Þjóðviljinn - 21.01.1973, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 21.01.1973, Blaðsíða 15
Sunnudagur 21. janúar 1973 |»JÖÐVILJINN — SÍÐA 15. stæður framteljandi, og skal þa geta þess i G-lið framtals, bls. 4. 1 þvi tilviki skulu tekjur barnsins færöar i tekjulið 11, eins og áður segir, en i kr. dálk i frádráttarlið 12, bís. 2, færist ekki námsfrá- dráttur, heldur sú fjárhæð, sem afgangs verður, þegar kr. 19,200 hafa verið dregnar frá tekjum barnsins skv. tekjulið 11. 1 les- málsdálk skal rita ,,v/sérsköttun- ar” (nafn barns). 12. Launatekjur konu. Hér skal færa launatekjur eiginkonu. 1 lesmálsdálk skal rita nafn launagreiðanda og launa- upphæð i kr. dálk. Það athugist, að þótt helmingur eða hluti af tekjum giftrar konu sé frádrátt- arbær, ber að telja allar tekjurn- ar hér. 13. Aðrar tekjur. Hér skal færa til tekna hverjar þær skattskyldar tekjur, sem áð- ur eru ótaldar, svo sem: (1) Greiðslur úr lifeyrissjóðum (tilgreinið nafn sjóðsins), þar með talinn barnalifeyrir. (2) Meðlög með börnum eldri en 16 ára. (3) Skattskyldar bætur frá almannatryggingum, aðrar en þær, sem taldar eru undir tekju- liðum 8, 9 og 10, og skulu þær nafngreindar, svo sem ekkju- og ekklabætur, ekkjulifeyrir, maka- bætur og örorkustyrkur. Einnig skal færa hér barnalifeyri, sem greiddur er frá almannatrygg- ingum með börnum eldri en 16 ára, eða greiddur vegna örorku eða elli foreldra (framfæranda), eða með barni manns, sem sætir gæzlu- eða refsivist, en barnalif- eyrir, sem greiddur er frá almannatryggingum með börn- um yngri en 16 ára, ef annað hvort foreldra er látið eða barn er ófeðrað, færist hins vegar i dálk- inn til hægri á bls. 1, svo sem áður er sagt. Hér skal enn fremur færa mæðralaun úr almannatrygging- um, greidd ekkjum, ógiftum mæðrum og fráskildum konum, sem hafa börn yngri en 16 ára á framfæri sinu. Á árinu 1972 voru mæðralaun sem hér segir: Fyrir 1 barn kr. 7,224, 2 börn kr. 39,180 og fyrir 3 börn eða fleiri kr. 78,354. Ef barn bætist við á árinu eða börnum fækkar, verður að reikna sjálfstætt hvert timabil, sem móðir nýtur bóta fyrir 1 barn, fyrir 2 börn o.s.frv., og leggja saman bætur hvers timabils og færa i einu lagi i kr. dálk. Mánaðargreiðslur á árinu 1972 voru sem hér segir: Fyrir 1 barn: Jan.-júni kr.568ámán. Júli-des. kr.636ámán. (6) Eigin vinnu við eigið hús eða ibúð, að þvi leyti, sem hún er skattskyld. (7) Bifreiðastyrki, þar með talið kilóm.gj. og hverja aðra beina eða óbeina þóknun fyrir afnot bif- reiðar framteljanda, risnufé og endurgreiddan ferðakostnað, þar með taldir dagpeningar. Um rétt til frádráttar vegna þessara tekna, sjá tölulið 12, „Annar frá- dráttur”. Fyrir 2 börn: Jan.-júni kr. 3.080 á mán. Júli-des. kr. 3,450á mán. Fyrir 3 börn og fleiri: Jan.