Þjóðviljinn - 31.03.1973, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 31.03.1973, Blaðsíða 13
Laugardagur 31. marz 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 hann kannaðist við nafnið á. Þótt salan gengi illa, hafði félagið veriðhrifið af fyrstu tilraun hans. Hvort hann hefði áhuga á að koma til New York og ræða hugs- anlegan samning, svo framarlega sem hægt væri að afgreiða viss lagaleg vandamál i sambandi við fyrri samning hans. Bréfið gaf ekkert ákveðið fyrirheit, hann átti sjálfur að borga ferðakostn- aðinn, og Andy sá i hendi að plötufyrirtækið var i rauninni að reyna að féfletta hann. En tilboð- ið kom á réttum tima. Hann hafði þörf fyrir að breyta um umhverfi og komast burt frá föður sinum (það viðurkenndi hann i allri leynd). Paxton eldri haföi verið mjög háöur eiginkonu sinni, og nú virtist hann ætla aö halla sér að syni sinum i staðinn, og það Eftir Whit Masterson uppfyllti öll skilyrði og var tekinn i lögregluna. Nokkrar vikur var hann i götu- lögreglunni. Þá tóku meiðslin i hnénu sig upp aftur, og honum var útvegað starf I stjórnunar- deildinni. Það var ekki svo afleitt skrifstofustarf, þegar á allt var litið, og Andy var ánægður. Hann hefði getað verið þar um alia framtið og hækkað smám saman i tign, unz hann komst á eftirlaun eftir 30ármeðýstru og skalla. En honum þótti gaman að syngja. . . Andy leit ekki á það sem hæfi- leika, ekki þá. Foreldrar hans höfðu neytt hann i spilatima sem barn,sem lið i þeirri trúarjátningu millistéttarinnar aö þekking á tónlist ásamt þekking á tungu- málum (bara einhverju) sé rétt og viðeigandi. Þetta hafði ekki Litla gula hœnan sagði: — Ætli það sé tilfellið? Rikisstjórn okkar er ekki illgjörn. Hún er alls ekki að reyna aðkoma þjóðarbúskapnum okkar á kaldan klaka. Jónas Kristjánsson, ritstjóri Visis i leiðara á fimmtudag. Skákþraut No. 14. Þessi staða kom upp i skák þeirra Szabo og van Scheltinga i Hilversum 1947. Hvitur leikur og vinnur. Lausn á dæmi no. 13. 1. De7 Kh6 2. Dxh7 KxD 3. He7 KhO 4. Hh8 mát. gengið eins vel og foreldrarnir höfðu vonað. Andy varð aldrei leikinn á pianó, en hann fékk dá- læti á tónlist og hafði yndi af að iðka hana. Hann hafði aldrei farið í söngtima; það hafði hinni ólist- rænu Paxtonfjölskyldu aldrei dottið i hug — og ef til vill var það ekki nema gott, þar sem hinn strangi agi hefði eyðilagt með- fædda sönggleði hans. En þótt hann væri óskólaður, var rödd hans hrein og sterk, mjúkur og titrandi barytone. Hann var mjög vinsæll i veizlum. Haustið sem hann byrjaði i lög- reglunni, var haldin hæfileika- samkeppni meðal allra sem störf- 6 uðu hjá riki og bæ. Listafélagið i Rocky Mountains stóð fyrir henni og fyrstu verðlaun voru ferð til Hawaii með öllu tilheyrandi. Andy var talinn á að vera fulltrúi Fort Lupton. Hann söng vel, en varð aðeins túmer tvö, næstur á eftir sópransöngkonu frá Bould- er. Það var falleg stúlka og Andy bauð henni tvisvar sinnum út áð- ur en hún flaug af staö til eyjanna fjarlægu. Hann heyrði aldrei neitt frá henni framar. Og þegar allt kom til alls, kom i ljós, að verð- laun hans voru mun þýöingar- meiri. Einn af dómurunum, sem hafði hrifizt af rödd hans, kom i kring plötuupptöku ásamt fimm manna hljómsveit og sendi árangurinn til New York, þar sem hann átti mág i litlu skemmtikraftaumboði. Andy fór aftur heim til Fort Lupton og gleymdi öllu um þetta. Viku seinna var hringt til hans frá