Þjóðviljinn - 31.05.1973, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 31.05.1973, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 31. mai 1973 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 BLAÐAFULLTRUANUM VÍSAÐ ÚR LAM)I í gær tilkynnti utanríkis- ráöuneytiö brezka sendi- ráðinu að þess væri óskaö, að Michael Elliot, sem hingað kom nýlega sem blaðafulltrúi brezka sendi- ráðsins, færi úr landinu innan fjögurra daga. Michael Elliot hefur undan- farna daga gefið erlendum blaða- mönnum upplýsingar um ferðir islenzku varðskipanna og af þvi tilefni hefur utanrikisráðuneytið óskað eftir þvi að hann hverfi úr landi. Michael Elliot hefur diplómata- skilriki og hann var hér einu sinni i för með lafði Tweedsmuir er hún kom hingaö til samningavið- ræðna. Þetta er i annað skipti sem sendiráðsmanni er visað úr landi, i fyrra skiptið var tékkneskum sendiráðsmanni visað úr landi fyrir meintar njósnir. I blandi við rœðuhöld:, poppmúsik og leiklist I dag efna þrenn sam- tök: Samtök herstööva- andstæðinga, Vietnam- nefndin á íslandi og Æskulýðssamband ís- lands, til kröfugöngu og útifundar um rétt ís- lands gegn auðvaldi og hervaldi, en fremstu fulltrúar þess, forsetarn- ir Nixon og Pompidou, sitja einmitt á fundum í Myndlistarhúsinu á Klambratúni á meðan. Augu heimsins hvíla á íslandi, og gefst því ákjósanlegt tækifæri til að sýna samstöðu þjóð- Hér getur að Hta nokkur af þeim merkjum og táknum sem borin veröa i göngunni i dag, en hópur fólks úr SÚM hefur haft forgöngu um gerð þeirra. 50-króna peningurinn er hér orðinn að skildi fyrir 50 mílur, Alþingishúsiðer tákn fyrir þann sjálfstæðisvilja sem segir: NATO burt frá Islandi. Þá er þorskurinn eitt af einkennismerkjunum, og hverjum þykir ekki heiður að þvl að ganga undir merki þorsksins? — A myndinni ber Watergatesimann hátt, og er eðlilegt að menn minnist aumingja Nixons með þeim hætti. En einhvcrjir hafa tekið upp þykkjuna fyrir grey kallinn, þvl I gærmorgun var stolið einum 10 Water- gate-simum sem SÚMarar voru búnir að gera I tilef ni dagsins. SVONA ER DAGSKRÁIN arinnar um mikilvæg- ustu baráttumálin, póli- tískt og efnahagslegt sjálfstæði, og andstöðu allrar alþýðu við alþjóð- legt auðhringaveldi sem nú sýnir hervaldsklærn- ará miðunum umhverfis Island. Kröfugangan hefst við Þórs- hamar i Vonarstræti kl. 3 og er fólk beðið að safnast þar sam- an laust fyrir þann tima. Við upphaf göngunnar mun Gunn- laugur Stefánsson formaður Æskulýðssambands Islands flytja ávarp. Kröfugangan fer fyrst með- fram Tjörninni — Frikirkju- veg og Sóleyjargötu— siðan upp Barónsstigogniður Egils- götu út á Snorrabraut. Þá verður haldið skamman spöl inn i Flókagötuunz komið er á Rauðarárstig og gengið siðan eins og rangsælis umhverfis Klambratún, eftir Miklubraut og Lönguhlið. Við Háteigsveg er beygt af henni og haldið inn á opna svæðið við Sjómanna- skólann. Gert er ráð fyrir að útifund- urinn við Sjómannaskólann hefjist rétt fyrir eða um kl. 4. Fundarstjóri verður Sigurjón Pétursson trésmiður og borg- arráðsmaður en ræðumenn eru þessir: Baldur óskarsson forstöðumaður Menningar- og fræðslusambands alþýðu, Sig- uröur Magnússon