Þjóðviljinn - 17.04.1973, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 17.04.1973, Blaðsíða 11
Þriöjudagur 17. apríl 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 0[þ[F®^Q[?(2) 0[))[p®^D[? KR náði að^stöðva sigurgöngu IR-inga í körfuknattleiknum Og nú eru þau jöfn að stigum og því þarf aukaleik um Islandsmeistaratitilinn Aldrei fór það svo, að IR tapaði ekki leik í vetur, en naumur var sigur KR í leik þessara liða sl. sunnudag, 67:66, naumara gat það ekki verið. Með þessum eins stigs sigri tryggði KR sér sérstakan aukaleik við i R um íslandsmeistara- titilinn, en ekki hefurverið ákveðið hvenær hann fer fram. KR-ingar komu geysilega ákveðnir til leiks, og í byrjun tóku þeir leikinn algerlega í sínar hendur, og leit lengi vel út fyrir stór- sigur KR, en margt fer öðru vísi en ætlað er. Það hafa sennilega flestir búizt við yfirburðasigri KR þegar menn ræddu saman i leikhléi, enda var staðan þá 42:25 KR i vil. KR-ingarnir höfðu leikið mjög vel bæði i vörn og sókn, en greinilegt var að taugaspenna þrúgaði 1R- inga. Ekkert gekk hjá þeim. Þeir hittu ekki körfuna og voru slakir i fráköstunum. Enginn reis upp úr meðalmennskunni. Loka staðan í 1. deild Valur Fram FH Vík. ÍR Haukar Arm. KR 14 12 0 14 10 1 14 10 1 14 6 2 14 6 1 14 4 2 14 3 2 2 282-198 3 277-249 3 286 258 6 299-297 7 264-255 8 235-257 9 232-274 24 21 21 14 13 10 8 14 0 1 13 226-313 1 Markahæstu leikmenn: Einar Magnússon, Vikingi', Geir Hallsteinsson, FH Brynjólfur Markússon, ÍR Ingólfur óskarsson, Fram Bergur Guðnason, Val Haukur Ottescn, KR, Ólafur Ólafsson, Haukum, Viðar Simonarson, FH, Vilhj. Sigurgeirsson, ÍR, Vilberg Sigtryggsson, Arm., AgústSvavarsson, ÍR, Guðjón Magnússon, Vikingi, Axel Axelsson, Fram, Björn Pétursson, KR, Björgvin Björgvinss., Fram, Ólafur H. Jónsson, Val, Hörður Kristinsson, Árm., Björn Jóhannesson, Arm., Stefán Jónsson, Haukum, Agúst ögmundsson, Val, Gunnar Einarsson, FH, Gunnst. Skúlason, Val, Jón Sigurðsson, Vik., 100 89 75 75 73 67 62 59 57 55 54 51 50 50 44 44 43 38 37 35 35 32 30 En svo kom þessi furðulegi siðari hálfleikur. Nú snerist allt við. ÍR-ingarnir skoruðu hverja körfuna á fætur annarri, en ekkert gekk hjá KR, og fyrr en varði haföi leikurinn jafnazt mjög. Um miðjan siðari hálfleik var munurinn aðeins 5 stig KR i vil, 61:55, en jafnt hafði verið 55:55. Enn var jafnt 61:61, en siðan komst KR yfir 63:61, og svo loks þegar nokkrar minútur voru til leiksloka komst 1R loks yfir 64:63 og aftur 66:65, en siðustu körfuna skoruðu KR-ingar, og lokastaðan varð 67:66 sigur KR. Það verður þvi áreiðanlega skemmtilegur leikur þegar þessi leið mætast i úrslitaleik um tslandsmeistaratitilinn einhvern næstu daga. 1 liði 1R voru þeir Kristinn, Einar og Birgir Jakobsson beztir, en hjá KR, Kolbeinn Pálsson og Gunnar Gunnarsson. F ram hlaut silfrið í 1. deild með því að sigra FH 27:23, og þvi varð markahlutfall Fram betra Það varekki mikil reisn yfir FH-liðinu er það lék sinn síðasta leik í þessu (s- landsmóti og mætti sínum gamla höfuðandstæðingi Fram. Allt frá byrjun til enda var Fram hinn ör- uggi sigurvegari, og örl- aði aldrei á neinni baráttu í FH-liðinu, og voru liðin þó að keppa um silfur- verðlaunin i mótinu. Þessi verðlaun hlaut Fram á betra markahlutfalli. Þetta var mikill marka- leikur eins og sést á því, að skoruð voru 50 mörk í leiknum, og var heldur fátt um varnir hjá báðum aðilum. Maðurinn á bak við þennan sigur Fram var Björgvin Björg- vinsson, sem hefur að visu átt margan