-júni kr. 6,160á mán. Júli-des. kr. 6,899 á mán. (4) Styrktarfé, gjafir (aðrar en tækifærisgjafir), happdrættis- vinninga (sem ekki eru skatt- frjálsir) og aðra vinninga svipaðs eðlis. (5) Skattskyldan söluhagnað af eignum, sbr. D-lið framtals, bls. 4 (sjá þó „Aðrar upplýsingar” i lok leiðbeininga), afföll af keyptum verðbréfum og arð af hlutabréf- um vegna félagsslita eða skatt- skyldrar útgáfu jöfnunarhluta- bréfa. IV. Frádráttur. 1. Kostnaður við ibúðarhúsnæði, sbr. tekjulið 3. a. Fasteignagjöld: Hér skai færa fasteignaskatt, brunabótaiðgjald, vatnsskatt o.fl. gjöld, sem einu nafni eru nefnd fasteignagjöld. Enn fremur skal telja hér með 90% af iögjöldum svonefndrar húseigendatryggingar, svo og ið- gjöld einstakra vatnstjóns-, gler-, fok-, sótfalls- og innbrotstrygg- inga, einnig brottflutnings- og húsaleigutapstrygginga. Hér skal þó eingöngu færa þann hluta heildarupphæðar þessara gjalda af fasteign, sem svarar til þess hluta fasteignarinnar. sem tekjur eru reiknaðar af skv. tekjulið 3. b. Fyrning og viðhald: Hér skal færa sem fyrningu og viðhald eftirtalda hundraðshluta af fast- eignamati þess húsnæðis, sem tekjur eru reiknaðar af skv. tekjulið 3: Af ibúðarhúsnæði úr steini 2,5% Af ibúðarhúsi hlöðnu úr steinum 2,8% Af ibúðarhúsnæði úr timbri 4% 2. Vaxtagjöld. Hér skal færa mismunartölu vaxtagjalda skv. C-lið framtals, bls. 3. Færa má sannanlega greidda vexti af lánum, þar með talda vexti af lánum, sem tekin hafa verið og/eða greidd upp á árinu. 3. Greitt iðgjald af lífeyristryggingu. Hér skal færa framlög fram- teljanda sjálfs i a-lið og eiginkonu hans i b-lið til viðurkenndra lif- eyrissjóða eða greidd iðgjöld af lifeyristryggingu til viður- kenndra vátryggingarfélaga eða stofnana. Nafn lifeyrissjóðsins, F'ramhald á 19. siðu Skattmat framtalsárið 1973 Rikisskattstjóri hefir ákveðið, að skattmat framtalsárið 1973 (skattárið 1972) skuli vera scm hér seeir: I. Búfé til eignar í árslok 1972. Ær ................... Kr. 1800 Hrútar................ ” 2700 Sauðir................ ” 1800 Gemlingar............. ” 1400 Kýr................... ” 18000 Kvigur 11/2 árs og eldri ” 12000 Geldneyti og naut..... ” 6500 Kálfar yngrien 1/2 árs . ” 1800 Hestar á 4. vetri ogeldri............... ” 14000 Hryssur á 4. vetri ogeldri............... ” 8000 Hross á 2. og 3. vetri.... ” 5000 Hross á 1. vetri...... ” 3000 Hænur................. ” 240 Endur................. ” 280 Gæsir................. ” 400 Geitur................ ” 1200 Kiðlingar............. ” 850 Gyltur................ ” 7000 Geltir................ ” 7000 Grisiryngri en 1 mán... ” 0 Grisireidri en 1 mán ... ” 2500 Minkar: Karldýr....... ” 1800 Minkar: Kvendýr....... ” 1000 Minkar: Hvolpar....... ” 0 II. Teknamat A. Skattmat tekna af land- búnaði skal ákveðið þannig: 1. Allt, sem selt er frá búi, skal talið með þvi verði, sem fyrir það fæst. Ef það er greitt i vörum, vinnu eða þjónustu, ber að færa greiðslurnar til peningaverðs og telja til tekna með sama verði og fæst fyrir tilsvarandi vörur, vinnu eða þjónustu, sem seldar eru á hverjum stað og tima. Verðuppbætur