Þjóðviljinn - 21.01.1973, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 21.01.1973, Qupperneq 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 21. janúar 1973 Sunnudagur 21. janúar 197^ ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 Karítas Skarphéöinsdóttir Það var á hinum hvítu hveitibrauðsdögum Nýsköpunarstjórnarinnar 1946. Vor var í lofti, sól í há- degisstað og lauf fylltu sal. En þó máttu skyggnir menn þá þegar sjá að nokkur bliknuð blöð voru farin að falla innan sparlakanna á línstroknar rekkjuvoðir stjórnarflokk- anna. Á þessu vori var kvatt til alþingiskosninga. Ólalur Thors hafði verið krýndur þinghöfðingi Gullbringu- og Kjósarsýslu allt frá þvi hann var kosinn á alþing i fyrsta skipti og að sjálfsögðu var hann i fram- boði fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Frambjóðandi Framsóknar var Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri Timans. Framsókn var þá einn islenzkra l'lokka i stjórnarand- slöðu — vildi ekki væta sinar við- kvæmu sundfitjar i „gumsinu”, svo sem einn fremsti stjórnmála- maður flokksins orðaði það á þessum misserum, er verið var að breyta yfirbragði fslands til sjávar og sveita. Guðmundur t. Guðmundsson, núverandi sendi- herra i Stokkhólmi, var lram- bjóðandi Alþýðuflokksins. Hann var um þetta leyti sýslumaður i Gullbringu- og Kjósarsýslu, en sem kunnugt er þykir það góð pólitisk vigstaða að hafa yfirvald kjiirda'mis i Iramboði til Alþingis. En enn var óráðið um fram- hjóðanda Sósialistaflokksins, sem átt hafði þó eiginlega hug- myndina að Nýsköpunar- stjórninni. ()g hver skyldi hreppa það hnoss? Mór helur verið sögð sú saga, að Ólafur Thors hal'i komið að máli við félaga Brynjólf Bjarna- son, sem var menntamálaráð- herra i rikisstjórninni, og sagt við hann: Heyrðu Brynjólfur, getið þið ekki boðið fram góðan komma i Gullbringu- og Kjósarsýslu? Brynjóllur virtislekki á stundinni geta komið lyrir sig tagltækum „góðum komma" i flokknum og spurði Ólaf, hvort hann hefði nokkurn sérstakan i huga. — Já, sagði Ólafur, það er hann Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur, hann mundi ég velja til framboðs, ef ég mætti ráða. (NB. Hvort þetta er saga eða þjóðsaga getur Brynjólfur vinur minn einn borið vitni um, en ég sel hana ekki dýrar en ég keypti.) Nú, en hvað sem þvi liður, þá bar svo við, að Eggert Þor- bjarnarson, framkvæmdastjóri Sósialistaflokksins, kom að máli við mig og sagði að ílokks- forustan bæði mig um að fara i framboð fyrir flokkinn i Gull- bringu- og Kjósarsýslu. Eg prjónaði eins og ólmur foli og kvaðst aldrei mundu fara i Iramboð i þvi kjördæmi né neinu öðru, þótt falt væri. Flokks- ritarinn laumaði þá aö mér þeirri Ireistingu, að samkvæmt gerðum útreikningum væru töluverðar likur á, að ég yrði alþingismaður — ef ég stæði mig vel! Þá fyrst varð ég ókvæða viö: hégómleg metorðagirnd min hefur staðið tii ýmissa átta, en aldrei til dyranna á þvi húsi sem snýr að Austurvelli og þjóðhetjunni Jóni okkar Sigurðssyni. En Flokkurinn gafst ekki upp að heldur. Ég var ný- giítur um þetta leyti og hleraði það siðar, að talað hefði verið við konu mina, Binu Kristjánsson, og hún beðin að hafa áhrif á hinn nývigða brúðguma i þá veru, að hann tæki framboðinu. En jafnvel forlölur hennar hrinu á mér eins og vatn á gæs. Þá var loks brugðið hinu