Þjóðviljinn - 03.04.1973, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 03.04.1973, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 3. april 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Við morgunverðarborðið. Frá vinstri Þórunn M. Magnúsdóttir, Helga Stephensen, Þóra Friðriksdóttir, Steinunn Jóhannesdóttir og Sólveig Hauksdóttir. Þjóöleikhúsið sýnir: SJO STELPUR Eftir Erik Thorstensson Þýðing: Sigmundur örn Arngrimsson Leikstjóri: Briet Héðinsdóttir Leikmynd: Björn G. Björnsson Eiturlyf og unglingavandamál: hvað er nærtækara efni til viö- fangs og umræðu um þessar mundir þegar blöðin flytja okkur daglega fregnir af innbrotum, drykkjuskap og hassneyzlu ung- linganna okkar? Enda vantaði ekkert á, að áhorfendur sýndu leikriti Eriks Torstensson um efnið lifandi áhuga; i hléi mátti viða heyra fólk ræða atburði leiksins og bera saman við eigin reynslu. Það er þvi auðsætt að leikritið er timabært, en auk þess stuðlar aðferð þess mjög að þvi, að áhorfandinn tengi það beint við raunveruleikann. Hún er gegn- umgangandi og eindreginn natúralismi, skýrsluform, sem virðist segja við áhorfandann: þetta er það sem gerðist, ná- kvæmlega svona var þetta. Með þessu móti fæst fram óvenjulega sannfærandi eftirliking veruleik- ans, vel heppnuð sjónhverfing, en óneitanlega verður að fórna æði mörgu öðru til þess að fá þetta fram. Leikritið skortir nær alger- lega dramatiskt form, markvissa framvindu átaka, byggingu. Þetta formleysi gerir leikritið til- viljanakennt, eins og lifið er sjálft, og styður þannig sjón- hverfingu þess, en veldur hins vegar nokkurri ófullnægju þeim sem gerir kröfu til sliks forms. Þetta eru auðvitað þær takmark- anir sem eindregnum natúral- isma eru áskapaðar. Aðalfund- ur pípu- lagninga- manna Aðalfundur Sveinafélags pipu- lagningamanna var haldinn sunnudaginn 25. marz sl. For- maður var kjörinn Þórir Gunnarsson, en aðrir i stjórn: Gústaf Kristensen, Kristján Smith, Kristján Gunnarsson, Bjarni Kristinsson. Briet Héðinsdóttir hefur, i sam- ræmi við eðli leikritsins, fylgt fram mjög ákveðinni natúral- istiskri aðferð i sviðsetningu, leit- azt við að ná sem fullkomnast fram þeirri algerlega eðlilegu sviðsframkomu, sem leikrit af þessu tagi krefst. Það er reyndar miklu erfiðara en margir halda að virðast eðlilegur á leiksviði; stilfærð og ýkt leikbrögð reynast oft auðveldari i framkvæmd, vegna þess að þar byggist mest á tækni, þar sem hin natúralistiska aðferð hlýtur hins vegar að byggja á innlifun. Verk leikstjóra hefur tekizt með ágætum, þannig að i heild er sýningin einhver sú stilhreinasta sem hér hefur sézt. Greinilegt er, að hér hefur ekki verið kastað höndum til neins. Slikum vinnubrögðum ber að fagna, en einnig var ánægjulegt að skoða þann föngulega hóp ungra leikkvenna sem hér getur að lita, ný og fersk andlit ber helzt til sjaldan fyrir augu islenzkra leikhúsgesta. Þó er ekkert aðal- hlutverk sé i leikritinu er samt ljóst að mest mæðir á Þórunni Magneu Magnúsdóttur i hlutverki Barböru, hins forfallna dópista, Þórunn skilar hlutverkinu af sannri innlifun og hófstillingu, gerir þessa vonlausu stúlku sanna og átakanlega. Steinunn Jóhann- esdóttir er Maja, tryllt og hömlu- laus, en miklu nær þvi að vera normai en Barbara. Steinunn túlkar geðsveiflur