Þjóðviljinn - 21.01.1973, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 21.01.1973, Blaðsíða 12
12. SIOA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 21. janúar 197:) Karítas Skarphéðinsdóttir — Gömul minning Framhald af bls. 11 eitt, og nú lyftist brúnin á þessum fjórum á sakamannabekknum. Auðvitað vorum við allir sjálf- stæðismenn með litlu essi, Ólafur Thors meira að segja með stóru i þokkabót. Okkur hvarf hræðslan, sem við höfðum kennt i fyrstu, þvi að frambjóðendur bera oft lúmskan ótta fyrir k.jósanda, sem er óskrifað blað þangað til hann hefur krossað á kjörlistann. Nú var þögnin iiðin og konan héit áfram máli sinu. Karílas: En það sem ég tel mikilvægasta sjálfstæðismál islenzku þjóðarinnar er áfengís- málift.Og nú vil ég spyrja hátt- virta frambjóðendur: viljið þið útrýma áfengisbölinu og flytja áfengið út Ur landinu? Og ég heimta skýr svör við spurningu minni. Siðan hneigði Karitas Skarphéðinsdóttir litillega höfði til mannanna á sakabekknum og gekk til sætis sins, tók kasmir- s.jalið úr brotunum og sveipaði þvi um sig eins og skikkju. Að lokinni ræðu Karitasar Skarphéðinsdöttur birti mjög yfir ásjónum sjálfstæðishetjanna góðu á sakabekknum, jafnvel Ölafur Thors og Guðmundur 1. brostu við hvor öðrum — að visu var brosið nokkuð dauft. Afengis- bölið islenzka hefur jafnan verið vinsælt umræðuefni landsmanna, en nú hafði Karitas Skarphéðins- dóttir gert það að helzta sjálf- stæðismáli þjóðarinnar. Það var þvi létt verk og löðurmannlegt vöskum sjóvikingum að Ieggjast undirárari þeirriKeflavikinni — Kcflavikurvöilurinn gal nú lagzt til svefns um stund. Aðeins einn frambjóðendanna brosti ekki — Sverrir Kristjánsson, fulltrúi Sósialistaflokksins. Hann sat yzt á bekknum, hljóður og hugsi, kannski hefur hann þá stundina borið sama áhyggjusvipinn og er á hinni frægu höggmynd franska 1 is t a m a n n s i ns Rodins: Hugsuðinum. En nú hófst baráttan um þetta prUðbúna atkvæði, Karitas Skarphéðinsdóttur, sem enginn vissi deili á. Þingmálafundurinn þarna á Alftanesinu tók allt aðra stefnu en þá, er rikt hafði á fyrri fundum. Hin stutta en kjarnyrta ræða Karitasar Skarphéðins- dóttur hafði lyft þessum lágkUru- lega þingmálafundi upp á himininhátt plan þar sem heið- rikjan rikti ein og siðgæðið. Ekkert pólitiskt skitkast lengur, engar skammir, engin bolabrögö. Maður var allt i einu staddur á Stórþingi Góðtemplarareglunnar, maður mátti heyra þyt af vængjataki englanna i þessu and- rúmslofti stúkubræðranna. Sam- kvæmt reglum fundarins tók bróðir Ólafur fyrstur til máls. Ólafur Thors: Ég vil þakka þessári konu, sem nú tók siðast til máls fyrir hina afburða góðu ræðu. Það voru sannarlega orð i tima töluð. (örstutt listræn þögn). Ég vel segja: íslendingar drekka illa. Eg vil segja meira: tslendingar drekka mjóg illa. 1 Iramhaldi þessara orða jós hann sér yfir áfengisneyzlu íslendínga af slikri orðgnótt og mælsku að með sjálfum mér harmaði ég það, að Góðlemplarareglan hefði ekki borið gæfu til að ráða Ólaf faranderindreka sinn um landið, áfengismálin á Islandi væru þá ekki það torleysta vandamál og mál allra mála svo sem þau eru i dag. Ég sá ekki betur, en að harð- sviraðir vinmenn meðal kjósendanna viknuðu litið eitt-við orð ólafs Thors. Að lokum hét Ólafur Karitas Skarphéðinsdóttur þvi, að Sjálfslæðisflokkurinn, flokkur allra stétta, sem þá auð- vitað geymdi innan vébanda sinna drykkjumenn allra stétta, skyldi einbeita sér af öllu afli að útrýmingu áfengisbölsins á tslandi. Hann spyrnti þó fótum við einu ekki ómerku atriði i ræðu Karitasar Skarphéðinsdóttur. Hann