Þjóðviljinn - 15.05.1973, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 15.05.1973, Blaðsíða 12
 12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 15. maí 1973 Auglýsing um skoðuii reiðhjóla 1 Kópavogi Þeir, sem þess óska, geta fengið reiðhjól sin skoðuð i Kópavogi á eftirgreindum stöðum og timum: Við Kópavogsskóla miðvikudaginn 17. mai kl. 9-12 og 13.30-16.30. Við Kársnesskóla fimmtudaginn 18. mai kl. 9-12 og 13.30-16.30. Við Digranesskóla föstudaginn 19. mai kl. 9-12 og 13.30-16.30. Lögreglan í Kópavogi Orðsending til bifreiðaeigenda Vegna útgefinnar reglugerðar Dóms- málaráðuneytisins frá 9. mai s.l. um breytingu á tryggingartimabili ábyrgðar- trygginga bifreiða úr 1. mai i 1. júni ár hvert vill Hagtrygging h.f. benda við- skiptavinum sinum á eftirfarandi: Hagtrygging h.f. mun af hagkvæmnis- ástæðum ekki senda út sérstaka inn- heimtu vegna mánaðar iðgjalds fyrir mai-mánuð, heldur innheimta það með ábyrgðartryggingariðgjaldi timabilsins 1. júni 1973 —31. mai 1974. Þeir bifreiðaeig- endur sem óska eftir að greiða gjaldfallið iðgjald fyrir mai-mánuð t.d. vegna bif- reiðaskoðunar eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við aðalskrifstofu að Suður- landsbraut 10 eða umboðsmenn okkar utan Reykjavikur. HAGTRYGGING HF. 8UÐURLANDSBPAUT 10 BIMI 8SSB8 REYKJAVÍK Alþjóðlegt tónleikahald í Reykjavík ISCM (Interantional Society for Contemporary Music) var stofnað árið 1922 f Salzburg. Hittust þá ungir tónlistarmenn hvaöanæva úr heiminum, aö undirlagi Rudolfs Rétis, og komu á fót „Internationalen Kammer- musikauffuhrungen in Salzburg 1922”. Var þaö fyrsti vísirinn aö árlegum tónlis tarhá tiöum ISCM , Tilgangur félagsins er aö vinna að útbreiöslu nýrrar tón- listar og stuöla aö kynningu tón- skálda án tillits til þjóðernis, kyn- þáttar, trúarbragða, stjórnmála og fagurfræðilegra skoöana. Starfsemi félagsins er einkum tvlþætt: Arlega er haldin tónlistarhátið i einhverju meðlimalandanna sem sýna skal þverskurð af nútíma- tónlist á hverjum tima. Þá er einnig haldinn aðalfundur félagsins. Nú I ár verður aöalfundur ISCM f Reykjavik dagana 18.-24. júni og verður efnt til nokkurs tónleika- halds af þvi tilefni, sem siðar verður greint frá. 2. Auk þess ber hverri deild eða meðlimalandi að vinna að mark- miðum félagsins með tónleika- haldi i landi sinu. ISCM hefur i rúma hálfa öld verið mjög mikilvægur þáttur i tónlistarlifi heimsins. Mörg hinna þekktustu verka þessarar aldar hafa verið frumflutt á hátiðum ISCM eða á tónleikum meðlima- deildanna. Næstum öll ágætustu tónskáld þessarar aldar hafa verið og eru meðlimir ISCM. Mörg þeirra hafa tekið virkan þátt I starfsemi félagsins. A hátlðum félagsins hafa verið flutt eftirtalin islenzk verk: Sónata fyrir trompet og pianó eftir Karl Ottó Runólfsson (Salz- burg 1952), Fiðiusónata eftir Leif Þórarinsson (Stokkhólmur 1956), Sönglög við Timann og vatnið eftir Fjölni Stefánsson (Vin 1961), Flökt fyrir hljómsveit eftir Þorkel Sigurbjörnsson (Amster- dam 1963), óró nr. 2 fyrir kammersveit eftir Leif Þórarins- son (Stokkhólmur 1966), Spectacles fyrir slagverk og tón- band eftir Atla Heimi Sveinsson (Basel 1970). (Ór fréttatilkynningu) UTBOÐ Israelsvika Húsavikurkaupstaður óskar eftir tilboð- um i gatnagerð i Húsavik. Crtboðsgögn verða afhent i skrifstofu bæjartæknifræðingsiHúsavik gegn 5000.00 kr. skilatryggingu frá og með þriðjudegin- um 15. mai 1973. Tilboð verða opnuð á skrifstofu bæjar- stjórans i Húsavik, mánudaginn 28. mai 1973 kl. 14.00. Sumardvalarheimili Sjómannadagsins AÐ HRAUNIGRÍMSNESI, tekur til starfa 20. júni n.k. og starfar í 9 vikur. Tekin verða börn á aldrinum 5—8 ára. Heimilt