Þjóðviljinn - 15.05.1973, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 15.05.1973, Blaðsíða 3
Þriöjudagur 15. mai 1973 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Dreifirit Torfusamtaka Ekkert hús friðað í Reykjavík Ásatrúarfélagið: Fyrsta opinbera blótið í 900 ár A siðasta dag vetrar, á eins árs afmæli Ásatrúarfélagsins, var haldið vorbiót, fyrsta op- inbera blót á tslandi i meira en 900 ár. Voru þá Freyr og Freyja blótuð til árs og friöar, i nývigðu hofi ásatrúarmanna. Fór blótiö fram á hefðbundinn hátt. 1 vetur hefur starf félagsins verið blómlegt, og hafa ása- trúarmenn sótt heim Háskóla Islands, Kennaraháskólann og fleiri skóla i boði þeirra og kynnt þar sjónarmið sin á lik- an hátt og gert var á hinum al- menna kynningarfundi að Hótel Esju, siðastliðinn vetur, en frá þeim fundi var skýrt ýt- arlega i fjölmiðlum. Þó hefur mest verið unnið að þvi að fá löggildingu dóms- og kirkju- málaráðuneytisins. Þann 3. mai löggilti ráðuneytið svo Sveinbjörn Beinteinsson alls- herjargoöa. Þar meö öðlast ásatrúarmenn m.a. rétt til að framkvæma nafngjöf, ungl- ingavigslur, hjónavigslur og greftranir. 1 framhaldi af þessu hefur félagið nú farið þess á leit við borgarráð að at- hugað verði hvar hentugast sé að reisa hof ásatrúarmanna en hofið þarf að standa á opnu svæði þar sem viðsýnt er og fagurt, en hof það sem félagið hefur yfir að ráða er nú þegar alltof litið. Einnig hefur félag- ið óskað eftir að þvi verði út- hlutað svæði fyrir grafreit, eins og skylt er að lögum. Félagsmönnum fjölgaði mikið á siðastliðnum vetri, og hafa mörgum félagsmanna úti á landsbyggðinni borizt óskir um að kynningarfundir verði haldnir þar. Mun félagið reyna að verða við þeim ósk- um eftir þvi sem aðstæður leyfa. Þá er að geta þess að aðal- fundur félagsins verður hald- inn að Hótel Esju laugardag- inn 19. mai kl. 2.30 e.h. Samvinna íhalds og krata Það er á fleri sviðum cn stjórn- málasviöinu sem samvinna ihalds og krata er náin. Eftirfar- andi auglýsing birtist i Lögbirt- ingablaðinu nýverið: „Hér með tilkynnist til firm- askrár Reykjavikur, að við undir- ritaðir, Axel Kristjánsson, forstj., Bæjarhvammi 2, Hafnarfiröi, og Sveinn Guðmundssón, forstj., Hagamel 2, Rvik, rekum i Rvik sameignarfélag með ótakmark- aðri ábyrgð undir nafninu Hliðar- hús sf. Tilgangur félagsins er rekstur fasteigna og lánastarf- semi. Firmað ritum við báðir sam- eiginlega þannig: Hliðarhús. Axel Kristjánsson. Sveinn Guðmundsson. Félagið skal vera sjálfstæður skattaðili.” Betur eru þessir menn ef til vill þekktir undir nöfnunum Axel i Rafha, framámaður i Alþýðu- flokknum og Sveinn i Héðni, fyrr- verandi ihaldsþingmaður. —úþ Grásleppuveiði Mikil grásleppuveiði er á Siglu- firði þessa daga og tnargir sem þær veiðar stunda. Bátaaflinn hefur einnig verið góður undanfarið, og hefur borizt á land heldur meiri afli en á sama tima i fyrra. Einsog fram hefur komið hér í blaðinu gerðu Torfu- samtökin tilraun til að dreifa plaggi meðal þátt- takenda á höfuðborga-ráð- stefnunni sem haldin var hér í borg i síðustu viku. Þeim varsynjað um að fá að dreifa því,en fengu hins vegar að láta það liggja frammi í anddyri fundar- staðarins þar sem þátttak- endur gátu tekið það. Við birtum hér að neðan texta plaggsins á íslenzku en það var ritað á dönsku. „Til þátttakenda í höfuðborgaráðstefnunni i Reykjavík 1973. Okkur til ánægju höfum við veitt þvi athygli að eitt af dag- skráratriðum ráðstefnunnar ber heitið Varðveizla