Þjóðviljinn - 17.04.1973, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.04.1973, Blaðsíða 3
Þriöjudagur 17. apríl 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 V-Þjóðverjar ræddu við Olaf og Einar Aö bciöni Willy Brandt, kanzi- ara Vestur-Þýzkalands, kom hr. Koschnik, efrieildarþingmaöur og borgarstjóri i Bremen, ásamt dr. Fleischauer, þjóðréttarráöu- naut utanrikisráöuneytisins i Bonn, og dr. Wittig, fulltrúa i matvælaráðuneytinu, viö viö- ræöna viö Ólaf Jóhannesson for- sætisráðherra i gærmorgun. Viðræðurnar fóru fram i skrif- stofu forsætisráðherra, og tók Hversvegna Snorri Sturluson? Þórhallur Vilmundarson prófessor, forstöðumaður örnefnastofnunar Þjóðminja- safns, flytur fyrirlestur i Há- skólabiói á skirdag 19. april kl. 3 e.h. Fyrirlesturinn nefnist: Hvers vegna hét hann Snorri Sturluson? Ekki reyndist unnt að fá neina skýringu hjá prófessor Þórhalli um innihald fyrir- lestrarins umfram það, sem nafn hans segir til um, en minna má á fyrri fyrirlestra hans um náttúrunafnakenn- inguna, sem vöktu gifurlega athygli og jafnvel deilur á sin- um tima. Hann hélt fjóra fyrirlestra um þetta efni haustið 1966 og þrjá vorið 1968, þar af tvo i Háskólabiói, þar sem aðsókn reyndist svo mikil, að hátiðasalur Háskól- ans rúmaði ekki áheyrendur. Eins og fyrr mun Þórhallur sýna myndir með fyrirlestrin- um. Einar Agústsson, utanrikisráð- herra, einnig þátt i þeim af ts- lands hálfu ásamt Guðmundi Benediktssyni, ráðuneytisstjóra. Hr. Koschnik færði forsætisráð- herra kveðju kanzlarans og gerði grein fyrir sjónarmiðum hans og þýzku rikjanna, sem liggja að sjó, varðandi fiskveiðideiluna. Forsætisráðherra og utanrikis- ráðherra gerðu grein fyrir sjón- armiðum islendinga i landhelgis- málinu. Viðræðurnar stóðu yfir i tæpar 2 klukkustundir og fóru vinsamlega fram. Einnig var rætt um hugs- anlegt framhald þeirra siðar. Stórsigur Peronista BUENOS AIRES 16/4 — Sagt er i fréttum aö hinn nýi forseti Argentínu hafi tryggt sér mesta stuöning þjóöþinginu sem forseti hefur nokkru sinni liaft. siöan Juan Peron var steypt af stóli 1 9 5 5. F r a m b j ó ð e nd u r Peron-flokksins sigruðu I 13 af 15 héruðum, þegar kosið var um öidungadeildarmenn og rikis- stjóra á sunnudaginn. Samkvæmt úrslitunum fær Campora, hinn nýi forseti stuðning 43ja af 69 fulltrúum i nýju þjóðþinginu. 1 kosningunum 11. marz hlaut Peronista- flokkurinn 150 af 249 sætum i fulltrúadeildinni. Þegar Campora tekur við embætti forseta hefur hann meirihluta i báðum deildum þingsins, en það hefur enginn for- seti haft nema Peron eftir kosningasigurinn mikla 1951 Frambjóðandi Hóttæka flokksins vann stórsigur yfir Peronistanum i höfuðborginni Buenos Aires, en ella tapaði sá flokkur alls staðar miklu fylgi. Rifizt um arfinn NEW YOKK 16/4 — Erfingjar Picassos heyja nú miskunnar- lausa baráttu um arf þann sem Picasso lætur eftir sig. Er talið að eignir hans séu 5—10 miljarðar mælt eftir islenzkum krónum. Picasso lét enga erfðaskrá eftir sig er hann lézt á dögunum 91 árs að aldri. Taliðfrá vinstri: Ólafur Haukur Simonarson, Einar Bragi, Borgar Garöarsson, Hildur Hákonardótt ir og Eyborg Guðmundsdóttir. Fleiri listamenn voru ekki mættir við úthlutunina. 