New York. Umboðsmaðurinn var stórhrifinn af rödd hans og hafði fengið litið plötufyrirtæki til að senda plötuna á markaðinn. Samningur yrði sendur. . . Nú fyrst fór hugmyndaflug Andys af stað og hann fór að gera sér i hugarlund heim sem næði yfir stærra svæði en lögregluna i Fort Lupton. Samningurinn dró samt ögn úr hrifningunni. Hagn- aðurinn var sáralitill og hann hafði aldrei heyrt vörumerkið nefnt. Plötubúðin i heimabæ hans kom ekki með plötuna á markað- inn og hún gleymdist. Eftir þvi sem vikurnar liðu fór hann að lita með kaldhæðni á hugmyndina um Andy Paxton, söngvara. Svo gerðist ýmislegt annað sem fékk hann til að gleyma þessu öllu. Móðir hans dó óvænt úr hjarta- sjúkdómi, sem enginn hafði vitað um, og Andy var alltof hryggur og upptekinn af breyttum högum sinum til að hugsa um væntanleg- an frama. En fljótlega kom varfærnislegt bréf frá öðru plötufyrirtæki, sem ástand þótti Andy óþolandi fyrir þá báða. Hann fékk frí úr lögregl- unni, og fyrir sparifé sitt keypti hann farmiða til New York. Það var farmiði báðar leiðir, en hann notaöi aldrei nema helminginn af honum. Hann kom til Manhattan i grenjandi byl. Hann heimsótti fyrst mág dómarans í skemmti- kraftakeppninni. Þeir fylgdust að á skrifstofur plötufyrirtækisins. Andy sá fljótlega aö umboðs- maðurinn —sem hét Gresham — var úti að aka. Hann var vanur að gera samninga við litla klúbba og baðstaði. Þaö endaöi með þvi að Andy stóð sjálfur fyrir samning- unum, og hann haföi lag á að vera klókur án þess að virðast girugur. Samt gat hann ekki fengið af sér að reka Grasham samstundis, eins og honum hafði verið ráð- lagt. Eini gallinn á manninum var sá, að hann réð ekki við það sem reyndist fljótlega vera eld- flaug. Gresham uppgötvaði það sjálfur innan fárra mánaða, og hann leyfði stóru umboðsfyrir- tæki að kaupa sig út. Þeirskyldu i allri vinsemd. Andy var settur i ópersónulegu vélina sem framleiðir metsölu- plötur. Hann fékk söngkennara. Hann fékk stil. Ráöunautarnir út- veguðu viðeigandi söngefni handa honum, hljóðtæknimennirnir gerðu tilraunir með hann. A nokkrum fundum var rætt, hvort rétt væri að gefa honum nýtt nafn. En loks var samþykkt að láta hann vera eins og hann var, þegar hann var uppgötvaður, án allra auglýsingabragða og blekk- inga. Andy vissi ekki hver tók hina endanlegu ákvörðun, en hún var afdráttarlaus: Bandariskir hlustendur eru reiðubúnir að taka við ósköp venjulegum, ungum Bandarikjamanni. Slíkt mat á smekk almennings er oftar rangt en rétt, en að þessu sinni reyndist það rétt. Yfir eina skelfilega helgi söng Andy inn átján lög, velflest all- þekkt en fáein ný. Með þetta albúm — með heitinu Andy vinur þinn — undir handleggnum, var hann dreginn á ótal fundi undir stjórn auglýsingadeildarinnar, með plötusnúðum, plötuheildsöl- um og plötuútgefendum á austur- ströndinni. Hjá fyrirtæki þar sem persónulegu áhrifin skiptu aðal- máli stóð Andy sig mjög vel, svo aölaðandisem hann var. Albúmið hans var leikið. Eitt af nýju lög- unum, sem hét „Kaldar hendur, heitt hjarta”, sló i gegn. t Bill- board var skrifað að hann væri efnilegur, ungur söngvari, Variety kallaði hann það sem koma skal og Downbeat stjörnu morgundagsins. Morgundagurinn kom fyrr en nokkur hefði rennt grun í. „Kald- ar hendur, heitt hjarta” var enn á vinsældarlistanum, þegar „Það vita það allir” skauzt upp á tón- LAUGARDAGUR 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Guðrún Guðlaugs- dóttir endar lestur sögunnar um „Litla bróður og Stúf” eftir Anne Cath.