Þjóðviljinn - 31.03.1973, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 31.03.1973, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 31. marz 1973. AFFERÐAMÁLUM Ljóst er að ferðamál eru að verða æ snarari þáttur í þjóðarbúskap landsmanna. Skilst manni að tekjur sem beinlínis má rekja til ferðamanna, sem sækja okkur heim ár hvert, séu drjúgur skerfur af gjald- eyristekjum þjóðarinnar og er það þeim mun athyglisverðara, þegar sú staðreynd er höfð í huga að í raun og veru er túristatímabilið hér ekki nema hálfur annar til tveir mánuðir. Það sem veldur því, að ég fer að hugleiða þessi mál, er það að nú virðist vera að vakna umtals- verður áhugi á því að gera eitthvað raunhæft í þessum málum og er víst ekki seinna vænna. Ferðaskrifstofa Ríkis- ins hefur um nokkurt árabil haft með höndum fræðslustarfsemi fyrir leiðsögufólk, og er Ijóst að áhugi fyrir því starfi glæðist með ári hverju. Þannig munu nú eitt- hvað á annað hundrað manns sækja námskeið í þessum fræðum á veg- um Ferðaskrifstofunnar. Þá hefur nýlega verið fjallað um þessi mál á Alþingi og einsog venju- lega til kvaddur sér- stakur erlendur sérfræð- ingur til að gefa góð ráð. Allt er þetta gott og blessað, nema ef vera skyldi það að sá grunur margra sé á rökum reistur, að talsverðs misskilnings gæti í þvi efni, hvað það er, sem helzt laðar erlenda ferðamenn hingað til lands. Ferðamálaráð á allt gott skilið fyrir viðleitni sina i þá átt að bæta að- stöðuna til að taka á móti erlendum ferða- mönnum, en þó hefur það stundum hvarf lað að mér, að nokkurs mis- skilnings gæti í áliti þeirra ágætu manna, sem þar sitja, og þá einkum varðandi það, hvað það er helzt sem erlendir ferðamenn sækjast eftir að sjá hér- lendis. Ég þykist hafa nokkuð góða reynslu af erlend- um ferðamönnum, þar sem ég hef haft það fyrir stafni í tíu sumur að lóðsa erlenda karla og kellingar og raunar fólk á öllum aldri um allar trissur á landi voru og það mest á hestbaki. Það sem erlendir ferðamenn, sem hingað koma, eru tvímælalaust spenntastir að sjá, er — eins og nærri má geta — eitthvað það, sem ólík- legt er að hægt sé að sjá annars staðar í veröld- inni. Að sjálfsögðu þarf að vera hægt að taka á móti öllum þeim fjölda sem hingað kemur með sæmilegu móti, en mér hefur stundum fundizt að Ferðamálaráð og þeir sem um þessi mál fjalla hafi lagt of mikla áherzlu á að geta boðið uppá flottheit og lúxus á íslenzkum hótelum. Það er nefnilega hægt að ganga að því sem vísu að túristar sem koma til íslands séu miklu spenntari fyrir því að gista næturlangt við frumstæðustu skilyrði, heldur en á einhverjum stað sem nefna mætti i sömu andránni og lúxus- hótel. Það er sem sagt alveg gefið mál að það fólk, sem langar til að eyða fríi sinu á lúxus- hóteli, leggur ekki leið sína hingað til lands, sem ekki er von. Hvort sem því verður nú trúað eða ekki, þá hef ég verið með útlendinga á hestbaki í grenjandi vitlausu veðri, roki og rigningu í heila viku eða jafnvel allt að því heilt sumar, og allir verið í sjöunda himni, því þegar þannig viðrar finnst mannskapnum að hann hafi lent í hinum mestu svaðilförum og það er víst saga til næsta bæjar þegar heim kemur. Varla hef ég heldur heyrt túrista kvarta yfir slæmum vegum, heldur munu troðningar þeir og öræfaleiðir, sem hérlendis eru nefndir þjóðvegir; þykja með slíkum fádæmum að f lestir komast í gott skap og margir hafa aldrei komizt i hann jafn krappan eins og við það, að komast milli bæja í rútubíl eftir íslenzkum þjóðvegi. Það sem Island hefur uppá að bjóða framyfir önnur lönd er (að minnsta kosti ennþá) ósnortin náttúra, sem vísast er þó, að vondum mönnum með vélaþras takist að spilla, ef ekki verður spornað við þeirri þróun. Ef að við ætlum virki lega að vekja áhuga túrista á landinu, þá er vafalaust áhrifaríkast að auglýsa einhvernveg- inn sem svo: „Komið til landsins þar sem ekkert er gert fyrir túrista". Sannleikurinn er nefni- lega sá, að í þeim efnum hafa stjórnvöld staðið sig frábærlega vel. Þótt undarlegt megi virðast er sannleikurinn sá að ekkert er túristum ver við en að vera álitnir túristar, og obbanum af þeim finnst fátt hvim- leiðara en skipulögð sölustarfsemi, sem mið- uð er við stóra kippu af útlendum ferðamönnum sem einhver gróðavon er i. Fengu orður Forseti Islands hefur i dag sæmt eftirtalda