breiða spjóti Sósia lis ta f lokksi ns : Einari Olgeirssyni. Hann bað m. g að koma til sin og sagði m-ér að flokknum væri það mikið i nvun að ég færi i þetta framboð. Ég er nú kominn á þann aldur að mér er óhætt að ganga til opinberra skrifta,og ég skal játa, að Einar Olgeirsson var og er sá flokks- félagi minn sem mér veitist erfiðast að neita um bón, ef hann telur eitthvað við liggja. Með innilegum lunta tók ég hinn beiska bikar og tæmdi i botn. Ég gafst sem sagt hreinlega upp l'yrir fortölur Einars Olgeirsson- ar, og nú var hægt að auglýsa: Sverrir Kristjánsson er i fram- boði l'yrir Sósialistaflokkinn i Gullbringu- og Kjósarsýslu Bæði þá og siðar hef ég verið að velta þvi fyrir mér, hvers vegna i ósköpunum væri lagt svo mikið kapp á að leggja þennan pólitiska húskrossá mig: framboðið i Gull- bringu- og Kjósarsýslu. Ég var illa launaður framhaldsskóla- kennari að atvinnu, sagn- fræðingur að nafnbót, hneigður fyrir sögugrúsk i tómstundum minum, þegar ég þá ekki létti mér upp viö áhyggjulaust svall þeirrar tegundar, sem talið er skylt mannlegri lifsgleði. Ég var, að ég held, fremur trygglyndur flokksmaður, en hafði lag á að humma fram af mér daglega pólitiska önn flokksstarfsins. Ég var satt bezt að segja fremur illa að mér i dagmálapólitikinni, og þvi fann ég átakanlega til smæðar minnar þegar ég átti að 'eika hið vandasama hlutverk „góða kommans” á þingmálafundum i Gullbringu- og Kjósarsýslu. En hitt þótti mér kynlegast að Ólafur Thors skyldi nefna nafn mitt þegar velja átti i framboð pólitiskan andstæðing i hans eigin kjördæmi. Ég held þó ég hafi komizt snemma aö þvi, hvar fisk- ur lá undir steini. Ólafur var auð- vitað jafnöruggur i kjördæmi sinu og erfðaprins i einvaldsriki. En hann hafði nokkurn beyg af Guðmundi t.Guðmundssyni. Hann óttaðist að yfirvald Gullbringu- og Kjósarsýslu mundi vegna að- stöðu sinnar teygja til sin fleiri atkvæði en góðu hófi gegndi og rýra þannig sæmd Thorsætt- arinnar. ólafur Thors vissi auð- vitað hve kærleikurinn var heitur með kommum og krötum og þvi var það ætlun hans að fá komma i framboð, er væri liklegur til að tina nokkur atkvæði af kratanum. Persónulega hafði Ólafur Thors mikla skömm á Guðmundi í. Guðmundssyni enda hef ég sjaldan séð svo ólika karaktera: Ólafur — gneistandi eldur, Guðmundur 1. — grátt frá- rennslisvatn. Ég hygg að Ólafur Thors hafi verið mikill mannþekkjari svo sem titt er um menn sem um langan aldur hafa siglt allan sjó stjórnmálanna. En ég er hræddur um að honum hafi brugðizt boga- listin, er hann taldi mig liklegan til að næla atkvæðum frá Guömundur t. Guðmundur var á margan hátt slyngur stjórnmála- maður á sinu afskorna sviði: innan marka sýslu og hrepps synti hann léttum sporðaköstum Sverrir Kristjánsson sagn- fræðingur skrifar eins og gullfiskur i keri. Mér er þvi nær að halda, að ég hafi ekki náð einu einasta atkvæði frá sýslumanni Gullbringu- og Kjósarsýslu. Svo var það að við Ólafur Thors þekktumst fjarska litið persónu- lega. Ég hitti hann i fyrsta skipti strákur i skóla (ég held ég hafi verið i 5. bekk). Ólafi hafði verið boðið á fund i Framtiðinni og ræddi að sjálfsögðu um stjórn- mál; að visu var ég ekki orðinn kommi i þann tið, en þó heitur i andanum og þjarkaði við Ólaf Thors um sósialisma af mikilli kurteisi. Nokkrum árum siðar hittumst við á