—Vestly i þýðingu Stefáns Sigurðs- sonar (15). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. Morgunkaffiökl. 10.25: Páll Heiðar Jónsson og gestir hans ræða um útvarpsdag- skrána,og greint er frá veðri og vegum. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Óskalög sjúklinga.Krist- in Sveinbjörnsdóttir kynnir. 14.40 tslenzkt mál.Jón Aðal- steinn Jónsson cand. mág. flytur þáttinn. 15.00 Gatan min. Jökull Jakobsson gengur um Þorkötlustaöah verfi I Grindavik með Magnúsi Hákonarsyni á Hrauni, sem segir einnig frá verstöðinni á Seltöngum. 16.00 Fréttir. 16.45 Veðurfregnir. Stanz.Arni Þór Eymundsson og Pétur Sveinbjarnarson sjá um þáttinn. 16.45 Sfödegistónleikar a. Alicia de Larrocha leikur á pianó Fantasiu i c-moll og Laugardagur 17.00 Þýzka I sjónvarpi. Kennslumyndaflokkurinn Guten Tag. 18. og 19. þáttur. 17.30 Af alþjóöavettvangi. Andlit Evrópú. Myhd frá Sameinuðu þjóöunum um þróun samgöngumála 1 Evrópu. Þýöandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 18.00 Þingvikan. Þáttur um störf Alþingis. Umsjónar- menn Björn Teitsson og Björn Þorsteinsson. 18.30 tþróttir. Umsjónar- maður Omar Ragnarsson. Hlé. 20.00 Fréttir. 20.20 Veður og auglýsingar. 20.25 Hve glöö er vor æska. Brezkur gamanmynda- flokkur. Ekki dauður úr öllum æöum.Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson. 20.50 Vaka. Dagskrá um bók- Enska svitu nr. 2 i a-moll eftir Bach. b. Tamara Mil- ashkina syngur lög eftir rússnesk tónskáld við undir- leik Þjóðlagahljómsveitar útvarpsins i Moskvu. c. Julian Bream leikur á gitar Sónötu i A-dúr eftir Pag- anini. 17.40 Ctvarpssaga barnanna: „Nonni og Manni fara á fjöll” eftir Jón Sveinsson. Hjalti Rögnvaldsson les (4). 18.00 Eyjapistill. Bænarorö. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Við og fjölmiölarnir. Einar Karl Haraldsson fréttamaður sér um báttinn. 19.40 Menningarstol'nun Norðurlanda I Kaupmanna- höfn.Þáttur meö viðtölum i umsjá Jóns Asgeirssonar fréttamanns. 20.00 Hljómplöturabb. Þor- steinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 20.55 „Sæunn og klukkan hennar”, smásaga eftir Rósu Einarsdóttur frá Stokkahlööum. Sigriöur Schiöth les. 21.25 Sænskir harmoniku- leikarar leika fyrir dansi. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusáima (35). 22.25 Danslög. 23.55 Fréttir 1 stuttu máli. Dagskrárlok menntir og listir. Umsjónarmenn Björn Th. Björnsson, Siguröur Sverrir Pálsson, Stefán Baldursson, Vésteinn ólason og Þorkell Sigurbjörnsson. 21.35 Evudætur. (All About Eve) Bandarisk biómynd frá árinu 1950. Leikstjóri Joseph L.Mankiewicz. Aðalhlutverk Bette Davis, Anne Baxter, Celeste Holm og George Sanders. Þýð- andi Kristmann Eiðsson. Fræg leikkona tekur að sér aðdáanda sinn, unga stúlku, sem langar að reyna sig á leiksviðinu. Stúlkan verður brátt hennar hægri hönd i flestu, og kemur sér i aðstöðu viö leikhúsið, en það likar húsmóður hennar mið- lungi vel. 23.50 Dagskrárlok. h.L v lunvvncv ilunRivvDAi n ' INDVERSKUNDRAVERÖLD Nýjar vörur komnar, m.a. ilskór, útskorin borö, vegghillur, vegg- stjakar, könnur, vasar, borðbjöllur, öskubakkar, skálar og mangt fleira. Einnig reykelsi og reykeisiskerin f miklu úrvali. Gjöfina sem veitir varanlega ánægju fáiö þér I JASMIN Laugavegi 133 (viö Hlemmtorg)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.