á búsafurðir teljast til tekna, þegar þær eru greiddar eða færðar framleið- anda til tekna i reikning hans. 2. Heimanotaðar búsafurðir (búf járafurðir, garðávextir, gróðurhúsaafurðir, hlunnindaaf- rakstur), svo og heimilisiðnað, skal telja til tekna með sama verði og fæst fyrir tilsvarandi af- urðir, sem seldar eru á hverjum stað og tima. Verði ekki við markaðsverð miðað, t.d. i þeim hreppum, þar sem mjólkursala er litil eða engin, skal skattstjóri meta verðmæti þeirra til tekna með hliðsjón af notagildi. Ef svo er ástatt, að söluverð frá framleiðanda er hærra en útsölu verð til neytenda, vegna niður- greiðslu á afurðaverði, þá skulu þó þær heimanotaöar afurðir, sem svo er ástatt um, taldar til tekna miðað við útsöluverð til neytenda. Mjólk, sem notuð er til búfjár- fóðurs, skal þó telja til tekna með hliðsjón af verði á fóðurbæti mið- að við fóðureiningar. Þar sem mjólkurskýrslur eru ekki haldnar, skal áætla heima- notað mjólkurmagn. Með hliðsjón af ofangreindum reglum og að fengnum tillögum skattstjóra, hefur matsverð verið ákveðið á eftirtöldum búsafurð- um til heimanotkunar, þar sem ekki er hægt að styðjast við markaðsverð: a. Afuröir og uppskera: Mjólk, þar sem mjólkursala fer fram, sama og verð til neytenda... ” 12,95 pr.kg. Mjólk, þar sem engin mjókursala fer fram, miðað við 500 1. neyzluámann ” 12,95pr.kg. Mjólk til búfjárfóðurs, sama verð og reiknað er til gjalda i verðlagsgrundvelli . ” 5,20 Hænuegg (önnur egg hlutfallslega). ” 120,00pr.kg. Sauðfjárslátur ” 140,00 pr.kg. Kartöflur til manneldis ” 1.000,00 pr. 110 kg. Rófur til manneldis .. ” 1.500,00 pr. 100 kg. Kartöflur og rófur til skepnufóðurs .. ” 270,00 pr. 100 kg. b. Búfé til frálags: Skal metið af skattstjórum, eftir staðháttum á hverjum stað, með hliðsjón af markaðsverði. c. Kindafóður: Metast 50% af eignarmati sauð- fjár. B. Hlunnindamat: 1. Fæði: Fullt fæði, sem látið er launþega (og fjölskyldu hans), endur- gjaldslaust i té af vinnuveitanda, er metið sem hér segirr Fæði karlmanns ” 140ádag. Fæði kvenmanns ” U2ádag. Fæði barna, yngri en 16 ár ” 112 á dag. Samsvarandi hæfilegur fæðis- styrkur (fæðispeningar) er met- inn sem hér segir: 1 stað fulls fæðis Kr.l90ádag. Istaðhluta fæðis ” 95ádag. 2. Ibúðarhúsnæði: Endurgjaldsiaus afnot laun- þega (og fjölskyldu hans) af ibúðarhúsnæði, látnu i té af vinnuveitanda hans, skulu metin til tekna 2% af gildandi fasteigna- mati hlutaðeigandi ibúðarhús- næðis og lóðar. Láti vinnuveitandi launþega (og fjölskyldu hans) i té ibúðar- húsnæði til afnota gegn endur- gjaldi, sem lægra en en 2% af gildandi fasteignamati hlutaðeig- andi ibúðarhúsnæðis og lóðar, skal mismunur teljast launþega til tekna. 