rafvéla- virki, Sveinn Skorri Höskulds- son prófessor og Vésteinn Lúðviksson rithöfundur. A útifundinum verða fluttir leikþættir sem Jón Hjartarson leikari hefur tekið saman og stjórnar, en Sigurður Rúnar Jónsson sér um tónlistarhlið- ina. Flytjendur eru auk þeirra leikararnir: Baldvin Hall- dórsson, Edda Þórarinsdóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir og Steinunn Jóhannesdóttir. „Búast má við að þarna verði sviðsettur forsetafundur sem keppi við þann á Klambra- túni," voru einu upplýsingarn- ar um efni leikatriðanna sem okkur tókst að toga upp úr ein- um starfsmanni undirbún- ingsnefndarinnar. Þá. verður flutt þarna ávarp f jallkonunn- ar. Hamrahliðarskóli Undirbúningsnefnd aðgerð- anna hefur fengið aðgang að rúmgóðu húsnæði i Mennta- skólanum við Hamrahlið, og gefst fólki kostur á að fara þangað af útifundinum og rabba saman um viðburði dagsins. Þar verða veitingar á boðstólum, öl, gosdrykkir og kaffi. Gert er ráð fyrir að fólk geti komið þarna á framfæri hugmyndum sinum um starf herstöðvaandstæðinga og leggja fram fyrirspurnir. Engar athugasemdir Eins og fram hefur komið áður leggja skipuleggjendur aðgerðanna áherzlu á frið- samlegt eðli þeirra. Gangan og útifundurinn fara fram samtimis þvi sem forsetar Bandarikjanna og Frakklands sitja i hljóðeinangruðum sal- arkynnum Myndlistarhússins, og verða þeir þvi ekki fyrir neinni truflun af þeim mann- fjölda sem mótmæla mun þeim stjórnmálastefnum sem þeir eru fulltrúar fyrir og við Islendingar fáum sannarlega að kenna á þessa dagana. Mótmælaaðgerðir tslendinga munu vissulega ekki hafa áhrif á fund forsetanna en þær eru til vitnis um samstöðu og styrk Islendinga sjálfra og eru i sjálfu sér liðveizla við mörg þau heilbrigðu þjóðfélagsöfl og alþýðuhreyfingar sem stefna forsetanna á i höggi við, heima fyrir og annars staðár. Skipuleggjendur aðgerð- anna lögðu áætlun sina um gönguleið og fundarstað fyrir lögregluna til þess að hún gæti gert þar við sinar athuga- semdir ef þurfa þætti. Svo var ekki, og kváðust forsv'ars- menn löggæzlu treysta þvi að þátttakendur mundu verða skipuleggjenum sammala um það að friðsömum mótmælum fylgdi mestur þugni. BRÆÐRALAG GEGN ÍSLENDINGUM! BRÚSSEL 30/5 — I dag komu tvær f réttir f rá þeirri mikilvægu bandalagsmið- stöð sem höfuðborg Belgiu er orðin og vörðuðu báðar Island. önnur fréttin var um afskipti Atlanzhafs- bandalagsins NATO af landhelgismálum okkar — niðurstaða neikvæð, hin var um afskipti Efnahags- bandalagsins EBE af land- helgismálum okkar— nið- urstaða neikvæð. Fastaráð NATOS i Brussel ræddi i dag i annað sinn um land- helgisdeilu Islendinga og Breta, svo að eitthvað virðist það vefjast fyrir herforingjunum að skipa Bretum að hypja sig með her- skipin af íslandsmiðum. Formæl- andi ráðsins var þögull um fund- inn. Frá Efnahagsbandalaginu er tilkynnt að ákvæði viðskipta- samnings milli Islendinga og Bandalagsins um tollalækkanir á fiskafurðum „gætu ekki komið til framkvæmda" eins og áætlað hefði verið. Astæðan væri hin óleysta fiskveiðideilda íslendinga við Breta og Vestur-Þjóðverja. (Les: Refsiaðgerðir vegna þess að Islendingar sætta sig ekki við yfirgang og