er að skipta dvöl eftir 4 vikur. Gjald er hið sama og hjá Rauða krossinum, kr. 1800,00 f á viku, auk fargjalds, sem greiðist við \ brottför. Forgangsrétt að dvöl hafa munaðarlaus börn sjómanna og þau, sem við erfiðar heimilisástæður búa. Skriflegar umsóknir sendist Sjómannadagsráði, Hrafnistu, fyrir 10. júní n.k. Stjórnin á Islandi t tilefni 25 ára afmælis hins endurreista israelsrikis hafa israelsk feröamálay firvöld ákveöiö aö efna til VIKU ISRA- ELS A tSLANDI I samvinnu viö LOFTLEIÐIR, Israelska flug- félagiö EL-AL og Hótel Loftleiöir á timabilinu frá 24. þ'.m. til 3. júni, aö báöum dögum meötöldum. Þessa daga munu israelskir réttir framreiddir i veitinga- sölum Hótels Loftleiða, og á þvi timabili mun bryti frá Israel annast gerö þeirra. A kvöldin munu listamenn frá tsrael skemmta, og allir, sem koma til að njóta þess, fá númeraða aðgöngumiða, sem einnig verða happdrættismiðar. Sunnudags- kvöldið 3. júni verður dregið um vinninginn, sem er flugmiði fyrir tvo með EL-AL fram og aftur milli Kaupmannahafnar og Tel-Aviv. VIKA ÍSRAELS A tSLANDI hefst fimmtudaginn 24. þ.m. kl. 4 e.h. i Ráðstefnusal Hótels Loft- leiða. Þá efna israelsk ferða- máiayfirvöld til tveggja klukku- tima Israelskynningar, sem hr. Elon Salmon, ferðaipáiastjóri Israels i Danmörku, stýriir. Hann mun fiytja erindi og sýna kvik- myndir frá Israel. Aö þvi loknu mun hann bjóða þeim, ér til ferðakynniogarinnar koma, að lyfta glösum með góðkunnum vinum frá Israel, og spjalla saman um hið ævagamla og nú aldarfjórðungs unga riki Israela. Til ferðakynningar hr. Elon Salmon veröa boðnir fréttamenn og fulltrúar ferðaskrifstofanna, auk nokkurra annarra, er starfa að ferðamálum. Mismunandi flúor- magn 1 gróðrinum Niðurstöður flúormælinga, mg i kg i gróðursýnum, sem tekin voru 30. april. Skammadalshóll, Hvammshr., V-Skaft., 43, Sólheimahjáleiga, Dyrhólahr., V-Skaft., 36, Þor- valdseyri, A-E y ja f jalla hr., Rang., 32, Fit, V-Eyjafjallahr., Rang., 20, Hóimar, A-Landeyja- hr., Rang., 132, Akurey, V-Land- eyjahr., Rang., 103, Sámsstaðir, Fljótshliöarhr., Rang., 48, Kron- vellir, Hvolhr., Rang., 44, Hellu- vaö, Rangárvallahr., Rang., 40. Almennt er talið að hægfara flúoreitrunar megi vænta hjá sauðfé, þegar flúormagn i fóðri fer yfir 30—60 mg i kg miðað við þurrefni. Séu ofangreindar niðurstöður bornar saman við fyrri mælingar frá 16. og 23. april, sem áður hafa verið birtar, kemur i ljós, að flúormagn i gróðri hefur minnkað verulega viðast hvar. Þó eru gildi enn allhá á tveimur stöðum, Hólmum og Akurey i Landeyjum. Er von til þess, aö ástand færist fljótlega i eðlilegt horf i þessum sveitum, ef ekki kemur til nýtt öskufall. Sýnatökum og mælingum verð- ur haldið áfram. ÆSKULÝÐSMÓT Bandalag fatlaðra á Norðurlöndum efnir til æskulýðsmóts á Jótlandi i Danmörku dagana 3.-9. júni n.k. Ferðastyrkur kem- ur til greina. Umsóknarfrestur er til 25. mal. Nánari upplýsingar eru veittar á skrif- stofu Sjálfsbjargar l.s. f. simi 25388. Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra. VOLVO Tilboð óskast i 5 tonna Volvo vörubifreið árg. 67, palllausa. Upplýsingar i sima 51335. Rafveita Hafnarfjarðar. Höfum ávallt fyrirliggjandi allar stærðir skraut- hringja á hjólbarða, bæði alhvíta og hvíta með svartri rönd. Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er. GÚMMÍVINNUSTOFAN H.F. Skipholti 35 — Reykjavík — Sími 30688 Hafnarfjörður Verkamenn (pressumenn) óskast. Upplýsingar i sima 51335. Rafveita Hafnarfjarðar. útvegar yður hljóðfœraleikara og hljómsveilir við hverskonar tcekifœri Vinsamícgost hringið i ZflZSS milii kl. 14-17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.