Þjóðviljinn - 15.05.1973, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.05.1973, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 15. mal 1973 Vertíðin fískimál eftir Jóhann J. E. Kúld Þegar þetta er skrifað, þá er stutt eftir til vetrarvertiðarloka á Suðurlandi. Allt bendir til þess, að vertiðarþorskaflinn hér sunnan og suövestanlands verði nokkru minni heldur en i fyrra og valda þvi margar ástæður. t fyrsta lagi, mikil sókn i islenzka þorskstofn- inn á siðustu árum af erlendum togurum, sem veiða i mjög stór- um mæli ókynþroska fisk á okkar miðum og torvelda með þvi við- hald og uppbyggingu þorskstofns- ins. Margt bendir til, að þessi rán- yrkja sé farin að vaida ofnýtingu á þorskstofninum, svo timi sé til kominn aö stemma þar á að ósi ef illa á ekki að fara. I ööru lagi hefur eldgosið i Vestmannaeyjum haft trufl- andi áhrif á sjósókn Eyja- báta á vertiðinni, eins og eðlilegt verður að teljast, þar sem veiðiskipafloti Vestmannaeyinga varð að flytja sinar heimaslóðir af völdum hinna miklu náttúru- hamfara. í þriðja lagi þá var tog- araflotinn i höfn i langan tima á vertiðinni vegna vinnudeilu. Hins vegar var þorskafli Vestfirðinga á s.l. vetri mjög góður og fer þar saman mikið aflamagn og fisk- gæði, þvi hér er um að ræða, að stærsta hluta, fisk veiddan á linu. Vestfirðingar hafa notið góðs af þvi, að brezkum togaraeigendum þótti ekki fýsilegt að stunda þessi harösóttu mið Vestfjarða, yfir hörðustu vetrarmánuðina i barmi islenzkra yfirvalda, innan 50 milna landhelginnar. Ég dró að þvi likur hér i þættinum i marz- mánuði, að grænienzki þorsk- stofninn mundi bjarga vertiðar- aflanum hér sunnan lands á ver- tiðinni, sökum erfiðra hrygn- ingarskilyrða við Vestur-Græn- land, þar sem sjávarhiti var kom- inn niður i 0 gráður á Celsius um mánaðamótin febrúar-marz, en þorskur mun tæpast hrygna við lægra hitastig i sjó heldur en +2 gráður á Celsius, að áliti fiski- fræðinga. Á þvi er heldur enginn vafi, að þorskgangan, sem kom að vestan á miðin sunnan Reykja- ness um miðjan aprilmánuð, hún bjargaði vertiðinni á þessu þýð- BELFAST 14/5 Meðlimir úr UDA, vopnuðum sveitum mót- mæienda, felldu i dag ungan kaþólskan mann i bifreið skammt frá Belfast. Annar kaþólskur maður lézt af skotsárum á sjúkrahúsi og einn brezkur her- maður. 786 menn eru þá fallnir i átökunum á Norður-írlandi. Rory O’Brady, formaður frska lýðveldishersins, var látinn laus i Dublin I dag, eftir að hafa setið af sér rúma fjóra mánuði af sex mánaða fangelsisdómi. Tekur hann við forystu i Sinn Fein, hin- um pólitisku samtökum IRA. Joe Cahill og fimm aðrir IRA- menn komu fyrir rétt i Dublin i dag, sakaðir um tilraun til að smygla vopnum inn i trska lýð- veldið. Cahill neitaði að viður- kenna dómsvald réttarins. ingarmikla veiðisvæði Sunnlend- inga að fornu og nýju. Og það er gleðilegt timanna tákn, sem ber að meta og þakka, að það var æskulýður menntaskólanna sunnanlands, sem gerði það fært, að hægt var að nýta það mikla aflamagn sem barst á land frá veiðiflotanum á fáum dögum. Hins vegar er ekki hægt að ganga framhjá þvi hér i þættinum, að mistök hafa átt sér stað i sam- bandi við nýtingu á afla frá Vest- mannaeyjabátum. Nýtingin hefur verið gerð erfiðari heldur en með þurfti, ef þeim málum hefði verið stjórnað af meira raunsæi og þekkingu. Það sem ég á við er sá óvitaskapur að nota ekki allar til- tækar fiskvinnsluvélar Vest- mannaeyjafyrirtækja, sem flutt- ar voru til lands, til að auðvelda vinnsluna á fiski frá þeirra bát- um, i stað þess að geyma þessar vélar undir lás og slá engum til gagns, en mörgum til undrunar, bæði Vestmannaeyingum sem öðrum. Svona óforsvaranlega stjórn ber að vita, þvi hún hefur sýnilega ekki verið þvi starfi vax- in, að ráða þessu máli til lykta á eðlilegan og sjálfsagðan hátt, sem var að nýta öll tiltæk