3. Fatnaður: Einkennisföt karla ” 5.700 Einkennisföt kvenna ” 3.900 Einkennisfrakkikarla ” 4.400 Einkenniskápa kvenna ” 2.900 Hlunnindamat þetta miðast við það, að starfsmaður noti ein- kennisfatnaðinn við fullt ársstarf. Ef árlegur meðaltalsv.innutimi starfsstéttar reynist sannanlega verulega styttri en almennt gerist og einkennisfatnaðurinn er ein- göngu notaður við starfið, má vikja frá framangreindu hlunn- indamati til lækkunar, eftir nán- ari ákvörðun rikisskattstjóra hverju sinni, enda hafi komið fram rökstudd beiöni þar að lút- andi frá hlutaðeigandi aðila. Með hliðsjón af næstu mgr. hér á undan ákveðst hlunnindamat vegna einkennisfatnaðar flug- áhafna: Einkennisföt karla ” 2.850 Einkennisföt kvenna ” 1.950 Einkennisfrakki karla ” 2.200 Einkenniskápa kvenna ” 1.450 Fatnaður, sem ekki telst einkennisfatnaður, skal talinn til tekna á kostnaðarverði. Sé greidd ákveðin f járhæð i stað fatnaðar, ber að telja hana til tekna. C. Ibúðarhúsnæði, sem eig- andi notar sjálfur eða lætur öðrum í té án eðlilegs endurgjalds. Af ibúðarhúsnæði, sem eigandi notar sjálfur eða lætur öðrum i té án eðlilegs endurgjalds, skal húsaleiga metin til tekna 2% af gildandi fasteignamati húss (þ.m.t. bilskúr) og lóðar, eins þó um leigulóð sé að ræða. A bújörð skal þó aðeins miða við fasteigna- mat ibúðarhúsnæðisins. I ófullgerðum og ómetnum ibúðum, sem teknar hafa verið i notkun, skal eigin leiga reiknuð 1% ár ári af kostnaðarverði i árs- lok eða hlutfallslega lægri eftir þvi, hvenær húsið var tekið i notk- un og að hve miklu leyti. III. Gjaldmat A. Fæði: Fæði karlmanns ... ” 116ádag. Fæði kvenmanns .. ” 93ádag. Fæði barna, yngri en 16 ára......... ” 93 ár dag. Fæði sjómanna, sem fæða sigsjálfir....... ” 64ádag. B. Námsfrádráttur: Frádráttur frá tekjum náms- manna skal leyfa skv. eftirfar- andi flokkun, fyrir heilt skólaár, enda fylgi framtölum náms- manna vottorð skóla um náms- tima, sbr. þó siðar um nám utan heimilissveitar, skólagjöld, námsstyrki o.fl: 1. Kr. 48.000: Bændaskólinn á Hvanneyri, framhaldsdeild Gagnfræðaskólar, 4. bekkur og framhaldsdeildir Háskóli tslands Húsmæðrakennaraskóli tslands Iþróttakennaraskóli Islands Kennaraháskóli tslands. Kennaraskólinn Menntaskólar Myndlista- og Handiðaskóli ts- lands, dagdeildir Tónlistarskólinn i Reykjavik, pianó- og söngkennaradeild Tækniskóli tslands Vélskóli tslands, 1. og 2. bekkur Verknámsskóli iðnaðarins Verzlunarskóli tslands, 5. og 6. bekkur 2. Kr. 39.000: Fiskvinnsluskólinn Fóstruskóli Sumargjafar Gagnfræðaskólar, 3. bekkur Héraðsskólar, 3. bekkur Húsmæðraskólar Lof tskey taskólinn Miðskólar, 3. bekkur Samvinnuskólinn Stýrimannaskólinn, 3 bekkur, farmannadeild Stýrimannaskólinn, 2. bekkur, fiskimannadeild Vélskóli tslands, 3. bekkur Verzlunarskóli tslands, 1.-4. bekkur 3. Kr. 30.000: Gagnfræðaskólar, 1. og 2. bekkur Héraðsskólar, 1. og 2. bekkur Miðskólar, 1. og 2. bekkur Stýrimannaskólinn, 1. og 2. bekk- ur, farmannadeild Stýrimannaskólinn, 1. bekkur, fiskimannadeild Unglingaskólar 4. Samfelldir skólar: Kr. 30.000 fyrir heilt ár: Bændaskólar Garðyrkjuskólinn á Reykjum Kr. 21.000 fyrir heilt ár: Hjúkrunarskóli tslands Hjúkrunarskóli i tengslum við Borgarspitalann i Reykjavik Ljósmæðraskóli tslands Kr. 15.000 fyrir heilt ár: Röntgentæknaskóli Sjúkraliðaskóli Þroskaþjálfaskóli 5. 