Þjóðviljinn - 03.04.1973, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 03.04.1973, Blaðsíða 13
Þriðjudagur :i. april l!(7:i. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 dynjandi klapp. Löngu fyrr hafði Charlie Marble hringt til Las Vegas til að segja forstjóra skemmtistaðarins, þar sem Andy átti að koma fram næstu viku, að hann þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur; Andy Paxton hefði gert stormandi lukku. Það var álika erfitt að losna frá fagnandi gestunum i búnings- herberginu á eftir. Andy tókst það samt án þess að móðga nokkurn, Með lfkama Hubs að skildi. komst hann útum sviðsdyrnar. Lissa og Bake biðu eftir honum i gulu kádilljáknum. Eftir Whit Masterson hafa áhyggjur, og ef ég hef það ekki, þá er það ómögulegt lika. Til hvers ætlastu eiginlega af mér? — Að þú gefir mér svar i sam- bandi við húsið. Meira að segja áður en við fengum þetta tilboð, var ég farin að hugsa um að það væri frá leitt af okkur að halda i þennan stóra kassa, með hliðsjón af sköttunum og öllu öðru. Við Drew gætum hæglega komizt af með góða ibúð einhvers staöar. — Og hvað um mig? — Já, hvað um þig, Andy? Nafnið þitt stæði á dyrunum eftir sem áður. Þú notar hvort sem er ekki húsið til annars. Auk þess er ég búin að senda fasteignasalana út af örkinni eftir búgarði handa Paxtonfjölskyldunni — það bindur enda á allt tal um skilnað. Það var barið að dyrum. Þær voru opnaðar svo að Hub gat rekið höfuðið inn um gættina. — Þeir biða eftir yður, herra Paxton. — Segðu að ég sé að koma. Andy lagfærði jakkann sinn og Skákþraut No. Ifi. Þessa staða kom upp i skák þeirra Poletajev og Pavlov i Rússlandi 1971. Hvitur leikur og vinnur. Lausn á dæmi no. 15. 1. Rf6 exR 2. Bxh7 Kh8 3. Bf5 Kg8 4. Dh7 Kf8 5. Dh8 Ke7 6. gxf6 mát. Lausn á siðustu krossgátu I = 0, 2 = R, 3 = Ð, 4 = A, 5 = B, 6 = Ó, 7 = K, 8 = D, 9 = Ú, 10 = F, II = L, 12 = Ý, 13 = U, 14 = Á, 15 = E, 16 = S, 17 = H, 18 = 1, 19 = T, 20 = Þ, 21 = V, 22 = Y, 23 = N, 24 = G, 25 = M, 26 = Æ, 27 = P, 28 = 1, 29 = J, 30 = 0. gaut augunum til konu sinnar. — Ætlarðu fram i salinn? — Er það ekki liður i sjón- leiknum? Hún tók undir hand- legg hans. — En þú ert ekki enn búinn að gefa mér svar. — Ég vissi ekki að ég hefði um neitt að velja. — Kalifornfa er frjálst land, vinur minn. — Við getum talað um það seinna. Við getum farið út og 8 fengið okkur matarbita á milli sýninganna. — Já vitaskuld, tautaði Lissa. — Bara þú og ég og allur sjóræn- ingjaflokkurinn. Þau gengu fram i ganginn. Bake hallaði sér upp að veggnum á móti, afundinn á svip og hélt á bjórglasi i hendinni. Hann rétti Andy það. — Hér er drykkurinn þinn. Það er allt loft úr honum núna, en varðhundurinn vildi ekki hleypa mér inn. — Þér sögðuzt vilja vera i friði. sagði Hub. — Fyrirgeföu, Bake. Ég var búinn að gleyma að þú kæmir aft- ur. Hann klappaði honum sefandi á handlegginn. — Viltu fylgja Lissu að borðinu hennar? Ég þarf að fá álit ykkar á þvi, hvernig þetta hljómar neðan úr salnum. Báke bliðkaðist. — Auðvitað vinur. Uppi á sviðinu var hljómsveitin farin að leika kynningarlag hans. — Hamingjan sanna, ég verð að hlaupa, sagði Andy. Hann hljóp að stiganum með heillaóskir þeirra i eyrunum. Sýningin gekk mjög vel, og Andy þurfti ekki