gamalla húsa. Þetta mikilvæga mál hefur veriö Dagana 12-13 mai var haldið stofnþing Landssa mbands slökkviliösmanna að Hótel Esju. Slökkviliðsmenn viðsvegar að af landinu voru mættir til þessa þings og rikti mikill einhugur um stofnun þessa sambands. Mættir voru um 70 slökkviliðs- menn. Tilgangur sambandsins er: Síðasti dagur til að skila umsóknum til sjávarút- vegsráðuneytisins um leyfi til humarveiða er í dag, 15. maí. I fyrra fengu 180 bátar leyfi til humarveiða, og umsóknafjöldinn nú er svipaður, þó ivíð meiri. Veiðisvæöin verða opnuð 25. mai. Helztu humarveiðisvæðin veru við Eldey, i Háadjúpi austan við Vestmannaeyjar, i Skeiðarár- djúpi, Breiðamerkurdjúpi, og i Lónsbug. Þessi veiðisvæði hafa verið mjög mikið nýtt, sérstaklega tvö til umræðu á hinum Norðurlönd- unum i fjölda ára en hérlendis er umræðan rétt að hefjast — sér- staklega hvað varðar varðveizlu gamalla bygginga i upprunalegu umhverfi. Reykjavikurborg hefur látið gera umfangsmikla úttekt á gömlum húsum i borginni. Niður- stöður hennar hafa komið fram i skýrslu og friöunartiliögu sem tekur til jafnt einstakra bygginga sem heilla gatna. Meðal húsaraða sem friðunar- tillagan fjallar um er Bernhöfts- torfan sem er i hjarta bæjarins og hefur lagt drjúgan skerf til að gæða miðbæ Reykjavikur sér- stæðum blæ i hálfa aöra öld. Þrátt fyrir óskir borgarstjórnar um að húsunum yrði haldiö i nokkuð upprunalegu ástandi hef- ur rikisstjórnin ekki séð sér það fært að halda húsunum við og friðlýsa þau. Til upplýsingar skal þess getið að ekki liggur fyrir ákvörðun um friðun á einu einasta húsi i Reykjavik. a) Að sameina i eitt samband alla slökkviliðsmenn, með það sem höfuömarkmið að vinna að hagsmunamálum þeirra. b) Að gangast fyrir stofnun að- ildarfélaga á öllu íandinu. Þau fé- lög, er fyrir eru, halda sér óbreytt. c) Veita félögum alla þá aðstoö, sem sambandið getur i te latiö, þau fyrst töldu. Hefur stærð hum- arsins þar farið siminnkandi sið- ari ár. Verðlagsráð sjávarútvegsins hefur ekki enn ákveðið verð á humar fyrir veiðarnar, en nýtt verð er ákveðið við upphaf hvers veiðitimabils. Verðlagsráð er þó farið að ræða verðið, og bjóst talsmaður þess við að það lægi fyrir áður en veiðar hæfust. Ekki er enn ákveðið hvenær rækjusvæöið við Eldey verður opnað. Hafrannsóknarstofnunin er aö kanna veiðiþol svæöisins og biður sjávarútvegsráðuneytiö eftir niðurstöðum þeirrar könn- unar. —úþ Bernhöftstorfan er án vafa sú húsaröð sem krefst mestrar og skjótastar standsetningar með friðun að takmarki. Arkitektafélag tslands hefur nú i þrjú ár barizt fyrir friðun þess- arar húsaraðar, og nýlega voru stofnuö samtök á breiðum grund- velli sem hafa það að höfuöverk- efni að berjast fyrir varöveizlu Bernhöftstorfunnar. Nafn sam- takanna er Torfusamtökin. Rikisstjórnin hefur enn ekki gefið neitt vilyrði fyrir friðun Bernhöftstorfunnar, en lætur hús- in standa auð og flýtir þannig fyrir eyðileggingu þeirra. Með þessu plaggi viljum við vekja eftirtekt þátttakenda á ráð- stefnunni á þessu máli sem viö skoöum sem mikilvægasta frið- unarmál Reykjavikur eins og sakir standa. Þetta gerum við i þeirri von að þessi ráðstefna sjái sér fært aö taka afstöðu til máls- ins og beina þvi til rikisstjórnar- innar að friða og endurlifga Bernhöftstorfuna. Félagar iTorfusamtökunum”. (ÞH snaraði) halda uppi sem nánustum tengsl- um við þau, og gefa út fréttablað minnst einu sinni á ári. d) Sambandið mun koma fram af hálfu aðildarfélaganna, i