Þjóðviljinn - 17.04.1973, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 17.04.1973, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 17. apríl 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 traust á meðbræðrum minum og fyrir nokkrum dögum. Hann leit i áttina til Bakes sem sat framar i vélinni og starði út um gluggann dapur i bragði. — Tökum hann sem dæmi. Ég hefði aldrei trúað þvi, að nokkuð i heiminum gæti komið honum úr jafnvægi á þennan hátt. Litla gula hœnan sagði: Spádómsgáfa i lagi. Loðnan búin. (Visir 17. marz. 1973. Fyrirsögn á baksiðu) Vilja búa að sinu Lárus Jónsson (S) sagði, að óþuftarverk væri ef aðrir en heimamenn reyndu að kljúfa fjórðungssamband Norðurlands. (Visir30. marz, H.H. rit- stjóri Úrvals,) Skákþraut Þessi staða kom upp i skák þeirra Pillsbury og Lee i London 1899. Hvitur leikur og vinnur. Lausn á dæmi no 27. 1. Re4g5 fxR 2. HxH DxH 3. Rxe5 og svartur gafst upp. Hvitur hótar 4. Rf7 Kg8 5. Rh6 Kh8 6. Dg8 HxD 7. Rf7 mát. Svartur getur ekki komið i veg fyrir það, nema með þvi að gefa drottninguna. — Það kemur mér ekki á óvart. Ég vissi að þetta var alvara hjá honum og Doree. — Það er einmitt það sem ég á við. Ég hefði átt að vita það lika — Blake er bezti vinur minn... og þess vegna dettur mér i hug, að það geti verið ýmislegt annað sem mér hefur sézt yfir. Kannski veita konur svona samböndum meiri athveli. Þú 19 veizt, að ég var ekkert hrifinn af þvi. Ég hafði hugboð um að Bake tæki það miklu alvarlegar en Doree — og mér þykir vænt um Bake. — Og þú varst ekki hrifinn af Doree? — Mér stóð eiginlega á sama um hana. Hún fekk kaup fyrir að vinna ákveðin verk, og hún gerði það, það var allt og sumt. Stundum velti ég þvi fyrir mér, hvort hún leyndi ekki á sér, en þannig er það vist með alla. — Ég vildi óska að ég gæti gert eitthvað fyrir Bake. — Þú getur ekki vakið hana til lifsins aftur. Það getur enginn. Lissa fékk allt i einu tár i augun og hann vissi að hún var að hugsa um son þeirra. — Þessi fjandans birta! Og ég er ekki með sólgler- augu. Hann lét sem hann tryði þvi að það væri birtunni að kenna. Þau vissu bæði, að verið gat að Drew væri dáinn. En hvorugt vildi tala upphátt um þann möguleika. Kannski hverfur ógnin ef henni er afneitað. Vecchio kom til þeirra að tala um viðskipti. Hann vildi skýra þeim frá þvi með hverjum hætti hann hefði útvegað féð. Andy hlustaði eins og hann heföi áhuga og lét stöku sinnum i ljós ánægju sina, þegar Vecchio virtist vænta þess. Vecchio leit á fjárhags- vandann sem aðalatriði. Hann leit á þetta sem viðskipti þar sem greitt var út i hönd fyrir ákveðið verðmæti. — Ég talaði við Skolman áður en við fórum, hélt Vecchio áfram. Hann var mjög liölegur i sambandi við samninginn. Við uröum einfaldlega sammála um að rifa hann. — Hvað hefði hann annars getað gert? — Jú, sumir náungar hefðu heimtað bætur. Hann hefði ekki fengið þær — en það var hugul- samt af honum að gera ekkert uppistand. Og við þurfum ekki að hafaáhyggjur af Las Vegas vegna Charlie. Það er ekki enn búið að undirrita Atlantic City samning- inn fyrir næsta mánuð. Vecchio ihugaði málið. — Þegar á allt er litið, er útlitið ekki sem verst. — Það gleður mig að þú skulir ekki þurfa að hafa áhyggjur. Vecchio leit á hann vandræða- legur á svipinn. — Andy, fjandinn hafi það, þú skilur hvað ég á við. — Allt i lagi, Rock. Lifið gengur sinn vanagang. — f gær var hringt i mig frá kvikmyndaverinu, tautaði Lissa. — Þeir vildu fá að vita, hvort ég gæti byrjað á nýju kvikmyndinni i næstu viku. f gær, hugsið ykkur. Það má með sanni segja að lifið gangi sinn vanagang. Vélin hallaðist og þau