Islendinga heið- ursmerki hinnar íslenzku fálka- orðu: Arna Kristjánsson, pianóleik- ara, stórriddarakrossi, fyrir tón- listarstörf. Arna Óla, ritstjóra, riddara- krossi, fyrir ritstörf. Ingimar A. Óskarsson, grasa- fræðing, riddarakrossi, fyrir störf á sviði náttUruvisinda. Séra Magnús Guömundsson, fyrrv. prófast, riddarakrossi fyrir embættisstörf. Dr. phil. Matthias Jónasson, riddarakrossi, fyrir störf á sviöi fræðslu og uppeldismála. Reykjavík, 29. marz 1973. Hækkun á vörubirgðum Er kaupmönnuin heimilt að hækka gamlar vörubirgöir sem þeir hafa átt á lager þeg- ar hækkun hefur verið leyfö? Hermann Jónsson, skrif- stofustjóri á skrifstofu verð- lagsstjóra, svaraði þvi til, að það færi eftir þvi hvers lags hækkun væri um að ræða. Sagði hann, að hækkanir sem leyfðar væru á innkeypt- r um vörum væru bundnar við : heildsöluverð og leiddu ekki af sér hækkun á þeim birgðum sem kaupmaðurinn kynni að eiga fyrir. Ef hins vegar er um að ræða hækkun á álagningu, svo og hækkun á söluskatti, er kaup- manni heimilt að setja þá hækkun á vörubirgðir þann dag sem þær hækkanir ganga i gildi. Rétt er að geta þess, að sið- asta hækkun á söluskatti var 1,8%. —úþ Ohugnanlegnr skortur sjúkra rýmis fyrir langlegusjúklinga óhugnanlegur skortur er hér í Reykjavík á sjúkra- rými fyrir langlegusjúk- linga og neyöast sjúkra- húsin til að vísa þeim unn- vörpum frá, en fáanleg hjúkrun i heimahúsum er af skornum skammti. Þetta kom fram við um- ræður í borgarstjórn um til- lögu um að reisa sérstakt hús við Borgarspítalann sem langlegu- og endur- hæfingarspítala. Það var Björgvin Guðmundsson bfltr., sem lagði fram tillögu um að reisa nýtt sjúkrahús á lóð Borgarspitalans fyrir sjúklinga með langvinna sjúkdóma. Skyldi sjúkrahúsið vera bæði langlegu- og endur- hæfingarspitali, sérstök áherzla lögð á hagkvæmni i byggingu og kannað, hvort einingahús full- nægðu þeim skilyrðum, sem setja þyrfti, svo stytta mætti bygginga- tima og spara kostnað. Gera skyldi ráð fyrir að byggja mætti i áföngum og að fyrsti áfanginn hefði rúm fyrir 200 sjúklinga. Vitnaði Björgvin i nýlega birtar greinar dr. Friðriks Einarssonar um vanda aldraðra og langlegu- sjúklinga og dr. Bjarna Jónssonar um skort á rými fyrir langlegusjúklinga, en þar kom fram ma, að á þrem aðalsjúkra- húsunum i borginni liggja nú 112 langlegusjúklingar og áleit dr. Bjarni, að fyrir 2ja ára sparnað á leguplássi fyrir 100 langlegu- sjúklinga mætti reisa 230 rúma langleguspitala. En Björgvin sagðist ekki bara hafa i huga langlegusjúklingana, sem nú væru á sjúkrahúsunum, heldur ekki siður þá, sem lægju i heima- húsum og kæmust ekki að. Hann minntist á bygginga- framkvæmdir Borgarspitalans, þar sem nú væri búið að ákveða að reisa G-álmu, þjónustu- álmuna, á undan B-álmu, sem ma. átti að rúma 80 langlegusjúk- linga og þar sem engin leið væri að biða jafn lengi með lausn á vanda langlegusjúklinga, og fyrirsjáanlegt væri að tæki að byggja báðar álmurnar, legði hann til að fara inn á nýjar brautir með byggingu sérstaks húss fyrir þá. Spara mætti fé með vistun langlegusjúklinga á sér- stöku hjúkrunarheimili og senni- lega mætti byggja ódýrara með einingum. Tillaga sin útilokaði þó ekki aðrar lausnir á vandanum, sagði Björgvin og lagði til, að tvær umræður færu fram um þessi mál, en á milli yrði til- lögunni visað til heilbirgðismála- ráðs. Var það samþykkt. B eða G-álmu? Mjög miklar umræður urðu um þetta mál i borgarstjórninni og þá ekki sizt um byggingaáfanga Borgarsjúkrahússins, B- og G- álmurnar, en einnig um al- mennan vanda langlegusjúk- linganna. Lagði Steinunn Finn- bogadóttir fram tillögu um aö B- álma Borgarsjúkrahússins yrði byggð eins fljótt og unnt væri og á undan G-álmu, og mætti þá fá rúm fyrir 80-90 langlegusjúk- linga, stækkun geðdeildar, háls- nef- og eyrnadeild og fleira. úlfar Þórðarson benti hinsvegar á, að nær samhljóða tillaga hefði verið samþykkt i borgarstjórn fyrir tveim árum, en eins og málin stæðu nú, yrði G—álman að hafa forgang eða amk. hluti hennar, ma. vegna þess að slysavarð- stofan er orðin alltof litil, en einnig vegna nauðsynlegrar þjónustu við aðrar deildir sjúkra- hússins og yrði td. B-álman ekki rekin án þeirrar þjónustu. Þá taldi hann tæplega borga sig Framhald á bls. 15.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.