Þjóðviljinn - 31.03.1973, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 31.03.1973, Blaðsíða 11
Laugardagur 31. marz 1973.ÍÞJOÐVILJINN — SIÐA 11- g) Qfxí^öGíli? (J) Knattspyrna um helgina ÁAeð hækkandi sól fjölgar knattspyrnu- leikjunum, og nú um helgina fara fram þrír. í Meistarakeppni KSí leika Fram og ÍBV á Melavellinum, og hefst sá leikur klukkan 14.00 í dag. Litla bikarkeppnin heldur áfram í dag og leika Kópavogsmenn við Akurnesinga í Kópavogi. Leikur meistaraflokks hefst þar klukkan 3,og 1. flokkur leikur síðan strax á eftir. I Keflayík leika h e i m a m, e n n v i ð Hafnfirðinga, ( Hauka), og er leikið á sama tíma og í Kópavogi. Breiðholts- hlaup ÍR Breiðholtshlaup tR fer fram i þriðja sinn á morgun. Hlaupið verður, eins og fyrr, um 800 metra langt og hefst og endar við Breiðholtsskóla. Hlaupið hefst klukkan 14, og þurfa keppendur að mæta 1/W klukkustund áður. Breiðholtshlaup IR er öllum opið, ungum sem öldnum, konum og körlum. Æt' 'Sv- A þessari mynd sjást þrír þátttakenda f landsflokkaglimunni, þeir Sigurour Jónsson, Gunnar Ingvarsson og Pétur Ingvarsson. Landsflokkaglíman Landsflokkagliman 1973 verður háð i fimleikasal Vogaskóla sunnudag- inn 1. april og hefst klukkan 19.00. Keppt verður i þremur þyngdarflokk- um og þremur unglingaflokkum. Skráðir þátttakendur eru 42 frá 8 félögum og samböndum. Meðal þátttakenda i 1. flokki verða Sigurður Jónsson Vikverja, Ingi Þ. Yngvason H.S.Þ., Jón Unndórsson K.R. og Pétur Ingvarsson Vikverja. í 2. flokki Gunnar Ingvarsson Vikverja, Ómar úlfarsson K.R. , Kristján Yngvason H.S.Þ. 1 3. flokki Rögnvaldur Ólafsson K.R., Guðmundur Freyr Halldórsson Ármanni og Þorvaldur Aðalsteinsson ó.í.A. 1 yngri flokkum glima margir ungir og efnilegir glimukappar. Leik- dagar Litlu bikar- keppninnar Leikdagar litlu bikarkeppn- innar i knattspyrnu hafa nú verið ákveðnir, en það er Breiðablik sem sér um keppnina að þessu sinni. Einn leikur hefur þegar farið fram: IBH sigraði IA um siðustu helgi 2:0 Næstu leikir verða sem hér segir: Laugardagur 31. marz Breiðablik — IA IBK — IBH Laugardagur 7. aprfl IA — IBK Breiðablik — ÍBH Laugardagur 14. april IBH — IA IBK - Breiðablik Laugardagur 28. april IBH — IBK 1A — Breiðablik Laugardagur 5. mai IBH - Breiðablik IBK - IA Það liðið sem nefnt er á undan i þessari upptalningu á heimaleik og sér það að öllu leyti um leikinn eins og ávallt hefur verið. Strax á eftir leik meistaraflokksliðanna fer fram leikur sömu aðila i 1. flokki. Svona fór í gærkvöld Ovæntnr sigur stúlknanna, en of stórt tap piltanna Norðurlandameistaramót unglinga hófst igærog sigruðu islenzku stúlk- urnar þær norsku með 13:12 og fór sá leikur fram i Danmörku. Er þetta óvæntur og gleðilegur sigur. Aftur á móti töpuðu piltarnir okkar of stórt fyrir Dönum, 25 gegn 18, en sá leikur fór fram i Sviþjóð. Piltarnir leika gegn Svium i dag og á sunnudag gegn Finnum og Norð- mönnum. Frá Frjálsíþróttadeild ÍR Frjálsiþróttadeild 1R gengst fyrir innanhússmóti i nokkrum völdum greinum frjálsiþrótta i Laugardalshöllinni i dag. Mót þetta er haldið . I tilefni dvalar brezku stúlkunnar Lynn Ward frá Solihull hérlendis, en hún mun keppa i 1500 m. hlaupi kvenna sem sérstakur gestur. Auk hennar munu m.a. keppa i hlaupinu Islandsmethafinn Lilja Guðmundsdóttir, 1R, og Ragn- hildur Pálsdóttir, UMSK. Ætla máaðhérverði um skemmtilegt hlaup að ræða. Fyrir utan 1500 m hl. kvenna verður keppt i tveimur af þeim greinum er hæst bar á Innánhússmeistaramóti tslands á dögunum, nefnilega kúluvarpi karla og 1500 m hlaupi karla. Keppendum i þessum greinum hefur verið sérstaklega boðið til keppninnar, þannig að tryggt er nú að þarna verður aðeins það bezta á boöstólnum. Okkar ága&tu kúluvarparar áttu góðan dag á Meistaramótinu, og bættu flestir fyrri árangur sinn verulega. Þeir sem nú þegar hafa þegið boð um keppni i kúluvarpinu eru: Hreinn Halldórsson, HSS, Erlendur Valdimarsson, 1R, Páll Dagbjartsson, HSÞ, Guðni Sigfússon, A, Guðni Halldórsson, HSÞ. og Óskar Jakobsson, IR, en þetta eru einmitt flestir okkar beztu kúluvarparar i dag. 1500 m hlaup karla ætti aö geta boðið upp á mikla spennu og skemmtilega keppni, ekki siður en kvennahlaupið, þvi þar munu eigast við „topparnir" frá Ml: Agúst Ásgeirsson, IR, Sigfús Jónsson ÍR, og Einar óskarsson UMSK, ásamt Júliusi Hjörleifs- syni 1R, Gunnari P. Jóakimssyni Framhald á bls. 15. F j aðurbolt asláttur Um helgina fer fram i Laugardalshöllinni Reykja- vikurmeistaramót i badmin- ton. Mótið hefst klukkan 16 i dag, og Urslit verða væntanlega um klukkan 20 á sunnudagskvöld. Um næstu helgi fer svo fram Unglingameistaramót Reykjavikur i badminton. Það mót hefst klukkan 13, laugar-,. daginn 7. april. Þátttökutil- kynningar skulu berast til Reynis Þorsteinssonar i sima 38177 fyrir 3. april. —GSP Þessi mynd er af Haraldi Korneliussyni. Hann er meðal þátttakenda Reykjavikurmeistaramótinu sem fram fer um helgina.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.