stúlkunnar af skaphita og krafti, átök hennar við gæzlumenn og stöllur sinar eru aflvaki leiksins. Helga Stephensen er Asa, góði kjáninn sem var flutt of snemma heim af spitalanum með heilahristing. Leikur Helgu er að sinu leyti ágætur, en túlkun og leikstill ork- ar kannski timælis. A Asa að vera jafn gersamlega innantóm og Helga túlkar hana? Ég held varla að textinn gefi það til kynna. Sömuleiðis þótti mér leikur Helgu of ýktur, út úr takt við stil sýning- arinnar i heild. Hinar stúlkurnar' þrjár eru dregnar daufari linum og verða aldrei heilsteyptar persónulýsingar. Guðrún Alfreðs- dóttir var mjög sannfærandi, eirðarlaus og rugluð Elsa, en galt þess að persónuna skortir dýpt og forsendur. Það átti i enn rikara mæli við um Gunnu, sem Sólveig Hauksdóttirleikur* hana skortir mjög persónueinkenni og kann það að vera aðalástæðan fyrir dá- litið óöruggum leik. Helga Jóns- dóttir skilaði mjög vandræðalegu hlutverki Mariu Lovisu af prýði. Hins vegar virðist mér það hár- rétt stefna sem tekin hefur verið upp i Sviþjóð, að klippa þetta hlutyerk burt úr verkinu. Gæzluliðið er nokkuð fátæklega búið persónueinkennum, en allir skila leikarar hlutverkum þess af mestu prýði. Ævar Kvaran var sem endurfæddur til nýrra krafta i hlutverki yfireftirlitsmannsins. Það hefur greinilega undraverð áhrif þegar tekst að dempa niður dramatisk tilþrif i rödd Ævars. Þóra Friðriksdóttir átti prýðilega heima i sinu hlutverki, sömuleiðis var Guðmundur Magnússon hæfi- lega blátt áfram og hlutlaus i hlutverki nýja eftirlitsmannsins, sem er sjálfsmynd höfundar. Baldvin Halldórsson átti nokkuð misjafnan leik, enda hlutverkið hálfvandræðalegt, en á stundum, einkum i átökunum við Maju, tókst honum mjög vel upp. Leikmynd Björns Björnssonar var þokkalega útfærð, en það var mjög klaufalegt að koma her- bergi Barböru fyrir uppi yfir aðalsviði. Tilfæringarnar við að lyfta upp veggnum höfðu mjög truflandi áhrif, rufu stil sýningar innar að nokkru. Þó að ég sé heldur lítt hrifinn af þessu leikriti, sem sliku var sýn ingin engu að siður ánægjuleg sakir hinna óvenjulega vönduðu og (það sem meira er vert) rétt hugsuðu vinnubragða leikstjóra og leikara. Sverrir Hólmarsson. Starfsstúlkur óskast til starfa i eldhúsi Kleppsspitalans. Upplýsingar veitir yfirmatráðskonan i sima 38160. AÐALFUNDUR Neytendasamtakanna verður haldinn i Hótel Esju 2. hæð þriðju- daginn 10. april kl. 8.30. Dagskrá: venjuleg aðalfundarstörf. Rætt um uppkast að reglugerð um merk- ingu matvæla og annarra neyzlu- og nauð- synjavara. Stjórnin Skákþing íslands 1973 verður haldið i Reykjavik um páskana. Teflt verður i skákheimilinu að Grensás- vegi 46 og hefst keppni i landsliðsflokki fimmtudaginn 12. april. Einnig verður teflt i meistaraflokki, 1. flokki, 2. flokki og unglingaflokki. Þátttaka Ulkynnist Hermanni Ragnars- syni i síma 20662, eða i pósthólf 5232, Reykjavik, fyrir 9. april. Aðalfundur S.l. verður haldinn laugar- daginn 21. april. Skáksamband íslands. Akitreyri! Umboðsmaður óskast til að annast dreif- ingu og innheimtu fyrir Þjóðviljann á Akureyri. Upplýsingar á skrifstofu blaðsins i Reykjavik. Simi 17500 L 4 SÍBS Ei i 1 WDURNVJUN )regið verður fimmtudaginn 5. apríl — Munið að endurnýja

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.