tæki við vinnslu aflans. Það er leiðinlegt að þurfa að segja frá svona mis- tökum, en hér er um svo alvarlegt mál að ræða að ekki má liggja i þagnargildi. Landhelgisgœzlan innan 50 mílna Mikið hefur verið skrifað og skrafað um landhelgisgæzluna að undanförnu og deilt á yfirstjórn hennar. Það hefur komið fram i þessum skrifum að varðskips- menn hafi haft leyfi yfirvalda frá s.l. áramótum til að taka erlenda veiðiþjófa i landhelgi og færa til islenzkra hafna. En sá böggull er sagður fylgja þessu skammrifi yfirstjórnar landhelgisgæziunnar að skipstjórnarmenn varðskip- anna taki á sig persónulega ábyrgð að stofna hvorki manns- lifum né skipum i hættu við slfka töku veiðiþjófa. Sé þetta rétt túlk- un á heimild eða leyfi yfirstjórn- arinnar til handa varðskipsmönn- um, þá munu ýmsir lita þannig á, að leyfið sé veitt með slikum skil- yrðum, að þa hálgist synjun á töku veiðiþjófa innan landhelg- innar, eða jaðri við að vera dulbú- ið bann gegn handtöku brotlegra veiðiskipa innan 50$ mílna land- helginnar. Ég vil spyrja, hvenær hafa veiðiþjófar verið teknir i islenzkri landhelgi án áhættu fyrir menn og skip? Það væri fróðlegt að fá það upplýst. Ég veit ekki betur en að varðskipsmenn hafi jafnan litið svo á, að handtaka veiðiþjófa væri áhættusamt starf, eins og það er og verður alltaf. Annað væri óhugsandi, en að sjálfsögöu er allt gert sem i mannlegu valdi stendur til að fyrirbyggja slys við þessi hættulegu störf. En nú er skipstjóri sagður eiga að bera persónulega ábyrgð á slysi ef verður. Eru þetta ekki nýjar reglur og ef svo er, hver ber þá persónulega ábyrgð á setningu þeirra? En það er ekki nóg að segja, að varðskipsmönnum sé heimilt að taka veiðiþjófa i landhelginni, en vanrækja að búa skipin þannig að það sé hægt án beinnar lifshættu fyrirþá sem tökuna verða að ann- ast. Sé ætlazt til þess af yfirstjórn landhelgisgæzlunnar að erlendir togarar séu teknir innan land- helginnar verður að búa varö- skipin traustum borðháum lifbát- um, sem geta lagzt að siðu þess skips sem taka á. Á þann hátt er taka togara möguleg, sýni skips- höfn togarans mótþróa, sem varla þarf að draga i efa eins og málið horfir nú. Og að sjálfsögðu er annað ekki forsvaranlegt en að margæfa slika skipstöku áður en til skarar væri látið skriða. Þá þarf að vopna þá varðskipsmenn sem til tökunnar væru sendir, bæði gasmarghleypum og stál- kúlumarghleypum. Menn verða að gera sér það ljóst að slik hand- taka á opnu hafi er enginn barna- leikur, en þó framkvæmanleg, sé notaður búnaður sem til hennar þarf, en þó aldrei án talsverðrar áhættu. Á meðan varðskipin eru búin uppblásnum gúmmibát- um einvörðungu, sem skriða rétt við hafflötinn og ógjör- legt að komast upp úr þeim i nokkurt skip, nema með beinni aðstoð manna um borö i þvi skipi, sem fara á um borð i, þá getur engin alvara legið á bak við ósk um töku togara frá hendi yfirstjórnar landhelgisgæzlunnar, þvi slikt væri hreinn fiflaskapur. En sé það rétt hjá Stefáni Jónssyni i hans opna bréfi til forsætis- ráðherra, að ekki séu til kúluskot i fallbyssur þær sem settar voru á skut varðskipanna til að verja þau ásiglingu heldur aðeins hvell- hettur eða púðurskot, þá er það annar fiflaskapurinn til i þessu alvarlega máli. Varðskipsmenn hafa sýnt frábæran dugnað við að skera i sundur togvira veiðiþjófa siðan landhelgin var færð út i 50 milur. Þeir hafa samkvæmt frétt- um oft verið i beinni hættu þegar veiðiþjófar hafa gert tilraunir til að sökkva varðskipunum. En þrátt fyrir þessar staðreyndir er samkvæmt framansögðum bún- aði varðskipanna til varnar og sóknar i baráttunni við veiðiþjóf- ana ekki hægt að sjá að yfirstjórn landhelgisgæzlunnar hafi i alvöru viljað búa varðskipin þannig að þau væru fær um að taka skip á opnu hafi með valdi og færa til Is- lenzkrar hafnar til dóms. Að minu