sam- skiptum við önnur heildarsamtök og opinber yfirvöld. Að vinna að aukinni starfsmenntun slökkvi- liðsmanna, svo og annarri starfs- þjálfun meðal annars með þvi aö gangast fyrir hvers konar fræðslustarfsemi, i samráði við opinbera aðila, svo sem Bruna- málastofnun rikisins, Almanna- varnir, Flugmálastjórn, bæjar- og sveitarfelög o.fl. e) Að beita sér fyrir aukinni fræðslu almennings i eldvörnum, með þvi meðal annars, að gefa út eða stuðla aö útgáfu blaða, bóka og ritlinga, og láta flytja i frétta- miðlum skýrslur, fréttir, ritgerð- ir og greinar er samtökin varða. Framhald á bls. 15. Rœttist úr fyrir öreiganum Þær gleðilegu fréttir fást staðfestar i siðasta töiubiaði Lögbirtingabiaðsins, að einn af hinni nýju öreigastétt, sem Þjóöviljinn sagði frá eftir út- komu skattskrárinnar i fyrra- sumar, hefur nú rétt úr kútn- um og er oröinn stóreigna- maöur, umfram það sem þá var. Er um að ræða skattleys- ingjann Hinrik Thorarensen, en samkvæmt skattskránni greiddi hann 44 þúsund krónur i tekjuskatt og 59 þúsund i út- svar. Þrátt fyrir þessar gifurlegu þrengingar og efnahagslegu erfiöleika tókst Hinrik að eignast öll hlutabréf i h/f Tizkuskemmunni, en sam- kvæmt Lögbirtingablaðinu varð hann eigandi að öllu hlutafénu 29. des. 1972. Eftirleiðis mun Hinrik, samkvæmt auglýsingu sem hann undirritar i Lögbirtingi, reka einn og sjálfur Tizku- skemmuna, Tizkuverzlunina Táninginn og Tizkuverzlun- ina Helenu. Það eru sannarlega gleði- fréttir að svona vel hefur ræiit úr fyrir svo tekjulitlum manni sem Hinrik. Væntanlega munu opinber gjöld hans eitthvað breytast með þessum bætta efnahag. Munum við skýra frá þeim breytingum sem þar verða á eftir útkomu skatt- skrárinnar i sumar. —úþ Landsþing frimerkja- safnara á Selfossi Landssamband islenzkra fri- merkjasafnara mun halda 6. landsþing sitt á Selfossi 19. mai n.k. Þingið veröur sett i gagn- ' fræðaskólanum kl. 14.30. Rétt til setu á þinginu eiga fulltrúar að- ildarfélaga L.I.F., sem nú eru niu, svo og stjórn og framkvæmdaráð L.t.F. ásamt varafulltrúum eða alls 34 fulltrúar. Þá hefur Félagi frimerkjasafnara, Reykjavik, verið boðið að senda gest til þingsins. Félag frimerkjasafnara Sel- lossi gengst jafnframt fyrir fri- merkjasýningu á Selfossi sama dag og er hún haldin i Gagnfræða- skólanum. I sambandi við sýning- una mun pósthúsið á Selfossi hafa i notkun sérstimpil laugardaginn 19. mai. Félag frimerkjasafnara Selfossi hefur i samvinnu við L.l.F. gefið út sérstök umslög, sem verða til sölu fyrir sýninguna i frimerkjaverzlunum i Reykja- vik og á sýningarstað. Upplag umslaganna er 1700. Leitað langt yfir skammt I Lögbirtingablaðinu birtist ný- verið svofelld auglýsing: „Það tilkynnist firmaskrá Reykjavikur að stjórn Skúlagötu 30 hf„ skipa nú: Hjörtur Hjartar- son, Laugarásvegi 27, Rvik, for- maður, Jón Norðmann, Vallar- braut 12Seltjn„ varaformaður og Elín llmonen, U.S.A., meðstjórn- andi.” ALÞYÐUBANDALAGfÐ Myndskoðun og myndgerð í stéttaþjóðfélagi A fimmtudagskvöldiö i vikunni verður siðasti umræðufundur Alþýðubandalagsins i Reykjavik i vetur i 17-funda áætlun félagsins. 17. erindið flytur Ingiberg Magnússon, kennari, um efnið: „Myndskoðun og myndgerð i stéttaþjóöfélagi”. Erindi sitt flytur Ingiberg kl. 20,30 að Grettis- götu 3. Fundurinn er öllu áhugafólki opinn. Frá stofnfundi Landssambands slökkviliðsmanna. Slökkviliðsmenn stofna landssamband Humarveiðin hefst 25. maí

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.