leiddi hjá sér útflutning áfengisins frá tslandi. Kannski ekki að ástæðulausu: það mátti nefnilega skilja þá kröfu Karitasar með tvennum hætti. Var það ætlun hennar að gera áfengið á lslandi að Utflutnings- vöru og draga þannig Ur óhag- stæðum vörusk ipta jöfnuði þjóðarinnar, eða átti hreinlega að hella brennivininu okkar út á yztu fiskimið og gera þorskinum góða Hljómplötusafn 10plöturá3500kr Sígild tónlist, þjöðlög, dægurlög Úrval úr þekktum verkum eftir: Chopin, Brahms, Bizet, Strauss, Gershwin, Foster og fl. Flutt af Fílharmoníuhljómsveitinni í London, hljómsveit rikisóperunnar í Hamborg og fleirum. 10 hljómplötur með tónlist í 8 klukkustundir. Tónlist, sem allir þekkja. KLAPPARSTÍG 26, SÍMI 19800, RVK. OG BREKKUGÖTU 9, AKUREYRI, SÍMI sðsa Auglýsingasíminn er17500 veizlu? Persónulega hallast ég að seinni skýringunni. Næsti ræðumaður var bróðir Guðmundar 1. Guðmundsson sýslumaður. Honum lá ekki sér- lega hátt rómur, hvessti aldrei röddina, hún var ljúf og mild, hin þjálfaða rödd prókúristans i réttarsal, dálitið ismeygileg. Svipurinn einlægur og sakleysis- legur, eins og titt er um menn sem geta sagt allt nema — sagt satt. Guðmundur i. Guðmundsson: Ég vi! leyfa mér að þakka Karitas Skarphéðinsdóttur fyrir hennar ágætu ræðu. Svo sem kunnugt er mörgum, er Alþýðuflokkurinn, sem ég hef þann heiður að vera fulltrúi fyrir, beinlinis sprottinn upp úr bindindishreyfingunni á tslandi. Flestir elztu forgöngu- menn Alþýðuflokksins stóðu með annan fótinn i stúkunni. Frá fyrstu tið hefur Alþýðuflokkurinn haft bindindi og vinbann á stefnu- skrá sinni og hefur aldrei hvikað frá þeirri stefnu, enda jafnan staöið við orð sin á lóngum stjórn- málaferli. Ef háttvirtir kjósendur Gullbringu- og Kjósarsýslu vilja sýna mér það traust að kjósa mig til þings, þá mun sannarlega ekki standa á mér og flokki minum að Utrýma áfengisbölinu og gera tsland aö vinlausu landi. Þriðji ræðumaðurinn i röðinni var bróðir Þórarinn Þórarinsson, Timaritstjóri, heitur stjórnar- andstæðingur og hugði til mikilla afreka þegar Nýsköpunar- stjórninni yröi steypt af stóli eða hún fremdi hljóðlátt sjálfsmorð. Hann var grannholda, fólleitur og sléttur i andliti. Það mátti glögg- lega sjá, að þessi maður, sem hafði orðið yngstur ritstjóri allra kollega sinna á íslandi, hafði um ævidaga sina alla lagt á sig iangan krók til að sneiða hjá áfengisbölinu lJóiaiinn Þórarinsson: Frá þvi ég var fjórtán ára hef ég hvorki neytt tóbaks né áfengis. Mér er þvi einkar ljúft að taka undir orð Karitasar Skarphéðinsdóttur um áfengismálin. Það þarf varla að geta þess, sem alþjóð veit, að Framsóknarflokkurinn hefur allt frá Stofnun barizt gegn áfengis- neyzlu og áfengisböli Islendinga, og er þaö skemmst að minnast, að á Alþingishátiðinni 1930 er Fram- sóknarfíokkurinn fór með rikis- stjórn, var vin ekki veitt i opin- berum veizlum og sátu þær þó erlendir þjóðhófðingjar, sem voru vanir að drekka vin með mat, enda fór hátiðin fram með mikilli prýði og kurteisi, svo sem frægt er i annálum. Háttvirtir kjósendur Gullbringu- og Kjósar- sýslu, ef þið viljið stuðla að þing- setu minni mun Framsóknar- flokkurinn berjast með oddi og egg.ju fyrir þeim kröfum, sem fram voru bornar i hinni ágætu og snjöllu ræðu Karitasar Skarp- héðinsdóttur. Stúkubræður frambjóðenda- hópsins höfðu nU lokið máli sinu. Ég hef aldrei hlustað á svo hjartanlegt bræðralag. Á öllum framboðsfundunum höfðu þeir barizt eins og grimmir púkar i neðra. Nú voru þeir orðnir eins og vængjaðar englaverur i efra, mér sýndist jafnvel votta fyrir litlum hvitum fjöðrum á