stórleikinn i vetur, en aldrei neitt nálægt þessum. Hann skoraði 10 mörk i leiknum og var gersamlega óstöðvandi á linunni. Björgvin og félagar hans tóku strax forustu 1:0 og komust i 5:1 og 6:2. Siðan jafn- aðist leikurinn aðeins, en i leik- hléi hafði Fram tryggt sér yfir- burðastöðu 17:11. Það var þvi aðeins spurning um hve stór sigur Fram yrði, en ekki hvort liðið myndi sigra. Lokastaðan 27:23 var sizt of stór sigur. Fram hefði allt eins getað unnið leikinn með 5 til 10 marka mun. Björgvin bar af á vellinum i þessum leik, en þeir Ingólfúr, Axel og Guðmundur Sveinsson áttu einnig mjög góðan leik sem og Jón Sigurðsson i Fram- markinu. Hjá FH voru það þeir Olafur og Gunnar Einarssynir sem eitthvað kvað að. Geir og Viðar voru langt frá sinu bezta, en Hjalti varði nokkuð þokka- lega en hafði litinn sem engan stuðning af vörninni. Mörk Fram: Björgvin 10, Axel 5, Guðmundur 3, Ingólfur 3, Andrés 2, Hannes 2 og Arni 2. , Mörk FH: Olafur 6, Geir 4, Auðunn 4, Gunnar 3, Viðar 3, örn og Sæmundur 1 mark hvor. —S.dór Kolbeinn Pálsson skorar hcr cina af körfum KR gegn 1R. 1. deild kvenna Valur og Fram verða að leika aukaleik Eftir að þau skildu jöfn 10:10 á sunnudaginn Einhverjum tvísýnasta leik í 1. deildarkeppni kvenna um árabil, leik Vals og Fram sl. sunnu- dag, sem var síðari leikur liðanna i deildinni og um leið hreinn úrslitaleikur, lauk með jafntefli 10:10, og það var Svala Sig- tryggsdóttir sem jafnaði fyrir Val á síðustu sekúndum leiksins. Það þarf því aukaleik til að skera úr um hvort liðið vinnur titilinn í ár, og hef- ur hann ekki verið dag- settur ennþá. Vals-stúlkurnar voru mun ákveðnari i byrjun og áttu þá möguleika að gera út um leik- inn, en tókst það ekki. Þó kom- ust þær tvivegis 2 mörk yfir 3:1 og 4:2 og 6:4 en allt kom fyrir ekki. Þær misstu þetta forskot niður. 1 leikhléi var staðan 5:4 Val i vil. Eftir að Fram tókst að jafna 7:7, kamust Fram-stúlkurnar yfir 8:7 og leiddu eftir þetta með einu marki, en Valur jafnaði alltaf og siðast þegar aðeins nokkrar sekúndur voru til leiks- loka. Fram-liðið lék sérstaklega grófan leik og virtist eiga að brjóta Vals-liöið niður með þvi móti. Það tókst að visu nokkuö, en þó kom þetta sér ekki siður illa fyrir Fram-liðið sem missti leikkonur sinar út af i samtals 11 minútur. Ég er ekki frá þvi, að Fram hefði getað unnið þennan leik ef það hefði sleppt þvi að leika svo ruddalega sem það gerði. Atkvæðamestu hand- knattleikskonur Fram eru tvi- mælalaust þær Oddný Sigsteins- dóttir og Arnþrúður Karlsdóttir, en hvorug þeirra átti þátt i þess- um grófa leik. Hjá Val voru það þær Björg Guðmundsdóttir og nafna henn- ar Jónsdóttir ásamt Svölu Sig- tryggsdóttur og Jónu Dóru Karlsdóttur sem mest bar á. Mörk Vais: Björg G. 5, Svala 2, Jóna Dóra 2, og Elin 1. Mörk Fram: Arnþrúður 4, Oddný 2, Halldóra 2, Heiga og Guðrún 1 mark. Breiðablik féll niður í 2. deild Með jafntefli Ármanns og Vikings 8:8 i 1. deild kvenna er ljóst að það verður Breiðablik sem fellur niður i 2. deild i ár, en upp kemur FH. Það ætlaði að verða hart á þvi að Armanns-liðinu tækist að ná jafntefli gegn hinu sérkennilega Vikings-liði. Það virtist sem vissan um að verða að ná stigi út úr þessum leik ætlaði að koll- sigla Armanns-liöinu, og missti það niður ágætt forskot sem það hafði náð i siðari hálfleik fyrir einberan kiaufaskap. En jafn- tefli náði það og varðist þar með falli. Umsjón: Sigurdór Sigurdórsson íþróttir einnig á 12. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.