fundi islenzkra stúdenta i Kaupmannahöfn. t gleðivimu fundarins drukkum við dús úr sjálfri púnskollunni og þótti þá sumum taka i hnúkana er þeir litu auðvaldið og kommún - ismann drekka dús úr sömu krús Siðan minnist ég ekki að hafa talað við Ólaf fyrr en við mættumst frambjóðendur i kjör- dæmi hans. Fyrir stuttu var mér sögð sú saga, að einn ágætur háembættis- maður á tslandi hafi hringt i lærðan fræðimann i Reykjavik og spurt: Heyrðu góði, segðu mér: hvar er Kjalarnesið? Þegar ég var nú orðinn ábyrgur fram- bjóðandi flokks mins lét ég það verða mitt fyrsta verk að rannsaka legu Gullbringu- og Kjósarsýslu á landabréfi. Mér leizt hreint ekki á útlit kjördæmis mins og sýslu: löng og ólánleg og einhvernveginn liðamótalaus. Þegar ég ók siðar milli fundar- staða fúll i skapi, flögraði það stundum að mér, að eitthvert ættarmót mætti merkja i vaxtar- lagi sýslunnar og sýslumanns hennar. Ég var ekki i nokkrum vafa um, að sýslan mundi launa yfirvaldi sin frænd- semina. Að efnahagslegri og félagslegri gerð var Gullbringu- og Kjósar- sýsla æði sundurleit: þarna var stundaður sveitabúskapur land- bænda, sem aldrei reru til fiskjar, útvegsbændur, er stunduðu að mestu sjóinn, en höfðu einnig grasnyt og búpening, hreinir og klárir útvegsmenn, er höfðu tölu- verð umsvif og áttu fiskvinnslu- stöðvar, sjómenn og verkamenn i landi, sem áttu ekkert annað en vinnuaflið. Kjördæmið var þvi hlaðið miklum andstæðum, Karitas Skarphéðinsdóttir félagslegum og efnahagslegum. Til hvers fjandans var verið að setja fákunnandi bókabéus i framboð i slikt kjördæmi? A unglingsárum minum hafði ég fengið nokkra nasasjón af sveita- vinnu þegar ég barði mýrar- þúfurnar á Sámsstöðum i Fljóts- hlið hjá Klemenz bróður minum. En þekking min á fiskveiðum og sjávarfangi náði ekki lengra en til færis og önguls og ég hafði aldrei dregið bein úr sjó né fiskivatni. Ég sannfærðist um að Sósialista- flokkurinn hefði ekki getað valið vesælli vitsmunaveru til fram- boðs i þetta furðulega kjördæmi en Sverri Kristjánsson. Þrátt fyrir allt bætti ég þó að minnsta kosti spönn við pólitiska lifsreynslu mina. 1 tveimur sjávarplássum var rætt af mikl- um hita um vissar tegundir æðri veiðarfæra.Ég botnaði ekki neitt i neinu og hafði vit á að leiða þetta viðkvæma hagsmunamál sjávar- útvegsins algerlega hjá mér. 1 öðru sjávarplássinu fordæmdu menn þessa tegund veiðarfæra og frambjóðandi Alþýðuflokksins hét þvi af miklum alvöruþunga, að ef háttvirtir kjósendur vildu gera sér þá sæmd að kjósa sig á þing þá skyldi ekki standa á sér né flokki sinum að kippa þessu i lag og banna notkun svo gjör- spilltra veiðarfæra. En i hinu sjávarplássinu brá svo við, að þar vildu menn óðir og uppvægir nota til hins ýtrasta þau veiðarfæri, sem bannsungin höfðu verið á fyrri fundinum. Frambjóðandi Alþýðuflokksins, Guðmundur I. sýslumaður, tók þessari kröfu af skilningi og góð- vild. Ef háttvirtir kjósendur vildu Gömul minning gera sér þann sóma að kjósa sig á þing þá skyldi hann og flokkur hans vinna að þvi með oddi og eggju að efla gengi þessa veiðar- færis. Ég þarf auðvitað ekki að taka það fram, að ég skildi ekki hót i tæknilegri hlið þessa hitamáls. En eitt fór ég að skilja: hve vitt var til veggja i hjarta Guðmund- ar I. sýslumanns og fram- bjóðanda Alþýðuflokksins. Hann gat auðveldlega smeygt allri