Þjóðviljinn - 03.04.1973, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 03.04.1973, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 3. apríl 1973. ÞJOÐVILJINN — StÐA 11 Tvítugur Þingeyingur kom sá og sigraði í landsflokkaglímunni Ingi Þ. Yngvason. „Þetta kom mér þægilega á óvart" sagði Ingi Þ. Yngvarson er sigraði óvænt i 1. þyngdarflokki í landsflokkaglimunni — Jú, þetta kom mér þægi- lega á óvart, sagöi Þingey- ingurinn ungi Ingi Þ. Yngva- son, er viö hittum hann ao máli eftir aö landsflokkaglim- unni.lauká sunnudagskvöldiö. — Ég hef að visu æft mig nokkuö vel fyrir þessa keppni. Ég hef tvivegis dvalið i Reykjavík i vetur viö æfingar hjá Vikverja og svo kom Sigurður Jónsson norour til okkar og þjálfaði okkur um tima, en sigurinn kom mér eigi að siður á óvart. — Æfið þið vel fyrr norðan? — Það hefur alltaf verið mikill áhugi á glimu I Þing- eyjarsýslunni, en það sem hefur háð okkur i vetur er hve fáir hafa stundað æfingar, færri en oftast áður. Annars er áhuginn það mikill að glima er kennd i barnaskólanum i Mývatnssveit og þar fékk maður áhugann. — Hefurðu i hyggju að koma til Reykjavikur til að geta stundað betur æfingar? — Nei, ekki I bráð að minnsta kosti, ég veit ekki hvað verður siðar. — Nú er islandsgliman eftir, stefnir þú að sigri þar lika? — Auðvitað stefnir maður alltaf að sigri, en ég lofá engu i þvi efni. Maður gerir alltaf sitt bezta og það verður bara að ráðast hver árangurinn verð- ur. Alla vega ætla ég að æfa vel fram að Isiandsglimunni, sagði þessi tvltugi sterki glimumaður. Um það munu allir vera sam- mála að það skemmtilegasta á iþróttamótum sé þegar ungt fólk, litt eða óþekkt, kemur allt i einu fram i dagsljósið og sigrar öllum á óvart. Einmitt þetta gerðist i landsflokkaglimunni á sunnudagskvöldið. Ungur Þing- eyingur Ingi Þ. Ingvason sigraði i l. þyngdarflokki, hlaut 2 1/2 vinning og voru þó ekki minni glímumenn meðal keppenda en þeir Sigurður Jónsson og Jón Unndórsson. Ingi er að visu ekki aiveg óþekktur sem glimumaður en hann hefur ekki náð toppnum fyrr en nú. Ingi sigraði þá báða Jón og Sigurð en gerði jafntefli við tviburabróður sinn og tvffara Pétur Yngvason, sem hefur vakið á sér verð- verðskuldaða ath. I vetur. Pétur keppir fyrir Vikverja en Ingi dvelur heima á Skútustöðum i Mývatnssveit. t 2. sæti varð Jón Unndórsson með 1 1/2 vinning en Sigurður 3. með 1 plús 1 vinn- ing og Pétur fjórði með 1 plús 0 vinning. Fleiri kepptu ekki i 1. þyngdarflokki. t 2. þyngdarflokki sigraöi Gunnar Ingvarsson, hlaut 3 1/2 vinning, annar varð Ómar Úlfarsson KR með 3 vinninga og þriðji varð Hjálmur Sigurðsson, hlaut 2 1/2 vinning. f 3. þyngdarflokki sigraði Guðmundur F. Halldórsson Armanni, hlaut 3 vinninga, annar varö Rögnvaldur Ólafsson, hlaut 2 vinninga, og þriðji Þorvaldur Aðalsteinsson Í'ÍA með 1 vinning. t unglingaflokki sigraði Guð- mundur Einarsson Vikverja, hlaut 2 1/2 vinning, 2. varð Hall- dór Kornráðsson Vikverja, hlaut 2 vinninga, og þriðji varð Óskar Valdimarsson Vfkverja, hlaut 1 vinning. Haukur Valtýsson HSÞ sigr- aði i drengjaflokki 16 til 17 ára, fékk 10 1/2 + 1 vinning, annar varð Þóroddur Helgason t'íA með 10 1/2 plús 0 vinning og 3ji varð Eyþór Pétursson HSÞ hlaut 10 vinninga. Mainó M. Marinósson ÚtA sigraði í sveinaflokki, hlaut 1 vinning, en Auðunn Gunnarsson hlaut engan vinning enda kepptu þeir aðeins 2 i þessum flokki. Skagamenn á skotskónum Sigruðu Breiðablik 3:2 í sæmilegum leik Svo virðist sem lið Akumesinga sé sem óðast að komast í æfingu ef marka má af leik liðsins í Kópavogi á laugardaginn þar sem það sigraði Breiðablik 3:2 í Litlu bikarkeppninni. Leikur- inn var all-vel leikinn þrátt fyrir afar slæmar aðstæður, þungan og ósléttan völl, eins og allir malarvellimir eru á þess- um tíma. Þrátt fyrir mik- Framhald á bls. 15. mmmm ólafur Friöriksson skorar fyrra mark UBK. Létt hjá ÍBK Hið geysisterka lið tBK átti ekki I neinum erfiðleikum með ilill (Hauka)á laugardaginn er iiðin mættust i Litlu bikár- keppninni i Keflavik. ÍBK sigr- aði 4:0, en mörkin skoruðu Steinar 2, Grétar og Karl Her- mannsson sitt markið hvor. t ieikhléi var staðan 1:0. Eftir tækifærum aö dæma hefði IBK getað unnið mun stærra, með tveggja stafa tölu sögðu sumir, en þeir vildu kalla leikinn „leik hinna glötuðu marktækifæra " . Eigi að siður börðust Hauk- arnir vel og gáfust aldrei upp þrátt fyrir ofureflið og búast menn við miklu af liðinu i 2. deild i sumar. Gunnar Ingvarsson sigurvegari i 2. þyngdarflokki. Þór vinnur enn Akurey rarliðin Þór og K A léku i 2.- deildarkeppninni á sunnu- daginn og svo fóru leikar að Þór sigraði 20:17 en marg- ir höfðu búizt við að KA myndi taka stig af Þór i þessum leik. Þar með er Þór aðeins feti frá 1. deild, fyrst allra liða utan Stór-Reykjavíkursvæðisins. Aðeins sigur yfir Gróttu á heimavelli og Þór er uppi i 1. deild. Or þvi fæst skorið á laugar- daginn kemur, hvort Þór eða Grótta fer upp eða hvort auka- leik þarf um 1.- deildarsætið, en til aö fá úr þvi skorið þarf að biða til sunnudags, þegar Grótta og KA leika á Akureyri. Grótta sigraði Grótta og Þróttur léku I 2.- deildarkeppninni i handknatt- leik um helgina og sigraði Grótta 18:15 og stefnir þvf - ákveðið aðsigri I 2. deild. Grótta hefur aðeins tapað einum leik i mótinu og þaö hefur Þór frá Akureyri einnig gert, þannig að leikur þessara liða um næstu helgi á Akureyri verður hreinn úrslitaleikur i 2. deild. Vinni Þór er liðið komið i 1. deild, en vinni Grótta þarf hún einnig að vinna KA daginn eftir, en tapi Grótta fyrir KA en vinni Þór þurfa Grótta og Þór að leika sér- stakan aukaleik um hvort liðið færist upp i 1. deild. Umsjón: Sigurdór Sigurdórsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.