Þjóðviljinn - 17.04.1973, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 17.04.1973, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 17. apríl 1973. DWÐVIUINN MALGAGN SÓSIALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS (Jtgefandi: (Jtgáfufélag Þjóöviljans Framkværndastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson (áb.) Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur). Askriftarverö kr. 300.00 á mánuði. Lausasöluverö kr. 18.00. Prentun: Blaöaprent h.f. ÁSKORUN Stjórnmálaumræða á íslandi hefur löngum einkennzt af þvi, að menn hafa vegizt á með orðum, og það stórum orðum, fremur en staðreyndum eða upplýsing- um. Af þessari ástæðu er almenningur býsna þreyttur á þvi karpi sem i daglegu tali er kallað pólitik og kemur hvergi greinilegar i ljós en þegar lesið er úr forustugreinum dagblaðanna i útvarpinu sex sinnum i viku. Þar kasta leiðara- höfundarnir hnútum á milli sin, og hinn al- menni hlustandi á oft býsna erfitt með að átta sig á hlutunum. En sem betur fer er leiðarakarpið eitt engin spegilmynd af pólitikinni i landinu. Um stjórnmál er nefnilega unnt að ræða með rökum — ef það er ekki gert og aðeins farið með fúk- yrði er raunar ekki um að ræða ,,umræðu”, heldur þras eða ómerkilega þrætu. Það er einmitt nauðsynlegt að stjórnmálamenn temji sér að fjalla um staðreyndir stjórnmálanna, og það er nauðsynlegt að almenningur geri sér sem bezta grein fyrir kjarna málsins en láti ekki blekkjast af orðavaðli. Þvi er um þessi mál fjallað hér, að Þjóð- viljinn hefur að undanförnu birt ýmsar opinberar tölur um verðlag og kaupmátt. Þessar tölur hafa til dæmis sýnt að kaup- máttur er nú meiri hér en nokkru sinni fyrr. Þær hafa sýnt og sannað að verðlag hér á landi hefur hækkað ótrúlega litið miðað við gifurlegar erlendar hækkanir. Þessar tölur hafa ekki verið neinn heima- tilbúningur Þjóðviljans. Þær hafa verið teknar beinustu leið úr opinberum plögg- um frá aðilum sem verður að treysta að fari rétt með. Má nefna i þvi sambandi hagrannsóknardeild Framkvæmdastofn- unar, sem sendi frá sér sérstaka skýrslu um verðlagsþróun og kaupmátt að beiðni Jóhanns Hafsteins. Nefna má kjararann- sóknarnefnd, nefna má Hagstofuna, og nefna má fleiri aðila sem senda frá sér upplýsingar og yfirlit um þróun verðlags og kaupmáttar sem ekki verða vefengdar. En stjórnarandstaðan hefur reynt að berja höfðinu við steininn, neitar að viður- kenna staðreyndir, neitar að tala um þær á rökrænum grundvelli, en upphefur i staðinn gamla fúkyrðasönginn og innan- tóma orðavaðalinn sem allt of mikið er eins og einkenni stjórnmálaumræðunnar. Þessir aðilar vilja þvi miður ekki taka þátt i rökræðum. Nú hafa Þjóðviljanum svo enn borizt upplýsingar sem nauðsynlegt er að itreka hér i forustugrein blaðsins. Samkvæmt þeim upplýsingum kemur enn á daginn að öll umræða stjórnarandstöðunnar um verðlagsmál og kaupmátt er á sandi byggð. i þessum upplýsingum — sem öll blöð hafa fengið, en Þjóðviljinn einn hefur birt — kemur fram að verðhækkanir á ís- landi á s.l. ári voru álika og i fimmta hverju Iandi sem er aðili að Alþjóðlegu vinnumálastofnuninni. Þessi stofnun er sá aðili, sem Sameinuðu þjóðirnar byggja allar sinar heimildir um launa- og verð- lagsmál á, og ætla verður að slikum aðila sé unnt að treysta. Þessi staðreynd um verðhækkanir sýnir íslendingum tvennt: í fyrsta lagi verðlag erlendis hefur hækkað svipað og á íslandi sem hlýtur aftur að hafa verkhækkunaráhrif hér, og i öðru lagi sýnir þessi staðreynd óvefengjanlega að hér hefur verið fylgt mjög aðhalds- samri verðlagsstefnu og fullyrða má að verðlagshækkanir hefðu verið algerlega hverfandi hér á s.l. ári ef erlenda verðlag- ið hefði