Gullbringu og Kjósarsýslu inn i þetta slóra hjarta og þurfti ekki cinu sinni að óttast hina frægu kransæðastiflu. Og þá fór ég að botna dálitið i stjórnmálasnilli sýslumannsins: hér stóð ég and- spænis hreppapólitikusi islenzk- um á heimsmælikvarða. A þess- um árum var heimsmælikvarðinn enn ekki orðið tungutamur tslendingum. A vorum dögum notum við sem kunnugt er ekki aðra mælistiku, jafnvel ekki þó við séum bara að sniða óbreytta Álafossvoð. Framboðsfundirnir, 11 að tölu, þumlunguðust áfram hægt og letilega eins og kúgdrepin klyfja- lest. F’undunum var komið svo fyrir, að fyrst héldu allir fram- bjóðendur frumræður sinar, siðan voru haldnar að þvi er mig minnir þrjár rifrildisræður, þar sem hver reyndi að ná sér kirfilega niður á andstæðingnum, siðan var fundi slitið. Alltaf voru þetta sömu ræðurnar, kannski einstaka sinnum með smávægilegum orðabreytingum — sama tuggan ellefu sinnum. Við vorum orðnir pólitisk jórturdýr. Einu sinni gerðist það milli funda, að við drukkum allir kaffi á einhverjum bæ á Suðurnesjum. Ég hóf þá máls á þvi, hvort þetta fyrir- komulag framboðsfunda væri ekki orðið með öllu úrelt. Ég stakk upp á þvi, hvort ekki væri hægt að koma þessu öllu i ný- tizkulegra horf svo sem eins og svona: hver frambjóðandi skyldi tala allar ræðurnar inn á plötu og yrðum við að sjálfsögðu að gera þetta sameiginlega i Reykjavik. Þessu næst skyldum við skjóta saman i stóran viðhengisvagn með járnrimlum og traustan vörubil lil dráttar. Ef viö vildum tengja saman germanska fornaldarhefð og tóntækni nú- timans mætti láta tvo hæggenga uxa draga vagninn, helzt hvita að lit, svo sem eitt tákn um sakleysi frambjóðenda og einlægni. Klæðaburði frambjóðenda i rimlavagninum skyldi haga eftir árstiðum: á heitum dögum i vor- kosningum skyldu fram- bjóðendur vera léttklæddir^ jafn- vel i sundfötum ef svo bæri undir, en i haustkosningum skyldu menn klæðast islenzkri ull, vetrar- frakka og óveðurstreflum. Með þessum hætti mundi margt vinnast: létta erfiði fram- bjóðenda og laða að miklu l'leiri kjósendur að hlýða og horfa á þingfulltrúael'ni kjördæm isins þar sem þeir sætu i járnrimla- vagninum með plötuspilarann á milli sin. Ég var töluvert hróðugur af þessari tillögu minni, en hún léll sýnilega meðal þyrna, framboðskollegar minir voru vist allir fremur konservativir i þessu efni og vildu ekki rjúfa gamla hefð islenzkra þingmálafunda. En áfram hélt timinn að liða silalega.og einn dag stöndum við frambjóðendurnir i Garðinum á Álftanesi. Það var liundi fram- boðsfundur okkar, aðeins einn fundur enn eftir og ég hlakkaði til loka þessarar pislargöngu eins og litið barn til jólanna. Fundurinn var haldinn i einni kennslustolu barnaskólans og var vel sóttur. Einhver framámaður sveitarinnar stjórnaði fundinum og gerði það með mestu prýði. Röð ræðumannanna var þessi: Ólafur Thors, Guðmundur 1. Guðmundsson, Þórarinn Þórar- insson, Sverrir Kristjánsson. Við vorum allir fremur léttir i skapi, enda farnir að kunna ræðurnar nokkurnvegin utanbókar eins og börn til spurninga, og komið að fermingu. Það var jafnan siður á sam- komunum, að fundarstjóri spurði háttvirta kjósendur hvort enginn þeirra vildi taka til máls. Ég minnist þess ekki, að kjósendur hafi neytt þessa lýðræðisréttar sins á fyrri fundum. En nú bar nýrra við. Fundarstjórinn bauð