Þjóðviljinn - 21.01.1973, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 21.01.1973, Blaðsíða 2
2.SÍDA — Þ.JÓÐVIL.JINN Sunnudagur 21. janúar l!)7:t Leiður leirburður Hvers vegna skyldu ís- lenzkar hljómsveitir syngja enska texta á plötum sín- um? Þetta er spurning sem margir hafa velt fyrir sér um langa hríð og ekki feng- ið viðunandi svör við. Verið getur að þarna ráði að ein- hverju leyti vonin um að koma plötum inn á erlend- an markað, að minnsta kosti benda svör sumra hljómsveitarmeðlima til að svo sé, þegar þeir hafa verið spurðir. Einnig hafa þeir svarað eitthvað á þá leið, að enska væri alþjóð- legt poppmál. Upphafs- menn þessararenskualdar í poppinu eru Hljómar og síðan Trúbrot, og þegar þetta er ritað hef ég fyrir framan mig þrjár plötur Trúbrots og eina nýút- komna plötu Náttúru. Ef athuguð er plata Trúbrots „Undir áhrifum" þá eru allir textarnir, að undanteknum ein- um, á ensku. Hinar plöturnar, „Lifun"og „Mandala", innihalda ekki einn einasta texta á islenzku. Þegar textarnir eru athugaðir þá kemurgreinilega i ljós, að þeir eru samdir af mönnum sem hafa ekki fullt vald á tungumálinu sem þeir eru þó að buröast við að semja ljóð á. Orðafátækt er áber- andi og sömu hugmyndir og sömu orðasambönd koma fyrir aftur og aftur t.d. „and I'm living", „am I really living?" Einnig eru ýmis orð sem eru mikiö notuð, svo sem endless, darkness, eternity o.fl. Ekki veit ég hvort textahófund- ar telja sig hafa einhvern boðskap fram að færa eða nýja stefnuboðun einhvers konar, en hvort sem svo er eða ekki, þá ætti að standa þeim nær að yrkja á móðurmálinu fremur en ensku sem þeir eru varla mellufærir á að þvi er virðist, þvi boðskapur- inn ætti að öllu jöfnu að komast betur til skila á islenzku hér á landi heldur en annars,og enginn Fullbókaó.. Nú árið er liðið og flestir búnir að loka bókhaldinu með tvöföldu striki, sem merkir að allar upplýsingar um rekstur fyrirtækisins á síðastliðnu ári eru komnar á einn stað, Samt er ekki til setunnar boðið. Upplýsingarnar verður að nota til samanburðar, til áætlanagerðar, til aðstoðar á nýju ári. En til þess þarf nýjar bækur. Með nýju ári koma nýjar færzlur, nýjar ákvarðanir, nýjar bókhaldsbækur. Þér fáið réttar bækur hjá Pennanum. Gssm HAFNARSTRÆTI 18 LAUGAVEGI 84 LAUGAVEGI 178 SÍÐAN tekur mark á þeirri staðhæfingu að erfiðara sé að syngja á is- lenzku en ensku, fyrir svo utan það, að ég efast stórlega um að nokkur islenzk hljómsveit komist inn á erlendan markað með hljómplötu á næstunni, þvi engin þeirra hefur neitt frumlegt eða ferskt fram ao færa. Engin ein- asta islenzk plata sem kom út á siðasta ári hefur neitt sérstakt við sig sem gerir hana athyglisverða fyrir erlendan markað, þvi allt er þetta venjuleg popp-músik, ekk- ert athyglisverðari en hljómlist þeirra þúsunda hljómsveita sem berjast um á hæl og hnakka er- lendis að koma á framfæri hljóm- list sinni. Að þvi er mér hefur verið sagt a.f fróðum mönnum i ensku máli, þá ná textar Náttúru hátt hvað leirburð snertir, og i þeim koma gjarnan fyrir setningar sem enga stoð eiga i ensku máli fyrir svo ut- an allar prentvillurnar sem vaða uppi á textablaðinu. Einhvers staðarer t.d. talað um „ships and sailboats, submarines waiting to die" hvernig svo sem þessir hlutir aetla að fara að þvi. Megum við kannski