aðeins hreyfzt upp á við á svipað- an hátt og á viðreisnarárunum. í öðru lagi kemur fram i skýrslum Alþjóðlegu vinnumálastofnunarinnar að kaupmáttur launa hækkaði um 5-10% í 11 aðildarlöndum stofnunarinnar á árinu 1972, en kaupmáttur batnaði á íslandi um 18,6% á sama tima. Hér er enn á ferð- inni staðreynd sem ekki dugir að kalla ónefnum. Nú skorar Þjóðviljinn á stjórnarand- stöðublöðin að leggja niður um sinn hina óvönduðu blaðamennsku fúkyrðanna. Þjóðviljinn skorar á ritstjóra þeirra að rökræða um verðlags- og kaupgjaldsmál á grundvelli staðreynda. Og Þjóðviljinn skorar á blaðalesendur að fylgjast með. Skýrsla um utanríkismál á þingi Einar Agústsson flutti árlega skýrslu um utanríkismál i gœr og urðu um hana nokkrar umrœður A sérstökum fundi I sameinuöu þingi i gær þar sem ekki voru önnur mál á dagskrá fiutti Einar Agústsson hina árlegu skýrslu ut- anrikisráöherra um utanrikis- málin. Gefst e.t.v. tóm siöar til aö rekja efni skýrsiunnar I einstök- um atriðum, en hér veröa birtir tveir kaflar aöeins. Fjallar annar um iandheigismáliö, en hinn um herstöðvamál. Utanrikisráðherra ræddi fyrst um hafréttarráðstefnuna sem ætlað er að koma saman i Sanliagó i Chile i april 1974 og starfið i undirnefndum undirbúnings- nefndarinnar. Rakti hann siðan hinar ýmsu tillögur sem fram hafa komið á þessu undirbúnings- stigi, og þar með þá tillögu sem Islendingar báru fram 5. april undir lok siðasta fundar um allt að 200 milna lögsögu strandrikja. Siðan sagði utanrikisráðherra: „Engar atkvæðagreiðslur fara fram i undirbúningsnefndinni, heldur er reynt að fá sem viðtæk- asta samstöðu. En þar sem mikið ber á milli, sérslaklega að þvi er varðar viðáttu lögsögu strandrik- isins, er ráðgert að þar sem sam- komulag næst ekki verði mis- munandi textar lagðir fyrir ráð-. stefnuna sjálfa, þegar þar að kemur. Vaxandi likur eru nú fyrir þvi, aö hámark landhelgi sem slikrar verði 12milur, aðvaxandi fylgi verði við 200 milna efna- hagslögsögu sem hámarki og aö sum riki muni leggja mikla áherzlu á að lögsaga yfir auðlind- um sjávarbotnsins sjálfs nái svo iangt sem hann verður nýttur. Er það siðastnefnda i samræmi við þá ákvörðun sem tekin var á Genfarráðstefnunni 1958, en vegna vaxandi tækni gæti þar i sumum tilvikum verið um að ræða svæði sem ná nokkur hundr- uð-B»ilur frá ströndum. Tillaga Is- lands er miðuð við að sem flest riki geti sameinazt um það sem þar segir. Ljóst er, að fundur undirbún- ingsnefndarinnar i sumar ætti að geta orðið mjög árangursrikur, þar sem nú er búið að ryðja úr vegi ýmsum byrjunarörðugleik- um. Verður þá hægt að kryfja öll mál til mergjar og gera lokatii- raun til að ná sem viðtækustu samkomulagi fyrir ráðstefnuna. Þá ræddi utanrikisráðherra um landhelgismálið sem deilumál milli Islendings og annarra þjóða, og sagði þá m.a.: Um málshöfðun Breta og Þjóð- verja fyrir Alþjóðadómstólnum vil ég aðeins taka fram, að sú ákvörðun tslands að mæta ekki fyrir dómstólnum var rökrétt af- leiðing af þeirri ályktun Alþingis frá 15. febrúar 1972, að vegna breyttra aðstæðna geti samning- arnir við þessi riki frá 1961 ekki lengur átt við og tslendingar séu þvi ekki bundnir af ákvæðum þeirra. Varðandi málsmeðferð, er dómstóllinn i lok þessa árs tekur fyrir efnisatriðin, virðist mér augljóst, að Islendingar geta ekki átt úrslit i sliku lifshags- munamáli sinu undir erlendu dómsvaldi, og að það sé þvi rök- rétt og eðlilegt, að tsland eigi ekki fulltrúa við þennan málarekstur fremur en hingaðtil. Það er von min, að samstaða þjóðarinnar um framkvæmd þessara mála geti haldizt. Akvörðun um endur- skoðun tekin bráðlega I lok skýrslu sinnar vék utan- rikisráðherra að herstöðvamál- unum og sagði: Eins og ég hef áður skýrt Al- þingi frá hefur um nokkurt skeið verið unnið að könnun og upplýs- ingasöfnun varðandi varnarmál- in. Meðal annars liggur fyrir álit Atlanzhafsbandalagsins um hernaðarlegt mikilvægi Islands, sem kynnt hefur verið utanrikis- málanefnd Alþingis. Varnarmálin hafa einnig verið nokkuð ýtarlega rædd við banda- risk stjórnvöld. I maimánuði i fyrra, er Rogers, utanrikisráð- herra Bandarikjanna, var hér i Reykjavik, var frá báðum hliðum gerð grein fyrir sjónarmiðum til málsins. I janúar s.l. fór ég til Washington og ræddi þá við bandariska utanrikisráðherrann og embættismenn úr bandariska varnarmálaráðuneytinu. Fóru þar fram gagnleg skoðanaskipti, en niðurstaða viðræðnanna var sú, að athuga þyrfti nánar ýmis atriði til þess, að heildarmyndin lægi fyrir. Það er ásetningur minn, að endanleg ákvörðun rikisstjórnarinnar geti byggzt á sem fullkomnustum upplýsing- um, en það fer ekkert á milli mála, að það er algerlega á valdi islenzku rikisstjórnarinnar, hver sú endanlega ákvörðun verður og hvenær hún verður tekin. Akvörð- Framhald á bls. 15. Hannibal Valdimarsson undir spjótalögum Bjarna: Atti í vök að verjast Jónas Arnason segir athugunarefni hvort túlkanir Hanrtibals leiði ekki til þingrofs og nýrra kosninga Óvenju snörp oröaskipti áttu sér stað i gær á þingi á milli tveggja þingmanna, þar sem voru þeir Bjarni Guðnason og Hannibal Valditnarsson. Atti Hannibal sannarlega i vök aö verjast fyrir ásókn Bjarna, sem var vigfimur og vopnagiaöur, en Hannibal tekinn fast aö reskjast og átti þvi örðugra unt aö vikja sér lipurlega undan. Sumir mundu þó scgja aö málstaðurinn hafi skorið úr, en Hannibal átti þarna þá privat skoöun sina (og stjórnarandstæðinga) að verja, aö rétt væri að senda mál- flyljanda fyrir Haagdómstólinn. En siðasta orðið i umræðunum um þetta átti Jónas Arnason, sem sagði að nær væri aö láta þjóöina segja álit sitt á þessu I kosningum en vera að karpa um það i þing- sölum. I ræðu við umræður um utan- ríkismálaskýrsluna veittist Bjarni Guðnason mjög að fyrr- verandi flokksforingja sinum, Hannibal Valdimarssyni, fyrir að hafa lagt til (við matborðið hjá Junior Chambers) að senda mál- flytjanda til Haag. Kvað Bjarni nauðsynlegt fyrir bæði stjórn og stjórnarandstöðu að fá úr þvi skorið, hvernig linur lægju um þetta i þinginu. Hannibal kvað allar skoðanir eiga rétt á sér i lýðfrjálsu landi, enda eftir að taka ákvörðun um, hvernig bregðast eigi við þeirri ákvörðun dómsins að dæma um efnisatriði landhelgisdeilunnar. Sé að sinu mati réttur tslendinga og skylda að bera fram öll rök, m.a. um aðdraganda samn- inganna frá 1961, sem sýni að þeir voru nauðungarsamningar. Um þetta sjónarmið fór Bjarni siðan hinum hörðustu orðum og spurði hvort Hannibal teldi þetta ekki lengur lifshagsmunamál þjóðarinnar og mál lslendinga einpa? Þá kvað hann þá aðferð fádæmi að einn ráðherrann skuli i matarboði úti i bæ koma með yfirlýsingar sem stangast' á við stefnu stjórnarinnar i heild. ,,I þessu máli er aðeins ein lausn: að hæstvirtur félagsmálaráðherra segi af sér’.’. Hannibalfór þá enn i stólinn, og hafði roðnað við litinn þann, spurði hvort ekki væri hreinlegast að Bjarni bæri fram vantraust á þennan ráðherra. ,,OG allt þetta stafar af þvi að þessi ráðherra hefur skoðun i landhelgis- málinu”. (Rödd úr salnum: Hefur þá enginn annar skoðun:) ,,Ég er ekki að segja það, ég er að tala um þessa skoðun sem ég hef hér lýst”. ,,Ég get vel lagt minn ráðherradóm að veði fyrir þvi sem ég hef sagt". (Bjarni utan úr sal; Gerðu það!). Aðstæður hafa breytzt, sagði Hannibal, úr þvi aö dómstóllinn ætlar að kveða upp Frh. á bls. 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.