki Nixons, Demókrata- flokknum, hcldur einnig úr hans eigin flokki, Repúblikanaflokkn- um, inunu ekki sækja hátiðahöld- in, og það mun mótframbjóbandi Nixons við forsetakjörið, Mc- Govern, ekki gera heldur. Gi/.kað er á, að allt að þriðjungur þing- manna hunzi embættistöku Nixons. Hópar sem berjast fyrir friði i Vietnam liafa skipulagt friðsamlegar mótmælagöngur sem búizt er við að tugir þúsunda hvaöanæfa að muni taka þátt i. Er ,landhelgisverk- fall’ í aðsigi? t nwnnw _ on/i _ LONDON — 20/1 NTB/Reuter — Á fundi i útgerðarbænum Grimsby i gærkvöldi gerði hópur sjómanna samþykkt um það að fara i verkfall ef brezki sjóherinn verður ekki settur til verndar brezku togurunum á íslands- miðum. um viöræðum við Thieu forseta i Saigon. Af opinberra hálfu i Saigon kvað þvi vera haldið fram að Thieu sé i aðalatriðum ánægð- ur með samningsdrög þeirra Kissingers og Le Duc Thos. Sennilega verði þau undirrituð fyrir 3. febrúar þegar Tethátiðin gengur i garð i Vietnam. Melvin Laird, sem gegndi embætti hermálaráðherra i stjórn Nixons á fyrra kjörtima- bili, réð Suður-Vietnam til þess á föstudaginn að fallast á vopna- hléssamning i Vietnam, en ekki gæti hann gefiö neina tryggingu fyrir þvi að vopnahlé leiddi til varandi friðar i landinu. En ef Suður-Vietnam getur ekki sjálft ráðiö við öryggisvandamál sin með tilstyrk þeirra tækja sem það hefur þegar fengið frá Bandarikjunum, verði erfitt að fá frekari aðstoð Bandarikjamanna. S j álf k j örið Dagsbrún Klukkan 6 á föstudag rann út frcstur til að skila framboðslist- um við stjórnarkjör I Verka- mannafélaginu Dagsbrún. Aöeins einn listi kom fram, bor- inn fram af stjórn og trúnaðar- ráði félagsins. Er stjórnin þvi sjálfkjörin, en hana skipa: Formaður: Eðvarð Sigurðsson Varaformaður: Guðmundur J. Guðmundsson Ritari: Halldór Björnsson Gjaldkeri: Pétur Lárusson Fjármálaritari: Andrés Guð- brandsson Meðstjórnendur: Baldur Bjarnason og Pétur Pétursson Varastjórn: Ólafur Torfason, Högni Sigurðsson og Guðmundur Sveinbjarnarson. I fyrra komu fram tveir listar við stjórnarkjör i Dagsbrún, en þá hlaut A-listi stjórnarinnar 1566 atkvæði en B-listi andstæðinga Dagsbrúnarstjórnarinnar 212 at- kvæði. Stórorusta háð í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.