vænta skýringa á næstu plötu? Umsjón: Stefán Asgrimsson önnur rassbaga: „Endless bodies laying at your feet". Löng lik það, sem ekki sér fyrir endann á. Textinn við lagið Gethsemane Garden er að minum dómi sá bezti á plötunni, en þá kemur annað til/en það er söngur Karls Sighvatssonar sem er hörmuleg- ur. Karl er afskaplega illa mæltur á enska tungu og gengur honum brösulega að fá textann til að falla að laginu og hefði Shady bet- ur sungið það. Ef íslenzkar hljómsveitir hyggjast halda áfram að gefa út plötur með enskum textum, þá telst þeim ráðlegt að leita fyrir sér með höfunda, sem eru betur að sér i enskri tungu og enskum hugsunarhætti og þá kæmi auð- vitað innfæddur maður helzt til greina, Breti eða Bandarikja- maður. Hlýtur þá að leggjast niður sá leiði textaleirburður sem nú tiðk- ast, allavega ætti þá enskumæl- andi fólk að skilja enskuna á „is- lenzkum" poppplötum. TRÚBROT HÆTTIR Sú fregn hefur borizt, að hin ný- endurskipulagða hljómsveit Trú- brothafi nú hætt störfum og verið leyst upp. Forsaga þessa máls mun vera þannig að Rúnar Júliusson mun hafa verið óánægður með hljóm- listarstefnu hljómsveitarinnar nú um nokkra hrið og þvi sagt upp. Greip þá Gunnar Þórðarson tæki- færið og hætti einnig, þvi honum hafði áður boðizt starf með Rió trióinu i fyrirhugaðri hljómleika- för þess til Bandarikjanna á næst- unni. Er þvi sýnt, að ferill Trúbrots er á enda, en hljómsveitin hefur verið mjög stefnumótandi hér á landi allt frá stofnun árið 1967, en þá skipuðu hljómsveitina þau Shady Owens, Gunnar Þórðarson, Karl Sighvatsson, Rúnar Július- son og Gunnar Jökull Hákonar- son. Hljómsveitin „debúteraði" i Húsafelli sama sumar og lék þá ekki vafi á að þarna var á ferðinni bezta hljómsveit sem komið hafði fram á sjónarsviðið hér á landi. Hljómsveitin var endurskipu- lögð fyrst á þann hátt að eftir að Gunnar Jökull og Karl hættu þá komu Magnús Kjartansson og Ólafur Garðarsson i hljóm- sveitina og fluttu þeir félagar tón- list i anda Crosby Stills og Nash. Eftir að Ólafur hætti eftir skamma veru i hljómsveitinni kom Gunnar Jökull aftur og hófst þá blómaskeið Trúbrots og var Saltvikurhátiðin hápunktur þess. Siðasta endurskipulagning Trú- brots átti sér stað siðastliðið haust Ekki er gott að segja hvaða hljómsveit kemur til með að taka sæti Trúbrots, en það sæti er sannarlega vandfyllt, og í fljótu bragði kem ég ekki auga á neina. Minning Rúnar Gunnarsson Nýlega lézt hér i Reykjavik Rúnar Gunnarsson hljómlistar- maður. Rúnar var um árabil i fremstu róð popphljómlistarmanna hér- lendis og var driffjöður hljóm- sveitarinnar Dáta, gitarleikari, söngvari og tónskáld. Rúnar starfaði með Dátum frá stofnun hljómsveitarinnar og þar til hún leystist upp og liðsmenn hennar héldu sitt i hverja áttina og gekk Rúnar þá i hljómsveit Ölafs Gauks og starfaði með þeirri hljómsveit um nokkurn tima og átti meðal annars sinn hlut að plötu. sem hljómsveitin gaf út. með þjóohátiðarlögum frá Vestmannaeyjum. Rúnar hafði sinn sérstaka stil t>æði hvað snerti söng og laga- smiðar, og urðu mörg laga hans þekkt um land allt bæði i flutningi hans sjálfs og annarra, og meðal ciiinarra fluttu Hljómar lög eftir hann á plötu á sinum tima. Við vottum foreldrum og ætt- ingjum Rúnars samúð okkar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.