fundu titringinn þegar hjólin voru felld niður. — Við erum vist að komast heim, sagði Vecchio og gekk aftur að sæti sinu til að gripa i hankann á dýrmætu ferðatöskunni. Andy sá risastóran flugvöllinn breiða úr sér fyrir neðan þau, umkringdan flugskýlum og flug- stöðvarbyggingum. — Það er mikil umferð á vegunum i dag. Vegirnir voru troðfullir af bilum — Hollywood-garðurinn hlytur að vera búinn að opna. — Ekki svona snemma. Það er ekki opnað fyrr en klukkan eitt, sagði Hub. — Það hefur kannski orðið slys? sagði Shirl Winter. — Kannski hefur flugvél hrapað, þótt ég... — Hamingjan góða, sagði Andy. — Það er verið að biða eftir okkur. Hann hafði rétt fyrir sér. Þegar vélin kom af löngu flug- brautinni gátu þau séð að afgirta svæðið var troðfullt af fólki. Það var fólk á hverjum hugsanlegum bletti,og girðingin virtist i þann veginn að láta undan. Hópur lögregluþjóna kom i veg fyrir að fólkið klifraði yfir. Hreyflarnir stöövuðust, en það heyrðust engin hróp né fagnaðar- læti. Andy vissi ekki hvers vegna fólkið var þarna samankomið; sennilega var það þarna vegna þess að það hafði ekkert þarfara að gera á þessum fagra sumar- degi, en svo fór hann að gera sér i hugarlund að það væri að biða eftir að eitthvaö gerðist, eitthvað óhugnanlegt. Það fór hrollur um hann Lissu var eins innanbrjósts. Þegar hún starði út á þessa andlitakös, spurði hún: — Erum við neydd til að fara þarna i gegn? Það heyrðist i vælu, og tveir lögreglubilar óku að flugvélinni til að taka á móti þeim. Tveir dökkklæddir menn stigu út úr fyrri bilnum og gengu upp stigann að flugvelinni. Hub opnaði fyrir þeim. Fyrri maðurinn varð að beygja sig til að komast inn. Hann var óvenju hár og grannvaxinn, byggður eins og körfuboltaleik- maður, og andlit hans var alvar- legt og kinnfiskasogið. En þótt hann væri grannur var likami hans ekki vitund veiklulegur, og augnaráð hans var kalt og hörku- legt Hann kinkaði kolli i átt til Lissu og sagði við Andy: — Ég er Zitlau, rannsóknarfulltrúi i morð- deildinni. — Sælir, sagði Andy vélrænt, en hann starði á manninn sem stóð bakvið Zitlau. — Ég bjóst sannarlega ekki við að sjá yður aftur. — Nei, það mætti segja mér, herra Paxton, svaraði Bonner og glotti. — Fulltrúinn er eins konar tengiliður milli deildanna, sagði Zitlau til skýringar. — Viö gerum ráð fyrir aö hann geti orðið okkur aö liði, vegna undirbdningsvinnu hans. — Getið þiö með einhverju móti komið okkur gegnum þennan mannfjölda, rannsóknar- fulltrúi? spuröi Lissa. — Við eig- um bágt með... — Ég hugsaði fyrir þvi, frú Paxton.Þess vegna eru bilarnir tveir. Zitlau sneri sér að Bonner. — Hver þeirra er Theodore Bake? Bonner benti. Bake reis hikandi á fætur. — Það er ég. Af hverju spyrjið þér? — Okkur langar til að spyrja yður fáeinna spurninga. Bonner rannsóknarfulltrúi fer með yður niður i borgina. Þriðjudagur 17. apríl 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.30, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.00, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barn- annakl. 8.45: Benedikt Arn- kelsson heldur áfram aö segja sögur úr Bibliunni (8). Tilkynningar kl. 9.30. Þing- fréttir kl. 9.45. Létt lög á milli liða. Við sjóinn kl. 10.25: Dr. Jónas Bjarnason flytur siðara erindi sitt um fiskirækt i sjó (Aður útv. i júni i fyrra). Morgunpopp kl. 10.45: Kate Taylor syng- ur. Fréttir kl. 11.00. Hljóm- plöturabb (endurt. þáttur Þ.H.) 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Eftir hádegið. Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.15 Til umhugsunar (endurt. þáttur). Þáttur um áfengis- mál i umsjá Árna Gunnars- sonar fréttamanns. Rættvið þrjá ungtemplara. 