mati stendur hinn ófullkomni og ég vil segja óforsvaranlegi bún- aður varðskipanna sem þögult vitni um að taka veiðiþjófa með valdi hafi ekki verið og sé ekki ennþá mikið áhugamál yfir- stjórnar landhelgisgæzlunnar. Að svo komnu máli, eftir þeim upp- lýsingum sem mér eru tiltækar, get ég ekki dregið aðra ályktun. En sé þetta rétt, þá á æðsta stjórn landhelgisgæzlunnar að segja þjóðinni að þannig sé það, annað er ófært. Það er kaldhæðisleg staðreynd, sem islenzka þjóðin þarf að muna og muna vel, að það eru aðeins tvær þjóðir, Bretar og Vestur- Þjóðverjar, báðar i Atlanzhafs- bandalaginu, sem ekki virða is- lenzk lög, innan okkar 50 milna landhelgi. Við Islendingar eigum enga samleið með þjóðum sem þannig haga sér. Sem sjálfstæðri þjóð ber okkur að halda uppi löggæzlu jafnt á okkar miðum sem á landi, þvi landið og miðin eru ein heild sem ekki má rjúfa. En fullkominni löggæzlu verður ekki haldið uppi á miðunum, nema með vel vopnuðum varð- skipum útbúnum til að beita valdi þegar þörfin krefst þess, að það sé gert, til að halda uppi islenzk- um lögum. og nýting aflans Neyzluvörur hœkkuðu um 6.9% á sL ári Samkvæmt nýútkominni skýrslu efnahagsnefndar Sameinuðu þjóðanna jukust vergar þjóðartekjur Vestur- Evrópurikja um 3,8% 1972, sem er nokkru meira en árið á undan. Að meðaltali hækkaði verðlag á neyzluvörum um 6,9%, en hliðstæð tala var 6,4% árið 1971. I lok ársins 1972 var verðlagseftirlit i einhverri mynd við lýði i öllum löndum Vestur-Evrópu. Ekki er talið liklegt að dragi úr verðbólgu i Vestur-Evrópulöndum á þessu ári, segir i skýrslu efnahags- málanefndar SÞ. Er talið að neyzluvörur muni almennt hækka i Vestur-Evrópu um 6% á þessu ári, en sérfræðingar spá enn meiri hækkunum á ár- inu 1974. Bindindisfélag ökumanna segir: Nauðsynlegt að breyta um aksturs- stefnu á Hverfisgötu Hér fer á eftir ályktun Bind- indisféiags ökumanna um akstursstefnu i miðbænum og fleiri atriði umferðarmála. „Aðalfundur Reykjavikur- deildar Bindindisfélags öku- manna haldinn 29. marz 1973 beinir eftirfarandi áskorunum til borgaryfirvalda o.fl. aðila: Að breytt verði nú þegar akstursstefnu Hverfisgötu, þannig að losni um umferðar- hnút þann, er skapaðist þegar hægri umferð var tekin upp, á gatnamótum Hverfisgötu, Snorrabrautar og Laugaveg- ar, enda verði aksturstefnu á öðrum nálægum götum (svo sem Hafnarstræti, Laugavegi, Bankastræti og Austurstræti) breytt til samræmis þannig að umferðarhnútur þessi færist ekki yfir á önnur gatnamót. Telja verður að timinn, sem liðinn er frá þvi hægri umferð var upp tekin, hafi óyggjandi leitt i ljós, að þessi breyting sé óhjákvæmileg, og ekki sé hægt að biða þess, að tvistefnuakst- ur verði tekinn upp á Hverfis- götu. Einnig vill fundurinn skora á borgaryfirvöld að brúa nú þegar helztu umferðargatna- mót borgarinnar og vill fund- urinn lýsa þeirri skoðun sinni, að á sama hátt og löngu er við- urkennt að þörf er að brúa hverja lækjarsprænu, þarf og að brúa hver (meiriháttar) gatnamót i borginni. Þá skorar fundurinn á borg- aryfirvöld að steypa nú þegar akreinamerki og akbrautar- merki (svo sem linur og örv- ar) með gulri steinsteypu nið- ur i nokkrar götur til reynslu, svo sjá megi hvort þessi merking reynist ekki varan- legri og betur og lengur sýni- leg en núverandi umferðar- málning. Ennfremur að komið verði fyrir umferðarmerkjum á spjöldum uppyfir götum þar sem við á i fjaðranlegum örm- um úr gormum eða gúmirör- um. Ennfremur skorar fundur- inn á borgaryfirvöld að merkja nú þegar með sérstöku umferðarmerki allar götur, sem teljast skuli húsagötur og færa niður hámarkshraða á þeim, enda ætti stefnan að vera sú, áð engin umferð yrði um þær önnur en að þeim hús- um, sem þar eru. Með þessu móti þyrfti ekki að merkja Framhald á bis. 15.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.