4 mánaða skólar og styttri: Hámarksfrádráttur kr. 18.000 fyrir 4 mánuði. Að öðru leyti eftir mánaða- fjölda. Til þessara skóla teljast: Hótel- og veitingaskóli íslands, sbr. 1. og 2. tl. 3. gr. laga nr. 6/1971 Iðnskólar Stýrimannaskólinn, undir- búningsdeild Stýrimannaskólinn. varðskipa- deild 6. a. Maður, sem stundar nám ut- an hins almenna skólakerfis og lýkur prófum við skóla þá, er greinir i liðum 1 og 2, á rétt á námsfrádrætti skv. þeim liðum i niuttaili við námsárangur. Auk þess ber honum að fá frádrátt, sem nemur greiddum námsgjöld- um. b. Dagnámskeið, sem stendur yf- ir eigi skemur en 16 vikur, enda sé ekki unnið með náminu, frádrátt- ur kr. 1.000 fyrir hverja viku, sem námskeiðið stendur yfir. c. Kvöldnámskeið, dagnámskeið og innlendir bréfaskólar, þegar unnið er með náminu, frádráttur nemi greiddum námskeiðsgjöld- um. d. Sumarnámskeið erlendis leyf- ist ekki til frádráttar, nema um framhaldsmenntun sé að ræða, en frádráttur vegna hennar skal fara eftir mati hverju sinni. 7. Háskólanám erlendis: Vestur-Evrópa Kr. 110.000 Austur-Evrópa Athugist sérstak- lega hverju sinni, vegna náms- launafyrirkomulags. Norður-Amerika Kr. 170.000. 8. Annað nám erlendis: Frádráttur eftir mati hverju sinni með hliðsjón af skólum hérlendis. 9. Atvinnuflugnám: Frádráttur eftir mati hverju sinni. i ☆ Búi námsmaður utan heimilis- sveitar sinnar meðan á námi stendur, má hækka frádrátt skv. liðum 1 til 6 um 20%. I skólum skv. liðum 1 til 5, þar sem um skólagjald er að ræða, leyfist það einnig til frádráttar. Hafi nemandi fengið námsstyrk úr rikissjóði eða öðrum innlend- um ellegar erlendum opinberum sjóðum, skal námsfrádráttur skv. framansögðu lækkaður sem styrknum nemur. Dvalar- og ferðastyrkir, sem veittir eru skv. fjárlögum til að jafna aðstöðu nemenda i strjálbýli til fram- haldsnáms og svipaðar greiðslur á vegum sveitarfélaga, skerða ekki námsfrádrátt, enda telst sambærilegur kostnaður ekki til námskostnaðar skv. þessum staflið. Námsfrádrátt þennan skal leyfa til frádráttar tekjum það ár, sem nám er hafið. Þegar um er að ræða nám, sem stundað er samfellt i 2 vetur eða lengur við þá skóla, sem taldir eru undir töluliðum 1, 2, 3,4 og 7, er auk þess heimilt að draga frá allt að helmingi frádráttar fyrir viðkomandi skóla það ár, sem námi lauk, enda hafi námstimi á þvi ári verið lengri en 3 mánuðir. Ef námstimi var skemmri, má draga frá 1/8 af heilsársfrádrætti fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði, sem nám stóð yfir á þvi ári, sem námi lauk. Ef um er að ræða námskeið, sem standa yfir 6 mánuði eða lengur, er heimilt að skipta frá- drætti þeirra vegna til helminga á þau ár, sem nám stóð yfir, enda sé námstimi siðara árið a.m.k. 3 mánuðir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.