Þjóðviljinn - 31.03.1973, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 31.03.1973, Blaðsíða 16
tOOVIUINi l.augardagur 31. marz 1U73. Almennar upplýsingar um læknaþjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Lækna- félags Reykjavikur, simi 18888. Kvöld-, nætur- og helgar- þjónusta lyfjabúðanna i Reykjavik vikuna 23.-29. marz er i Reykjavikurapóteki og Borgarapóteki. Slysavarðstofa Borgarspital- ans er opin allan sólarhring- inn. Kvöld-, nætur og helgidaga- vakt á heilsuverndarstöðinni. Simi 21230. LAUSRÁÐIMR OG HÁSKÓLA- MENN FÁI AUKINN RÉTT Kr mengunin brot á grund- vallarmannréttindum? Liklegt er að ráðstefna Evrópuráðsins um umhverfis- vernd álykti að svo sé. Hin auð- ugu iðnriki vilja gera sem minnst úr rétti fólks til að fá að lifa i ómenguðu umhverfi. Myndin gefur hugmynd um andrúmsloftið i stórborg. <c konar dómstóli sem fengist við vandamál umhverfismengunar. Það voru einkum fulltrúnar hinna efnaminni landa sem kröfðust þess að reynt yrði að stemma stigu við menguninni og að reglur þar að lútandi yrðu virtar. Fulltrúar hinna sterku iðnrikja Efnahagsbandalags Evrópu reyndu að drepa málinu á dreif og viídu aðeins rannsaka betur hvaða svæði álfunnar hefðu orðið verst úti vegna mengunar. Mengun er ógnun við mannréttindi Vinarborg 30/3. — A umhvcrfis- verndarráðstefnu Kvrópuráðsins, sem haldin er i Vin um þcssar mundir, hefur veriö samþykkt ályktun um að einstaklingar eigi að fá réltarvernd gegn mengun umhverfisins. Ráðherrar 17 aðildarrikja Evrópuráðsins ákváöu aö stefna að þvi að koma á fót einhvers Talið er að reynt verði að fá samþykkta ályktun þar sem mengun frá iðnaði verði lyst ógn- un við grundvallarmannréttindi einstaklinganna. GÍFURLEG FLÓÐ EFTIR ÚRHELLISREGN í TÚNIS Algeirsborg 30/3. — 83 hafa farizí i miklum flóöum í Túnis siðustu tvo daga, en flóðin hafa valdið miklu tjóni viðar i Norður-Afriku. Þúsundir hafa misst heimili sín i flóðunum. Alþjóða-rauði-krossinn i Genf hefur beðið um tjöld, teppi og annan útbúnað til aðsendatii flóðasvæöanna. 1 austurhluta Alsir nálægt landamærum Túnis eru stór land- svæöi undir þriggja metra djúpu vatni, en flóðin stafa af margra draga úrhellis rigningu. Viðáttu- mikil landsvæði hafa einangrazt i flóðunum. 1 Túnis eru 20 þús. manns af flóðasvæðunum i flóttamanna- búðum. öttazt er að farsóttir gjósi upp, og er öllum ráðlagt að sjóða drykkjarvatn fyrir notkun. 20 þús. hernaðar- ráðgjafar Paris 30/3 Milli 10 og 20 þúsund bandariskir hernaðarráðgjafar, klæddir horgaraklæðum, eru enn i Suður-Vietnam og starfa með lier Saigon-stjórnarinnar. Jafn- framt halda Bandarikjamenn álram að senda vopn i stórum stil til landsins. Meðanþessu fer fram er útilokað að pólitisk lausn fáist á deilu- málunum i Suður-Vielnam, sagði Nguyen Van Tieu, fulltrúi Þjóð- frelsisfylkingarinnar i samninga- viðræðunum i Paris i dag. Við- ræðurnar ganga stirðlega og náðist enginn árangur á fundin- um i dag. Fulltrúi Saigon- stjórnarinnar svaraði ásökunun- um með gagnkvæmum ásökunum og fullyrti að Þjóðfrelsisfylkingin væri stöðugt að styrkja hernaðar- lega stöðu sina i Suður-Vietnam. Sagði hann að Bandarikja- mennirnir i landinu væru ekki hernaðarráðgjafar heldur sér- fræðingar á öðrum sviðum. Næsti fundur verður haldinn á þirðjudag. Phnom Pen 30/3 — Bandarískar risa-sprengjuþotur af gerðinni B-52 og orrustusprengjuþotur gerðu i dag loftárásir á Kambódlu 22. daginn i röð. t aðalstöðvum bandariska hersins var skýrt frá þvi að þessar árásir væru gerðar samkvæmt beiðni stjórnarinnar i Phnom Pen, sem slæði mjög illa að vigi I baráttunni við skæruliða. Hvað eftir annað hafa skæruliðar rofið allar samgönguleiöir til höfuð- borgarin nar. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Fáskrúðsfjörður — Reyðarfjörður Alþýðubandalagið boðar til fundar i dag á Reyðarfirði og i n.k. sunnudag á Fáskrúðsfirði. Arnmundur Bachmann fulltrúi, Sigurjón Pétursson borgarfulltrúi og Hefgi Seljan alþingismaður mæta á fundunum. Fundirnir eru öllum opnir. Akranes Alþýðubandalagið á Akranesi boðar til fundar sunnudaginn 1. april kl. 4 siðdegis i félagsheimilinu Rein. Adda Bára Sigfúsdóttir varaformaður Alþýðubandalagsins og Guð- jón Jónsson koma á fundinn. Fundurinn er öllum opinn. Akureyri — Húsavík Alþýðubandalagið boðar til almennra stjórnmálafunda á Norður- landi um næstu helgi. Akureyri i dag kl. 14 I Alþýðuhúsinu Húsavik á sunnudag kl. 15 i Félagsheimilinu A fundinum verða þeir Jón Snorri Þorleiísson, Jónas Arnason, Ragnar Arnalds og Stefán Jónsson og ræða þau mál sem efst eru á baugi og svara fyrirspurnum fundarmanna. Fundirnir eru öllum opnir. t gær var lagt fram á alþingi stjórnarfrumvarp um kjara- samninga opinberra starfs- manna. Frumvarp þetta er samið af 9 manna nefnd, sem skipuð var af fjármálaráðherra fyrir rúmu ári og áttu m.a. sæti i nefndinni fulttrúar frá Bandalagi starfs- manna rikis og bæja og frá Bandalagi háskólamanna. t greinargerð nefndarinnar, sem frumvarpinu fylgir, segir m.a.: „Meginbreytingar frá gildandi lögum, sem allir nefndarmenn styðja, cru þessar: 1. Lagt er til að lögin taki einnig til þeirra opinberra starfsmanna, sem ráðnir eru með skemmri en þriggja mánaða uppsagnarfresti. 2. Að heildarsamtök opinberra . starfsmanna, sem htotiö hafa viðurkenningu f jármálaráöherra, hafi samningsaðild og geri aðal- kiarasamning (áður aðeins BSRB). 3. Kinstök aðildarfélög semji um skipan manna og starfsheita i launaflokka og nokkur önnur atr- iði”. Þar sem talað er um heildar- samtök opinberra starfsmanna, sem hlotið hafa viðurkenningu fjármálaráðherra, mun auk BSRB fyrst og fremst átt við Bandalag háskólamanna, sem hingað til hefur ekki haft viður- kenndan samningsrétt. Heildar- samtökum starfsmanna er ætlað að fara með gerð aðalkjarasamn- inga en einstök starfsmannafélög með gerð sérsainninga. 1 1. gr. segir, að lögin skuli ná til allra starfsmanna, sé starf þeirra hjá þvi opinbera aðalstarf. 1 7. gr. er ákvæði um að aðal- kjarasamningur skuli gerður til eigi skemmri tima en tveggja ára og koma til framkvæmda 1. júli næsta ár eftir gerð hans. Verði verulegar kaupbrey tingar á samningstimabili má krefjast endurskoðunar án uppsagnar. 1 14. gr. segir: „Nú er deila um aðalkjarasamninga eigi til lykta leidd, að liðnum tveimur mánuð- um uppsagnarfrests, og tekur kjaradómur þá við máli”. — En áður en til kjaradóms kemur geta aðilar visað deilu til sáttasemjara rikisins i vinnudeilum. Getur sáttasemjari lagt fram miðlunar- tillögu og fer þá fram leynileg allsherjaratkvæðagreiðsla um hana en fyrir hönd rikissjóðs greiðir fjármálaráðherra einn at- kvæði. 