herðablöðum sýslumannsins Guðmundar í. Það var engum blöðum um það að fletta: Karitas Skarphéðinsdóttir hafði framið kraftaverk, er hUn flutti sina stuttu ræðu á Alftanes- fundinum. En nú var loks komið að siðasta ræðumanni fundarins: Sverri Kristjánssyni fulltrúa Sósialistaflokksins, sem átti það eitt sameiginlegt með Alþýðu- flokknum, að bindindi og vinbann skartaði á gullinni stefnuskrá hans. Ég hafði hlýtt með athygli á ræður stúkubræðranna, en um leið hugsaði ég djúpt. Hvernig átti ég að svara Karitas Skarphéðins- dóttur? Atti ég að slást i hópinn með stúkubræðrunum þremur? Mér bauð við tilhugsuninni. Það yrði þá að hafa það þótt ég færi af þessum fundi reyttur engla- fjörðunum. Það var viða kunnugt, að Sverri Kristjánssyni þótti ekki áfengi vont á bragðið — svo ekki sé meira sagt. Kjósendur Gull- bringu- og Kjósarsýslu hlutu margir að vita þetta lika. Það myndi enginn trúa einu orði, ef Sverrir Kristjánsson héldi bindindisræðu á framboðsfundi. Og svo þurfti þessi kelling, Karitas Skarphéðinsdóttir, að koma hingað anstfgandi ein- hversstaður utan úr buskanum á Alftanesið, gera sjálfstæðismálið að áfengismálinu og heimta brennivininu hent i hafið. Það yrði létt verk slyngum pólitiskum andstæðingi að bregða mér um ég væri bara óþveginn landráða- maður, landsölumaður og góð- vinur áfengisbölsins á Islandi. Ég stóö seinlega úr sæti minu og stillti mér upp við pontuna. Sverrir Kristjánsson: Þögn. — Þögn. — Þögn. Ég þakkaði ekki Karitas Skarphéðínsdóttur fyrir hina ágætu ræðu hennar. Ég minntist hvorki á konuna né ræðu hennar. Ég leiddi alveg hjá mér áfengisbölið á tslandi. Ég minntistekki á útflutning áfengis né heldur hvort ætti að gefa nytjafiskum okkar i Atlanzhafinu brennivinið okkar til gott- gjörelsis. Ég er búinn að stein- gleyma hvað ég sagði i framhaldi af áfengisþögninni, sennilega hef ég umlað einhverja áskorun til fundarmanna að kjósa Sósialista- flokkinn, efla gengi hans og þá náttúrlega „góða kommans" svo vel sem hann hafði nú staðið sig. Háttvirtir k.jósendur Álfta- nessins fóru að tinast út, dulúðgir og svipbrigðalausir i andlitinu eins og titt er um íslendinga á mannfundum þegar langt er að sækja til áfengisbölsins. Karitas Skarphéðinsdóttir reis úr sæti sinu og gekk milli bekkjaraðanna og ætlaði út úr stofunni. En hUn komst ekki út. Frambjóðendurnir þrir, stUkubræðurnir með hvitu vængina, slógu hring um hið skartbúna atkvæði, þessa ókunnu huldukonu, sem hlaut þó að vera skráð á kjörlistann. Þeir tóku allir i hönd hennar, klöppuðu henni á herðarnar og þökkuðu henni enn á ný fyrir hina ágætu ræðu. Ég tók ekki þátt i þessum pólitisku ástaratlotum. Ég sat einn i sætinu minu yzt á bekknum, sakbitinn sósialisti, sem hafði brugðizt stefnuskrá flokksins um vfnbann og bindindi. Ég fann greinilega að i dag hafði ég verið mjög slæmur kommi. Mér fannst ég standa i sporum mannsins i guðspjallinu, sem kenndi svo mjög syndar sinnar og sektar, að hann þorði ekki að lyfta augum sinum til himins. Ég paufaðist við að troða ræðustúfum niður i töskuna til að leyna tauga- óstyrknum. , Mér var litið þangað se'm Karitas Skarphéðinsdóttir stóð hnarreist eins og drottning um- kringd stUkubræðrunum, er voru líkastir stimamjúkum lénsmönn- um sem votta sinni frú hollustu sina. Allt i einu ýtir hún þessum kurteisu hirðmönnum til hliðar, gengur rakleitt að hinum ber- synduga slæma komma á saka- bekknum, réttir honum höndina mjög hlýlega og segir stundar- hátt, Jæja, Sverrir Kristjánsson, ósköp held ég við eigum fáar sálir i þessari sveit1. Ég leit sem snöggvast til stúku- bræðranna