þjófnað). Talið var liklegt að gildistöku þessa hluta viðskiptasamningsins verði frest- að um svo sem hálft ár. (Hvað verður þá? Skýring ekki gefin i fréttaskeyti). Háttstandandi íhaldsmenn Mótmœla stjórn- mála- afskiptum! Þaö er nú komiö á daginn að hægri öflin innan Æskulýðssam- bands Isiands ætla sér aö standa við þá hótun sina á siðasta þingi sambandsins að segja sig úr þvi. Sex aðildarsambönd hafa nú ým- ist tilkynnt úrsögn sina eða hug- leitt alvarlega að gera það. Þau félög sem þegar hafa tilkynnt úr- sögn eru tþróttasamband tslands, Bandalag islenzkra farfugla, ts- lenzkir ungtemplarar, Samband ungra sjálfstæðismanna og Sam- tök islenzkra kennaranema. Auk þess segir Morgunblaðið i gær að Samband bindindisfélaga I skól- um hafi fullan hug á að fylgja for- dæmi þeirra. Þaö er lærdómsrikt að lesa frá- sögn Moggans af þessum atburð- um i gær. Þar er talað við hvern bindindis- og iþróttafrömuðinn á fætur öörum og allir kvarta þeir undan hinum ógnvekjandi póli- tisku afskiptum ÆSl að undan- förnu og.segjast á engan hátt geta liðið þau. Einn þeirra sem hvað mest er hafteftirer Hannes Þ. Sigurðsson sem verið hefur fulltrúi ISI i Æskulýðssambandinu árum sam- an. Hannes þessi á sæti i hverfis- stjórn Sjálfstæðisflokksins i Háa- leitishverfi. Forseti sambands þess sem hann er fulltrúi fyrir er Gisli Halldórsson borgarfulltrúi ihaldsins og varaforseti er Sveinn Björnsson formaður landsmála- félagsins Varðar. Þessir menn út- hrópa Æskulýðssambandið fyrir stjórnmálaafskipti! Einnig er rætt i Mogganum i gær við Ragnar Tómasson hjá Sambandi bindindisfélaga i skól- um. Hvaða nám skyldi nú Ragnar þessi stunda? Ekki sést það ef flett er upp i simaskránni. En þar sést aftur á móti að hann er starf- andi héraðsdómslögmaður og rekur eigin lögfræðiskrifstofu og umsvifamikla fasteignasölu. Þá skal þess getið i framhjá- hlaupi, að enginn fulltrúi sat slð- asta þing ÆSt fyrir hönd ÍSÍ, ekki heldur fyrir hönd tslenzkra ung- templara.Ogþað var ekki fulltrúi neins af þeim aðildarsamtökum sem tilkynnt hafa úrsögn eða boð- að hana á annan hátt sem hótaði úrsögnum á siðasta þingi. Ónei, það var Jón Magnússon fulltrúi SUS — Sambands ungra sjálf- stæðismanna — á þinginu sem sá um reiðilesturinn. En það er ekki bitið úr nálinni með þessar úrsagnir enn þvi samkvæmt lögum ÆSI er úrsögn ekki gild fyrr en farið hafa fram viðræður milli stjórnar ÆSI og viðkomandi aðildarsambands. Búast má við að þær fari fram á næstunni og munum við greina frá úrslitum mála að þeim lokn- um. —ÞH Hefur N ATO forgang? NEW YORK 30/5 — 1 fréttaskeyti Reuters að vestan segir að sendi- fulltrúar tslands hjá Sameinuðu þjóðunum leggi ekki áherzlu á það að öryggisráðið fjalli um of- beldi Breta á Islandsmiðum á meðan málið sé til athugunar hjá NATO. Islenzkir, en ótilgreindir heimildarmenn, eru bornir fyrir þessu. Þá segir og, að Bandarikja- stjórn hafi látið i ljós von sina um það við brezk og islenzk yfirvöld að lausn finnist sem fyrst á land- helgisdeilunni ,,á fullnægjandi og friðsamlegan hátt". Hafi verið skýrt frá þessu i utanríkisráðu- neyti Bandarikjanna i dag.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.