1 17. gr. segir, að þegar aðal- kjarasamningur hefur verið gerður eða kjaradómur hefur lok- ið dómi skuli stjórnir einstakra félaga hefja samninga um skipan starfsheita i launaflokka, sér- ákvæði um vinnutima o.fl. kjara- atriði, sem aðalkjarasamningur tekur eigi til. Takist eigi samn- ingar um slik atriði á 4 mánuðum skal þeim skotið til kjaradóms, sem hefur 2 mánuði til að kveða upp fullnaðarúrskurð. t 21. gr. segir: „Kjaradómur skal við úrlausnir sinar m.a. hafa hliðsjón af: 1. Kjörum launþega, er vinna við sambærileg störf hjá öðrum en ríkinu. 2. Kröfum, sem gerðar eru um til menntunarábyrgðar og sér- hæfni starfsmanna. 3. Afkomuhorfum þjóðarbús- ins". Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir skipun k jaranefndar, 5 manna, — þrir frá hæstarétti, einn frá fjármálaráðherra og einn frá heiidarsamtökum starfs- manna. Kjaranefnd er ætlað að skera til fullnaðar úr ágreiningi samn- ingsaðila um eftirtalin atriði: ,,1. Skipan einstakra manna i launaflokka kjarasamnings. 2. Hver aukastörf sé rétt að telja til aðalstarfs og hver beri að launa sérstaklega. 3. Vinnutima, yfirvinnu og yf- irvinnukaup einstakra starfs- manna eða starfshópa. 4. Ágreining um fæðisaðstöðu og fæðiskostnað einstakra starfsmanna eða starfshópa”. Einstökum félögum er ætlað að fara með fyrirsvar starfsmanna fyrir kjaranefnd. 1 ákvæðum til bráðabirgða, er gert ráð fyrir að þeir samningar, sem fyrst verða gerðir eftir ákvæðum frumvarpsins ef að lög- um verður, en þeir eiga að hefjast i haust, geti dregizt fram i júni 1974. Yar pyntaður með næloni Washington 30/3. — í fréttum frá höfuðborg Bandarikjanna segir að bandariskir stríðsfangar hafi sætt misþyrmingum i fangabúðum í Norður- Víetnam. Haft er eftir Robinson Risner ofursta að hann hafi verið hertur saman með nælonreipi og hert að þar til hann hafði tærnar í munni sér. Hafi nælonið skorizt inn í hold sitt. Með þessu móti hafi hann verið þvingaður til að játa eitt og annað sem honum var þvert um geð. Frásögn þessi um mis- þyrmingar í norðurvíet- nömskum fangabúðum stangast á við allar fyrri fregnir fanga, sem dval- izt hafa i slíkum fanga- búðum þar í landi. FLN svarar ræðu Nixons Paris 30/3 Þjóðfrelsis- fylkingin i Suður-Vietnam hefur svarað hótunum Nixons Bandarikjaforseta, sem liann setti fram i sjónvarpsræðu i USA s.I. nótt. Nixon sakaði Norður- Vietnama um að hafa sent hermenn til Suður-Vietnams eftir vopnahléð, og sagði Bandarikin reiðubúin að gripa til gagnráðstafana. Talsmaður Þjóðfrelsis- fylkingarinnar, Ly Van Sau, sagði að suður-vietnamska þjóðin léti ekki hótanir Banda- rikjamanna um hefndarráð- stafanir hræða sig. Hann sagði að suður-vietnamska þjóðin myndi aldrei beygja sig fyrir slikum hótunum. Nixon ætti að vita að þjóðin hefði staðizt allar hótanir og allar árásir og sprengjuregn Bandarikja- manna. Sau sagði að hótanir Nixons væru ekkert nýtt fyrir Suðurvietnama. Bandarikja- menn hefðu margsinnsis sett fram lognar átyllur til að reyna að réttlæta hernaðar- ihlutun sina. Híttumst í kaupfélaginu V.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.