8 listamenn fengu starfslaun 1973 Skipta á milli sín 1,5 miljón kr þar af fengu tveir ársstyrk I gær var átta lista- mönnum úthlutað starfslaunum, samtals um 1,5 miljón, við form- lega athöfn í Myndlist- arhúsinu á Miklatúni. Umsóknir um starfslaun bárust frá 48 listamönn- um. Þessir listamenn fengu starfslaun árið 1973: Borgar Garðarsson, leikari, i 12 mánuði. Hann fer til náms hjá „Lilla teatern” i Helsing- fors. Hildur Hákonardóttir, list- vefari, i 12 mánuði. Hún hyggst vefa teppi, er sýni stöðu konunnar i islenzku þjóðfélagi i dag. Einar Bragi, rithöfundur, i 9 mánuði. Hann ætlar að rita heimildarsögu (dókúment- iróman), byggða á ævisögu selstöðukaupmannsins Georgs Andrésar Kyhns. Jóhannes Helgi, rithöfund- ur, i 6 mánuði. Hann ætlar að skrifa leikrit. Eyborg Guðmundsdóttir, listmálari, i 3 mánuði. Hún ætlar að vinna að málaralist og undirbúa sýningu. Eyjólfur Einarsson, listmál- ari, i 3 mánuði. Hann ætlar að vinna að málaralist og undir- búa sýningu. Jónas Tómasson, tónskáld, i 3 mánuði. Hann ætlar að vinna að hljómsveitarverki. Ólafur Haukur Simonarson, rithöfundur, i 3 mánuði. Hann ætlar að ljúka við að semja skáldsögu. (Jthlutun starfslauna hófst árið 1969 og voru þá til ráðstöf- unar 620 þúsund krónur. Þá hlutu starfslaun Indriði G. Þorsteinsson (12 mánuði). Þorsteinn Jónsson frá Hamri (6 mánuði), Einar Hákonar- son (3 mánuðir) og Jón Gunn- ar Arnason (3 mánuðir). Næsta ár var sama upphæð til ráðstöfunar og þá fengu starfslaun Thor Vilhjálmsson (12 mánuðir) Jón Engilberts (9 mánuðir) og Guðmundur Eliasson (3 mánuðir). Arið 1971 var upphæðin 674 þúsund og þá fengu starfslaun Guð- munda Andrésdóttir (12 mánuðir), Leifur Þórarinsson (6 mánuðir) og Oddur Björns- son (6 mánuðir). Árið 1972 hækkar framlagið i 1,5 miljón og þá fengu 7 lista- menn starfsstyrki: Vilhjálm- ur Bergsson (12 mánuðir), Jón Öskar (12 mánuðir), Agúst Petersen (6 mánuðir), Magnús Tómasson (6 mánuð- ir), Nina Björk Arnadóttir (6 mánuðir), Steinar Sigurjóns- son (6 mánuðir) og Hafliði Hallgrimsson (3 mánuðir). I starfslaunanefnd eiga sæti Knútur Hallsson, skrifstofu- stjóri menntamálaráðuneytis- ins, Hannes Kr. Daviðsson, arkitekt, og Halldór Kristjánsson, alþingismaöur. Hannes vakti máls á þvi, að ef nefndin hefði átt að verða við öllum umsóknum hefði þurft að úthluta starfslaunum i 39 ár, en starfslaunin sem nú var úthlutað næmu liðlega fjórum árum. Þetta væri ábending til stjórnmálamanna hve þörfin væri brýn. Hann sagði ennfremur, að nefndin ætlaði að reyna að útvega listamönnum húsnæði, sem kann að vera tiltækt á vegum rikisins, eða vera á annan hátt til aöstoðar, ef tækifæri gefst. Starfslaunin eru greidd út mánaðarlega og nema byrjun- arlaunum menntaskólakenn- ara, sem eru liölega 49 þúsund krónur á mánuði. Listafólkið getur innan eðlilegra tak- markana, ákveðið hvenær það vill byrja að fá útborgað. Að þessu sinni bárust um- sóknir frá 24 myndlistarmönn- um, 19 rithöfundum, 3 tónlist- armönnum og 2 leikurum. Borgar Garðarsson er fyrsti leikarinn sem hlýtur starfs- laun. Það kom fram i almennum umræðum, að i Kjarvalshús- inu úti á Seltjarnarnesi mun Listasafn tslands framvegis hafa aðstöðu