14.30 Frá sérskólum I Reykjavik; XVIII: Tónlist- a r s k ó I i n n . Anna Snorradóttir talar við Jón Nordal skólastjóra. 15.00 Miðdegistónleikar: Dönsk tónlist. Strengja- kvartett Kaupmannahafnar leikur Kvartett nr. 1 op. 46 eftir Vagn Holmbo. Koppel- kvartettinn leikur Strengja- kvartett nr. 2 op. 34 eftir Hermann Dr. Koppel. Karen Heerup sópransöng- kona og félagar úr Collegi- um Musicum flytja ,,ör- lagaljóð Hölderlins’’ op. 28 eftir Paul Rovsing OÍsen; Lavard Friisholm stj. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Tilkynningar. 16.25 Popphornið. 17.10 Framburðarkennsla i þýzku, spænsku og esperanto. 17.40 Otvarpssaga barnanna: „Júlli og Dúfa” eftir Jón Sveinsson. Freysteinn Gunnarsson isl. Hjalti Rögnvaldsson les sögulok. 18.00 Eyjapistill. Bænarorð. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Fréttaspegill. 19.35 Umhverfismál. 19.50 Barnið og samfélagið Ragnhildur Ingibergsdóttir yfirlæknir talar um orsakir andlegs vanþroska. 20.00 Lög unga fólksins. Ragnheiður Drifa Steinþórsdóttir kynnir. 20.50 tþróttir. Jón Asgeirsson sér um þáttinn 21.10 Japönsk tónlist eftir Toru Takemitsu.a. „Kóral- eyjan” fyrir sópranrödd og hljómsveit. Mutsumi Masuda syngur, Yomiuri Nippon hljómsveitin leikur, Hiroshi Wakasugi stj. b. „Vocalism Ai”, tónverk fyr- ir segulband. 21.30 Tvær eyfirzkar konur á tali. Sigriður Schiöth ræðir við Aldisi Einarsdóttur á Stokkahlöðum. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (48). 22.25 Tækni og vlsindi. Hörður Kristinsson grasafræðingur talar um fléttusambýlið. 22.40 Ilarmonikulög. John Molinari leikur. 23.00 A hljóðbergi. Tveir leik- þættir og ljóð eftir Noel Coward. Höfundurinn og Margaret Leighton flytja. 23.40 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Þriöjudagur 17. apríl 1973 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Ashton-fjölskyldan. 49. þáttur: Þýðandi Heba Juliusdóttir. Efni 48. þáttar: Davið og Sheila fara að sækja börn sin til Wales. Vinnuveitandi Daviðs kemur óvænt i heimsókn og segir honum, að hann þurfi ekki að koma i vinnuna framar. Freda gerir tilraun til að hjálpa Doris, en fær óbliðar móttökur hjá foreldrum hennar. Edwin ákveður að segja upp störfum hjá prentsmiðj- unni, en þegar hinn nýi eigandi hefur sagt honum frá áætlunum sinum, dregur hann uppsagnarbréfið til baka. 21,25 Maður er nefndur Váld’e'mar Björnsson fjár- málaráðherra i Minnesota i Bandarikjunum. Jón Hákon Magnússon ræðir við hann. 22.00 Frá Listaháið ’73.André Watts leikur Fantasiu i C- dúr, op. 15 (Wanderer- fantasiuna) eftir Franz Schubert. 22.30 Dagskrárlok. TIL SÖLU Óskað er eftir tilboðum I cftirtaldar bifreiðar og tæki Vélamiðstöðvar Reykjavikurborgar. Við birgðageymslu i Artúnshöfða verða eftirtalin tæki til sýnis: 2. stk. vegheflar, Caterpillar 1 stk. kyndistöð ca. 12 fcrm., ketill 3ja ára, ásamt húsi. 1 stk. Bay City krani mcð dragskóflu. 1 portinu að Skúlatúni 1, verður eftirtalið til sýnis: I stk. Th. Tradcr ’64 m/10 manna húsi. 1 stk. Th. Trader ’64 m/6 manna húsi 1 stk. Mercedes Benz ’60 m/6 manna húsi, sorpbifreið 2 stk. Anglia sendibílar ’65 1 stk. Landrover ’66 Diesel 1 stk. Landrover ’67 Diesel 1 stk. Landrover ’67 Benzin 1 stk. Landrover '68 Benzín 1 stk. Landrovcr ’68 Diesel 1 stk. Dráttarvél, David Brown ’68 1 stk. Dráttarvél, Ford '68 Ofanskráðar bifreiðar og tæki verða til sýnis á tilgreind- um tveim stöðum, mánudaginn 16. april n.k. Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri þriðjudaginn 17. april n.k. kl. 10.00 f.h. 1 > l INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.