kjósendum orðið, þegar komið var að siðustu ræðulotu okkar frambjóðendanna. A aftasta bekk við austurenda1 skólastofunnar sat kona ein. Hún ris á fætur og biður um orðið. Við fram- bjóðendurnir sátum allir i röð hægra megin við pontuna eða kennaraborðið og höfðum lágt borð fyrir framan okkur til að geta krotað athugasemdir og minnisgreinar. Þegar konan bað um orðið var ekki laust við að léttur rafstraumur færi um okkur frambjóðendurna þar sem við sátum hlið við hlið á bekknum. Mér fannst við ekki ólikir saka- mönnum gripnum fyrir smá- hnupl. Auðsætt var, að fundar- stjóri bar ekki kennsl á konu þessa. Áður en hún gekk upp að pontunni vinstra megin tók hún af sér glitofið kasmirsjal og braut það saman i sinar eðlilegu iellingar. Fundarstjóri bað hana að segja til nafns sins. Hún svaraði: Ég heiti Karitas Skarp- héðinsdóttir. Enginn okkar fram- bjóðenda kannaðist við nafnið, svo var einnig um fundarstjórann og aðra kjósendur i barnaskóla- stofunni, að þvi er mér virtist. Mér varð starsýnt á konuna. Hún var klædd i skart. Skúfur skotthúfunnar féll meö þokka fram á aðra öxlina, fyrir ofan skúfinn var gullhólkur. Svört silkitreyja, upphluturinn féll fast að grönnu mittinu, silfur- millurnar glitruðu i birtunni sem lagði inn um gluggana. Hún var tæplega meðalkona á hæð miðað við vöxt islenzkra kvenna af hennar kynslóð, en mér virtist hún vera einhversstaðar á milli fimmtugs og sextugs. Andlitið fritt, hárið mikið og vel snyrt i fléttum, hnarreist var hún og upplitsdjörf. Hún leit rétt i svip yfir kjósendahjörðina, siðan nokkuð fastar á okkur sak- borningana á frambjóðenda- bekknum, og mér sýndist ekki betur en það brygði fyrir léttri fyrirlitningu i augnaráðinu, þegar hún horfði á okkur. Hún beiiti listrænni þögn um stund eins og æfð leikkona. Siðan hóf hún mál sitt. Það duldist engum, að hér talaði ekki viðvaningur. Oröin spruttu óhikuð af vörum hennar, setningarnar felldar í fast mót, tungutakið eins og þegar islenzkan er tærust, með ilm af innbornu blómgresi. KaritasSkarphéðinsdóttir beindi orðum sinum eingöngu að okkur lrambjoðendum og háfði ekki af okkur augun meðan hún talaði, fasteygð, og upphóf ræðu sina: Karitas: Það mál sem ég ætla að ræða hér á þessum stað er sjálf- stæðismálið. Hún þagnaði litið Framhald á 12. siðu. „Aðeins einn frambjóðendanna brosti ekki — Svcrrir Kristjánsson, fulltrúi Sósialistaflokksins. Hann sal yzt á bckknum, hljóður og hugsi, kannski hefur hann þá stundina borið sama áhyggjusvipinn og er á hinni frægu höggmynd franska listamannsins Rodins,Hugsuðinum”. — Mynd: llugsuður Uodins. „Eg sá ekki betur cn að harðsvíraðir vinmenn meðal kjósendanna viknuðu litið eitt við orð Ólafs Thors”. — Mynd: Ólafur Thors. „Honum lá ekki sérlega hátt rómur, hvessti röddina aldrei, hún var Ijúf og mild, hin þjálfaða rödd prókúristans I réttarsal, dálltið Ismeygileg”. — Mynd: Guðmundur 1. Guðmundsson. „Háttvirtir kjósendur Gullbringu-og Kjósarsýslu, ef þiö viljið stuðla að þingsetu minni mun Framsóknarflokkurinn berjast incö oddi og eggju fyrir þeim kröfum sem fram voru bornar i hinni snjöllu og ágætu ræðu Karitasar Skarphéðinsdóttur”. — Mynd: Þórarinn Þórarinsson. „Eg tók ekki þátt i þessum pólitisku ástaratlotum”. —Mynd: Svcrrir Kristjánsson, greinarhöfundurinn.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.