fyrir útlánadeild, þ.e. þaðan yrðu lánuð verk til opinberra stofnanna og til sýningarhalds úti á landi. Þar er einnig aðstaða til sýningar- halds. Gert er ráð fyrir að ibúðin i húsinu verði til afnota fyrir erlenda listamenn i skiptum fyrir húsnæði erlend- is handa islenzkum listamönn- um. —sj. Vinstri Æskulýðssamband Islands: Vinstri menn í meirihluta Barátta gegnJSató og hernum höfuðverkefni nœstu tvö ár Nú um helgina varhaldið 8. þing Æskulýðssambands íslands. Þar gerðust þau tíðindi að vinstri-menn náðu meirihluta i stjórn og utanríkisnefnd sambands- ins, og samþykkt var að höfuðbaráttumá I þess næsta starfstímabil, sem er tvö ár, skuli vera baráttan gegn veru islands í Nató og fyrir brottför bandarísks herliðs af landinu. Miklar umræður spunnust á þinginu um lagabreytingar og þá sérstaklega eina. Var það breyt- ing á fjórðu grein laga sambands- ins sem kvað svo á að óheimilt væri að ræða flokkspólitisk mál á þinginu. Urðu um þessi mál nokk- ur átök, þvi minnihluti laganefnd- ar sem Þorsteinn Vilhjálmsson StNE piyndaði vildi fella þetta ákvæði brott, en meirihlutinn sem samanstóð af Jóni Magnússyni SUS og Pétri Einarssyni UMFt vildu veita einstökum aðildar- samtökum neitunarvald hvað varðar umræður um mál sem brjóta i bága við stefnuskrár þeirra. Að endingu var fallizt á málamiðlun sem gengur út á að félag geti neitað að mál sem fer i bága við stefnu þess verði rætt sé a.m.k. þriðjungur fundar- manna fylgjandi þvi. Auk laganefndarinnar störfuðu þrjár aðrar nefndir á þinginu —• utanrikis- og fjárhagsnefnd, fé- lagsmálanefnd og allsherjar- nefnd. Méðal ályktana utanrikis- nefndar var ein sem fjallaði um það að höfuðbaráttumál sam- bandsins næsta starfstimabil skyldu vera: 1. Bandariska NATO-herinn burt af tslandi, af- nám erlendra herstöðva á ts- Gunnlaugur Stefánsson nýkjörinn formaður Æskuiýössambands is- lands. landi, NATO burt af tslandi og ts- land úr NATO. 2. Aukinn stuðn- ingur islenzkrar æsku við alþýðu þriðja heimsins i baráttunni gegn arðráni og kúgun heimsvalda- stefnunnar. Einnig voru i álykt- uninni skýr tilmæli til stjórnar og utanrikisnefndar sambandsins um að leggja áherzlu á þessi bar- áttumál i starfi sinu og i þvi sam- bandi veita stuðning þeim sam- tökum sem vinna að þessum bar- áttumálum, þ.á m. Samtökum herstöðvaandstæðinga og Viet- nam-nefndinni á tslandi. Þegar þessi ályktun kom til umræðu kom til kasta nýju ákvæðanna sem minnzt var á hér að ofan, þvi SUS hefur stuðning við hernámið á stefnuskrá sinni. Ekki tókst þeim þó að koma i veg fyrir að ályktunin næði fram að ganga þvi þá skorti þingstyrk til þess. Var ályktunin samþykkt með miklum meirihluta atkvæða. Þá var einnig samþykkt sam- hljóða ályktun þess efnis að skora á rikisstjórnina að viðurkenna Bráðabirgðabyltingarstjórnina i Suður-Vietnam og stjórn Sihanúks i Kambodju og veita þjóðfrelsisöflunum i Indókina all- an mögulegan pólitiskan og efna- hagslegan stuðning. Meðal ályktana allsherjar- nefndar sem samþykktar voru á þinginu var ályktun um land- helgismál. 1 henni er harðlega mótmælt þeirri hugmynd að senda fulltrúa fyrir Islands hönd Frh. á bls. 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.