þriggja: það var eins og sápuþvegínn heiðarleiki bindindisseminnar hefði dottið eins og grima af andlitum þessara pólitisku erfiðismanna og ekkert eftir nema vonbrigðin, blönduð gremju. Það gat nú skeð að helvitis komminn ætti þetta huldukonuatkvæði, sem þeir höfðu lagt fram alla sál sina til að hremma! Við Karitas Skarphéðinsdóttir kvöddumst með kærleikum. Hún gékk hvatlega út úr skólastofunni i skrúðklæðum sinum. Stúku- bræðurnir horfðu á eftir henni, daprir á svip, ekki ólikir hundi sem hefur misst heila köku. Siðasta framboðsfundinn héld- um við á Esjubergi i Kjós. Ekkert markvert gerðist nema þetta venjulega: við jórtruðum ræður okkar i siðasta skipti. Við vorum orðnir nokkuð dasaðir og móðir eftir þessa erfiðu pólitisku vikingaför. En ekki sá á Guðmundi 1. sýslumanni. Hann blés ekki einu sinni Ur nös. Ef háttvirtir kjósendur Gullbringu- og Kjósarsýslu hefðu kallað okkur fram með da capo hefði hann sem glaðast endurtekið sjónleikinn. En til allrar guðs lukku hrópuðu kjósendur ekki da capo.Þeir voru áreiðanlega búnir að fá nóg af þessum herramönn- um. En alltaf er blessað kvenfólkið islenzka samt við sig. Að fundi loknum á Esjubergi bauð kven- félag sveitarinnar okkur til svo dýrðlegrar kaffiveizlu, að ég hef ekki lifað aðra slika hvorki fyrr né siðar. Borðin svignuðu undir nýbökuðum ilmandi kökum og lostætu áskornu brauði. Þær ætluðu sýnilega að launa þessum fjórum þjóðmálahetjum mikið erfiði Ökumóðum með lúin radd- bönd. Það vildi svo til að við Ólafur Thors sátum saman við kaffiborðið. Þegar við höfðum slókkt versta þorstann og tekið úr okkur sárasta sultinn, laut Ólafur að mér og hvislaði: Andskoti fannst mér þU vera fámáll á Álftanesfundinum, .Sverrir! Það var dálitið strákslegt glott i augunum þegar hann hvislaði þessu að mér; fram á elliár týndi hann aldrei sjarma stráksins og "hUmor. Ég veit ekki hve viða Ólafur Thors átti itök i hlutafélög- um. En ég er viss um að hann hefur aldrei keypt hlutabréf i Alvóru h/f. Eg sá Karitas Skarphéðins- dóttur aldrei siðar. En 9. janúar s.l. leit ég þetta gamla elskulega andlit hennar á mynd, tekinni af henni áttræðri. Hún var dáin, hafði andazt á Hrafnistu 29. desember s.l. Þá fræddist ég um nokkur atriði ævi hennar, sem ég kunni áður engin skil á. Fædd i Æðey, en bjó langt skeið ævi sinnar á ísafirði. Hún var aðeins sautján vetra er hun giftist manni sinum Magnúsi Guðmundssyni og ól honum tiu börn, en þremur börnum manns sins, af fyrra hjónabandi, gekk hUn i móður- stað. Á Isafirði vann hún lengst af við fískþvott og snemma kynntist hUn isfirzkum atvinnurekendum við samningaborðið, og mælt er að hUn hafi oftar en ekki velgt þeim dándism. undir uggum. HUn var stofnfélagi Kommúnista- flokksins á Islandi og svo var og eiginmaður hennar. Siðan var hún virkur félagi Sósialista- flokksins. Fertug að aldri skipaði hUn sér i þá fylkingu verkalýðs- hreyfingarinnar, er sótti fram til þeirrar tiðar sem koma skal. En hún stóð i sama mund djúpum rótum i gróðurmold islenzkrar alþýðumenningar. HUn var haf- sjór islenzkra kvæða, visna og kviðlinga i fornum skáldskap og ungum. Já, þannig var Karitas Skarphéðinsdóttir: harðger islenzk jurt vökvuð hlýju regni alþjóðlegra hugsjóna. Ég vona að hún hafi fyrirgefið slæma kommanum á Alftanes- fundinum frammistöðuna þegar hann tók svo fálega kröfu hennar: að flytja áfengið Ut Ur landinu. Og að lokum vil ég kveðja hana gamalli islenzkri keðju: Blessuð sé minning þin, Karitas! p.t. Borgarspitalanum, 11.-14. janúar 1973. Sverrir Kristjánsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.