að heyra álit annarra til að vita það. Það er yfirleitt hægt að vinna þegar listamaður nær sambandi við áheyrendur sina. Það liggur i loftinu, næstum sýnilegt, og er miklu áþreifanlegra en klapp. Loftið i E1 Dorado var raf- magnað þetta kvöld. Aheyrendur höfðu komið sem vinir, ekki sem gagnrýnendur. Að visu voru þarna ófágaðir kaflar, eins og titt er á frumsýningum, en áhyggju- laust fas Andys fleytti honum yfir alla örðugleika. Fólk hló að gamansemi hans og klappaði fyrir óbrotnum dansi hans af eins miklum innileik og fyrir söngn- um. Hann varð aö syngja aukalög og slapp ekki af sviðinu fyrr en hann sagði sér til afsökunar: — við Lissa þurfum að'hringja i barnfóstruna. Þá fékk hann Hub settist undir stýri.— Hvert eigum við að fara herra Paxton? — Það eru tveir timar fram að næstu sýningu, sagði Andy og leit á úrið sitt. — Er enginn svangur? Ég er glorhungraður. — Ég veit um stað þar sem mexíkanski maturinn er ekki alltof daufur, sagði Bake. — Hann getur örugglega haldið við i þér magasárinu. Þegar kádilljákurinn ók út af bilastæðinu, sagði Lissa: — Ég vil að við komum við á hótelinu, svo að ég geti losnað við þennan pels. Ég er alveg að stikna. Og ég get litið á drenginn i leiðinni. — Doree hefði hringt ef eitt- hvað væri að. — Já, en mér er sama, sagði Lissa ákveðin. — Já, og ég hef lika áhuga á að heilsa upp á krúttið mitt, sagði Bake. — Hvernig liður Doree? Eru nokkur skilaboð frá henni. — Nei, svaraði Lissa stutt i spuna. Andy vissi, að þótt Lissa væri að mestu ánægð með fag- þekkingu Dorees, var hún ekki sérlega hrifin af sambandi hennar og Bake. — Ég stend fyrir húshaldi, ekki hjúskaparmiðlun, hafði hún einu sinni sagt viö Andy. Hann velti stundum fyrir sér, hvort Lissa væri afbrýðisöm út i Doree, sem var fráskilin og heillaði margan karlmanninn með hlýjum kvenleika sinum. Það vottaði fyrir púritanisma hjá Lissu, sem var raunar furðulegt með hliðsjón af umhverfi hennar. Staðfesting á þessu var sú stað- reynd, að hún hafði reyndar verið jómfrú þegar þau giftust. Það hefði ekki verið hægt að segja um margar stúlkur nú á dögum, sizt af öllu i Hollywodd, landi tæki- færanna. Hann skipti um umræðuefni. — Láttu þetta ekki bitna á mér. Hve slæmur var ég? — Slæmur? Bake hló. — Ef viö hin kæmumst i hálfkvisti við þig. Þú ert ennþá meistarinn. — Við þurfum ekki að segja honum það, sagði Lissa. — Hann veit vel, hve góður hann er. Allt sem viö segðum til viðbótar væri hreint og klárt skjall. — 1 öllum bænum haldið áfram — skjallið mig. En i alvöru talað, ef þið viljið gagnrýna eitthvað... — Þá svararðu þvi tafarlaust með þvi að segjast vera hættur, bætti Bake við i skyndi. Andy tók þátt I hlátrinum með hinum. — Allt i lagi, ég veit að hjá ykkur er enga hjálp að fá. Hann hnippti i Hub. — Hvað fannst þér um sýninguna? — Stórfin, herra Paxton. Ein af þeim beztu. ÞRIÐJUDAGUR 3. apríl 7.00 Morgundtvarp, Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barn- anna kl. 8.45: Ingibjörg Jónsdóttir heldur áfram að lesa söguna „Umhverfis sólu” eftir Elsu Britu Titchenell (2). Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög á milli liða. Við sjó- inn kl. 10.25: Morgunpopp kl. 10.40: Hljómsveitin Steppenwolf syngur og leik- ur. Fréttir kl. 11.00. Annar dagur búnaðarvikunnar: a. Kostnaður við heyöflun; Bjarni Guðmundsson sér- fræðingur flytur erindi. b. Framleiðsla á heykökum; Olafur Guðmundsson deildarstjóri flytur erindi. c. Umræðuþáttur um fóðuröflun. Þátttakendur: Ólafur Guömundsson, Bjarni Guðmundsson, Stefán Sigfússon sérfr. og Guðmundur Stefánsson ráðun. Stjórnandi Agnar Guðnason ráðunautur. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Eftir hádegið: Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.15 Til umhugsunar_ 14.30 Frá sérskóium i Reykja- vik; XIV: Vélskóli Islauds. Anna Snorradóttir talar við Andrés Guðjónsson skóla- stjóra. 15.00 Miðdegistónleikar. Aimée van de Wiele semballeikari og hljómsveit Tónlistarskólans i Paris flytja Sveitarkonsert eftir Poulenc; Georges Prétre stj.— Bernard Kruysen syngur .„Lög frá Feneyj- um” op. 58 eftir Fauré. Alexander Brailowsky og Sinfóniuhljómsveitin i Boston leika Pianókonsert nr. 4 i c-moll eftir Saint-- SaSns; Charles Munch stj. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Tilkynningar. 16.25 Poppliornið. 17.10 Framburðarkennsla í þýzku, spænsku og esperanto. 17.40 Útvarpssaga barnanna: „Nonni og Manni fara á fjöll” eftir Jón Sveinsson. Freysteinn Gunnarsson islenzkaði. Hjalti Rögnvaldsson leikari les (5). 18.00 Eyjapistill. Bænarorð. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Fréttaspcgill, 19.35 Umhvcrfismál. Arnþór Garðarsson fuglafræðingur talar. 19.50 Barnið og samfélagið. Gyða Ragnarsdóttir talar við Gunnar Magnússon húsgagnaarkitekt um börn og hibýli. 20.00 Lög unga fólksins. Ragnheiður Drifa Stein- þórsdóttir kynnir. 20.50 tþróttir, Jón Asgeirsson sér um þáttinn. 21.10 Siegfries Behrend leikur á gitar verk eftir þýzka höfunda frá ýmsum tímum. 21.35 Mystisk reynsla-Sigvaldi Hjálmarsson flytur erindi. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (37). 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar, 20.30 Ashton-fjölskyldan. 47. þáttur. Breytingar. Þýðandi Heba Júliusdóttir. Efni 46. þáttar: Shefton Briggs fær þvi loks fram- gengt, að prentsmiðjan er seld, þrátt fyrir andstöðu Edwins og dætra hans. David og Sheila hafa tekið saman að nýju.og hann fær atvinnu sem sölumaður. Striðinu er lokið i Evróþu,og kosningar eru i aðsigi i Bretlandi. 21.20 Fjölskyldan og heimilið. Umræðuþáttur i sjónvarps- sal. Umræðustjóri dr. Kjartan Jóhannsson. 22.00 b’rá Listahátið '72.Arve Tellefsen og Sinfóniuhljóm- sveit sænska útvarpsins leika fiðlukonsert eftir Jan Sibelius. Stjórnandi Sixten Ehrling. 22.35 Dagskrárlok. Yiðlagasjóður auglýsir: Þeir skattgreiðendur, sem búsettir voru i Vestmannaeyjum 22. janúar 1973, og telja sig eiga rétt á bótum vegna tekjumissis á árinu 1973, sbr. lög nr. 4, 7. febrúar 1973,og reglugerð nr. 62, 27. marz 1973, 26. gr. verða að hafa skilað skattframtali um tekjur sinar á árinu 1972 i siðasta lagi 30. april n.k. Verði skattframtali ekki skilað innan þessa tima, má reikna með, að réttur til tekjutryggingabóta glatist. Reykjavik, 30. marz 1973. Stjórn Viðlagasjóðs. SAMVINNUBANKINN GRUNDARFÍRDI PATREKSFIRDI SAUOARKROKI HUSAVIK KOPASKERI VOPNAFIROI STODVARFIROi VIK I MYRDAl — ÞVOTTALÖGUR grænt hreinol SAMVINNUBANKINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.